Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 13
Eiguleg bók eftir Guðrúnu Hannele Henttinen með nýjum útfærslum á fallegum og sígildum vettlingamynstrum. ÞJÓÐLEGIR VETTLINGAR Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Rannsóknir sýna að skipulagt íþróttastarf hefur jákvæð áhrif á líðan barna og mikið forvarnargildi. Börnum sem eru virk í skipulögðu íþróttastarfi líður betur, vinna betur í hóp og eru ólík- legri til að neyta vímuefna. Niður- stöður úr Ánægjuvoginni 2020 sýna að tæp 90% barna eru ánægð með þjálfarann sinn og íþróttafélagið sitt og finnst gaman á æfingu. Íþróttastarf barna á Íslandi þykir svo vel heppnað að tekið hefur verið eftir. Börn fengu ekki að stunda skipu- lagt íþróttastarf í sjö vikur á vor- önn og sex vikur á haustönn vegna faraldursins. Æfingabann barna og ungmenna eldri en 15 ára stendur enn yfir og er ófyrirséð hversu lengi það mun standa. Fyrir utan öll jákvæðu áhrifin sem skipulagt íþróttastarf hefur á börn, þá eru heilbrigt líferni og hreyfing talin draga úr áhættuþáttum COVID-19. Íþróttafélögin hafa mörg staðið sig mjög vel með fjaræfingum og hvatningu til iðkenda. Það kemur þó aldrei í staðinn fyrir samskiptin og handleiðsluna sem fylgir skipu- lögðu íþróttastarfi. Þegar er farið að bera á brottfalli og það þarf ekki að fjölyrða um hversu slæmar afleið- ingar það mun hafa fyrir framtíð- ina. Sérstaklega fyrir þau börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþrótt- um og þau sem eru á viðkvæmasta aldrinum með tilliti til brottfalls. Faraldurinn er ekki að hverfa úr okkar daglega lífi á næstunni. Það er því mikilvægt að geta brugðist hratt við þegar upp koma tímabil þar sem takmarka þarf íþróttaiðkun barna. Ástæðan fyrir æfingabanni barna í október var að ekki mætti blanda saman börnum milli skóla. Það þarf að finna leiðir svo skólar og íþrótta- félög geti unnið saman til að halda þessu mikilvæga starfi gangandi. Lausnin þarf ekki að vera sú sama fyrir hvert íþróttafélag eða skóla, en það þarf að opna á þetta samtal og samstarf. Íþróttastarf barna er nefnilega eitt mikilvægasta lýð- heilsumálið. Spriklandi frísk börn Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík Mikilvægt er að greina á milli vástjórnunar (krísustjórn-unar) og efnahags- eða heilbrigðisaðgerða á venjulegum tímum. Lykilorð eru sveigjanleiki en ekki fyrirsjáanleiki og snarar ákvarðanir til að mæta/breyta þróun yfirvofandi hættu en ekki langtímaáætlanir. Um leið verður að gæta þess að fara vandlega eftir lögum þeim sem snúa að vánni. Í okkar tilviki nú eru það sett sótt- varnalög og þau leyfa eðlilega fram- kvæmdavaldinu að vera í brúnni frá degi til dags, ekki löggjafanum. Alþingi er í brúnni þegar þarf að endurskoða og breyta lögunum. Alþingi gegnir einnig því hlutverki að ræða varnarskrefin sem þegar eru samþykkt og safna reynslu til þess að breyta lögunum. Það er ekki farsælt að ætla löggjafanum að sam- þykkja nánast sérhverja tillögu að sóttvarnaaðgerð og alla hlykkina á leiðinni, örar breytingar á við- brögðum í takt við ófyrirsjáanlegan eða lítt spáanlegan feril veiru í sam- félaginu. Slíkt myndi til dæmis setja Alþingi heilt yfir í þá röngu stöðu að hafa eftirlit með eigin sóttvarna- ákvörðunum – fyrir utan þá snúnu stöðu að setja bráðnauðsynleg við- brögð í pólitíska, iðulega langvinna umræðu og til afgreiðslu (atkvæða- greiðslu). Ekkert af þessu væri í sam- ræmi við meginreglur vástjórnunar. Þar skiptir sem réttust tímasetning höfuðmáli. Hingað til hefur ríkisstjórnin haldið í rétta stefnu, stundað árang- ursríka vástjórnun og mildað áhrif faraldursins eftir getu samfélagsins og ríkissjóðs (og sveitarfélögin að sínu leyti). Gagnrýni og sjálfsmat hafa oftar en ekki hrifið og leitt til breytinga og öll milljarðahund- ruðin gert mikið gagn, nú síðast viðbrögð sem nema allt að 70 ma. kr. kostnaði. Of seint segja sumir. Vel ásættanlega í tíma, tel ég, og miða þá við þann forgang aðstoðarleiða, sem varð að viðhafa, álag á ríkissjóð og stöðu efnahagsmála. Þessi veg- ferð öll staðfestir gagnsemi stjórn- arsamvinnunnar, trausta forystu formannanna þriggja og yfirvegun og frumkvæði VG. Svo má þakka/ hrósa samfélaginu fyrir þolinmæði, fylgni við sóttvarnaaðgerðir og mikla samstöðu í heild. Við eigum það skilið. Með því að halda áfram eftir helstu leiðum vástjórnunar, og með tilkomu góðra bóluefna, náum við væntanlega marki á næsta ári. Kúrsinn fram á við Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri grænna Gagnrýni og sjálfsmat hafa oftar en ekki hrifið og leitt til breytinga. Fyrir utan öll jákvæðu áhrif- in sem skipulagt íþróttastarf hefur á börn, þá eru heil- brigt líferni og hreyfing talin draga úr áhættuþáttum COVID-19. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11Þ R I Ð J U D A G U R 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.