Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Við eigum endilega að láta eftir okkur að sofa í góðum rúmfötum. Því meiri lúxus sem við leyfum okkur, því meiri allsnægtir drögum við til okkar samkvæmt aðdráttarlögmálinu. Og lúxus þarf alls ekki að vera dýr. Rúmfötin okkar standast algjör- lega verðsamanburð við aðrar verslanir og ég hef hvergi annars staðar séð jafn falleg rúmföt og hjá okkur,“ segir Hildur Þórðardóttir hjá rúmfataversluninni Rúmföt.is. Verslunin var opnuð á Nýbýla- vegi 28 fyrir tveimur árum og er nú að stækka um helming. „Þegar Fatabúðin og Verið lögðu upp laupana myndaðist stórt skarð í rúmfataframboðið og fyrr- verandi viðskiptavinir þeirra eru alsælir með okkur, enda bjóðum við upp á falleg gæðarúmföt á góðu verði,“ upplýsir Hildur. Sem dæmi má nefna úrval af 300 þráða settum á 10.900 krónur, sem er einstaklega gott verð miðað við gæði. „Til viðmiðunar eru rúmföt hjá stóru keðjunum allt niður í 120 þráða og ekkert mikið ódýrari. Rúmfötin okkar eru mjúk, þau anda vel og eru straufrí ef tekin strax úr þvottavélinni og hengd upp,“ segir Hildur. Jarðbundin rómantík Hjá Rúmföt.is geta allir fundið sinn draumarúmfatnað úr vönd- uðum og fallegum efnum. „Uppáhaldið mitt þessa stundina er tyggjókúlubleikt með alls kyns blómum, fullkomið fyrir stelpur á öllum aldri. Við erum með heillandi blómamynstur fyrir þá rómantísku. Þeir sem eru jarðbundnari velja frekar geometrísk áprentuð mynstur og þeir stílhreinu eru mjög hrifnir af einlita satíninu sem kemur í öllum mögulegum litum. Aðrir vilja ekkert annað en klassískt damask með fallegu mynstri sem er ofið í efnið og gefur því smá líf. Við erum líka með gott úrval af verum fyrir tvíbreiðar sængur og settum þau öll saman í hillu, damask, satín og silkidamask, til að auðvelda fólki valið.“ Heimsins fínasti gæsadúnn Í gegnum tíðina hafa Rúmföt.is boðið upp á dýrindis sængur. „Nú vorum við að fá lúxus dún- sængur frá þýska merkinu Black Forest. Í sængunum er heimsins dýrasti og fínasti gæsadúnn frá Kanada og vegna þess hversu litla álagningu við erum með, kosta þær minna hjá okkur en í versl- unum í Þýskalandi. Það verður engum kalt undir þessum gæða- sængum og þær standast fyllilega samanburð við íslensku æðardún- sængurnar,“ segir Hildur. Þá má líka nefna fisléttar silki- sængur eða ábreiður úr 100 prósent silki, bæði ytra byrðið og fyllingin. „Silki temprar vel og heldur jöfnum hita, hvort sem er hlýtt eða kalt í herberginu. Ég get ímyndað mér að silkisængurnar henti vel fyrir þá sem eru við- kvæmir og þola ekki mikla þyngd ofan á sér eða bara alla sem vilja sofa með létt. Þær eru líka á góðu verði, rétt rúmlega 20 þúsund krónur,“ upplýsir Hildur. Dúkar sem eru listaverk Hildur dregur fram litrík og ægi- fögur viskustykki frá Frakklandi. „Þau eru hreinustu listaverk, hönnuð af listafólki og aðeins framleidd í ákveðnu magni. Eins og sjá má eru þau hvert öðru fallegri og ég er alltaf með mín hangandi á bakaraofninum til að bæta aðeins lífi og fegurð í eldhúsið,“ segir Hildur um visku- stykkin sem eru á ótrúlega góðu verði, aðeins 1.990 krónur, sem er sama verð og fyrir tíu árum. „Ég er búin að eiga mín einmitt í tíu ár og þau eru alltaf jafn falleg.“ Hjá Rúmföt.is hafa einnig fengist gullfallegir borðdúkar frá sama fyrirtæki en nú eru þeir allir komnir í Þvottahús A. Smith í Bergstaðastræti 52, sem er systur- félag Rúmföt.is. „Ég hvet fólk til að kíkja í Þvottahúsið, því hver dúkur er listaverk og nú er líka hægt að fá þá vaxhúðaða til hversdagsbrúks. Að sjálfsögðu er líka hægt að fá vandaða hvíta sparidúka í ýmsum stærðum,“ upplýsir Hildur. „Við erum alltaf að leita leiða til að þjónusta viðskiptavinina sem best. Án þeirra værum við ekki til og við erum svo þakklát fyrir hvað fólk hefur tekið okkur fagn- andi. Við munum halda áfram að bjóða falleg og góð sængurföt á góðu verði og svo ýmislegt óvænt sem dettur inn á borð til okkar.“ Rúmföt.is er á Nýbýlavegi 28 í Kópavogi. Sími 565 1025. Verslunin er opin virka daga klukkan 12 til 17 og laugardaga klukkan 11 til 15. Skoðið úrvalið á rumfot.is. Hildur heldur hér á fisléttri silkisæng sem er úr 100 pró- sent silki, bæði ytra byrðið og fyllingin. Silkisængur henta vel þeim sem vilja ekki þungar sængur, silkið temprar vel og heldur jöfnum hita, hvort sem heitt eða kalt er í her- berginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Verslunin Rúmföt.is er að stækka. Þýskar Black Forest-dúnsængur fást ódýrari hjá Rúmföt.is en í Þýskalandi. Frönsku viskustykkin eru listaverk hvert um sig og fást í úrvali í Rúmföt.is en frönsku dúkarnir eru komnir í Þvottahús A. Smith í Bergstaðastræti 52. Litir auka vellíðan og silkirúmfötin hjá Rúmföt.is fást í fallegum litatónum.Það er ævintýri að velja sér draumarúmfatnaðinn í stærri og betri verslun. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.