Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 8
Við færum ekki út í
þetta nema við
teldum alla íbúa hagnast á
því.
Anton Kári Halldórs-
son, sveitarstjóri
Rangárþings
eystra
Ríkið niðurgreiðir
heyrnartæki barna að fullu
en lítinn hluta gleraugna-
kostnaðar.
Fáðu faglega aðstoð lyafræðings
Komdu eða pantaðu tíma í síma
517 5500 eða sendu póst á
lyfsalinn@lyfsalinn.is
Þekkirðu lyn þín?
GLÆSIBÆ
OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös.
Sími 517 5500 / lyfsalinn@lyfsalinn.is
VESTURLANDSVEGI
OPIÐ 10:00-22:00 alla daga
Sími 516 5500 / vesturlandsvegur@lyfsalinn.is
URÐARHVARFI
OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös.
Sími 516 5505 / urdarhvarf@lyfsalinn.is
og þér líður betur
www.lyfsalinn.is
SUÐURLAND Sveitarstjórnir fimm
sveitarfélaga á Suðurlandi taka
ákvörðun í desember um að fara
í formlegar viðræður um sam-
einingu. Þegar hafa verið haldnir
fimm rafrænir kynningarfundir
fyrir íbúa Rangárþings eystra og
ytra, Mýrdalshrepps, Skaftárhrepps
og Ásahrepps.
Ef verður af sameiningu myndast
víðfeðmasta sveitarfélag landsins
sem þar með slær meti Múlaþings
við, en það varð til eftir sameiningu
fjögurra sveitarfélaga í haust. Íbúa-
fjöldinn yrði rúmlega fimm þúsund
manns.
„Sameining myndi þýða að við
hefðum sterkari rödd við borðið í
samtalinu við ríkið og hægt væri að
auka fagmennsku og sérhæfingu á
öllum stigum stjórnsýslunnar,“
segir Anton Kári Halldórsson,
sveitarstjóri Rangárþings eystra og
formaður verkefnahópsins.
Hann segir að vegna faraldursins
hafi viðræðurnar tafist, stefnt hafi
verið að því að taka ákvörðun um
formlegar viðræður í haustbyrjun.
Núna sé ekki ólíklegt að kosið
verði um sameiningu í bindandi
íbúakosningu um mitt næsta ár. En
fulltrúar munu samt vanda sig og
taka sér sinn tíma.
Zenter rannsóknir gerðu nýlega
skoðanakönnun á afstöðu íbúanna.
Kom þar fram að 69 prósent þeirra
eru hlynnt en 16 prósent andvíg.
Hlutfallið er nokkuð jafnt í fjórum
stærstu sveitarfélögunum. Í Ása-
hreppi var 41 prósent hlynnt og 43
prósent andvíg.
Anton segir að verði sameining
felld í einhverju sveitarfélaganna
þýði það ekki að hin myndu samt
sameinast. Þá væri það sveitar-
stjórna að taka umræðuna upp
aftur og þá hugsanlega leggja fram
nýja tillögu án þeirra sem höfnuðu.
„Vissulega hefur fólk áhyggjur af
ýmsum hlutum. En tilgangurinn er
að bæta alla þjónustu en ekki skerða
hana. Við færum ekki út í þetta
nema við teldum alla íbúa hagnast
á því,“ segir Anton. Í Múlaþingi var
nokkru valdi haldið í byggðarlög-
unum með stofnun heimastjórna,
til dæmis á Seyðisfirði og Djúpa-
vogi. Anton segir að slíkar lausnir
hafi einnig verið ræddar í tengslum
við sameiningu á Suðurlandi. Það
væri þó umræða sem þyrfti að eiga
sér stað í formlegum viðræðum.
„Við viljum að f lest störf sem
verða til í sveitarfélaginu verði störf
án staðsetningar. Að fólk geti valið
sér búsetu hvar sem er innan þess,“
segir hann.
Öll fimm sveitarfélögin reiða sig
mikið á ferðaþjónustu og hafa orðið
fyrir hvað mestu tekjufalli á landinu
í ár vegna faraldursins. Fyrir utan
tafir og rafræna fundi segir Anton
að núverandi fjárhagsstaða hafi
ekki breytt neinu varðandi samein-
ingaráformin. „Við erum bjartsýn á
að ferðaþjónustan hljóti að jafna sig
og komast aftur á fullt skrið þegar
mesta faraldrinum sleppir,“ segir
hann. kristinnhaukur@frettabladid.is
Um sjötíu prósent fylgjandi
sameiningu sveitarfélaganna
Stuðningur við sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi er mikill í öllum nema einu. Sveitarstjórnir
taka ákvörðun um formlegar viðræður í desember og kosningar gætu orðið um mitt næsta ár. Saman-
lagður íbúafjöldi yrði um fimm þúsund manns og myndi þýða að sveitarfélagið hefði sterkari rödd.
Mýrdalshreppur hefur fundið verulega fyrir efnahagslegum afleiðingum faraldursins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
FÉLAGSMÁL Fimm þingmenn Fram-
sóknarf lokksins hafa lagt fram
þingsályktunartillögu um að sam-
ræma greiðsluþátttöku á gleraugum
og heyrnartækjum barna. Ríkið
niðurgreiðir heyrnartæki að fullu
en niðurgreiðslur gleraugna eru tak-
markaðar.
Niðurgreiðsla gleraugna getur
verið allt að 7.500 krónur á gler
miðað við styrk og 9.000 krónur ef
um er að ræða sterk sjónskekkjugler.
Umgjarðir, sundgleraugu og hreyf-
ingargleraugu eru ekki niðurgreidd
og börn 9 til 17 ára eiga aðeins endur-
greiðslurétt annað hvert ár.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er langalgengast að for-
eldrar fái 4.000 krónur niður-
greiddar á hvert gler. Það er 8.000
krónur af gleraugum sem kosta
yfirleitt á bilinu 30 til 40 þúsund
krónur. Hafi reglurnar ekki breyst
síðan árið 2005. Það ár var niður-
greiðslan lækkuð um 1.000 krónur
á gler og hefur verið föst krónutala
síðan þá og ekki fylgt verðlagi. Hafa
endurgreiðslurnar sem hlutfall af
heildarkostnaði því sífellt lækkað
með hækkandi verði gleraugna.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti
f lutningsmaður tillögunnar, segir
að málið hafi ekki verið rætt í þing-
inu en á ekki von á að það verði mjög
umdeilt. Reglurnar þurfi að uppfæra
og laga. „Ég held að f lestum þyki
þetta vera þarft réttlætismál,“ segir
hún. – khg
Auka þurfi niðurgreiðslur á gleraugum barna
HAFNARFJÖRÐUR Bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar hefur samþykkt að undir-
rita bindandi samkomulag við
220 Fjörð ehf., rekstraraðila sam-
nefndrar verslunarmiðstöðvar, um
að kaupa eða leigja á bilinu 1.200 -
1.500 fermetra rými af fyrirtækinu.
220 Fjörður ehf. ráðgerir að
byggja allt að 6.000 fermetra
nýbyggingu á lóð að Strandgötu
26-30 en ekki hefur verið ákveðið
hvort bærinn fái rými í nýbygging-
unni eða gamla húsnæðinu. Aðilar
samkomulagsins eru sammála um
að bókasafn bæjarins muni f lytja í
rýmið. Ráðgert er að framkvæmdir
hefjist á tímabilinu 2021-2023 og
síðan fær bærinn rýmið afhent til-
búið til innréttinga á tímabilinu
2023-2026. – bþ
Bókasafn flytur
í nýtt húsnæði
Verslunarmiðstöðin Fjörður.
UMHVERFISMÁL Landvernd efnir í
dag til ráðstefnu á Facebook-síðu
sinni um af hverju þjóðgarður á
hálendi Íslands sé góð hugmynd.
„Náttúra Íslands er verðmæt auð-
lind og sameign okkar allra. Á ráð-
stefnunni verður skoðað hvernig
þjóðin getur sem best notið þessara
verðmæta, bæði í efnahagslegum
skilningi og til þess að auðga lífið,“
segir í tilkynningu Landverndar.
Meðal þeirra sem flytja erindi á
ráðstefnunni eru Katrín Jakobsdótt-
ir forsætisráðherra og Carol Ritchie,
framkvæmdastjóri EUROPARC,
sambands verndarsvæða í Evrópu.
Samkvæmt frumvarpi á Alþingi
yrði land í sameign þjóðarinnar
innan miðhálendislínu gert að þjóð-
garði. „Hálendisþjóðgarður myndi
ná yfir um 30 prósent af Íslandi, en
um helmingur mögulegs Hálendis-
þjóðgarðs nýtur nú þegar verndar,“
segir í tilkynningunni. – gar
Tilgangurinn
með þjóðgarði
Katrín Jakobs-
dóttir forsætis-
ráðherra.
1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð