Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Nú er því tíminn til að fara að gera skemmtileg plön með fáum útvöldum sem komast inn í þína kúlu. Það er löngu tímabært að Alþingi bregðist við skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis og endurreisi Þjóðhags- stofnun. Smitandi smit Burkni er með kóvið. Sambýlis- maður hans smitaði hann. Þeir fóru í einu og öllu eftir því sem Burkni hafði sjálfur sagt öðrum að gera. Fengu ekki nema tutt- ugu gesti í heimsókn dagana á undan að smitið kom í ljós. Það var Addi Palli, Bergþóra, Stína stuð, Kalli og Bimbó, Hanna og Ella kroppur, Þura og Anna. En líka Kalli Jóns og Gústi læknisins og Nonni Sæmundar og Halli rakarans og Fúsi Sigurleifs og Palli á Goðanum og Denni í Efsta- bæ. Kommon, það var passað upp á sameiginlega snertif leti og allt. Nema kannski glös, bolla, hnífapör og diska. Vá, hvað þetta smit er smitandi. Það þarf að herða á sóttvörnum almennings. Þyrluhljóm Flugvirkjar Landhelgisgæsl- unnar eru aftur komnir til starfa með tilheyrandi þyrluhljóm. Það er eins og englasöngur í eyrum þeirra sem hafa áhyggjur af öllu. Blessaðir flugvirkjarnir, sem hafa til þessa þurft að sætta sig við eina komma átta í meðal- laun með þann hæsta í tveimur komma fimm, eru komnir með mál sitt í gerðardóm. Hefst nú lotteríið um hvort þangað rati vitringarnir sem sögðu að mögu- lega væru kannski vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetin kvennastétt, eða hvort þeir detti í lukkupottinn og fái jólasveinana úr kjararáði sem gefa í skóinn alla daga allt árið. Fyrsti sunnudagur í aðventu er nú að baki. Spádómskertið logaði glatt á fjölmörgum heimilum landsins um helgina þrátt fyrir bullandi samkomubann og þá staðreynd að fram undan er aðventa ólík öllum fyrri aðventum. Faraldurinn er í línulegum vexti hér á landi og sótt- varnalæknir hefur skilað ráðherra minnisblaði með til- lögum að því hvað taki við þegar gildandi reglur falla úr gildi nú á miðnætti. Þó svo nýjar reglur hafi ekki verið gefnar út þegar þessi orð eru rituð er ljóst að lítið rými er til tilslakana á gildandi samkomutakmörkunum. Við vitum sem er, að í ár verður aðventan, jóla- hátíðin og áramótin með öðru móti en við erum vön og vonuðumst til. Hátíðin sem vanalega einkennist af vinafögnuðum og fjölskyldumótum mun nú í ár bera meiri keim af hausatalningu og fjarlægðaráminningum. Við erum meira að segja vinsamlegast beðin um að vera ekkert að syngja! Við hefðum kannski bara átt að fresta jólunum eins og Castro gerði fyrir um fimm áratugum? Nú liggur mögulega meira við en björgun sykurreyrsupp- skerunnar sem Castro vildi ekki fórna fyrir jólahátíð- ina árið 1969. Bólusetning er innan seilingar og við sjónarröndina glittir í stórveislur og hópknús svo örlítil seinkun kæmi kannski ekki að sök? Nei, það sem þessi þjóð þarf einmitt nú eru jól! Jafn- vel þó að jólahlaðborðið verði við borðstofuborðið heima, rétt eins og jólagjafainnkaupin, þá er eitthvað við jólin sem fær okkur til að hugsa betur hvert um annað og nú er engin vanþörf á því. Okkur þyrstir í uppbrot í hversdaginn, við þráum gleði, samkennd og skemmtun. Þó að mánuðurinn sem framar öðrum er frátekinn í hefðir, verði sannarlega ekki eins og árin á undan, þá verður hann samt góður. Ef við ákveðum það. Mælst er til þess að fólk velji sér sína jólakúlu, það er þá aðila sem það ætlar sér að hitta yfir hátíðirnar og reyni eftir getu að halda samskiptum sínum innan þess hóps. Nú er því tíminn til að fara að gera skemmtileg plön með fáum útvöldum sem komast inn í þína kúlu. Leyfa sér að hlakka til. Á fáum stöðum í heiminum er jólunum fagnað eins innilega og eins lengi og hér á Íslandi. Hátíð ljóss og friðar kemur á kærkomnum tíma þegar sólin er hvað lægst á lofti og hitastig í ákveðnu lágmarki ár hvert og nú kemur hún eins og kölluð. Það virðast allir vera löngu farnir að skreyta og í óðaönn að baka og föndra. Kannski fáum við jafnvel handskrifuð jólakort inn um lúguna í ár? Þetta verða jólin sem við leitum inn á við, lesum sem aldrei fyrr, prófum stresslausa jólahátíð og þurfum ekki að lifa á pakkasúpu í janúar til að greiða Vísareikninginn. Hver veit nema að árið 2020, árið þegar COVID stal jólunum, verði til þess að við lærum eins og Trölli að jólin eru einmitt í hjörtum mannanna og okkar hjörtu stækki um þrjú númer? Kannski væmið, en alla vega virkilega jólalegt! Njótið aðventunnar í ykkar kúlu! Jólakúlan 2020 STJÓRNANDINN Upplýsandi og fróðleg þáttaröð um konur, fyrirmyndir og fjölbreytileikann í íslensku atvinnulífi í umsjá Huldu Bjarnadóttur. Þriðjudaga kl. 21:30, bara á Hringbraut. FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU Í KVÖLD KL. 21.30! Hvernig má það vera að þjóð sem hefur farið í gegnum alvarlega efnahagskreppu eftir hrun bankanna haustið 2008, skuli ekki hafa endur- reist Þjóðhagsstofnun en láti þess í stað hagsmunaað- ilum eftir að greina og meta ákvarðanir stjórnvalda? Aðstæður nú í heimsfaraldri sýna með skýrum hætti að við þurfum óháða stofnun sem heyrir undir Alþingi og er hæf til að benda á hættur sem geta falist í ákvörðunum stjórnvalda í efnahagsmálum, ásamt því að gefa ráð um hvað betur mætti fara með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Á árunum 1974–2002 var starfandi Þjóðhagsstofnun hér á landi sem átti að fylgjast með árferði og afkomu þjóðarbúsins, vinna að hagrannsóknum og vera ríkisstjórn og Alþingi til ráðgjafar í efnahagsmálum. Ákvörðun um að leggja niður Þjóðhagsstofnun hefur alla tíð verið mjög umdeild. Nú er umhverfið annað. Samtök aðila vinnu- markaðarins leggja fram greiningar í efnahagsmálum og greiningardeildir eru að störfum innan bankanna og aðrir aðilar svo sem Viðskiptaráð stunda greiningar á efnahagshorfum. Allt er þetta gagnlegt en þetta eru samt hagsmunasamtök og mikilvægt að muna það. Þess vegna er brýnt að í landinu sé stofnun sem treysta má með nokkurri vissu að dragi ekki taum ákveðinna hagsmunaafla heldur hafi þjóðarhagsmuni að leiðar- ljósi. Í 1. bindi í Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 segir: „Til þess að skapa hlutlausan grundvöll fyrir samhæfingu efnahagsstefnunnar mætti fela sjálfstæðri ríkisstofnun það hlutverk að spá fyrir um efnahagshorfurnar og meta ástand efnahagsmála og líklega þróun að gefnum forsendum um mismunandi efnahagsstefnu.“ Það er löngu tímabært að Alþingi bregðist við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og endurreisi Þjóðhagsstofnun líkt og frumvarp Samfylkingarinnar þar um gerir ráð fyrir. Endurreisum Þjóðhagsstofnun Oddný G. Harðardóttir þingmaður Sam- fylkingarinnar 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.