Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 20
2 BÍLAR 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R w w w .fr et ta bl ad id .is Umsjón blaðsins Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.isBílar Auglýsingar: Atli Bergmann atli@frettabladid.is | Sími 550 5657 Útgáfufélag: Torg ehf. | Kalkofnsvegur 2 | 101 Reykjavík | Sími 550 5000 Verða sýndir í fyrsta skipti á Íslandi í nýjum sýndarsal Mercedes-Benz á vefsíðunni syndarsalur.is. Bílaumboðið Askja mun frum­ sýna tvo nýjustu raf bíla Merced­ es­Benz, EQV og eVito Tourer, á fimmtudaginn, 3. desember. Bílarnir verða frumsýndir í nýjum sýndarsal Mercedes­Benz á vef­ síðunni syndarsalur.is. EQV og eVito eru 100% rafmagn­ aðir fjölnotabílar. Um er að ræða nýja valmöguleika í rafmögnuðum samgöngum en bílanir henta vel fyrir akstur með minni hópa eða allt að níu manns. Báðir þessir bílar er góður kostur sem atvinnu­ bíll, sem fágaður fjölskyldubíll eða vel útbúinn fjölnotabíll fyrir ólík verkefni í tengslum við vinnuna eða til einkanota. Bílarnir koma í tveimur lengdum með sæti fyrir allt að níu manns og góðu plássi fyrir farangur. Bílarnir státa af miklu innanrými en rafgeymastæðan er undir gólfi bílsins og gengur því ekki á innanrýmið. Í lengstu útfærslu er farangursrýmið allt að 1.410 l. Rafdrægni EQV er 356 km og eVito Tourer er 361 km á fullri hleðslu. Það tekur einungis um 45 mínútur að hlaða frá 10% upp í 80% hleðslu í hraðhleðslustöð. EQV og eVito eru af bragðsgóðir í akstri og að sjálfsögðu með öllum þeim þæginda­ og öryggisbúnaði sem einkennir Mercedes­Benz. Fjöldi tengiltvinnbíla og rafdrif­ inna fólksbíla frá Mercedes­Benz er þegar á boðstólum og nú bætast í hópinn þessir tveir hreinu raf­ bílar sem eru mjög góð viðbót við úrvalið. „Við hjá Öskju höfum hannað þennan nýja sýndarsal í samstarfi við Daimler, eiganda Mercedes­ Benz. Sýndarsalinn er strax hægt að skoða að hluta en frumsýningin á EQV og eVito Tourer opnar þann 3. desember klukkan 10.30. Við hlökkum mikið til að sýna þessa tvo nýju og spennandi bíla og leyfa viðskiptavinum okkar að njóta upplifunarinnar á þessum nýja vettvangi,“ segir Arna Rut Hjartar­ dóttir, forstöðumaður markaðs­ og kynningarmála Öskju. EQV og eVito Tourer frumsýndir Toyota á Íslandi fær viðbót í vörulínu sína í janúar 2021 þegar Toyota Highlander verður kynntur í fyrsta sinn í V­Evrópu. „Þessi bíll hefur notið vinsælda víða um heim frá því hann kom fyrst á markað árið 2000, ekki síst í Bandaríkjunum. Highlander er stór sportjeppi með mikið innan­ rými, tveggja tonna dráttargetu og veghæð sem sæmir jeppa eða 20,3 sm,“ segir í fréttatilkynningu frá Toyota á Íslandi. Hröðun hans er góð eða 8,3 sekúndur í 100 km á klst. Highlander er í f lokki E­SUV bíla þar sem Land Cruiser hefur verið áberandi hér á landi undanfarna áratugi. Með þessu skrefi býður Toyota upp á enn fleiri lausnir í einum kröfuharðasta flokki bíla á Íslandi með tæknilega vönduðum og rúmgóðum Hybrid sportjeppa. Tvö niðurfellanleg sæti eru aftast í bílnum og er því pláss fyrir sjö í Highlander. Toyota Highlander Hybrid er með AWD­I fjórhjóladrif og verður í boði í þremur útfærslum, GX, VX og Luxury. Highlander er knúinn áfram af fjórðu kynslóð Hybrid tækninnar auk bensínvélar sem skilar samanlagt 244 hestöflum. Eyðslan er samt hófleg eða frá 5,8 – 8,2 lítrar á 100 km. Toyota Highlander er 4.950 mm langur með 658 lítra farangurs­ rými. Auðvelt er að fella niður tvær sætaraðir og mynda þannig 1.909 lítra farangursrými með sléttu gólfi. Highlander er búinn Toyota Safety Sense 2.5 sem er nýjasta útgáfa af öryggiskerfi Toyota. Toyota Highlander kemur í janúar Þriðja kynslóð Peugeot 308 er væntanleg á næsta ári og líkt og hjá öðrum bílum Peugeot er von á honum með tvinn- útfærslum, sem tengiltvinnbíl og sem 100% rafmagnsbíl. Þessar njósnamyndir náðust nýlega af nýjum Peugeot 308 en hann verður kynntur á næsta ári. Mun hann þá kynda undir sam­ keppni við Ford Focus og nýjan VW Golf. Hann verður líklega byggður á sama eVMP­undir­ vagninum og þriðja kynslóð 3008 bílsins en sá undirvagn er endur­ hönnun á EMP2­undirvagninum sem er í núverandi kynslóð. Má því búast við 48 volta tvinnút­ færslum, ásamt tengiltvinnbíl og rafmagnsbíl. Mun þá e­308 vera ætlað að keppa við VW ID.3 til að mynda. Að sögn Peugeot getur eVMP undirvagninn innihaldið rafhlöðu sem hefur allt að 650 km drægi. Undirvagninn býður upp á bæði framhjóladrif eða fjórhjóla­ drif og rafhlöður af stærðinni 60­100 kWst. Grunnútfærslur e­bílsins verða án efa með 134 hestafla rafmótor á framdrifinu en öflugustu útfærslur hans verða líklega 335 hestöfl og með fjórhjóladrifi. Líkt og í VW Golf eru ekki róttækar breytingar á útliti og myndirnar gefa ekki mikið uppi þar. Búast má við breiðari ljósum og grilli ásamt afturljósum sem ná alveg yfir afturenda bílsins. Þar sem breitt var yfir innréttinguna á mynd­ unum var ekki hægt að sjá hvort breytingar yrðu á henni en í 208 bílnum er 10 tommu upplýsinga­ skjár ásamt þrívíddarmælaborði. Njósnamyndir af nýjum Peugeot 308 Toyota Highlander er öflug viðbót við jeppalínu Toyota. Nýr Mercedes-Benz EQV verður frumsýndur í nýjum sýndarsal á netinu. Ekki er að sjá miklar breyt- ingar á útliti bílsins undir dulargerfinu en grill og ljós verða breiðari en áður. Breitt var yfir mælaborð og miðju- stokk til að fela hugsanlegar breytingar á innréttingu bílsins. Volkswagen er að þróa lítinn, rafdrifinn smábíl fyrir fjöldafram­ leiðslu til að mæta betur meng­ unarreglum Evrópusambandsins. Kemur þetta fram hjá frétta­ veitunni Reuters sem séð hefur gögn um þetta, en engar myndir af bílnum fylgja fréttinni. Áætlunin kallast „Lítill BEV“ og stendur BEV fyrir Battery Electric Vehicle og er áætlað að bíllinn muni kosta á bilinu 20­25.000 evrur. Það myndi gera hann ódýrari en ID.3 en óvíst er hvort hann muni leysa VW Polo alveg af hólmi. Volkswagen Group hækkaði fjárhagsáætlanir sína fyrir raf bíla nýlega, upp í 73 milljarða evra á næstu fimm árum. Áætlar VW að smíða 1,5 milljónir raf bíla árið 2025. Volkswagen með lítinn rafbíl á næstunni Volkswagen e-Up er rafdrifinn smábíll sem byggir á eldri hönnun. Með þessu skrefi býður Toyota upp á enn fleiri lausnir í einum kröfuharðasta flokki bíla á Íslandi með tækni- lega vönduðum og rúmgóðum Hybrid sportjeppa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.