Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 52
DÓTTIR MÍN SÁ SEM SAGT STRÁKAFÓT- BOLTAJÓLADAGATAL OG SAGÐI VIÐ MIG AÐ HANA LANGAÐI Í SVONA. BARA MEÐ STELPUM. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Boston 160 x 200 cm Fullt verð: 279.900 kr. 209.925 kr. Boston 200 x 200 cm Fullt verð: 349.900 kr. 262.425 kr. Boston 180 x 200 cm Fullt verð: 299.900 kr. 224.925 kr. Boston City koma í tveimur gráum. Botn, dýna og gafl eru klædd sama áklæði sem gefur rúminu glæsilegt útlit. Dýnan er svæðaskipt poka­ gormadýna. Efst er mjúk og þægileg yfirdýna sem styður vel við líkama þinn. Botninn er með gormum (Boxspring) sem gefur viðbótarfjöðrun. BOSTON heilsurúm dýna, botn, fætur og gafl 25% AFSLÁTTUR HÁTÍÐAR DORMA HOME sængurföt Sængurfötin frá Dorma Home eru ofin úr 300 gsm bómullarþræði sem gefur frábæra endingu, viðkomu og mýkt. Þau eru með OEKO-TEX® vottun um að þau séu framleidd án allra skaðlegra efna. Sængurfötin koma í nokkrum mismunandi mynstrum/litum og fást í 3 stærðum. ROMA svefnsófi Aðeins 74.900 kr. 25% AFSLÁTTUR HÁTÍÐAR SMÁRATORG HOLTAGARÐAR AKUREYRI ÍSAFJÖRÐUR Heima er best >> Jólin 2020 << Gerðu góð kaup i verslunum okkar eða á dorma.is og við sendum allar vörur frítt Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Vel bólstraður og mjúkur click­clack svefnsófi í sterku áklæði sem fæst í 5 mildum, fallegum litum. Hægt er að lyfta höfða­ eða fótahluta. Bak er tvískipt; hægt er að leggja annan eða báða hluta niður. Hæð sófa í svefnstöðu er 50 cm og svefnpláss er 120x200 cm. Fullt verð: 99.900 kr. Fullt verð 140 x 200 cm: 9.990 kr. Aðeins: 7.992 kr. Fullt verð 140 x 220 cm: 11.990 kr. Aðeins:9.592 kr. Fullt verð 200 x 200 cm: 16.990 kr. Aðeins: 13.592 kr. 20% AFSLÁTTUR HÁTÍÐAR DORMA HOME sængurföt Berglind Ingvarsdóttir og Tobba Ólafsdóttir segjast vera fótbolta­mömmur hjá „stór­veldinu í dalnum“, eins og þær kalla Þrótt, og brugðust skjótt við þegar Berglind komst að því að hvergi í heiminum virðist vera hægt að fá jóladagatal með myndum af knattspyrnu­ konum. „Dóttir mín sá sem sagt stráka­ fótboltajóladagatal og sagði við mig að hana langaði í svona. Bara með stelpum. Ég sagði að þetta væri geggjuð hugmynd og að ég myndi gúggla þetta vegna þess að svona hlyti að vera til þótt ég hefði ekki séð það á Íslandi,“ segir Berglind sem taldi lítið mál að uppfylla ósk dóttur sinnar. Engar stelpur Leit Berglindar að fótboltastelpu­ dagatali á netinu reyndist árangurs­ laus. „Bara strákar. Mér fannst þetta svo fáránlegt að þetta væri ekki til þannig að ég sagði að ég myndi bara gera eitt heimatilbúið handa henni.“ Verkefnið reyndist umfangs­ meira en hún ætlaði í upphafi þann­ ig að hún ákvað að það yrði miklu skemmtilegra að gera dagatalið enn veglegra og endaði með að fá Tobbu í lið með sér. „Þá auðvitað hugsaði ég strax til Tobbu sem rekur listagalleríið og prentverkstæðið Farva hérna í hverfinu og þau hjónin eru náttúr­ lega miklir Þróttarar,“ segir Berglind og þær drifu í að framleiða jóladaga­ tal með 24 fótboltaspjöldum með fremstu fótboltakonum í heimi. „Það náttúrlega seldi mér þetta bara þegar Berglind sagði mér að þetta væri ekki til svona með kven­ fyrirmyndum. Þá var mér bara alveg sama hvað ég ætti að gera. Ég yrði bara með,“ segir Tobba sem hann­ aði spjöldin en Sæþór, maðurinn hennar, hellti sér í myndvinnsluna. Of góð hugmynd „Ég sá fyrir mér að prenta kannski tuttugu stykki fyrir fótboltavin­ konurnar,“ heldur Berglind áfram en þær ákváðu síðan að þær þyrftu að leyfa fleirum að njóta. „Þetta var bara allt of góð hugmynd,“ segir Berglind. „Undirtektirnar voru líka strax þannig að ekki var um að villast að það væri eftirspurn,“ bætir Tobba við um dagatalið sem samanstend­ ur af 24 umslögum og jafnmörgum límmiðum sem leggja grunn­ inn að dagatali sem hver og einn útbýr fyrir sig þannig að úr verður „skemmtilegasta jóladagatal ársins“ eins og þær orða það. Strax eftir að hugmyndin kvikn­ aði hjá Berglindi byrjaði hún að viða að sér upplýsingum og naut þess að landsliðskonan fyrrverandi Edda Garðarsdóttir er mjög góð vinkona hennar. „Hún hjálpaði mér að velja 24 stelpur,“ segir Berglind og Tobba bætir við að spjöldin hennar Berg­ lindar séu frábrugðin hefðbundn­ um fótboltaspjöldum. „Hún aflaði miklu meiri upplýsinga og við erum með miklu ítarlegri upplýsingar um þessar konur en eru á þessum hefð­ bundnu fótboltaspjöldum.“ Spjöldin prýða myndir af fremstu fótboltakonum í heimi og sjálfsagt kemur fæstum á óvart að Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona og Evrópumeistari með Lyon, er þar fulltrúi Íslands. Stelpan okkar „Sara Björk er náttúrlega stjarnan í dagatalinu,“ segir Berglind og bætir við að hún komi að vitanlega upp á aðfangadag. „Hún er númer 24 og við gerðum hennar spjald svolítið öðruvísi til að draga hana út vegna þess að auðvitað er mega spenn­ andi að íslensk kona sé bara á meðal þeirra allra fremstu í heimi.“ „Okkur langaði að gera hana aðeins einstakari heldur en hinar og þar sem við erum Íslendingar voru heimatökin hæg þannig að Berglind bara skrifaði henni og fékk náttúr­ lega svar og Sara náttúrlega bara er einstök,“ heldur Tobba áfram. „Henni fannst þetta bara geggjuð hugmynd og var strax til í að hjálpa okkur og sendi okkur myndirnar af sér. Hún var rosalega ánægð með þetta og við erum ekkert smá glaðar með það,“ segir Berglind. Dagatalið er selt til styrktar fót­ boltastelpum í 4. og 5. f lokki Þróttar í netverslun Farvi.is. toti@frettabladid.is Sara er aðalnúmerið í jólafótboltadagatali Berglind Ingvarsdóttir og Tobba Ólafsdóttir brugðust við skorti á jóladagatali með fremstu knattspyrnukonum heims. Söru Björk fannst hugmynd þeirra frábær og hún er að sjálfsögðu númer 24. Þróttaramömmurnar Berglind og Tobba með boltastelpurnar á milli sín. Margréti Lóu, sem ýtti eiginlega öllu af stað, og Sölku Elínu sem var sérlegur ráðunautur foreldra sinna í hönnun og myndavali. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Söru Björk leist svo vel á hugmynd- ina að dagatalinu að hún sendi sjálf myndirnar sem notaðar eru á spjaldið hennar sem sker sig aðeins úr bunkanum. MYND/AÐSEND 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.