Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 6
BJÓÐUM UPP Á
35” - 40” BREYTINGARPAKKA
FRÁ BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND
EIGUM FLESTAR GERÐIR TIL
AFHENDINGAR STRAX
ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
RAM 3500
BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU
VERÐ FRÁ 7.547.906 KR. ÁN VSK.
9.359.403 KR. M/VSK.
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
NÝ SENDING! LONGHORN ÚTGÁFA NÚ FÁANLEG
SAMFÉLAG Hugmyndin að Mæla-
borði barna er byggð á vinnu Kópa-
vogsbæjar, UNICEF á Íslandi og
félags- og barnamálaráðuneytisins
að sögn Hjördísar Evu Þórðardóttur,
sérfræðings í félags- og barnamála-
ráðuneytinu, sem sér um þróun og
innleiðingu mælaborðsins.
Hún segir mælaborðið styðja við
samþættingu, forgangsröðun og
stefnumótun í hinu nýja kerfi sem
Ásmundur Einar Daðason, félags- og
barnamálaráðherra, kynnti í gær.
„Öll þjónusta á að byggja á töl-
fræði og greiningu gagna sem eru
á mælaborðinu,“ segir Hjördís Eva.
Hún segir nánari útfærsla mæla-
borðsins vera í vinnslu innan stýri-
hóps á vegum Stjórnarráðsins. Í
stýrihópnum eiga níu ráðuneyti
fulltrúa, auk Hagstofu Íslands,
umboðsmanns barna og Sambands
íslenskra sveitarfélaga. Unnið er að
uppsetningu mælaborðs fyrir ríki
og sveitarfélög. Gögnin sem mynda
mælaborðið eru fengin víða úr sam-
félaginu, frá Hagstofunni, Rann-
sóknum og greiningu, barnavernd,
HSBC rannsókn og Skólapúlsinum.
„Til að tryggja aukið jafnræði
barna og tryggja að við séum að
stuðla að því að viðkvæmasti
hópur barna og þau málefni sem er
brýnt að tekið sé á hverju sinni séu
aðgengileg. Það er til mjög mikið af
gögnum og skýrslum um börn sem
koma fram og vekja athygli, umtal
og umræðu en enda ofan í skúffu.
Það vilja allir gera vel en það hefur
vantað heildstæða sýn og mark-
vissa eftirfylgni með tölfræðigögn-
unum. Með því að setja þau fram í
mælaborðinu erum við að tryggja að
þessi gögn séu nýtt með markvissari
hætti en líka að það sé verið að nota
gagnreyndar aðferðir og gögn til að
marka stefnu um börn á Íslandi og
ekki síst viðkvæmustu hópa barna,“
segir Hjördís Eva.
Í mælaborðinu eins og það er í
Kópavogi er að finna vísitölu barn-
væns sveitarfélags og segir Hjördís
Eva að starfshópurinn sem vinni
að mælaborðinu muni skoða hvort
fara eigi sömu leið. Það verði þó gert
í fullu samráði við þau sveitarfélög
sem koma til með að taka þátt í verk-
efninu.
„Vísitala er möguleg leið fyrir ríki
og sveitarfélögin til að fylgjast með
þróun á líðan og velferð barna, hvort
þróunin sé jákvæð eða neikvæð,
jafnt sem hún styður við forgangs-
röðun málefna sem eru brýnust
hverju sinni.
Með því að nýta tölfræðigögn um
velferð barna í stefnumótun með
markvissari hætti er stuðlað að
betri forgangsröðun og ráðstöfun
fjármuna. Við megum líka aldrei
gleyma því að, að baki tölunum eru
auðvitað börn og líf og því er gríðar-
lega mikilvægt að bregðast við,“
segir Hjördís Eva.
lovisa@frettabladid.is
Að baki tölunum eru börn
Félags- og barnamálaráðherra kynnti í gær breytingar á barnaverndarkerfi sem eiga að tryggja samþætt-
ingu þjónustu í þágu farsældar barna. Eitt markmiðið er að safna gögnum um börn á Mælaborð barna.
Hugmyndin að mælaborðinu byggist á vinnu Kópavogs, Unicef á Íslandi og ráðuneytis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Öll þjónusta á að
byggja á tölfræði og
greiningu gagna sem eru á
mælaborðinu.
Hjördís Eva Þórðar-
dóttir, sérfræð-
ingur í félags- og
barnamálaráðu-
neytinu
SELTJARNARNESBÆR Ásgerður Hall-
dórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnar-
nesbæjar, segir að ekki standi til
að hækka útsvar né fara í harðan
niðurskurð á rekstri bæjarins.
Mikill hallarekstur hefur verið
á bæjarsjóði undanfarin fimm ár
og sér ekki fyrir endann á þeirri
þróun.
Á fundi bæjarstjórnar í síðustu
viku var lögð fram fjárhagsáætlun
næsta árs og var þar gert ráð fyrir
neikvæðri rekstrarniðurstöðu upp
á 136 milljónir króna. Minnihluti
bæjarstjórnar lagði til að útsvar
yrði hækkað úr 13,70 prósentum í
14,48 prósent til að stemma stigu
við ósjálf bærum rekstrinum.
Ásgerður sló þær hugmyndir út af
borðinu og lét bóka að fjárhagsstaða
bæjarins væri sterk og skuldir langt
undir viðmiðunarmörkum. – bþ
Óbreytt útsvar
á Seltjarnarnesi
HEILBRIGÐISMÁL Vinna stendur yfir
við að fjarlægja asbest úr risi aðal-
byggingar Landspítalans við Hring-
braut „Þarna er um að ræða asbest-
klæðningar í tæknirými í risinu. Við
breytingar á loftræstikerfum í þeim
hluta voru fengir viðurkenndir
aðilar til að fjarlægja allt asbest
á því svæði og koma til förgunar
samkvæmt reglum þar um. Þessi
vinna fór fram að hluta árið 2019
en vinnan sem nú stendur yfir ætti
að klárast á næstu dögum,“ segir
Birna Helgadóttir, forstöðumaður
aðfanga og umhverfis á þjónustu-
sviði Landspítalans
Að hennar sögn er asbestklæðn-
ingar að finna á takmörkuðum
svæðum í eldri húsum Landspítal-
ans sem byggð voru á árunum 1930-
1960. – bþ
Asbest hverfur
úr spítalanum
Landspítalinn við Hringbraut.
Ásgerður
Halldórsdóttir
DÓMSMÁL Þótt endanleg niðurstaða
Mannréttindadómstóls Evrópu í
landsréttarmálinu liggi fyrir í dag,
gæti réttaróvissa vegna málsins
varað lengur.
Í dómi MDE sem féll 12. mars í
fyrra segir það sé íslenska ríkisins
að finna leiðir til að binda enda á
brot þess. Er meðal annars vísað til
heimilda til endurupptöku máls í
þeim tilfellum þar sem brot átti sér
stað.
Þeir fjórir dómarar sem málið
tekur til dæmdu 120 einkamál og 85
sakamál á þeim rúmu 14 mánuðum
frá því þeir voru skipaðir og þar til
dómur MDE var kveðinn upp.
Staðfesti yfirdeild MDE fyrri dóm
réttarins í málinu kunna einhverjir
að leita eftir endurupptöku sinna
mála.
Nú ber hins vegar svo við að lög
um nýjan endurupptökudóm taka
gildi í dag og skipun endurupptöku-
nefndar er fallin niður. Dómarar við
hinn nýja dómstól hafa hins vegar
ekki verið skipaðir en einn nefndar-
manna í dómnefnd sem metur hæfi
umsækjenda um dómaraembætti
lýsti sig vanhæfa til setu í nefndinni.
Alþingi fékk beiðni frá dómsmá-
aráðuneytinu 13. október um kosn-
ingu nýs nefndarmanns en kosning
hans fór ekki fram fyrr en rúmum
sex vikum síðar eða 26. nóvember.
Þetta kemur fram í svari ráðuneyt-
isins við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Í svarinu kemur einnig fram
að sjö beiðnir um endurupptöku
sem bárust fyrir 1. desember muni
flytjast yfir til Endurupptökudóms
og ljóst að afgreiðsla þeirra muni
frestast þar til dómurinn er full-
skipaður. – aá
Dómaralaus endurupptökudómur tekinn til starfa
Þeir fjórir dómarar sem
málið tekur til dæmdu 120
einkamál og 85 sakamál
1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð