Morgunblaðið - 05.05.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 05.05.2020, Síða 6
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Víða í Evrópu er kórónuveirufarald- urinn mikið til genginn niður. Ný til- vik eru aðeins brot af fjöldanum þegar faraldurinn náði hámarki. Hér á grafinu má sjá dreifingu nýrra tilvika í níu Evrópulöndum. Súlurnar sýna fjölda tilvika á dag og eru, líkt og á Íslandi, nánast horfnar. Gögnin eru sótt á vef Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Alls 39 tilvik voru skráð í Austur- ríki í fyrradag. Þegar mest lét voru tilvikin um 1.300 á dag. Sömu sögu er að segja frá Eystra- saltslöndunum. Aðeins eitt tilvik greindist í Eist- landi í fyrradag en mest greindust 134 tilvik á dag. Átta tilvik greindust í Lettlandi í fyrradag en þau urðu mest 48. Fjögur tilvik greindust í Litháen en urðu mest 90 á dag. Með sama áframhaldi stefnir í að engin ný tilvik greinist í þessum þremur löndum í fyrri hluta maí. Á niðurleið í Noregi Þróunin er áþekk í Noregi. Þar greindust 38 tilvik í fyrradag en urðu flest 386 á dag. Þess má geta að samkvæmt vefnum fhi.no voru 11 ný tilvik í fyrradag en 38 hinn 30. apríl. Mögulega er því tímatöf í gögnum bandaríska háskólans. Alls 92 tilvik greindust í Portúgal í fyrradag en þau voru mest um 1.500. Ekkert tilvik greindist í Slóveníu í fyrradag en hafa flest orðið 70 á dag. Eitt tilvik greindist í Slóvakíu í fyrradag en voru mest 114 á dag. Við þetta má bæta að átta tilvik greind- ust í Króatíu í fyrradag en þau urðu flest 96 á dag. Loks greindust 88 tilvik í Sviss í fyrradag en þau voru mest um 1.300 á dag. Nefna mætti fleiri lönd. Til dæmis greindust aðeins 12 tilvik í Lúxemborg í fyrradag en þau urðu flest 234. Hjá Dönum og Svíum greindust 116 og 235 tilvik í fyrra- dag en hjá þeim greindust mest 391 tilvik og 812 á dag. Hjá Finnum greindust mest 267 tilvik á dag en þau voru 78 í fyrradag. Faraldurinn er nánast um garð genginn í Fær- eyjum. Þar hafa 185 af 187 náð bata, samkvæmt vefnum corona.fo. Ýmislegt ber að hafa í huga þegar svona tölfræði er borin saman milli landa. Í fyrsta lagi er hlutfall mæl- inga af íbúafjöldanum misjafnt. Í öðru lagi kann almenningur í þess- um löndum að vera misjafnlega vel upplýstur um faraldurinn. Í þriðja lagi hafa fræðimenn varað við hætt- unni á því að faraldurinn geti gengið í bylgjum áður en yfir lýkur. Ásamt þessum Evrópuríkjum er faraldurinn líka í rénun í Eyjaálfu og í mörgum ríkjum Asíu. En eins og daglegar fréttir síðustu vikna bera með sér er faraldurinn enn á fullri ferð í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Þá eru enn að mælast hlutfallslega mörg tilvik í Kanada. Faraldurinn víða í rénun í Evrópu  Kórónuveiran virðist vera á útleið í mörgum ríkjum álfunnar Fjöldi daglegra kórónuveirusmita í nokkrum löndum frá 1. mars til 3. maí Austurríki 8,9 milljón íbúar 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 M A R S A P R Í L Eistland 1,9 milljón íbúar 150 125 100 75 50 25 0 M A R S A P R Í L Lettland 1,3 milljón íbúar 50 42 33 25 17 8 0 M A R S A P R Í L Litháen 2,8 milljón íbúar 95 76 57 38 19 0 M A R S A P R Í L Noregur 5,4 milljón íbúar 400 320 240 160 80 0 M A R S A P R Í L Portúgal 10,2 milljón íbúar 1.700 1.360 1.020 680 340 0 M A R S A P R Í L Slóvakía 5,45 milljón íbúar 130 104 78 52 26 0 M A R S A P R Í L Slóvenía 2,08 milljón íbúar 75 63 50 38 25 13 0 M A R S A P R Í L Sviss 8,65 milljón íbúar 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 M A R S A P R Í L Heimild: Johns Hopkins CSSE Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir aðspurður vonir bundnar við að erlendir ferðamenn fari að koma aftur síðsumars, jafnvel í síðari hluta ágústmánaðar. „Okkur heyr- ist, út frá samtöl- um við stjórn- kerfið og þá sem sinna þessum málum, að verið sé að skoða þetta mjög alvarlega. Menn hafa horft á jafnvægið milli þess að hægt verði að ferðast milli landa og þeirrar áhættu sem því er talin fylgja. Þá er verið að skoða út- færslur á fjöldatakmörkunum og hvernig vita má með vissu að ferða- menn séu ekki smitaðir. Ef það tekst að gera tvíhliða samninga við önnur lönd um ferðalög hangir það saman við hvaða flugsamgöngur eru þá í boði. Við vonumst til að þetta mat fari fram eins hratt og mögulegt er en gerum okkur grein fyrir að það er að ýmsu að hyggja,“ segir Jóhannes. Markaðir í Mið-Evrópu og á Norð- urlöndum kunni að opnast næstu mánuði. Tveir stærstu ferðamarkað- ir Íslands, Bandaríkin og Bretland, verði hins vegar að óbreyttu lokaðir mestallt árið. „Við horfum ekki síst til ferðamanna sem eiga bókaðar ferðir til Íslands í lok ágúst og í haust og hafa ekki afbókað.“ Spurning um ferðavilja Þó sé að mörgu að hyggja og óvissan mikil. Til dæmis varðandi ferðavilja Evrópubúa í sumar. Varðandi smithættu segir Jóhann- es Þór horft til þess að mögulega verði settar samevrópskar reglur um móttöku ferðamanna við þessar aðstæður. Rætt hafi verið um „sóttkvíarferðamennsku“ í þessu samhengi, hópa sem eru í litlu sam- neyti við aðra á ferðalögum sínum. „Nú eða að fólk taki einhvers kon- ar próf áður en það fer, eða eftir að það kemur, eða eitthvað slíkt. Það eru ýmsar útfærslur á því. Ég held að veröldin hafi ekki komið sér niður á eina lausn í því samhengi. Það er líklegt að það verði ekki séríslensk lausn, heldur í tengslum við tvíhliða samkomulag við önnur lönd,“ segir Jóhannes Þór. Öllum möguleikum sé haldið opnum. Ferðamenn koma mögulega í ágúst  SAF horfir til tvíhliða samninga Jóhannes Þór Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.