Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 10
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Mér tókst ekki að hreyfa helluna en
spennandi væri að gera aðra til-
raun,“ segir Silja Y. Eyþórsdóttir.
Hún var ein af nokkrum ferðamönn-
um – raunar sárafáum – í Borgar-
firði um helgina. Útsendari Morgun-
blaðsins var á ferð til að kynna sér
landslag, leiðir og fólk og kom þá að
Húsafelli. Þar er margt að sjá og
skoða og meðal áhugaverðra fyrir-
bæra þar er Kvíahellan, aflrauna-
steinn sem kenndur er við hinn
kynngimagnaða 18. aldar prest
Snorra Björnsson. Margir hafa
spreytt sig hellunni, sem er 180 kíló
að þyngd og þannig í lögun að aðeins
örfáir ná taki á henni.
„Ég var í Húsafelli með kærast-
anum mínum og við gengum meðal
annars upp Bæjargil, þaðan sem er
víðsýnt. Meðal annars að Oki, jökl-
inum sem hvarf. Ég á sterkar rætur
í Borgarfirðinum, meðal annars eftir
háskólaárin á Hvanneyri,“ segir
Silja sem starfar hjá Orkuveitu
Reykjavíkur.
Æðakerfi veganna
Vegakerfinu í uppsveitum Borg-
arfjarðar svipar til æðakerfis
mannslíkamans. Stofnbrautir eru
sem slagæðar og út frá þeim liggja
háræðar; net vega og spotta í þyrp-
ingar, hverfi og heim á bæi. Sumir
eru nokkuð úr alfaraleið en aðrir
standa við þjóðbrautina, sem komið
er á þegar beygt er til hægri við
Hafnarfjall, rétt áður en komið er að
Borgarfjarðarbrú. Alls 58 kílómetr-
ar eru þaðan í Húsafell.
Í Andakíl blasa við Baula og
Skessuhorn; svipsterk fjöll og tign-
arleg. Hvanneyri er hér á vinstri
hönd; menntasetur íslensks land-
búnaðar með margþættri starfsemi.
Ferðaþjónusta er á mörgum bæjum;
gististaðir, veitingastofur, verslanir
með heimaunnum afurðum og fleiru
góðu. Svo eru hér laxveiðiárnar, en
veiði í þeim hefst venjulega snemma
í júní og stendur fram á haust. Lax-
veiðin skilar miklu til borgfirskra
bænda, sem margir eru líka stórir í
kúabúskap og sauðfjárrækt.
Krauma og kirkjustaður
Í mynni Reykholtsdalsins eru
Kleppsjárnsreykir; skólastaður og
garðyrkjuþorp. Þar nærri, handan
Reykjadalsár, er Deildartunguhver.
Þetta er vatnsmesti hver Evrópu;
sem úr koma 180 lítrar á sekúndu af
100° heitu vatni á sekúndu. Er það
notað til húshitunar og annars í
Borgarnesi og á Skipaskaga. Þá er
baðstaðurinn Krauma við Deild-
artunguhver; sem opnaður verður
eftir samkomubann.
Um Andakíl, Bæjarsveit og mynni
Reykholtsdals er ekið eftir Borgar-
fjarðarbraut, veg nr. 50, en þegar
komið er fram hjá Kleppjárns-
reykjum og yfir brúna á Reykja-
dalsá er beygt til hægri og ekið inn
dalinn um veg nr. 518. Hér ber
Reykholtstað hátt, bæði í efni og
anda. Háreist kirkjan setur svip á
staðinn sem og gamla héraðsskóla-
húsið, þar sem geymd eru varaein-
tök Landsbókasafnsins af ritum sem
gefin eru út á Íslandi. Í anda og sögu
er það Snorri Sturluson (1170-1241)
sem gaf Reykholti máttugt líf. Hann
var sagnaritari og atkvæðamaður á
sturlungaöld; róstusömu tímabili og
einn af hápunktum þess er að kapp-
inn var veginn.
„… veit allt sem talað er hér“
Í Reykholtsdal eru tvær leiðir
þegar haldið er lengra inn í land; það
er norðan eða sunnan við svo-
nefndan Háls. Allt heitir þó Hálsa-
sveit. Nokkrir sveitabæir eru sunn-
an við Háls; innst Augastaðir.
Þjóðleiðin að Húsafelli er norðan við
háls. Hinir ægifögru Hraunfossar
eru þar sterkt kennimark. Hér
sjáum við Strút og ískaldan Eiríks-
jökul sem „veit allt sem talað er
hér“, eins og listaskáldið orti. Tjald-
svæði, hótel, baðstaður og sumar-
húsabyggð eru í Húsafelli; í skóg-
inum sem laufgast senn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Styrkur Silja Eyþórsdóttir hér við Kvíahellu sr. Snorra í Húsafelli sem svo margir hafa reynt að lyfta en ekki tekist.
Hreyfði ekki helluna
Frá Hafnarfjalli í Húsafell Sunnudagsbíltúr í Borgar-
firði Reykholt í anda og efni Skógur laufgast senn
Reykholt Gamli héraðsskólinn og kirkjan eru reisulegar byggingar.
Hvanneyri Lærimeistarar landbún-
aðarins komnir í steininn.
yrirsögn
Hvanneyri
Skessuhorn
Eiríksjökull
OK
Strútur
HúsafellHraunfossar
AugastaðirReykholt
Kleppjárns-
reykir
HÁLSASVEIT
BÆJAR-
SVEIT
Deildar-
tunguhver
Borgarfjörður
Loftmyndir ehf.
Hvítá
Hraunfossar Blátært bergvatnið
kemur fram úr úfnu hrauninu.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020
Ársfundur
Íslenska lífeyrissjóðsins
Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt til setu á
ársfundinum.
Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum
sjóðsins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Kynning á ársreikningi
3. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins
4. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri athugun
5. Kosning aðal- og varamanna í stjórn
6. Kosning endurskoðanda
7. Tillögur um breytingar á samþykktum
8. Laun stjórnarmanna
9. Önnur mál
Tillögur um breytingar á samþykktum þurfa að berast
stjórn með skriflegum hætti tveimur vikum fyrir árs-
fund. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi
þurfa að berast stjórn með skriflegum hætti viku fyrir
ársfund. Framboðum aðalmanna til stjórnar skal skila
inn til stjórnar viku fyrir ársfund. Að þessu sinni verða
kosnir tveir aðalmenn til þriggja ára. Tillögur og fram-
boð skulu berast til stjórnar Íslenska lífeyrissjóðsins,
Austurstræti 11, 101 Reykjavík. Tillögur að breytingum
á samþykktum og framboð til stjórnar verða birt á vef-
svæði sjóðsins, islenskilif.is.
Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hvetur sjóðfélaga til
þess að mæta. Allar nánari upplýsingar má nálgast
hér á vef sjóðsins eða hjá Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf
Landsbankans í síma 410 4040.
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður
haldinn miðvikudaginn 27. maí 2020 kl. 17:00
í aðalútibúi Landsbankans Austurstræti 11.
„Fyrst kom ég að Oki árið 1962
sem þá var flatur skafl sem
hreyfðist ekki. Skilgreining á jökli
er snjófarg sem skríður undan eig-
in þunga og sú var aldrei raunin
með Okið, snjóbreiðuna sem bætti
við sig að flatarmáli á þeim þunga
vetri sem nú er að líða,“ segir
Snorri Jóhannesson bóndi.
Síðasta sumar var settur upp
minningarskjöldur um Ok; jökulinn
á Kaldadal sem hvarf. Hann er eða
var sunnan og ofan við Augastaði,
þar sem Snorri hefur búið frá
árinu 1973. „Jöklarnir eru að gefa
eftir, slíkt er alveg óumdeilt en það
hafa bara alltaf verið sveiflur í
veðráttu og náttúrufari,“ segir
Snorri. „Menn sem fæddust í
kringum síðustu aldamót hafa
sagt mér margt um hvernig nátt-
úran og landið hér var allt öðruvísi
í þeirra ungdæmi. Að þetta skilti á
Oki væri sett upp síðasta sumar
var mér að meinalausu og er nokk-
uð sem skiptir
engu máli. Þetta
var áróður sem
hentaði í um-
ræðu um lofts-
lagsbreytingar.“
Snorri hefur í
áraraðir verið
refaskytta í upp-
sveitum Borg-
arfjarðar og á
sumrin liggur hann á grenjum á
Arnarvatnsheiði.
Skaðvaldi fjölgar
„Ref er að fjölga, því yfirvöld sinna
þessum málum ekki af þeim krafti
sem áður var. Minni fjármunum er
varið til þessa málaflokks, sem
getur verið skammgóður sparn-
aður þegar allt er lagt saman.
Þessum skaðvaldi verður að halda
í skefjum svo jafnvægi í lífríkinu
raskist ekki, þótt alltaf megi deila
um hvar sú lína liggi,“ segir Snorri.
NÁTTÚRUBARN OG REFASKYTTA Í HÁLSASVEITINNI
Snorri
Jóhannesson
Morgunblaðið/RAX
Ok Var aldrei jökull, segir Snorri sem lengi hefur fylgst með þróun mála á svæðinu.
Alltaf verið sveiflur í náttúru