Morgunblaðið - 05.05.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.05.2020, Qupperneq 14
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það hefur margt gott veriðgert af hálfu borgarinnartil að styrkja fuglalífið viðTjörnina, en það mætti gera svo miklu betur,“ segir Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. Í nýrri skýrslu hans og Jóhanns Óla Hilmarssonar kemur fram að lang- varandi viðkomubrestur standi andastofnum við Tjörnina fyrir þrif- um og það hnignunarskeið sem nú standi yfir hafi varað í um 15 ár. Sex andategundir urpu við Tjörnina í fyrrasumar. Stokkönd, gargönd, duggönd og skúfönd hafa verið árvissir varpfuglar frá upphafi talninga 1973. Einnig fundust urtönd og toppönd með unga. Urtönd hefur orpið árlega frá 2014 og toppendur verpa endrum og eins. Enginn æðar- fugl gerði tilraun til varps. „Söngur æðarblikans er horfinn en hann er eitt af því sem einkenndi Tjörnina á vorin,“ segir Ólafur K. Nielsen í frétt á heimasíðu borgarinnar í gær. Um 500 fuglar að norðan Rifjað er upp í fréttinni að kom- ið var með fugla á Tjörnina á sjötta áratugnum og voru þeir vængstýfðir og því ófleygir og starfandi eftirlits- maður sá um fóðrun. Í frétt í Morg- unblaðinu 20. mars 1977 birtist sam- tal Elínar Pálmadóttur blaðamanns við Ólaf K. Nielsen, þá nema í líf- fræði við Háskóla Íslands, en hann hafði frá 1973 starfað hjá Reykjavík- urborg við að líta eftir fuglalífinu og fylgjast með varpi. „Árið 1956 og 1957 voru fluttar 10 tegundir af öndum frá Mývatni á Tjörnina og hafði það mikil áhrif á fuglalíf á svæðinu,“ segir Ólafur í upphafi samtalsins. „Þessi fuglar voru vængstýfðir fyrst, meðan þeir voru að venjast Tjörninni. Fram að þeim tíma höfðu aðeins verið stokk- endur á Tjörninni í Reykjavík.“ Í samtali við Morgunblaðið seg- ir Ólafur að yfir 400 fuglum hafi ver- ið klakið út fyrir norðan og sá Krist- ján Geirmundsson á Akureyri um að fóstra ungana nyrðra. Endurnar voru síðan fluttar á Tjörnina til að auka þar fjölbreytni og fyrst um sinn voru þær hafðar innan girðingar á Þorfinnstjörn. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur skipulagði verkefnið, en borgin stóð straum af kostnaði, að sögn Ólafs. Hann segir að fuglalífið við Tjörnina hafi staðið með blóma á sjöunda og áttunda áratugnum, en síðan hafi hallað undan fæti. Framkvæmdir á Háskólasvæð- inu og umferð í nágrenni Tjarn- arinnar voru bæði Ólafi og Elínu áhyggjuefni að því er fram kemur í fyrrnefndu viðtali fyrir rúmlega 40 árum. Fyrirsögn hennar er „Tjörn- inni hætt þegar Háskólinn þurrkar upp Vatnsmýrina“. Yrði dauðadómur Áhyggjur af lífríkinu á og við Tjörnina fyrirfinnast enn eins og lesa má í nýrri skýrslu Ólafs og Jó- hanns, þar sem fjallað er um fram- kvæmdir í Vatnsmýrinni eða í jaðri hennar. „Þessar framkvæmdir gætu haft áhrif á vatnsbúskapinn og þarf að vakta hann gjörla, annars er hætta á að vatn hætti að renna til Tjarnarinnar og það mundi verða endanlegur dauðadómur yfir lífrík- inu og fuglalífinu,“ segir í skýrsl- unni. Í fréttinni á heimasíðu borgar- innar í vikunni er efirfarandi haft eftir Ólafi: „Það væri hægt að draga úr þessum neikvæðu áhrifum með markvissu ræktunarstarfi og um- hirðu. Stefnan hefur verið að láta fuglana sjá um sig sjálfa og fylgjast með úr fjarlægð,“ er haft eftir Ólafi. Áhyggjur fyrr og nú af fuglalífi á Tjörninni Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Við Tjörnina Flugmaður gefur öndum brauð skammt frá þar sem stytta af Þorfinni karlsefni var í hólma í syðri tjörninni. Katalínaflugbátur í aðflugi. 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hafist varhanda ígær við að losa um höftin, sem sett voru hér á landi vegna kór- ónuveirunnar. Enn eru þó töluverðar takmarkanir, en þetta skref ber því vitni að sjúkdómurinn er á hröðu undanhaldi. Ekki er aðeins farið að losa um tökin á Ís- landi. Víða er farið að rýmka reglur og leyfa aukinn sam- gang. Eins og stendur er þó áhersla lögð á að virða áfram reglur um að halda ákveðinni fjarlægð í næsta mann og er bann við fjöldasamkomum meðal þeirra takmarkana, sem enn eru við lýði. Það er þó spurning hversu lengi það verður. Um helgina greindu frönsk stjórnvöld frá því um leið og þau sögðu að áfram yrði neyðarástand í landinu til 24. júlí hið minnsta að enginn yrði sett- ur í sóttkví, sem kæmi til Frakklands frá öðru Evrópu- sambandslandi, landi innan Schengen-svæðisins eða Bretlandi. Um leið var reyndar ítrekað að áfram myndu gilda reglur um hert eftirlit við landamæri Frakk- lands, sérstaklega að Þýska- landi. Hér þarf greinilega nánari skýringa við. Hvað sem því líður er nokkur þrýstingur innan Evrópusambandsins um að fórna ekki ferðasumrinu 2020 vegna veirunnar. Í liðinni viku héldu ferðamálaráð- herra og innanríkisráðherrar ríkjanna í Evrópusamband- inu fjarfundi vegna stöð- unnar. Þrýstingurinn kemur úr suðrinu. Ferðaþjónustan er 13% af efnahagsumsvifum á Ítalíu og Spáni, 17% í Portúgal, 25% í Króatíu og 30% á Grikklandi. Grikkir eru sérstaklega áhugasamir um að aflétta hömlum. Ferðaþjónustan er eina at- vinnugreinin sem hefur þrif- ist eftir efnahagshrunið fyrir 12 árum. Nú er vegið að henni. Ýmsar hugmyndir eru komnar á kreik um tilhögun. Ein þeirra er að ferðalangar fari í skimun og fái kórónu- passa reynist þeir neikvæðir. Í pössunum yrði sérstaklega tekið fram, komi þeir frá landi, þar sem tekist hefur að hemja veiruna. Einnig hefur verið nefnt að opnaðar verði sérstakar ferðamannaleiðir til að auðvelda ferðalög til ferðamannastaða. Einhverjum datt í hug að búa til bása úr plexígleri til að hólfa strendur niður og draga úr líkum á smiti. Annar benti á að eins mætti leggja til að ferðamenn á baðströndum yrðu grillaðir á teini. Slíkir básar munu þeg- ar hafa verið settir saman á Ítalíu, en ekki fer sögum af vinsældum þeirra. Örvæntingin sem endur- speglast í þessum þrýstingi er skiljanleg. Sömu stöðu er að finna í ferðaþjónustu hér á landi. Það tók ekki langan tíma að setja heiminn í hand- bremsu vegna kórónuveir- unnar. Fólk var fljótt að falla inn í lífsmynstur sem talið hefði verið óhugsandi í upp- hafi árs. Það er því auðvelt að hugsa sér að lífið verði fljótt að fara í gamla farið aftur. Málið er þó ekki svo ein- falt. Hvernig á að aflétta hömlunum alveg? Hvenær er það tímabært? Í bakgrunni verður alltaf óttinn um að veiran taki við sér á ný verði slakað of rösklega á höml- unum. Hversu oft hefur ekki verið rifjað upp á undan- förnum vikum að þegar spænska veikin sneri aftur fyrir rúmri öld var hún orðin sýnu háskalegri en í fyrstu umferð nokkrum mánuðum áður? Óttinn við bakslag er sérstaklega mikill í löndum, sem veiran hefur leikið grátt. Þar liggja stjórnmálamenn undir ámæli og þeir munu forðast að gefa höggstað á sér fyrir gáleysi með því að losa of hratt um hömlurnar. Grikkir og Portúgalar tala um að gera út á það að þang- að sé öruggt að koma vegna þess að þeir hafa sloppið vel frá veirunni. En þeir munu þurfa að fullvissa ferðamenn um að þeir leggi sig fram um að draga úr smithættu. Munu ferðamenn njóta þess að vera á hótelum, sem minna frekar á heilbrigðisstofnun, og regl- ur með boðum og bönnum hanga á öllum veggjum? Munu þeir njóta lífsins á ströndinni þegar fyrst þarf að bíða í röð eftir að komast á ströndina og síðan eftir að komast í sjóinn og sótt- hreinsa sólbekkina áður en lagst er á þá? Ferðasumarið þarf ekki að vera glatað, en óvissuþætt- irnir eru margir. Það er hins vegar ljóst að því betur sem gengur að hemja kórónuveir- una og draga úr smitum, þeim mun erfiðara verður að réttlæta áframhaldandi höft á ferða- og athafnafrelsi al- mennings. Í Evrópu magnast ákall um að bjarga ferðasumrinu} Þrýstingur úr suðri Á miðnætti hinn 4. maí mildaðist samkomubann þegar nýjar regl- ur um takmarkanir á samkomum tóku gildi. 50 manns mega nú koma saman í stað 20 áður, tak- markanir á fjölda nemenda í leik- og grunn- skólum hafa verið felldar niður og sömuleiðis takmarkanir vegna íþróttaiðkunar og æsku- lýðsstarfs barna á leik- og grunnskólaaldri. Framhalds- og háskólar hafa verið opnaðir á ný og ýmsir þjónustuveitendur opnuðu í morgun dyr sínar fyrir viðskiptavinum. Nú er mögulegt að fara í klippingu, í sjúkraþjálfun, til tannlæknis o.s.frv. og okkar daglega líf færist einu skrefi nær því sem við vorum vön áður en veiran barst til landsins. Áfram gildir reglan um tveggja metra nálægðartakmörk hjá fullorðnum og gæta þarf að hreinlæti og sóttvörnum líkt og áður. Þessi áfangi er stór og merkilegur því hann þýðir að við höfum lokið fyrsta hlutanum í þessu verkefni. Fyrsta smitið greindist hérlendis 28. febrúar síðastliðinn og far- aldurinn náði hámarki í byrjun apríl. Okkur tókst að bæla faraldurinn niður með markvissum aðgerðum; víð- tækum sýnatökum, sóttkví, einangrun og þátttöku al- mennings í sóttvarnaraðgerðum þannig að nú greinast aðeins örfá eða engin smit á hverjum degi. Við getum öll verið ánægð með þann árangur sem aðgerðirnar hafa borið hingað til en við megum ekki gleyma því að fara varlega áfram, því veiran getur enn tekið sig upp aftur og dreifst innanlands. Því er gott að hafa í huga að tilgangurinn með þeim sóttvarnar- aðgerðum sem enn eru í gildi er einmitt sá að hamla því að veiran dreifi sér á milli manna og að hún nái sér á strik í samfélaginu aftur. Heilbrigðisstarfsfólk um land allt, land- læknir, allt starfsfólk embættis landlæknis, sóttvarnalæknir, almannavarnir og öll þau sem hafa komið að viðbrögðum okkar hafa staðið sig með eindæmum vel í faraldrinum. Það hefur verið frábært að fylgjast með sam- takamættinum og ég er stolt að sjá hvers við- bragðsaðilarnir og heilbrigðiskerfið okkar er megnugt. Það er mikilvægt að við höldum áfram vöku okkar, stöndum saman og fylgjum gild- andi reglum. Það hefur reynst okkur vel hingað til og er ein meginástæða þess að hér á landi hefur tekist eins vel og raun ber vitni að hafa stjórn á útbreiðslu veirunnar, verja heilbrigðiskerfið og síðast en ekki síst að vernda þau sem eru viðkvæmust fyrir veikindum. Verkefninu er langt í frá lokið, og við verðum að vanda okkur fyrir samfélagið allt, fyrir okkur öll. Af því að markmiðið er að við gerum þetta saman og skiljum eng- an eftir þegar samfélagið opnast aftur. Gangi okkur sem best áfram. Nú er sumarið á næsta leiti og það eru bjartari tímar fram undan. Svandís Svavarsdóttir Pistill Bjartari tímar Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Stakur flórgoði sást á Tjörninni 28. apríl í fyrra og annar fugl bættist fljótlega við og dvöldu allavega út maí. Flórgoðarnir héldu sig mest við Litla-hólma í norðurtjörn og lifðu á hornsíl- um. Flórgoði hefur sést tvisvar áður á Tjörninni en ekki dvalið líkt og nú. „Flórgoða hefur fjölgað á Innnesjum síðustu ár og vonandi halda þeir áfram að sækja Tjörnina heim. Það væri lag að útbúa hreiðurstæði fyrir þá næsta vor líkt og gert hefur verið með góðum árangri í Víf- ilsstaðavatni,“ segir í skýrslu um Fuglalíf Tjarnarinnar 2019. Flórgoði á Tjörninni FJÖLGAR Á INNNESJUM Flórgoði Í þriðja skipti á Tjörninni. Ljósmynd/ÓKN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.