Morgunblaðið - 05.05.2020, Page 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020
Komdu í BÍLÓ!
VWPASSAT GTE PANORAMA
nýskr. 03/2018, ekinn 28 Þ.km, bensín og rafmagn,
sjálfskiptur, glerþak. Hlaðinn aukabúnaði!
Verð 5.350.000 kr. Raðnúmer 250166
KIA CEED X
nýskr. 062019, ekinn 8 Þ.km, bensín,
6 gíra. Verð 2.750.000 kr.
Raðnúmer 250652
AUDI A3 E-TRON DESIGN
nýskr. 05/2018, ekinn 10 Þ.km, bensín og rafmagn,
sjálfskiptur, glerþak, stafræntmælaborð og fullt af
aukabúnaði.Verð 4.390.000 kr. Raðnúmer 259845
MMCOUTLANDER PHEV INSTYLE
nýskr. 01/2018, ekinn 22 Þ.km, bensín og rafmagn,
sjálfskiptur, leður, aukafelgur og dekk.
Verð 4.390.000 kr. Raðnúmer 250422
AUDI Q7 E-TRONDESIGN
nýskr. 09/2016, ekinn 63 Þ.km, dísel og rafmagn,
sjálfskiptur, vel búinn aukahlutum.
Verð 8.490.000 kr. Raðnúmer 250685
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 –
Kórónufaraldurinn,
sem nú hefur geisað í
næstum tvo mánuði um
allan heim, hefur vakið
menn til umhugsunar
um hverfulleika sam-
félags okkar, sem
byggist á stöðugum
vexti sem gengur á
auðlindir náttúrunnar
og, að óbreyttu, stefnir
lífríki jarðar og tilvist
mannsins í hættu.
Fram hefur komið hjá ýmsum að
kórónuveiran sé svar náttúrunnar
við arðráni mannsins sem byggist á
ofnýtingu lands og eyðingu dýrateg-
unda á landi og sjó, hlýnun jarðar af
völdum útþenslu mannlegrar starf-
semi og sóun á orku og auðlindum í
nafni hagvaxtar. Þessi afstaða bygg-
ist hugsanlega á eins konar forlaga-
trú frekar en staðreyndum en er þó
skiljanleg þegar um er að ræða fyrir-
bæri sem mannkynið getur engan
veginn séð fyrir eða fyrirbyggt með
allri sinni tækniþekkingu. Nýlegar
tilgátur vísindamanna benda þó til
þess að þetta sé raunin.
Í grein sem undirritaður skrifaði í
Morgunblaðið í nóvember 2018 lýsir
hann áhrifum breyttra lífshátta til að
vinna gegn gróðurhúsaáhrifum:
„Þetta mun óneitanlega hafa áhrif
á lífskjör okkar jarðarbúa og þá
einkum þess hluta mannkyns sem
lifir lífi neysluóhófs þar sem nánast
ekkert er sparað til þess að fylla upp
í tómarúm neyslusamfélagsins. Í
stað þess kemur líf þar sem mæli-
kvarðinn byggir á lífsgæðum í stað
hagvaxtar. Hægt er að nefna ótal
dæmi þar sem skipt væri yfir í líf þar
sem neysla er ekki í fyrirrúmi en lífs-
gæðin hins vegar meiri. Í stað þess
að kaupa okkur ný tæki til heimilis,
t.d. bíl, húsgögn og sjónvarp þegar
það gamla bilar, getum við dregið
fram gömlu tækin sem við eigum í
geymslunni og haldið gamla bílnum
gangandi eitthvað lengur. Getum við
ekki ræktað garðinn okkar frekar en
hendast heimshorna á milli í frítím-
anum?“
Og í grein undirritaðs frá október
2019 er bent á nýtt gildismat þar
sem umgengni um
náttúruna er lögð til
grundvallar:
„Við sjáum örar
breytingar á umræð-
unni í dag sem gefa já-
kvæðar vonir um að ný
viðhorf séu í farvatn-
inu. Allir þurfa að sam-
einast um að leggja sitt
af mörkum á því sviði
sem möguleikar manna
liggja. Einn getur
breytt sínum ferða-
máta, annar tekið upp
ábyrgari umgengni um
auðlindir sjávar eða lands, sá þriðji
endurskoðað neysluvenjur sínar og
svo má lengi telja. Hugsanlega má
taka upp nýja gráðu í háskóla lífsins
þar sem menn geta fengið meistara-
eða jafnvel doktorsgráðu í lífsfærni.
Sú gráða myndi kannske ekki duga
til hærri launa en til virðingar í sam-
félagi þjóðanna.“
Eru ofangreindar tilvitnanir ekki
einmitt lýsing á einni afleiðingu þess
faraldurs sem nú geisar? Menn hafa
dustað rykið af gömlum gildum og
ræktað fjölskyldulíf og áhugamál
sem hægt er að stunda í kyrrþey í
ríkjandi samkomubanni. Manngildi
sem tengjast hjálpsemi og náunga-
kærleik hafa blómstrað og stéttir,
sem hafa verið í fararbroddi við að
styðja við sjúklinga og aðra sem hafa
átt um sárt að binda, hafa fengið
verðskuldað hrós og umbun fyrir sín
störf.
Undanfarna mánuði höfum við
einmitt upplifað breytt viðhorf til
lífshátta okkar og alls kyns hug-
myndir, sem tengjast betri nýtingu
matvara og breyttum viðhorfum í
neysluvenjum, hafa blómstrað.
Miðað við núverandi ástand, þar sem
fjöldaatvinnuleysi er í aðsigi og stór-
felld gjaldþrot fyrirtækja með til-
svarandi þrengingum hjá almenn-
ingi blasa við, eru þær aðgerðir sem
mælt er með til að draga úr lofts-
lagsvánni smámunir einir. Í núver-
andi tillögum Sameinuðu þjóðanna,
svokölluðu Parísarsamkomulagi, til
bjargar mannkyninu er stefnt að
minnkun á losun á kolefni um 40%
fram til ársins 2030 m.v. árið 1990. Í
dag erum við að upplifa 90% sam-
drátt í flugsamgöngum og annað
eins í ferðaþjónustu og skyldum
greinum. Því er eðlilegt að spyrja:
Ef mannkynið ræður við þetta
ástand með sameinuðu átaki, hversu
auðveldara er þá ekki að takast á við
samdrátt sem er aðeins lítið brot af
þeim samdrætti sem kórónuveiran
hefur valdið? Fyrir okkur Íslend-
inga, sem höfum sýnt hvers hverju
við getum áorkað þegar við nýtum
samtakmátt okkar, ætti þetta að
vera verðugt viðfangsefni. Enn frek-
ar þegar auðveldustu leiðir að því
marki, rafvæðing bílaflotans og mót-
vægisaðgerðir í skógrækt og endur-
heimt votlendis, skerða á engan hátt
lífsgæði okkar og eru þar að auki at-
vinnuskapandi.
Nú heyrast þær raddir víða að í
kjölfar kórónufaraldursins verði
mannkynið fljótt að endurreisa það
sem tapast hefur og komast á fyrra
hagvaxtarskeið. Mörg dæmi eru um
slíka endurreisn í sögunni, sbr. stór-
felldar uppbyggingu í Evrópu eftir
seinna stríð og uppbyggingu sem
varð í Íslandi eftir hrunið 2008. En
það andrými sem skapast hefur í nú-
verandi ástandi til að endurskoða
lífshætti okkar er einstakt tækifæri
til þess að endurnýja lífsviðhorf okk-
ar og breyta um „kúrs“. Dæmi um
slíka endurskoðun eru: 1) breyting á
neysluvenjum okkar með minnkandi
kjötneyslu og aukinni grænmet-
isræktun, 2) breyting á ferðavenjum
með aukinni áherslu á ferðalög inn-
anlands og umskipti yfir í umhverf-
isvæn farartæki og 3) stytting vinnu-
tíma og aukin áhersla á ræktun
áhugamála og neyslu lista- og menn-
ingarstarfsemi. Öll þessi atriði stuðla
að meiri lífsgæðum og eru skref í átt
að bættu ástandi lífríkis jarðar.
Kóróna og loftslagsmálin
Eftir Egil Þóri
Einarsson »Kórónufaraldurinn
hefur vakið menn til
umhugsunar um
hverfulleika samfélags
sem byggir á stöðugum
vexti og hefur leitt til
breyttra viðhorfa.
Egill Þórir
Einarsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.
egill.einarsson@heimsnet.is
Ríkisstjórn Íslands
eða þríeykið hefur ekki
gefið út hver sé lang-
tímastefna ríkisins eða
markmið í baráttunni
við COVID. Þegar
hlustað er á þríeykið
má gefa sér að gengið
sé út frá því að stefnan
sé að keyra á COVID
af fullri hörku. Það
þýðir að ef vel tekst til
séu fáir eða engir veikir á Íslandi á
hverjum tíma. Þetta þýðir líka að við
tökum ekki við ferðamönnum frá
öðrum löndum en þeim sem hafi
sambærilega stefnu og hægt sé að
treysta á að ferðamenn komi ekki
smitaðir til landsins. Miðað við þess-
ar forsendur þá gætum við tekið við
ferðamönnum frá Grænlandi og
Færeyjum nú í maí. Við gætum von-
andi tekið við ferðamönnum frá Dan-
mörku, Noregi, Finnlandi og kannski
Þýskalandi í júní, júlí, óljóst er hve-
nær við gætum tekið við ferðamönn-
um frá öðrum löndum. Við ættum að
stefna á taka á móti öllum ferða-
mönnum sem vilja koma til landsins
og hafa plan um hvernig það yrði
gert. Kári Stefánsson var m.a. með
hugmyndir um hvernig við gætum
staðið að því.
Það er kominn tími til að sótt-
varnayfirvöld og ríkisstjórn leggi
fram stefnu um fjöldatakmarkanir
og aðrar aðgerðir til næstu tveggja
ára og útskýri hvaða kosti þjóðin
hafi, hvaða leiðir þau hafa ákveðið að
fara, af hverju, kostnað og aðrar af-
leiðingar þeirra leiða sem valdar
hafa verið. Þegar stefna liggur fyrir
getur þjóðin farið að ræða leiðir og
lausnir til að minnka áhrifin í sam-
félaginu. Þetta kemur okkur jú öllum
við.
Mat greinanda er að síðustu vikur
hafi kostað 15 ma. á viku í lækkaðri
þjóðarframleiðslu. Með fyrirhugaðri
afléttingu lokana þann 4. maí af
ýmsri atvinnustarfsemi þá lækkar
þessi tala eitthvað. Við það að at-
vinnuleysi fór úr 5.000 lok ársins
2018 í 10.000 manns nú í janúar sl. og
síðan í 53.000 þann 22. apríl, þá
snarminnkaði verðmætasköpun í
þjóðfélaginu. Af þessum störfum eru
10.000 beintengd ferðaþjónustunni
og önnur 10.000 störf eru afleidd af
henni, svo sem í verslun og þjónustu.
Uppsafnað tap, lækkun á verðmæta-
sköpun, gæti orðið samtals 1.000 ma.
á árunum 2020 og 2021. Ef við stönd-
um saman að því að lámarka tap ein-
staklinga, fyrirtækja og þjóðfélags-
ins hins vegar, þá gæti þessi tala
lækkað en það er ekki víst.
Líklegar afleiðingar þeirrar stefnu
að hefta atvinnustarfsemi eru þær að
mjög fáir ferðamenn komi til lands-
ins á yfirstandandi ári og líklega ekki
margir næsta sumar. Önnur afleið-
ing þessarar lokunar er fjöldagjald-
þrot fyrirtækja meðal annars í ferða-
þjónustu og atvinnuleysi tengt því.
Þegar fyrirtæki fara í gjaldþrot þá
tapast störf og verð-
mæti. Óhugsandi er að
hægt sé að loka fyrir-
tækjum og starfsemi án
kostnaðar og taps á
verðmætum. Spurn-
ingin er einungis,
hvernig deilum við
þessu verðmætatapi á
þjóðina?
Rétt er að halda því
til haga að óbein áhrif
lokunar fyrirtækja og
atvinnuleysis eru mun
meiri en bein áhrif. Í ástandi eins og
nú fer almenningur að draga saman
neyslu, af skynsemi, en það hægir á
hagkerfinu til viðbótar við það sem
verður vegna lokunar fyrirtækjanna.
Það góða er að mjög fáir Íslend-
ingar hafa veikst af COVID og al-
mannavarna- og heilbrigðiskerfið
hafa haft tíma til að takast á við far-
aldurinn og ráðrúm gefist til að
skipuleggja sig ef svo færi að önnur
bylgja faraldursins kæmi.
Það er kominn tími til að ræða þá
kosti sem íslenskt þjóðfélag hefur til
að koma sér út úr núverandi atvinnu-
leysi og taka afstöðu til þess að hafa
landið opið fyrir ferðamönnum.
Hvaða kostnað samfélagið á að taka
á sig og hvernig á að skipta minni
þjóðartekjum og einskiptiskostnaði
við að koma okkur út úr núverandi
stöðu.
Augljós atriði sem þarf að skoða
eru:
beinn stuðningur ríkisins við
fyrirtæki, heimili og atvinnulausa
gengi krónunnar, ISK, hefur
lækkað móti EUR um 15,8% frá ára-
mótum
skoða forsendur kjarasamn-
inga
hvernig komum við okkur út úr
atvinnuleysinu? Það er ekki vinnu að
hafa í öðrum löndum eins og upp úr
hruni
skattlagning og fjármögnun
ríkisskulda
hvaða lærdóm má draga af CO-
VID-faraldrinum m.t.t. almanna-
varna, heilbrigðiskerfisins, matvæla-
öryggis eða aðfanga
koma upp öryggisbirgðum
koma fleiri stoðum undir at-
vinnulífið
Af nógu er að taka, við stóðum vel
að fyrstu viðbrögðum við COVID-
faraldrinum og megum vera stolt af
því. Stöndum vel að framhaldinu.
Hvernig förum við út úr þessu?
Eftir Holberg
Másson
» Það er kominn tími
til að sóttvarna-
yfirvöld og ríkisstjórn
leggi fram stefnu um
fjöldatakmarkanir og
aðrar aðgerðir til næstu
tveggja ára og útskýri
hvaða kosti þjóðin hafi
Holberg Másson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
COVID-stefnumótun
Nú hefur borgarstjórn Reykjavíkur lagst í þá
þrifnaðarsýslu að kaupa handa okkur kóngu-
lær sem heita tarantúlur og eru víst bæði eitr-
aðar og loðnar. Spurningar mínar eru eftirfar-
andi:
Hvað kostuðu þessar tarantúlur? Komu
þær hingað til landsins með pósti eða hrað-
flutningaþjónustu? Þurftu tarantúlurnar að
fara í sóttkví við komuna til landsins? Hvað
éta tarantúlurnar? Þarf einhvern sérstakan/
sérfróðan aðila til að annast þær?
Marta.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Kóngulær borgarstjóra
Morgunblaðið/Eggert
Húsdýragarðurinn Nú mun vera von á tarantúlu í garðinn.