Morgunblaðið - 05.05.2020, Side 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020
www.flugger.is
Viðarvörnina fyrir
pallinn færðu
hjá Flügger
Þ
að er lítill vafi á því að
nú þegar hillir undir
léttari tíma, meira
frelsi, sumar og sól,
þá vakna spurningar
um lífið og tilveruna. Hvernig
munum við koma út úr þessum
ósköpum, hvernig mun veröldin
líta út? Ég trúi því að þegar upp
er staðið muni allt
verka okkur til góðs.
Við sjáum hvernig
þjóðir hafa staðið
saman sem ein
manneskja og lyft
grettistaki þar sem
þess hefur verið
þörf. Vissulega hefur
kostnaðurinn verið
mikill og margir sem
eiga um sárt að
binda. Við munum á
komandi misserum
þurfa að fást við af-
leiðingar faraldurs-
ins. Erfiðar tilfinn-
ingar, atvinnuleysi,
gjaldþrot fyrirtækja
og efnahagsástand
krepputíma.
Sköpunarverk
Guðs hefur þjáðst
um langan tíma,
hlýnun jarðar er
staðreynd sem getur
haft í för með sér
ófyrirsjáanlegar
hörmungar.
Fyrir þau sem
trúa því að jörðin og
öll lífsamfélög á
henni séu dýrmæt sköpun Guðs
er þessi framvinda óviðunandi.
Kristin trú, rétt eins og fleiri
trúarbrögð, hefur mikið fram að
færa. Sköpunarsaga fyrstu Móse-
bókar sýnir svo ekki verður um
villst að ábyrgðin liggur hjá okk-
ur, mannkyni. Það má lesa úr
þessu að manneskjan eigi að
sinna ráðsmennskuhlutverki sínu
af kostgæfni, alúð og kærleika.
Það er hægt að boða auðmýkt
gagnvart náttúrunni og þeirri
ráðsmennsku er manninum var
falin og þannig þjóna inn í að-
stæður fjölda fólks er þjáist
vegna umhverfisvár.
Jörðin hefur þó þrátt fyrir allt
fengið hvíld undanfarna mánuði.
Það er engu líkara en allir hafi
tekið sig saman um að nýta tím-
ann til að heila jörðina. Sumt hef-
ur verið afleiðing af því að fyrir-
tæki hafa ekki getað starfað
vegna faraldursins en fólk tekur
eftir þessu og talar um það. Und-
anfarið hefur mátt sjá heilu fjöl-
skyldurnar úti að plokka rusl og
þannig leggja sitt af mörkum til
umhverfisins. Við höfum lært það
að með samstöðu eru okkur allir
vegir færir.
Danski heimspekingurinn og
guðfræðingurinn Søren Kierke-
gaard sagði að það væri ein-
göngu hægt að skilja lífið með
því að líta til baka en til að lifa
því þyrfti að líta fram á veginn.
Við höfum nú þegar lært mikið
af Covid-19 og á sama tíma höf-
um við reynt það hversu van-
máttug við getum verið gagnvart
náttúrunni en það hefur sýnt sig
að við getum staðið saman öll
sem eitt. Nú erum við flest vel
meðvituð um það hversu mikil-
væg heilsa okkar er og hvað það
er sem skiptir máli í lífinu, það
gefur framtíðarsýn
og kraft.
Mörg okkar hafa
unnið heiman frá sér
undanfarnar vikur
en á sama tíma hef-
ur fólk sem er í
framvarðarsveit
þeirra er bera uppi
heilbrigðisþjónustu
og löggæslu unnið
myrkra á milli og
allan tímann sett
sjálft sig og fjöl-
skyldur sínar í
hættu við að sinna
meðbræðrum sínum.
Jesús sagði einmitt
að við ættum að
elska náungann eins
og okkur sjálf.
Þetta hafa fjöl-
margir Íslendingar
gert, fólk hefur
bankað upp á hjá ná-
grönnum sínum til
að athuga hvort ekki
sé í lagi hjá þeim.
Við prestar höfum
lagt okkur fram um
að hringja í fólk til
að athuga líðan þess
og heilsu. Það er ekki mikið mál
að taka upp síma og hringja stutt
símtal eða athuga með nágranna
okkar, en það skilur eftir sig
góða tilfinningu. Kristin trú er
kærleiksboðskapur og þar liggur
kjarni málsins; að við gefum okk-
ur sjálfum og hvert öðru kærleik,
og síðast en ekki síst að við sýn-
um sköpunarverki Guðs kær-
leika.
Kærleikurinn sem skiptir
sköpum í baráttunni við Covid--
19-faraldurinn er mögnuð gjöf.
Páll postuli sagði að kærleik-
urinn væri langlyndur og góðvilj-
aður, hann sagði einnig: Kærleik-
urinn öfundar ekki. Kærleikurinn
er ekki raupsamur, hreykir sér
ekki upp. Hann hegðar sér ekki
ósæmilega, leitar ekki síns eigin,
hann reiðist ekki, er ekki lang-
rækinn. Hann gleðst ekki yfir
óréttvísinni, en samgleðst sann-
leikanum. Hann breiðir yfir allt,
trúir öllu, vonar allt, umber allt.
Guð gefi ykkur góðar stundir.
Kirkjan til fólksins
Morgunblaðið/Ásdís
Kærleikur Sýnum nágranna okkar umhyggju.
Kærleikur
Hugvekja
Fritz Már Berndsen
Jörgensson
Höfundur er prestur í
Keflavíkurkirkju, rithöfundur,
doktorsnemi og annar tveggja
stofnenda Netkirkju, fyrstu
rafrænu kirkjunnar á Íslandi.
Fritz Már Berndsen
Jörgensson
Það er lítill vafi
á því að nú þeg-
ar hillir undir
léttari tíma,
meira frelsi,
sumar og sól,
þá vakna
spurningar um
lífið og til-
veruna.
Skýrsla starfshóps
sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra um
stefnumótun í fiskeldi
ber merki um skamm-
tímahugsun þar sem
fjárhagslegur ávinn-
ingur er drifkraft-
urinn. Margar tillögur
í skýrslu starfshópsins,
sem stjórnarformenn
Arnarlax og Fiskeldi
Austfjarða leiða, end-
urspeglast í nýlegum breytingum á
lögum um fiskeldi. Hér verður
fjallað um nokkur atriði sem ganga
út á að draga úr kostnaði laxeldisfyr-
irtækjanna.
Minni kostnaður vegna
umhverfismála
Umhverfissinnar gera of mikið úr
umhverfisáhrifum laxeldis og laxeld-
ismenn of lítið, en sannleikurinn er
einhvers staðar þar á milli. Það er þó
ljóst að kostnaður laxeldisfyrirtækja
vegna umhverfismála er minni hér á
landi en t.d. Noregi:
Slysasleppingar: Í Noregi þarf
atvinnugreinin að greiða kostnað við
að fjarlægja eldislax úr veiðivötnum.
Þegar rekja má slysasleppingu til
ákveðins fyrirtækis greiðir það
kostnaðinn. Ekki er gert ráð fyrir að
fjarlægja eldislax úr veiðivötnum á
Íslandi og þannig er mögulegum
kostnaði fyrirtækjanna haldið í lág-
marki.
Laxalús: Í Noregi eru miklar
kröfur um að halda tíðni laxalúsar í
lágmarki sem felur í sér mikinn
kostnað vegna mótvægisaðgerða og
viðbragða þegar um frávik er að
ræða. Jafnvel að framleiðsluheim-
ildir verði minnkaðar ef ekki næst að
hemja lúsina. Á Íslandi er ráðherra
heimilt að setja ákvæði um aðgerðir
vegna laxalúsar, sem ennþá er ekki
komið í framkvæmd og kostnaður
þannig minni.
Heilbrigðismál: Í Noregi er bú-
ið að koma á framleiðslusvæðum,
sem takmarkar flutning á fiski á
milli strandsvæða. Þar eru einnig
gerðar meiri kröfur um flutnings-
búnað fyrir lifandi fisk með tilheyr-
andi kostnaði. Á Ís-
landi er enginn vilji
fyrir slíkar fyrirbyggj-
andi aðgerðir. Þannig
ráða skammtímasjón-
armið fyrirtækja, þó
veruleg hætta sé á að
sjúkdómar geti borist á
milli svæða með til-
heyrandi tjóni fyrir
samfélög og fyrirtæki.
Lífrænt álag: Í
Noregi er framleið-
endum gert skylt að
minnka framleiðslu á
eldissvæðum eða hvíla
þegar farið er út fyrir viðmið-
unarmörk sem felur í sér aukinn
kostnað. Ef tillögur stefnumót-
unarhópsins eru skoðaðar þá vantar
á Íslandi viðmiðanir og óljóst hvort
og þá í hvaða tilvikum hömlur verða
settar á framleiðsluheimildir á eld-
issvæðum og því fylgir minni kostn-
aður. Umhverfisstofnun hefur verið
að taka á þessum málum og vonandi
verður niðurstaðan sú að endingu að
kröfur verði þær sömu hér á landi og
í nágrannalöndum.
Stjórnsýslu ábótavant
Það að opinberri stjórnsýslu um-
hverfismála laxeldis í sjókvíum sé
ábótavant er ekki góð staða fyrir
fyrirtæki sem hafa það að markmiði
að starfa til lengri tíma í atvinnu-
greininni í sem mestri sátt við um-
hverfið og aðra hagsmunaaðila.
Staðreyndin er sú að stjórnsýsla lax-
eldis í sjókvíum opnar fyrir það að
umhverfissóðarnir fái að njóta sín á
kostnað þeirra sem vilja standa sig
vel. Það er því hægt að taka að vissu
leyti undir áhyggjur umhverfissinna
í þeirra málflutningi þó að hann í
ákveðnum tilvikum sé of öfgafullur
og byggist ekki alltaf á stað-
reyndum. Það sama er vissulega
hægt að segja um málflutning sumra
sem starfa í fiskeldi. Í opinberri
stjórnsýslu umhverfismála er vissu-
lega hægt að betrumbæta en til þess
virðist skorta vilja eða er vanþekk-
ingin svona mikil?
Minni gjöld
Í tillögu stefnumótunarhópsins er
áhersla lögð á að fresta og minnka
gjöld á atvinnugreinina:
Auðlindagjald fyrir frjóa eld-
islaxa: Stefnumótunarhópurinn
lagði til að komið yrði á auðlinda-
gjaldi, með sex ára biðtíma á
greiðslu gjaldsins, talið frá þeim
tíma þegar fyrsta slátrun hefst úr
eldiskvíum fyrirtækisins. Þessar til-
lögur náðu ekki að öllu leyti fram að
ganga í meðferð málsins á Alþingi
þar sem nú er byrjað er að inn-
heimta takmarkað gjald.
Auðlindagjald fyrir ófrjóa eld-
islaxa: Stefnumótunarhópurinn
lagði til að laxeldisfyrirtæki gæti
haldið svæðum í a.m.k. fimm ár án
þess að vera með framleiðslu á eld-
issvæðinu og þannig greiða ekkert
auðlindagjald á því tímabili. Ef síðan
bætist við sex ára biðtími er ekki um
að ræða nein gjöld í rúman áratug.
Niðurstaðan eftir afgreiðslu Alþing-
is er að strax verður rukkað hálft
auðlindagjald við slátrun á ófrjóum
laxi.
Leyfishafar geta
stjórnað gjaldtöku
Með því að miða við sláturmagn í
lögunum geta fyrirtækin stjórnað
gjaldtöku. Ef gjöldin hefðu verið
miðuð við framleiðsluheimildir væru
þau meiri, fyrirsjáanlegri og komið
strax til gjaldtöku við úthlutun
heimilda. Þannig geta fyrirtækin
sem hafa sölsað undir sig eldissvæði
og framleiðsluheimildir í raun
stjórnað hvað gjöld eru greidd, hald-
ið sínum svæðum, s.s. ónýtt svæðum
fyrir eldi á ófrjóum laxi, án auðlinda-
gjalds í fjölmörg ár og blokkerað
þannig möguleika annarra á að nýta
svæðið.
Sjókvíaeldi laxfiska: Draga úr kostn-
aði og ná fjárhagslegum ávinningi
Eftir Valdimar Inga
Gunnarsson » Staðreyndin er sú
að stjórnsýsla lax-
eldis í sjókvíum opnar
fyrir það að umhverfis-
sóðarnir fái að njóta sín
á kostnað þeirra
sem vilja standa sig vel.
Valdimar Ingi
Gunnarsson
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur
og hefur m.a. unnið við ýmis mál
tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár.
valdimar@sjavarutvegur.is