Morgunblaðið - 05.05.2020, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020
✝ Karl Berg-mann fæddist
á sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki 27.
ágúst 1952. Hann
lést á heimili sínu,
Kirkjusandi 5,
Reykjavík, 19.
apríl 2020.
Móðir hans var
Sigrún Þorsteins-
dóttir, f. 1916, d.
2006, hún var til
heimilis á Úlfsstöðum í
Blönduhlíð í Skagafirði og síð-
ar í Varmahlíð. Systir Karls
sammæðra er Gyða Svanhvít
Pálsdóttir, f. 1936.
Karl kvæntist 1973 Rósu
Margréti Sigursteinsdóttur, f.
1955, þau skildu. Dóttir þeirra
er Sigrún Eva Margrétardótt-
ir, f. 1973, börn hennar og
Hjartar Sólrúnarsonar, f.
1973, eru Emma Elísa, f. 1993,
Aron Daníel, f. 1995, Úlfur
Mikael, f. 2000, og Natan
Dýri, f. 2002. Sonur hennar og
Sigurðar Grétars Ólafssonar,
f. 1978, er Skarphéðinn
Krummi, f. 2010.
Karl hóf sambúð 1977 með
Gerði Hauksdóttur, f. 1958.
Þau slitu samvistum 2010.
Börn þeirra eru: 1) Haukur
stæðisformaður á ýmsum
verkstæðum. Síðustu árin
vann hann hjá verktakafyr-
irtækinu Ístaki, sem
verkstæðisformaður í verkum
bæði hér á landi og í Noregi
og á Grænlandi, auk þess að
starfa við vélstjórn bæði á sjó
og landi.
Á árunum 1986-1992 var
Karl bóndi á Bræðraá og síð-
an Skálá í Sléttuhlíð í Skaga-
firði.
Karl starfaði með Flug-
björgunarsveitinni á Hellu á
meðan hann bjó þar og hann
tók þátt í að endurreisa björg-
unarsveitina Gretti á Hofsósi
eftir að hann flutti norður.
Hann fékk áhuga á björg-
unarsveitarstörfum eftir að
hafa upplifað snjóflóðin í Nes-
kaupstað 1974, þar sem hann
var þá búsettur.
Áhugamál Karls voru tengd
björgunarsveitarstörfum, al-
mennri útvist og ferðalögum.
Á yngri árum gekk hann m.a.
á Hvannadalshnjúk og ferðað-
ist á breyttum jeppum og vél-
sleðum um hálendi Íslands áð-
ur en slíkar ferðir urðu jafn
algengar og nú er. Í seinni tíð
ferðaðist hann víða um lönd.
Útför Karls fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 5. maí
2020, klukkan 13. Vegna að-
stæðna í þjóðfélaginu verður
hún ekki opin.
Logi, f. 1979,
kvæntur Áslaugu
Dögg Karlsdóttur,
f. 1983. Börn
þeirra eru Aría, f.
2013, Kári, f.
2015, og drengur
sem ekki hefur
fengið nafn, f.
2020. 2) Sverrir
Kári, f. 1980,
kvæntur Helenu
Kristinsdóttur, f.
1982, börn þeirra eru Embla
Karen, f. 2004, Gerður Lind, f.
2007, og Aron Karl, f. 2016. 3)
Snædís, f. 1988, sambýlis-
maður hennar er Úlfar Kári
Jóhannsson, f. 1992. Dóttir
Snædísar og Guðmundar
Sveins Bæringssonar, f. 1981,
er Margrét, f. 2009. Börn
Snædísar og Úlfars Kára eru
María, f. 2017, og Alexander,
f. 2019.
Karl kvæntist 2017 Jórunni
Guðlaugu Sigurðardóttur, f.
1951.
Karl ólst upp á Úlfsstöðum í
Blönduhlíð í Skagafirði og
gekk í barnaskóla þar í sveit-
inni. Hann fór síðan til
Reykjavíkur til náms í bifvéla-
virkjun, sem varð hans ævi-
starf. Hann starfaði sem verk-
Faðir minn dó í síðustu viku.
Eða var það kannski í þeirri þar
á undan. Í fyrstu minningum
mínum af pabba birtist hann
mér sem ofurmannleg vera.
Hann var stærri, sterkari og
klárari en allir aðrir. Í huga
barnsins á miðjum níunda ára-
tug síðustu aldar voru uppátæki
hans ævintýraleg, þar sem hann
kleif hættuleg eldfjöll, bjargaði
fólki úr lífsháska í kafaldsbyl á
Vatnajökli, gekk á Hvannadals-
hnjúk og keppti í torfærukeppn-
um á fjölskyldubílnum. Hann
kom jafnvel með stærðar hraun-
mola úr nýskeðu Heklugosi heim
á stofugólf til jarteikna um svað-
ilfarir sínar. Sterk minning frá
þessum árum er af okkur fjöl-
skyldunni í einni af mörgum úti-
legum í Þórsmörk. Ilmur af birki
í lofti, sól á himni og Bubbi í út-
varpinu á bílnum að syngja um
fatlafólið eða svartan afgan.
Seinna fluttumst við norður í
land og foreldrar mínir gerðust
bændur á mörkum hins byggi-
lega heims rétt sunnan heim-
skautsbaugs. Það hafði alltaf
verið draumur sveitapiltsins úr
Blönduhlíðinni í Skagafirði að
gerast bóndi. En rétt eins og hjá
Bjarti hans Laxness varð bú-
skapurinn talsvert basl. Hver
snjóaveturinn á fætur öðrum
gekk yfir Sléttuhlíðina á sama
tíma og sauðfjárbændur stóðu
almennt frammi fyrir efnahags-
þrengingum. Myndin af pabba í
huga barnsins var engu að síður
óbreytt. Þessi sterki og hugaði
maður, sem lá úti heilu vikurnar
við grenjavinnslu, seig í fugla-
björg til eggjatöku og sýndi oft
ótrúlega þrautseigju í baráttunni
við óblíð náttúruöflin á hörðum
vetrum. Ein af eftirminnilegri
minningum þessa tíma var þegar
við feðgarnir hírðumst heima á
bæ í rúma viku í rafmagnsleysi
eftir eitt óveðrið. Það var hávet-
ur og engin hitaveita, þannig að
fljótlega var hitastigið við frost-
mark inni í húsinu. Fyrir pabba
var þetta hins vegar núll vesen
og við lágum þrír feðgarnir
kappklæddir í hjónarúminu í
viku við kertaljós og lestur jóla-
bókanna á milli þess sem skepn-
unum var sinnt.
Um miðjan tíunda áratuginn
bregða foreldrar mínir búi og
flytja í kjölfarið til Reykjavíkur
með stoppi í nokkur ár á Sauð-
árkróki. Þrátt fyrir að ég hafi
kannski ekki gert mér grein fyr-
ir því á þeim tíma þá varð sú
niðurstaða pabba nokkurt skip-
brot. Draumurinn um að vera
bóndi hafði ekki gengið eftir.
Upp úr því fara að birtast mér
brestir í fari hans, sem síðan
ágerast með árunum. Hann er
enn þá sami harðjaxlinn á sínum
góðu dögum, en er farinn að
stíga glímuna við Bakkus. Upp
úr þessu er ég kominn á fullorð-
insár og fer að lifa mínu eigin lífi
þannig að ég hafði ekki mikið af
honum að segja þegar sjúkleik-
inn ágerðist. Eina af síðustu
góðu stundum með honum átti
ég þegar hann kom og var við-
staddur brúðkaup mitt í Flórens
sumarið 2014. Síðustu árin varð
æ ljósara að Bakkus hefði hann
undir innan tíðar og var svo
komið að ég treysti mér ekki til
þess að vera í nánum samskipt-
um við hann. Ég rakst á hann á
förnum vegi fyrir nokkrum vik-
um og átti við hann orð. Það sló
mig að þarna stóð fölur skugg-
inn af pabba mínum, sem eitt
sinn hafði verið sterkasti pabbi í
heimi.
Haukur Logi Karlsson.
Í huga mér liggur þú í þægi-
legum grasbala undir bláhimni
og styður við höfuðið með greip-
ar spenntar fyrir aftan hnakka.
Fæturnir eru lauslega kross-
lagðir yfir annan ökklann og þér
líður sjáanlega vel. Ég heyri
fuglasöng og lækjarnið og þarna
ert þú, brosandi á móti sólu
meðan hlýr sunnanvindur hreyf-
ir við háu grasinu sem umlykur
þig eins og faðmlag heimahag-
anna.
Þú ert klæddur gönguskóm
og hálftætingslegum buxum sem
bera með sér að hafa verið mikið
notaðar. Hlýlegast þykir mér þó
að sjá þig í svart-hvítri lopa-
peysu með rúllukraga sem nán-
ast nær upp að eyrum sem þú
lést prjóna á þig úr sokkabandi
svo hún myndi síður slitna við
mikla notkun.
Í huga mér mun ég ganga til
þín, leggjast við hlið þér og
spyrja þig ráða meðan ég reyni
að leysa lífsins þrautir. Þú tækir
vafalítið upp gamlar útilegug-
ræjur og færir að hita fyrir okk-
ur kaffi en þarna gætum við set-
ið saman og hlegið, spjallað um
allt sem skiptir engu máli og
þegar líða færi á samtalið mynd-
irðu gefa mér skotheld ráð –
sem ég ýmist fylgi eða átta mig
síðar á að ég hefði átt að fylgja.
Í huga mér muntu hvetja mig
áfram, hughreysta mig þegar
ekki tekst nógu vel til, ráðleggja
mér eða hjálpa þegar þess gerist
þörf. Það stóð aldrei á réttum
viðbrögðum frá þér þegar til þín
var leitað og þér treysti ég best.
Þegar ég sé þig í draumalandi
huga míns er augljóst á andlits-
dráttum þínum að allar vondar
tilfinningar urðu eftir í öðrum
heimi og allt þitt fas einkennir
nú vellíðan og hugarró. Hvíldu
þig nú elsku pabbi minn og láttu
fara vel um þig, vorið er komið.
Þín
Snædís (Dísa).
Ég kveð þig elsku Kalli minn
með hendingum úr ljóðinu okk-
ar, Ást, eftir Sigurð Nordal.
Þú gafst mér skýin og fjöllin
og guð til að styrkja mig.
Ég fann ei, hvað lífið var fagurt
fyrr en ég elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins
er lærði ég að unna þér
Og ást mín fær ekki fölnað
fyrr en með sjálfum mér.
Ekki bárum við gæfu til að
eldast saman og leiðir skildi, þó
slitnaði aldrei strengurinn. Ég
mun halda þinni minningu á lofti
við okkar afkomendur.
Takk fyrir allt og ég er viss
um að þú hefur fundið frið þar
sem þú ert núna.
Gerður.
„Eitt sinn skal hver deyja,“ er
hið stranga lögmál lífsins. Það
var óneitanlega kaldur gustur
sem fylgdi fréttinni að Karl
Bergmann væri allur. Maðurinn
sem var barn vorsins og unnandi
náttúrunnar væri horfinn inn í
sólarlagið. Blómið hans sprakk
ekki út á þessu vori, og örlaga-
nornirnar ófu honum þann vef
að nú er hann genginn til feðra
sinna, sárt saknað af ættingjum
og vinum.
Við Kalli áttum margt saman
að sælda í áratugi, konur okkar
systur og börn okkar á sama
aldri og lífið skemmtilegt. Karl
var Siglfirðingur, fæddur undir
bláhimni blíðsumars nætur, eins
og segir í textanum góða sem
hann söng á gleðistundum. En
Magnús Gíslason á Vöglum
sveitungi Kalla orti þennan
dásamlega söngtexta.
Ekki verður sagt að örlögin
hafi alltaf leikið sama lag í lífi
hans. Hann var barn einstæðrar
móður og föðurlaus. Kalli fædd-
ist í þennan heim í skjóli vanda-
lausra og hreppti þó þá ham-
ingju að alast upp hjá góðu fólki
í faðmi fjölskyldu eins og góður
sonur á Úlfsstöðum. Karl lærði
bifvélavirkjun og vann við þá
grein. Um margt var hann mjög
fylginn sér og sérfróður í flestu
því sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Ístaksmenn þekktu hand-
brögð hans, sérfróðan í Man og
Scania.
Þau Gerður bjuggu víða þá
áratugi sem þau áttu saman í
blíðu og stríðu. Kalli var björg-
unarsveitarmaður, því fylgir agi
og reynsla. Við Margrét minn-
umst margra ferða með þeim um
landið og inn á hálendið. Þau
voru alltaf vel akandi, því hann
kunni á vötnin og að leggja í
straumþungar ár. Aldrei hik en
vökult var auga hans fyrir þeim
hættum sem fylgdi slíkum ferð-
um. Oft komum við til þeirra
þegar þau ráku sauðfjárbúskap
á Bræðraá og Skálá. Hann vann
fullan vinnudag á Hofsósi við sitt
fag.
Náttúrubarnið Karl var ein-
stakur heim að sækja og náttúr-
an í Hrollleifsdal varð að æv-
intýri þegar hann sýndi okkur
blómskrúðið og berjalyngið.
Hann var refaskytta og lá á fjöll-
um á vorin og bar mikla virðingu
fyrir landnemanum forna sem
oft laut í lægra haldi fyrir ofjarli
sínum. Kalli var vinnuþjarkur og
krakkarnir þeirra fóru ung að
hjálpa til. Aginn er móðir vinn-
unnar og börnin þeirra hafa
áreiðanlega notið þess að þeim
var treyst og þau kynntust
sveitavinnu. Enda hafa þau öll
lokið ströngu langskólanámi og
eru dugandi þjóðfélagsþegnar.
Aldrei gleymi ég ferð sem við
Margrét fórum með þeim Kalla
og Gerði til Spánar og skutumst
yfir til Afríku. Í þeirri ferð var
hann eins og á fjöllum áður; leið-
angursstjórinn, vel lesinn og
undirbúinn, fróður um söguna
og allar aðstæður.
Karl var viljugur greiðamaður
sem brást skjótt við væri leitað
hjálpar hjá honum. Þegar ég
kynntist Kalla var hann grjót-
harður sjálfstæðismaður frá
blautu barnsbeini. Þegar ég
hætti snögglega í pólitík kom
hópur fólks saman og ræddi þá
stöðu. Allir skellihlógu er Kalli
spurði snöggt: „Er ég þá ekki
örugglega laus við að kjósa
Framsóknarflokkinn?“
Hin mannskæðu snjóflóð í
Neskaupstað 20. desember 1974
höfðu varanleg áhrif á alla sem
þar bjuggu þá. Í örlagaríku við-
tali í sjónvarpsþættinum Fjöllin
rumska átti hann lokainnslagið.
Karl bjó í Neskaupstað á tímum
snjóflóðsins örlagaríka með sinni
fyrstu konu og dóttur og þær
björguðust naumlega. „Ef þú
lendir í snjóflóði áttu eiginlega
engan séns. Þau drepa,“ sagði
hann. Þarna birtist hinn meyri
og sorgmæddi maður fjörutíu og
sex árum síðar, ólíkur sjálfum
sér. En hans viðkvæði var oftast
í erfiðleikum „kostaðu hug þinn
herða“.
Sum sár gróa aldrei og oft
fylgir þeim sá erfiði húsbóndi
sem engu vægir. Nú hafa har-
masár lífsins fleytt Karli Berg-
mann yfir landamæri lífs og
dauða.
Við Margrét vottum Jórunni
eiginkonu hans og börnum hans
og barnabörnum djúpa samúð.
Drengskaparmaður er genginn.
Guðni Ágústsson.
Í dag kveðjum við vinnufélaga
okkar Karl Bergmann. Kalli,
eins og hann var alltaf kallaður
af vinnufélögunum, kom í upp-
hafi inn í viðhaldshóp Ístaks
vegna reynslu og þekkingar á
vörubílum. Sagðist kunna á þá,
sem voru engar ýkjur, en ekki
vera neinn vinnuvélasérfræðing-
ur. Það má vel vera að hann hafi
þá ekki talið sig vera sérfræðing
á því sviði en hann var samt sí-
vaxandi hafsjór af fróðleik um
hvers kyns viðgerðir og vanda-
mál, enda leituðum við oft til
hans þegar í óefni var komið.
Lagði hann sig allan fram við að
bjarga okkur úr þeirri klípu sem
við höfðum komið okkur í. Fyrir
þetta og margt annað stöndum
við í eilífri þakkarskuld við hann.
Þegar kom að því að vinna
erfið og krefjandi verk lét Kalli
aldrei sitt eftir liggja og var oft
einn að brasa í líkamlega erf-
iðum verkum sem hefðu betur
hæft yngri mönnum. En svona
var Kalli. Til sjós og lands var
hann í okkar huga lausnamið-
aður, ósérhlífinn, grjótharður
nagli sem dró vagninn þegar
mest á reyndi. Þegar kom að því
að velja í hópinn fyrir nýtt verk
var alltaf ljóst að sá hópur yrði
sterkari ef hann væri innan-
borðs.
Kalli var ekki fullkominn
frekar en við sjálfir eða nokkur
annar á þessari jörð og glímdi
við sína erfiðleika. Honum hafði
hins vegar verið úthlutað meira
mótlæti en mörgum öðrum og
hefur það kannski rist dýpra en
við gerðum okkur grein fyrir.
Við kveðjum Kalla og minn-
umst hans með þakklæti og
hlýju fyrir allar góðu stundirnar.
Hverfur margt
huganum förlast sýn
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt
allt er á vísum stað
engu gleymt,
ekkert er fullþakkað.
(Oddný Kristjánsdóttir
í Ferjunesi)
Kveðja fyrir hönd vinnufélaga
á verkstæðinu í Tosbotn,
Dagur Indriðason,
Haraldur Ingþórsson.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Ég kem á eftir kanski í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld
brynju slitna, sundrað sverð og
syndagjöld.
Svo orti sveitungi Kalla (Bólu-
Hjálmar) fyrir margt, margt
löngu.
En nú þegar ég er næstum
sjötugur veit ég að maður eign-
ast ekki vini, maður bara missir
þá.
Þegar ég frétti að vinur minn
Kalli Bergmann væri farinn yfir
móðuna miklu rifjuðust upp fyrir
mér mörg okkar fyrri samskipti.
Ég hitti Kalla fyrst þegar hann
var vélstjóri hjá mér um borð í
Mikael, efnisflutningapramma í
eigu Ístaks, leiðir okkar lágu oft
saman aftur, t.d. á Siglufirði og
seinna úti í Noregi. Oft var hann
vélstjóri hjá mér og stundum
var ég handlangari hjá honum á
verkstæðinu. Það væri að bera í
bakkafullan lækinn að reyna að
telja upp allt það sem Kalli af-
rekaði á viðgerðasviðinu. Ég
verð þó að minnast á eitt atvik.
Mikael var með tvær vélar og
var önnur vélin komin á síðasta
snúning enda orðin fimmtíu ára
gömul, ef hún endalega stoppaði
var verkið í uppnámi. Það virtist
sem fáir hefðu áhyggur af þessu
nema við Kalli, en hann vissi af
gamalli vél sem var uppi á rus-
lalager á Tungumelum, lét hann
senda sér varahluti úr þeirri vél,
og skemmst er frá því að segja
að meðan ég var að sigla á hinni
vélinni eingöngu líka fimmtíu
ára gamalli, skipti Kalli um slíf
og stimpil ásamt fleiri varahlut-
um, án nokkurrar aðstoðar nema
þeirrar litlu sem ég gat veitt,
meðan verið að lesta bátinn. Á
þessum hræjum tókst okkur að
klára verkið.
Eitt vil ég minnast á, þegar
við vorum í Grillefirði á Senju.
Þá féllu snjófljóð innar í firð-
inum og heyrðust drunurnar vel
á lestunarkæjanum, þá sá ég
hvað Kalla var brugðið. Þá fyrst
sagði hann mér frá reynslu sinni
af snjóflóðunum á Norðfirði, en
honum eins og öllum sem í hans
sporum stóðu bauðst sú eina
áfallahjálp að stinga hausnum í
storminn og bíta á jaxlinn. Kjör-
in settu á manninn mark, mót-
uðu þol og stældu kjark. Við átt-
um líka góðar stundir í Noregi,
annað slagið fórum við með tvær
til þrjár ölkippur inn á herbergi
og strákarnir sögðu að við vær-
um á verkfundi, en það var fjarri
sanni, ég man ekki eftir að hafi
verið minnst á verkið. Við vorum
þá í miðri kreppunni svo við töl-
uðum mest um landsins gagn og
nauðsynjar. Vorum við sammála,
já um markmið, en um leiðir –
nei nei, aldeilis ekki, þegar kom-
ið var fram í miðjan fund var
Kalli kominn hægra megin við
Hannes og ég vinstra megin við
Mao. Ef við hefðum orðið sam-
mála á þeim tímapunkti, hefði
fundurinn orðið bráðónýtur. Við
ræddum líka hvað tæki við þeg-
ar við værum báðir hættir að
vinna, en þau plön verða nú sett
á bið, en kanski dustum við af
þeim rykið þegar við verðum aft-
ur á sama árbakkanum.
Að endingu vil ég senda eig-
inkonu, aðstandendum og vinum
Kalla mínar innilegustu samúð-
arkveðjur. Kalli minn, hvíl í friði.
Þinn vinur,
Hlynur.
Karl Bergmann
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRUNN ÞORVALDSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Mánatúni 4,
lést á Hrafnistu, Laugarási, laugardaginn
2. maí. Útförin verður auglýst síðar.
Ingimundur K. Ingimundarson
Hafdís Ingimundardóttir Þórir B. Guðmundsson
Ólöf Ingimundardóttir Þorvaldur G. Geirsson
Ingimundur Þ. Ingimundars. Sigríður A. Sigurðardóttir
María Ingimundardóttir Friðgeir Halldórsson
Þorvaldur Ingimundarson Rós Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn