Morgunblaðið - 05.05.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.05.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020 ✝ Bjarni Ólafssonfæddist 29. júní 1948 á Höfn í Hornafirði, en ólst upp í Króksfjarð- arnesi. Hann lést í Reykjavík 10. apríl 2020. Foreldrar Bjarna voru Frið- rikka Bjarnadóttir, f. 29. mars 1925, d. 27. september 2007, og Ólafur E. Ólafsson, f. 30. janúar 1918, d. 11. apríl 1996. Systkini Bjarna eru Bjarney, f. 1952, Ólafur Elías, f. 1953, Jón Sigurður, f. 1959, Dómhildur Ingibjörg, f. 1962, og Þóra Sig- ríður, f. 1967. Hinn 1. janúar 1972 giftist frá Reykjaskóla í Hrútafirði og dvaldi í eitt ár eftir það í Banda- ríkjunum sem skiptinemi. Við heimkomuna, 1967, fór hann í Samvinnuskólann á Bifröst og lauk þaðan prófi 1969. Að því loknu hóf Bjarni störf hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga, þar sem hann starfaði til 1971 er hann ásamt Rannveigu flutti til Þýskalands. Þar starfaði Bjarni hjá Flugfélagi Íslands í Frank- furt í tæp þrjú ár er fjölskyldan flutti til baka til Íslands. Þá hóf Bjarni störf hjá bíladeild SÍS og var síðar við bílasölu hjá Ingvari Helgasyni og BL til 2016, er hann lét af störfum vegna veik- inda. Útförin fer fram frá Selja- kirkju 5. maí 2020 klukkan 13. Athöfninni verður streymt beint á facebook-síðu Seljakirkju. Stytt slóð: https://n9.cl/rjyb. Slóðina má einnig nálgast á www.mbl.is/andlat. Bjarni eftirlifandi eiginkonu sinni Rannveigu Guð- mundsdóttur, f. 1. október 1950, for- eldrar hennar voru Guðmundur Björnsson, f. 2. nóv- ember 1925, d. 13. desember 1988, og Guðlaug L. Ólafs- dóttir, f. 31. janúar 1924. Sonur Bjarna og Rannveigar er Guðmundur, f. 28. ágúst 1972, maki hans er Bryndís Pét- ursdóttir, f. 12. sept. 1978, börn þeirra eru Birkir, f. 30. júní 1995, Bjarni, f. 19. október 2007, og Rannveig, f. 11. nóvember 2011. Bjarni lauk gagnfræðaprófi Pabbi reyndist mér og minni fjölskyldu ætíð vel, þótt ég hefði sjaldan orð á því – hvorki við hann né aðra. Góðmennska og þolin- mæði var nokkuð sem hann virtist hafa nóg af að gefa, bæði mér og öðrum. Hann var mér enda mik- ilvæg stoð og stytta í gegnum lífið, nokkuð sem ég hefði mátt hafa oftar orð á. Við áttum ýmis sam- eiginleg áhugamál; bíla, sem við héldum vel við – bónuðum og fægðum, spiluðum saman badmin- ton, fórum saman á vélsleða og síðar reiðhjólum. Á árum áður ferðaðist fjöl- skyldan mikið um Ísland bæði á hálendi og láglendi. Stundum var áð við næsta læk, eftir því sem hentaði í það skiptið. Fróður var hann um áfangastaði og naut þess að vera úti í náttúrunni – enda fæddur í sveit. Veiðiferðir voru einnig margar í Miðfjarðará í Bakkafirði, en þaðan á ég sumar af bestu minningum mínum með pabba og fjölskyldunni allri. Þegar ég var barn fórum við saman með faðirvorið í lok dags, stundum eftir sögustund þar sem spunnin var saga sem sagði frá fólki, en líka bílum – og komu þá oft til nákvæmar lýsingar, þar sem árgerð, litur og fleiri smáat- riði lituðu söguna lífi. Börnin okk- ar Bryndísar fengu síðar að njóta þess sem ég áður naut, enda áttu barnabörnin hug hans allan. Þau fóru enda með hvert á land sem er, sem og utanlands. Skipti þá engu hvort nýlokið væri erfiðri lyfjameðferð. Páskana 2016 fórum við sem oftar í sælureitinn í Króksfjarðar- nesi. Töluverður snjór var í Hyrn- unni og pabbi dró barnabörnin á eftir sér upp brekkuna – aftur og aftur – og svo renndu þau sér nið- ur. Ég vissi að sársaukinn við þessi átök var mikill, enda var hann nýkominn úr erfiðri skurð- aðgerð. Ég dáðist mikið að pabba mínum þarna. Jafnvel þótt heilsan væri byrjuð að bresta lét hann sig hafa það að hlaupa upp og niður brekkuna, til þess eins að njóta samvista við barnabörnin – og kalla fram bros í kaldar kinnar. Pabbi var rétt innan við fimm- tugt þegar hann fékk góðkynja æxli við heila sem þurfti að fjar- læga með erfiðum aðgerðum. Síð- ar gekkst hann undir fleiri inngrip þar sem fjarlægð voru líffæri vegna krabbameins. Hann lét þó fátt aftra sér frá vinnu, ferðalög- um og samvistum við barnabörn- in. Það var ekki fyrr en áfallið vor- ið 2016 reið yfir að hann fékk ekki lengur stjórnað för. Stigi skrikaði þegar hann kom niður af háalofti og hann féll illa til jarðar. Við tók endurhæfing eftir fallið sem stóð í um hálft ár. Pabbi hafði hlotið framheilaskaða og í ljós kom að mikil persónuleikabreyt- ing hafði orðið við fallið. Við þurft- um að kynnast töluvert breyttum manni, sem reyndi oft á. Ég var lengi í afneitun gagnvart þessum breytingum og kunni illa að takast á við þær. Mikið saknaði ég þess að hann hringdi eða sýndi áhyggj- ur af því að ég væri einhvers stað- ar úti á landi í kolvitlausu veðri að vetrarlagi. Fram að slysinu höfð- um við talast við nánast daglega. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, ég mun minnast þín með hlýju og halda minningu þinni lifandi með barnabörnum þínum. Takk fyrir allt. Þinn sonur, Guðmundur Bjarnason. Bróðir okkar, Bjarni Ólafsson, lést föstudaginn langa síðastliðinn langt um aldur fram. Með þessari stuttu kveðju frá okkur systkinun- um minnumst við elsta bróður okkar, sem var hlýr og umhyggju- samur. Hann gerði okkur þó ljóst að hann var elstur og ætíð var stutt í stríðnina gagnvart okkur sem yngri vorum. Án nokkurs vafa var hann fyrirmynd okkar. Hann var mikið snyrtimenni og kaus að hafa allt í röð og reglu í kringum sig. Nokkuð sem reynd- ist okkur yngri systkinunum þrautin ein. Bjarni var mjög fé- lagslyndur og naut þess að vera í margmenni. Það kom honum líka vel, því ævistarf hans fólst í að sinna fólki með ýmsar þarfir. Bílar voru eitt af hans aðaláhugamálum frá blautu barnsbeini. Að lokinni skólagöngu í Samvinnuskólanum á Bifröst vann hann um nokkurra ára skeið hjá Flugfélagi Íslands í Frankfurt í Þýskalandi. Eftir sameiningu Flugfélagsins og Loftleiða flutti hann ásamt eigin- konu og ungum syni til Íslands og hóf þá störf við bílasölu hjá bíla- deild Sambandsins. Síðar starfaði hann við bílasölu hjá Ingvari Helgasyni og BL. Bjarni var mik- ill útivistarmaður og skipti þá ekki máli hvort hann var með veið- stöng í hendi, á reiðhjóli eða í jeppaferðum um hálendið. Sund stundaði hann af mikilli reglu- festu, þar sem hann ræktaði ekki bara líkamlegt þrek heldur nærði líka andlega þáttinn með spjalli í heitu pottunum. Síðustu tuttugu árin glímdi Bjarni við ýmis erfið veikindi. Upp úr þeim öllum reis hann keikur og tókst á við lífið af æðruleysi sem áður. Fyrir tæpum fjórum árum lenti hann hins vegar í alvarlegu slysi. Frá því slysi reis hann upp líkamlega, en ekki að öllu leyti andlega. Bróðir okkar var í raun hörkunagli, en að sama skapi ljúfur bróðir. Við systkinin kveðjum Bjarna með miklum söknuði. Minningin um kærleiksríkan og stundum ei- lítið stríðinn bróður lifir í hjarta okkar. Bjarney, Ólafur Elías, Jón Sigurður, Dómhildur Ingibjörg og Þóra Sigríður. Bjarni Ólafsson ✝ Guðbjörg Pál-ína Einarsdótt- ir var fædd 4. ágúst 1942. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Mörk í Reykjavík 15. apríl 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Haraldsson bóndi frá Breiða- vaði, f. 24. sept- ember 1925, d. 14. nóvember 1983, og Ólína Guð- laug Hjartardóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1912, d. 27. júlí 1983. Systkini: Kristófer Einarsson, f. slysförum, Sigurð Kristin, f. 26. janúar 1963, dóttur, f. og d. 1964, Stefán Birgi, f. 28. nóv- ember 1965, Svein Hjört, f. 2. maí 1971, Helgu Björgu, f. 7. ágúst 1972. Á lífi eru fjögur börn Guðbjargar Pálínu. Hennar fyrsta starf var sem þerna á Hótel Vík við Vall- arstræti í Reykjavík. Guðbjörg Pálína starfaði einnig við ýmis umönnunarstörf, s.s. Vistheim- ilinu við Elliðavatn - gamla El- liðavatnsbænum, Hrafnistu í Reykjavík og Dvalarheimilinu Felli við Skipholt í Reykjavík. Einnig var hún gæslumaður á Kleppsspítala. Útför Guðbjargar Pálínu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 5. maí 2020, klukkan 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða eingöngu nánustu ættingjar við- staddir athöfnina. 30. júní 1951, Sig- ríður Einarsdóttir, f. 10. maí 1950, og Skarphéðinn Ein- arsson, f. 23. febr- úar 1954, d. 21. september 2018. Fyrrverandi eig- inmaður Guðbjarg- ar Pálínu var Guð- finnur Sigurður Sigurðsson, fyrrv. lögregluvarðstjóri, f. 16. nóvember 1940, d. 18. nóv- ember 2009. Áttu þau saman þessi börn: Einar Óla, f. 16. júlí 1961, d. 7. janúar 1980, lést af Í dag kveð ég mömmu bless- unina. Það er ekki auðvelt að kveðja, en í hjarta mínu er friður fyrir líkn og minningu um mömmu. Við mamma ræddum oft og iðulega um lífið. Hún var leiðsögn mín í mörgu. Það að fá ráð hjá mömmu var auðsótt. Hún var reynslubrunnur og besti hlustandi. Hún gat verið beitt og sagði það sem réttast er. En með einstakri kænsku sinni og lífs- reynslu tókst henni að sannfæra mann. Sannfæra til að sjá það rétta í stöðunni. Svo brosti hún og sem sannur leiðtogi leiddi hún mann inn í næsta verkefni lífsins. Ekkert var mömmu ofurefli í lífinu, nema veikindi hennar sem hún tókst á við með miklu æðru- leysi og var sem lærdómur okkar hinna. Hún kenndi okkur að gef- ast aldrei upp. Við ættum að vera sönn og samkvæm okkur sjálfum. Við skyldum vera heiðarleg og hjálpsöm í lífinu. Við vitum aldrei hvenær kreppir að og hjá hverj- um. Mamma var mikill fagurkeri og átti alltaf fallegt og hreint heimili. Hún var snillingur í að gera fínt og gat breytt bæli í höll. Hún var útsjónarsöm, greiðvikin, hjálpsöm. Mamma var hörkudug- leg og vann mest af sinni vinnu við að hjálpa öðrum í starfi með aðhlynningu eða að hjúkra. Ég man er hún vann vaktavinnu við gæslustörf á Kleppsspítala. Hún kenndi okkur að skilja heim hinna geðveiku. Í hennar huga var umönnun sálarinnar ekki síð- ur mikilvæg en hin líkamlega. Þess vegna var alltaf hægt að leita til mömmu með ráð og til að fá hvatningu til lífsins verka. Líf mömmu var oft á tíðum erf- itt. Hún sýndi með einstökum hætti hinn mikla styrk sem hún bar. Hún lifði tvö börn sín og tókst á við mestu mannlegu sorg. Hún var kletturinn sem brýtur á og gerði allt til að okkur börn- unum liði betur. Hún tókst á við lífið með einstökum og lærdóms- ríkum hætti, sem var til mikillar eftirbreytni fyrir aðra. Ég sakna mömmu. Allt sem við áttum saman er sem perlur á streng. Í huga mér sækir hún á mig þar sem hún gengur yfir blómaengi og hún dregur hendur sínar eftir blómatoppunum. Svo staldrar hún við, snýr sér í átt til mín og brosir. Hún heldur svo áfram inn í sólarlagið. Hún er komin heim þar sem friður, líkn og hennar fólk er. Hún kveður að sinni og skilur eftir minningar sem aldrei hverfa. Spora mömmu gætir víða og fjölskylduleg áhrif hennar eru enn til staðar. Í dýr- mætri leið í uppeldi sínu er farið yfir verk hennar. Mömmu tókst verk sitt og fær nú að hvíla þreyttan líkama sinn. Ærið dags- verk hennar er nú á enda. Henni tókst á örlagastundu sinni að sigra heiminn og kveðja með sinni einstöku nærveru, glettni og með von í hjarta. Von sem við bárum í hjarta okkar með mömmu inn í hinsta sólarlag hennar. Hún er geisli sólar nú, sem óvænt gægist í gegnum ský- in og vermir vanga minn. Þannig er minning um mömmu. Hlýja hennar, bros og æðruleysi. Af henni lærði ég, af henni fann ég mikilvægi lífsins. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Guð blessi þig, mamma mín! Sveinn Hjörtur Guðfinnsson. Guðbjörg Pálína Einarsdóttir Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, MARÍA ÁRNADÓTTIR Fannafold 225, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 22. apríl. Útförin fer fram miðvikudaginn 6. maí. Í ljósi aðstæðna fer útförin fram í kyrrþey. Fyrir hönd ættingja, Helga Friðriksdóttir Hafsteinn Halldórsson Áslaug Friðriksdóttir Kristján Ólafsson Kristín Friðriksdóttir Skúli Sigurðsson Ólafur E. Friðriksson Þórdís Zoëga Elín Ásta Friðriksdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA AÐALHEIÐUR MARTEINSDÓTTIR sem lést mánudaginn 16. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. maí klukkan 13. Vegna aðstæðna verður fjöldi viðstaddra takmarkaður. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Kristinn Már Þorsteinsson María Þorsteinsdóttir Karl Svavar Sigurðsson Ingibjörg Þorsteinsdóttir Hans Jakob Beck Ester Þorsteinsdóttir Þröstur Jensson barnabörn og langömmubörn Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÞÓR WIUM HANSSON Engidal, Bárðardal, lést fimmtudaginn 30. apríl á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu mun útförin fara fram 7. maí í kyrrþey. Kristlaug Pálsdóttir Hans Wium Guðmundsson Tanja Wium Elías Wium Guðmundsson Elín Sif Sigurjónsdóttir og barnabörn Okkar yndislega og ástkæra sambýliskona, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, dóttir, tengdadóttir, systir, mágkona og frænka, ÁSTRÚN SIGURBJÖRNSDÓTTIR lést mánudaginn 20. apríl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í faðmi fjölskyldu og vina. Okkur langar að þakka starfsfólki HSS og heimahjúkrunar fyrir yndislega og kærleiksríka umönnun á hennar erfiðu tímum. Í ljósi aðstæðna verður hún jarðsungin í kyrrþey föstudaginn 15. maí en streymt verður frá útförinni á Facebook-síðu Bjarna Ragnarssonar. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja. Þökkum öllum auðsýnda samúð og hlýhug. Kærleikskveðja. Bjarni Ragnarsson Arnar Már Kjartansson Erika Dorielle Sigurðardóttir Elvar Þór Magnússon Stefán Ari Bjarnason Adam Freyr Bjarnason Birgitta Sól Bjarnadóttir Sigurbjörn Björnsson Þóra Þórhallsdóttir Sigríður Sigurðardóttir Sigurjóna Sigurbjörnsdóttir Kristinn Karl Ólafs Björn Sigurbjörnsson Þorgerður Sigurbjörnsdóttir Valgeir Magnússon systkinabörn og aðrir aðstendendur Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KRISTINSDÓTTIR Austurbrún 4, lést föstudaginn 24. apríl á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Kærar þakkir til starfsfólks á deild B4 fyrir mjög góða umönnun. Valborg Birgisdóttir Árni Halldórsson Anna Soffía Árnadóttir Steinþór J. Sigurðsson Birgitta Árnadóttir Gunnar Sigvaldason Árni Jóhann Árnason og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.