Morgunblaðið - 05.05.2020, Side 26

Morgunblaðið - 05.05.2020, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020 5. maí 1973 Ísland sigrar Skotland, 73:50, í landskeppni þjóðanna í alpagreinum skíðaíþrótta í Hlíðarfjalli á Akureyri. Ísland var með yfir- burði í karla- flokki þar sem Árni Óðinsson var sigursæl- astur og sigraði í bæði svigi og stórsvigi en Skotar voru hins vegar með nokkra yfirburði í kvenna- flokki þar sem Margrét Bald- vinsdóttir náði lengst íslensku keppendanna. 5. maí 1981 Þýska knattspyrnustórveldið Bayern München kaupir Ás- geir Sigurvinsson af Stand- ard Liège í Belgíu og semur við hann til þriggja ára, en samningurinn gildir frá 1. júlí um sumarið. Þar með er átta ára dvöl Ásgeirs hjá belgíska félaginu að ljúka, en þangað kom hann 18 ára gamall frá ÍBV árið 1973. 5. maí 1985 Arnór Guðjohnsen, landsliðs- maður í knattspyrnu, er belg- ískur meistari með Ander- lecht, en hann er að ljúka öðru tímabili sínu með félag- inu, sem keypti hann af Lok- eren árið 1983. Anderlecht vinnur deildina með tals- verðum yfirburðum og skorar 100 mörk í 34 leikjum. 5. maí 1993 Morgunblaðið segir frá því að Guðrún Arnardóttir úr Ár- manni hafi sett nýtt Íslands- met í 100 metra grinda- hlaupi. Hún hljóp á 13,50 sekúndum þeg- ar hún sigraði á háskólamóti í Athens í Bandaríkjunum og sló sex ára met Helgu Halldórsdóttur úr KR en það var 13,64 sek- úndur. 5. maí 1998 Ingibergur Sigurðsson, glímukóngur Íslands, segir við Morgunblaðið að hann ætli að taka sér frí frá glím- unni eftir að hafa fengið Grettisbeltið þriðja árið í röð. Hann fær 7,5 vinninga af átta mögulegum í Íslandsglímunni í íþróttahúsi Kennaraháskól- ans. 5. maí 2011 Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson eru sænskir meistarar í körfuknattleik með liði Sundsvall Dragons. Sundsvall vinnur Norrköping í oddaleik, 102:83, og einvígið þar með 4:3. Jakob fer á kostum í oddaleiknum og skorar 31 stig, þar af 26 stig í fyrri hálfleiknum, og Hlyn- ur tekur flest fráköst allra í leiknum, níu talsins. 5. maí 2013 Kvennalið Fram er Íslands- meistari í handknattleik í fyrsta sinn í 23 ár. Þetta er jafnframt 20. Íslandsmeist- aratitill félags- ins í sögunni. Fram vinnur úrslitaeinvígið við Stjörnuna 3:2 en oddaleikurinn í Safamýri endar 19:16 og skorar Stella Sigurðardóttir 8 af mörkum Íslandsmeistaranna. Á ÞESSUM DEGI FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Anna Björk Kristjánsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu og leikmaður PSV í Hollandi, hefur sett stefnuna á að spila á Íslandi í sumar en hún er uppalin hjá KR í Vesturbænum. Anna Björk, sem er þrítug, hefur leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð og Hollandi undanfarin fjögur ár en hún á að baki 130 leiki í efstu deild með Stjörnunni og KR þar sem hún hefur skorað sjö mörk. Þá á hún að baki 43 A-landsleiki fyrir Ísland. Nokkur lið hérlendis hafa sett sig í samband við miðvörðinn öfluga að undanförnu en samningur hennar við úrvalsdeildarfélagið PSV rennur út í lok júní. „Það er allt í lausu lofti hjá mér núna, sérstaklega eftir að keppnis- tímabilinu í Hollandi var aflýst á dögunum,“ sagði Anna Björk í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég fékk svo fréttir af því á dögunum að PSV ætlaði sér að hefja æfingar fljótlega aftur og þá kom það strax upp í umræðuna um að ég myndi fara út aftur. Ef ég fer aftur út þá þarf ég hins vegar að fara í fjórtán daga sóttkví og þetta hefur því verið að- eins fram og til baka hjá mér að undanförnu. Fyrir mánuði tóku forráðamenn PSV stöðuna á mér og hvort ég hefði áhuga á því að endursemja. Ég tjáði þeim að ég vildi aðeins fá að hugsa málið enda tímabilið í ár ekki verið eins og ég hafði ætlað mér. Mér fannst ég eiga skilið fleiri mínútur á vellinum í Hollandi en raun bar vitni og þess vegna vildi ég skoða mín mál betur. Hér heima hef ég svo verið í viðræðum við önnur félög upp á framhaldið að gera og það verður svo eiginlega bara að koma í ljós hvað verður úr því.“ Gefandi og skemmtilegt Anna Björk var 26 ára gömul þegar hún hélt út í atvinnumennsku og samdi við Örebro í sænsku úr- valsdeildinni. Hún færði sig um set eftir tímabilið 2016 og samdi við ný- liða Limhamn Bunkeflo. Þar lék hún í þrjú ár áður en hún gekk til liðs við PSV í Hollandi þar sem hún hefur spilað frá ársbyrjun 2019. „Þetta er búið að vera hark. Pen- ingurinn í kvennaboltanum er ekki mikill en mér hefur samt sem áður tekist að lifa ágætlega af á þeim launum sem ég hef verið á hjá mín- um félagsliðum í gegnum tíðina. Það eru ákveðin forréttindi að fá að vera atvinnumaður í fótbolta en að sama skapi færir maður fórnir líka. Þú þarft að hefja líf í nýju landi, fjarri ættingjum og vinum, og það er öðruvísi að vera erlendur leik- maður í öðru landi en til dæmis heimamaður. Þú hefur meira að sanna og þú þarft að standa undir væntingum líka þar sem þú ert nokkurn veginn óskrifað blað. Að sama skapi er þetta mjög gef- andi og skemmtilegt. Það er mjög þroskandi að búa í öðru landi og að læra nýtt tungumál. Persónulega var auðveldara fyrir mig að fara frá Íslandi til Svíþjóðar en frá Svíþjóð til Hollands vegna tungumálsins. Í Svíþjóð skildi ég alltaf eitthvað þar sem það var aðeins hægt að tengja sænskuna við íslenskuna og þar átt- aði ég mig á því hversu gríðarlega miklu máli það skiptir að skilja eitt- hvað í tungumálinu í landinu sem maður býr í.“ Samkeppnin mikil Anna Björk lék með uppeldis- félagi sínu KR frá árinu 2004 til ársins 2008. Þá söðlaði hún um og samdi við Stjörnuna í Garðabæ. Þar varð hún þrívegis Íslandsmeistari, árin 2011, 2013 og 2014, og þrívegis bikarmeistari, 2012, 2014 og 2015. „Það er alveg óhætt að segja það að það er munur á íslensku úrvals- deildinni og úrvalsdeildinni í Sví- þjóð. Deildin í Svíþjóð er gríðarlega jöfn og ein sú jafnasta í heiminum í dag. Samkeppnin er mjög mikil og það er mjög erfitt að spá fyrir um úrslit leikja þar sem dæmi. Neðstu liðin í deildinni eru oft að vinna efstu liðin og það er oftast þannig að það lið sem verður meistari hef- ur engu að síður tapað hellingi af stigum á leið sinni að meistaratit- ilinum. Það gerir deildina í Svíþjóð mjög skemmtilega og hún er betri en sú íslenska, það er klárt mál. Ég veit ekki hvort deildin í Hol- landi sé endilega sterarki en sú ís- lenska en bestu liðin í deildinni, Ajax, PSV og Twente til dæmis, eru töluvert betri en liðin fyrir neðan sig. Þegar þrjú bestu liðin í Hol- landi mæta liðum sem eru neðar í töflunni þá er það einfaldlega skyldusigur fyrir stærri lið deild- arinnar. PSV er mjög gott lið á ís- lenskan mælikvarða og væri klár- lega í toppbaráttu á Íslandi. Það mætti því segja að íslenska og hol- lenska deildin séu svipaðar að því leytinu til að toppbaráttan er oftast á milli tveggja til þriggja liða.“ Óvissa með framhaldið Anna Björk er opin fyrir því að snúa aftur á heimaslóðir í Vest- urbænum og spila með uppeldis- félagi sínu í úrvalsdeildinni, Pepsi Max-deildinni, í sumar. Hún býr í fimm mínútna göngufjarlægð frá Frostaskjóli og því ansi stutt fyrir hana að fara á æfingu í Vestur- bænum. „Það var ekki fyrr en á þessu ári sem ég fór að leiða hugann að því hvort þetta væri komið gott í at- vinnumennsku erlendis og hvort það væri kominn tími til þess að snúa aftur heim til Íslands. Þegar það var svo ákveðið að slaufa tíma- bilinu í Hollandi eftir vonbrigða- tímabil fyrir mig persónulega þá kitlaði það mig mikið að koma aftur heim. Hvort ég sé að kveðja atvinnu- mennskuna fyrir fullt og allt með því að koma hingað heim í sumar og spila verður svo eiginlega bara að koma í ljós. Eins og staðan er í dag ætla ég bara að halda þessu opnu en ég er mjög spennt fyrir því að spila aftur hérna heima og fyrir sumrinu. Ef eitthvað spennandi kemur hins vegar upp erlendis, eft- ir tímabilið, þá verður það bara eitt- hvað sem ég mun skoða þegar þar að kemur. Ég get alveg viðurkennt það hér og nú að KR er eitt þeirra liða sem ég er að horfa til hér heima. KR- ingar eru að gera flotta hluti, þeir eru með flott þjálfarateymi og flott- an hóp. Þetta er mitt uppeldisfélag og ég er búsett í Vesturbænum. Eins og staðan er í dag þá er KR líklegur áfangastaður fyrir mig og það er ákveðin rómantík í því fyrir mig að koma aftur í Vesturbæinn,“ sagði Anna Björk í samtali við Morgunblaðið. Atvinnu- mennska er mikið hark  Anna Björk Kristjánsdóttir ekki viss um PSV og gæti leikið með KR í sumar Ljósmynd/Sverri Egholm Landsliðið Anna Björk Kristjánsdóttir fagnar marki í sigurleik Íslands gegn Færeyjum í undankeppni heimsmeistaramótsins fyrir tveimur árum. Handknattleiksmaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson gekk í gær til liðs við KA á Akureyri en hann lék með Kolding í dönsku úrvalsdeildinni á nýliðnu keppnistímabili. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Akureyrarfélagið. Árni Bragi er 25 ára gamall örvhentur horna- maður sem einnig getur leikið í skyttustöðunni hægra megin. Hann lék áður með meistaraflokki Aftur- eldingar frá árinu 2012 og var markahæsti leikmaður liðsins í úr- valsdeildinni þrjú tímabil í röð frá 2015 til 2018. Árni Bragi til liðs við KA-menn Ljósmynd/KA KA Árni Bragi Eyjólfsson flytur frá Kolding til Akureyrar í sumar. Ásta Eir Árnadóttir og Fjolla Shala, leikmenn Breiðabliks í knattspyrnunni, verða ekki með Kópavogsliðinu á komandi keppnis- tímabili en þær eru báðar barnshaf- andi. Ásta, sem er 26 ára gömul, hefur ekki misst úr leik með Breiðabliki í efstu deild undanfarin tvö ár og vann sér sæti í landsliðinu í fyrra. Fjolla, sem er 27 ára, hefur leikið með Blikum frá 2012 og hef- ur verið landsliðskona Kósóvó síð- ustu árin en hún lék áður á fjórða tug leikja með yngri landsliðum Ís- lands. Tvær úr Blikum eru barnshafandi Morgunblaðið/Valli Frí Fjolla Shala og Ásta Eir Árna- dóttir verða ekki með í sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.