Morgunblaðið - 05.05.2020, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020
Stjórnmálamenn á Bret-
landseyjum vilja fá fótboltann
aftur í gang sem fyrst til þess að
bjarga geðheilsu landsmanna.
Bretinn lifir fyrir fótboltann og
hjá mörgum stuðningsmönnum
þar í landi snýst allt um ensku
úrvalsdeildina og leiki liða. Sam-
kvæmt nýjustu fréttum er stefn-
an sett á að hefja leik í ensku úr-
valsdeildinni í júní en það bendir
allt til þess að leikirnir muni fara
fram á hlutlausum völlum og fyr-
ir luktum dyrum.
Peningarnir í enska fótbolt-
anum eru miklir og það er ef-
laust þeim að þakka eða kenna,
það fer eftir því hvernig maður
horfir á hlutina, að það sé í raun
verið að skoða það að einhverju
ráði að hefja leik á Englandi á
nýjan leik. Það skal samt alveg
viðurkennast að maður er orðinn
langþreyttur á því að kveikja á
sjónvarpinu, rúlla í gegnum
stöðvalistann, og komast að því
dag eftir dag að það eru engar
íþróttir á dagskrá.
Mikið sem ég hlakka hins
vegar til þegar íslenski fótbolt-
inn fer aftur af stað. Ég held satt
best að segja að ég sé spenntari
fyrir honum en endurkomu
enska boltans þrátt fyrir að mitt
uppáhaldslið sé á leiðinni, von-
andi, að vinna sinn fyrsta Eng-
landsmeistaratitil í þrjátíu ár.
Undanfarna daga hef ég rætt við
bæði þjálfara og leikmenn í efstu
deild sem er farið að klæja í
puttana eftir að komast aftur á
völlinn og hefja knattspyrnu-
sumarið 2020 sem átti að byrja í
apríl.
Eins og bæði þjálfarar og leik-
menn hafa haft á orði hefur fólk
áttað sig á því í ástandinu sem
hér ríkir hversu stór hluti fót-
boltinn er af þeirra lífi. Ég hef
sjálfur áttað mig á því hversu
stór hluti af mínu lífi íþróttirnar
eru og fyrir það er ég bæði þakk-
látur og stoltur.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
VALUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Skipt var um þjálfara í gær hjá báð-
um meistaraflokksliðum Vals í körfu-
knattleik. Ólafur J. Sigurðsson tekur
við kvennaliðinu og Finnur Freyr
Stefánsson við karlaliðinu.
Landsliðskonan reynda, Helena
Sverrisdóttir, verður Ólafi til að-
stoðar auk þess að leika með liðinu
en Helena á ár eftir af leikmanna-
samningi sínum við Val. Svali Björg-
vinsson, formaður körfuknattleiks-
deildar Vals, lýsti því yfir á
blaðamannafundi í gær að Helena
væri mesti körfuboltaheili sem hann
hefði kynnst í íslensku íþróttalífi.
„Auðvitað fylgir því tilhlökkun að
vinna með Helenu. Hún er náttúr-
lega búin að gera alveg ótrúlega hluti
í körfuboltanum. Hún kann íþróttina
frá a til ö og verður gaman að vinna
með henni ásamt öðrum í liðinu.
Hópurinn er mjög sterkur og verk-
efnið er því ótrúlega spennandi fyrir
mig,“ sagði Ólafur þegar Morg-
unblaðið ræddi við hann á Hlíðar-
enda í gær en hann kemur til Vals frá
ÍR.
Valur vann þrefalt í fyrra og voru
það fyrstu sigrar kvennaliðs Vals í
stærstu keppnunum. Forveri Ólafs,
Darri Freyr Atlason, stýrði þá Val
eins og síðasta vetur þegar Valur
varð deildarmeistari. Íslandsmótinu
var aflýst vegna kórónuveirunnar
eins og íþróttaunnendur þekkja.
Eins og útlitið er núna þá tekur Ólaf-
ur við liði sem áhugafólk um íþrótt-
ina telur vera sigurstranglegast eins
og síðustu tvö tímabil.
„Auðvitað verður pressa og allt
það. En þannig er það í íþróttum og
maður vill hafa það þannig. Ég hef
fylgst vel með Valsliðinu undanfarin
ár og þær vilja allar vinna. Hugar-
farið er með þeim hætti að þær vilja
ekkert annað en sigur og maður sér
það bara á þeim. Er það nákvæmlega
það sem þjálfarinn vill.“
Þykir vænt um kveðjurnar
Finnur tekur við af Ágústi Björg-
vinssyni sem tekur sér að óbreyttu
frí frá meistaraflokksþjálfun í fyrsta
skipti í sautján ár. Ágúst er yfirþjálf-
ari körfuknattleiksdeildarinnar og er
því tæplega á förum. Svali greindi frá
því að Ágúst væri jafnframt að taka
við starfi í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti og tæki þar við af Torfa
Magnússyni, fyrrverandi fyrirliða
Vals og íslenska landsliðsins.
Finnur hefur fimm ára reynslu af
því að stýra meistaraflokksliði og
varð Íslandsmeistari í öll skiptin.
Hann þjálfaði KR frá 2013 til 2018 og
segir viðmiðin vera önnur hjá Val
2020 en hjá KR 2013.
„Þetta er allt öðruvísi verkefni en
það heillar mig. Hjá KR snerist
markmiðið til að byrja með um að
vinna tvö ár í röð vegna þess að KR
hafði ekki tekist það síðan á áttunda
áratugnum minnir mig. Hjá Val hef-
ur vandamálið verið undanfarið að
komast ekki í úrslitakeppnina.
Strúktúrinn var fyrir hendi hjá KR
en hér er margt sem þarf að gera.
Hjá Val er þó mikil saga en sagan um
velgengni hjá körlunum er orðin svo-
lítið gömul. Ég mun reyna að hjálpa
þessu góða fólki sem haldið hefur
starfinu gangandi að taka næsta
skref með liðið og við reynum að
virkja fleiri. Um leið er markmiðið að
Valsliðið nái meiri stöðugleika og sé
komið til að vera í efstu deild,“ sagði
Finnur sem var hjá Horsens í Dan-
mörku á síðasta tímabili.
„Okkur leið vel þar og það var
glatað að ljúka tímabilinu með þess-
um hætti. Okkur þótti mjög vænt um
allar kveðjurnar sem við fengum frá
Danmörku þegar Horsens tilkynnti
að ég færi heim. Gott er til þess að
vita að maður hafi haft góð áhrif á
frekar stuttum tíma,“ sagði Finnur
sem hefur áður starfað hjá Val en
hann þjálfaði yngri flokka hjá félag-
inu veturinn 2018-2019.
Önnur viðmið en hjá KR
Þjálfaraskipti hjá báðum Valsliðunum Ólafur og Helena stýra kvennaliðinu
Finnur Freyr stýrir karlaliðinu Helena sögð mesti körfuboltaheili landsins
Valur Helena Sverrisdóttir, Ólafur Jónas Sigurðsson og Finnur Freyr Stefánsson þjálfa meistaraflokka félagsins.
Ljósmynd/Valur
Einar Andri Einarsson hefur verið
ráðinn í afreks- og yngri flokka
störf hjá handknattleiksdeild FH.
Einar þekkir vel til hjá FH, en hann
er uppalinn FH-ingur og starfaði
lengi fyrir félagið á sínum tíma.
Einar útskrifaðist í vetur með Mast-
er Coach-gráðuna en hún er sú
æðsta í alþjóðlegum handbolta. Var
Einar m.a. aðalþjálfari FH-liðsins
ásamt Kristjáni Arasyni þegar liðið
varð Íslandsmeistari árið 2011. Síð-
astliðin sex ár hefur Einar Andri
þjálfað meistaraflokk Aftureld-
ingar með mjög góðum árangri.
Einar Andri heim
í Hafnarfjörðinn
Ljósmynd/FH
Fimleikafélagið Einar Andri Ein-
arsson er kominn í FH á nýjan leik.
Efstu tvær deildir spænska fótbolt-
ans gætu byrjað í næsta mánuði. Lið
byrja að æfa á nýjan leik í þessari
viku, en deildirnar verða að fá sam-
þykki heilbrigðisyfirvalda áður en
hægt verður að skipuleggja leiki.
Leikmenn verða að gangast undir
veirupróf áður en þeir mega mæta á
æfingasvæðin. Fótboltinn hefur ver-
ið í fríi á Spáni síðan í mars, en kór-
ónuveiran hefur verið skæð í land-
inu. Ellefu umferðir eru eftir af
spænsku deildinni og er Barcelona
með tveggja stiga forskot á Real
Madríd á toppi deildarinnar.
Spænsk lið byrja
að æfa í vikunni
AFP
Spánn Lionel Messi gæti mætt aftur
á völlinn í næsta mánuði.
Íþróttafélög hófu æfingar á ný í gær
eftir nokkurra vikna hlé vegna
samkomubannsins og líklega hafa
flest eða öll knattspyrnufélög lands-
ins verið með æfingar á sinni dag-
skrá.
Ljósmyndari Morgunblaðsins leit
við á nokkrum völlum á höfuðborg-
arsvæðinu í gær og myndir þaðan
má sjá á mbl.is.
Hér til hliðar eru Framararnir
Magnús Ingi Þórðarson og Aron
Snær Ingason að æfa á heimavelli
Fram í Safamýrinni, en liðið und-
irbýr sig fyrir keppni í 1. deildinni í
sumar. Ásamt meistaraflokki karla
og kvenna í fótbolta æfðu meist-
araflokkar Fram í handbolta sömu-
leiðis á vellinum í gær.
Ráðgert er að Íslandsmótið í
knattspyrnu hefjist 14. júní en bik-
arkeppnin gæti farið af stað viku til
tíu dögum fyrr. Þetta er þó óstaðfest
ennþá.
Æfa knatt-
spyrnu eftir
afléttingu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fram Framararnir Magnús Ingi Þórðarson og Aron Snær Ingason æfa á heimavelli Fram í Safamýrinni í gær.
Tíu leikmenn eða þjálfarar í tveim-
ur efstu karladeildunum í þýska
fótboltanum greindust með
kórónuveiruna, samkvæmt upplýs-
ingum frá stjórn deildakeppninnar
í Þýskalandi.
Allir leikmenn og þjálfarar
gengust undir skimun vegna veir-
unnar þar sem stefnt er að því að
hefja keppni í landinu á ný um
miðjan þennan mánuð. Upphaflega
var stefnt á næsta laugardag, 9.
maí, en nú er 16. maí í sigtinu.
Alls voru 1.724 aðilar skimaðir
og tíu þeirra greindust með veir-
una og hafa nú verið settir í ein-
angrun samkvæmt sóttvarna-
reglum landsins.
Allir verða prófaðir á ný seinna í
vikunni til þess að fá fullvissu um
að fyrri niðurstöður hafi verið rétt-
ar.
Stjórnvöld í Þýskalandi hafa
ekki ennþá gefið leyfi fyrir því að
fótboltinn rúlli af stað á ný í land-
inu en gert er ráð fyrir því að
kanslarinn Angela Merkel gefi út
afgerandi niðurstöðu í málinu á
morgun.
Níu umferðum er ólokið í hvorri
deild en þrír Íslendingar spila í
tveimur efstu deildum Þýskalands.
Alfreð Finnbogason með Augsburg
í 1. deild og þeir Guðlaugur Victor
Pálsson með Darmstadt og Rúrik
Gíslason með Sandhausen í 2. deild.
Tíu greindust
með smit í
þýskum liðum