Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Ragnhildur Þrastardóttir Stjórnvöld stefna að því að eigi síðar en 15. júní geti þeir sem koma til landsins, bæði ferðamenn og Íslend- ingar, sleppt því að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins, eins og hefur verið fram til þessa, og farið þess í stað í skimun fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli. Óljóst er hvort ferðamennirnir munu sjálfir þurfa að greiða fyrir sýnatökuna eða hvort ríkið ber kostnaðinn af henni. Áfram mega þeir sem koma til landsins þó velja að fara í sóttkví. Þá er einnig gert ráð fyrir að nýleg vottorð um sýna- töku erlendis verði tekin til greina, meti sóttvarnalæknir þau áreiðan- leg. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra tilkynnti þessar breyttu ráð- stafanir á blaðamannafundi í gær en tók fram að þær myndu einungis ganga eftir „ef allt gengur upp“. Jafnframt verða þeir sem koma til landsins að utan beðnir um að hlaða niður smitrakningarforriti og upp- fylla önnur skilyrði sem sett verða fram af sóttvarnaryfirvöldum. Veirufræðideild Landspítala mun sjá um skimanirnar en reynslan af þessum ráðstöfunum verður metin að tveimur vikum liðnum og ákvörð- un þá tekin um framhaldið. „Við vitum að heimsbyggðin er ekki laus við þessa veiru,“ sagði Katrín. Hún greindi einnig frá því að ríkis- stjórnin hefði, að ráðleggingum sótt- varnalæknis, ákveðið nýjar reglur um sóttkví sem gilda myndu frá 15. maí. Um er að ræða útvíkkun á sóttkví B og mun hún ná til allra þeirra sem hingað koma til að starfa í afmörkuðum verkefnum, svo sem vísindamanna, kvikmyndatöku- manna, fréttamanna og íþróttaliða. Þá hefur sóttvarnalæknir lagt til að Færeyjar og Grænland verði tek- in af lista yfir hááhættusvæði frá og með 15. maí. Ríkisstjórnin hefur fall- ist á þá tillögu. Á næstu dögum verður farið í hag- ræna greiningu á fyrrnefndu vali ferðamanna sem tekur gildi 15. júní. Sú greining mun liggja fyrir áður en maímánuði lýkur. Ytri aðstæður hafa áfram áhrif Aðferðin er umfangsmikil að sögn Katrínar en hún sagði þó að sam- félagið væri vel í stakk búið til að ráðast í hana. Þá gæti svo viðamikil skimun meðal allra sem hingað koma verið gott tækifæri til að læra meira um veiruna og útbreiðslu hennar. Þeim upplýsingum væri svo hægt að deila með heiminum. „Það er heilmikil vinna eftir við að ljúka útfærslu þessa verkefnis,“ sagði Katrín, sem lítur á þetta sem varfærið skref. „Þannig að við getum áfram farið út úr þessu öll saman á Íslandi en líka tryggt að enginn sem komi hingað til lands sé að koma með þessa veiru í farteskinu.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála- og nýsköpunar- ráðherra, segir að ytri aðstæður muni áfram hafa áhrif á fjölda ferða- manna hér á landi í sumar. Íslend- ingar verða því áfram hvattir til þess að ferðast innanlands, enda er ljóst að afkastageta íslenskra ferða- þjónustufyrirtækja verður ekki nýtt að fullu af erlendum ferðamönnum. Þórdís segist gera ráð fyrir því að fyrirtæki í ferðaþjónustunni muni áfram nýta sér úrræði stjórnvalda. Þá segir Þórdís að koma verði í ljós hvernig staða flugsamgangna verði í sumar, en mikið hefur verið rætt um stöðu Icelandair að undan- förnu. Opnun landamæra og aðrar að- gerðir eru alltaf í þágu Íslendinga, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Koma verður í ljós hvað aðrar þjóðir gera, en áherslan er lögð á aðgerðir stjórn- valda heima fyrir. Utanríkisráðu- neytið er í samskiptum við ná- granna- og bandalagsþjóðir vegna faraldursins. Bíða eftir niðurstöðu á gististað Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að nú sé unnið að því að greina hve marga starfsmenn þurfi á Keflavíkur- flugvöll vegna fyrirhugaðra skim- ana. Áslaug segir að erlendir ferða- menn fari á gististað sinn að skimun lokinni og bíði þar niðurstöðu. Hið sama gildi um Íslendinga. „Útfærslan verður væntanlega með þeim hætti að ferðamenn eru beðnir um að fara á gististað sinn og dvelja þar þangað til þeir fá niður- stöðu sína. Það er talin vera minni smithætta af því en að safna öllum saman á sama stað innan flug- vallarins.“ Þá segir Áslaug að einnig sé verið að greina þörf á pinnum og öðrum búnaði fyrir skimun á flugvellinum. Minni óvissa, en mikilvægt að tryggja stöðu Icelandair Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir að breyttar ráðstaf- anir stjórnvalda minnki óvissu ferðaþjónustufyrirtækja og að þær séu skref í rétta átt. Eftir stendur þó að tryggja rekstur Icelandair, en án félagsins verður ferðaþjónustan ekki svipur hjá sjón, að sögn Jóhannesar. Hann segir að það sé í raun flóknara að opna landamæri en að loka þeim og ferðaþjónustan treysti áfram á Ís- lendinga. Óljóst hvort ríkið ber kostnaðinn  Skimun í boði við komuna í stað tveggja vikna sóttkvíar  Forsætisráðherra vill þó tryggja að enginn komi „með þessa veiru í farteskinu“  Hætta að skilgreina Færeyjar og Grænland sem hááhættusvæði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Varfærin Katrín sagði ljóst að heimsbyggðin væri ekki laus við veiruna og því þyrfti að fara varlega í að opna landið. Hvað breytist? » Eigi síðar en 15. júní geta ferðamenn farið í skimun við komuna til landsins eða fram- vísað gildu vottorði í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví. » Færeyjar og Grænland verða tekin af lista yfir hááhættu- svæði frá og með 15. maí. » Nýjar reglur um sóttkví taka gildi 15. maí, en þær víkka út reglur um svokallaða sóttkví B. » Frá og með 15. maí mun sóttkví B því ná til allra þeirra sem hingað koma til að starfa í afmörkuðum verkefnum, svo sem vísindamanna, kvikmynda- tökumanna, fréttamanna og íþróttaliða til æfinga. » Áður hefur sóttkví B ein- ungis náð til sérhæfðra starfs- manna sem fá að sinna starfi sínu á afmörkuðum vinnu- stöðum. Öllum þeim átta sem eru yfir ní- rætt og hafa smitast af kórónu- veiru hérlendis er batnað. Morgun- blaðið greindi frá því fyrir um viku að sjö af þessum átta væri batnað en nú hefur sá áttundi bæst í hópinn. Engin ný smit kórónuveiru voru tilkynnt hérlendis í gær, fimmta daginn í röð. Þetta er í fyrsta sinn síðan faraldurinn gerði vart við sig hérlendis í lok febrúar sem engin smit greinast samfleytt í svo lang- an tíma. Virk smit eru nú 15 talsins og höfðu þrír því bæst í hóp þeirra sem batnað er frá því á mánudag. Engin virk smit eru hjá börnum yngri en sex ára og ekki heldur hjá fullorðnum eldri en áttatíu ára. Einungis einn liggur inni á sjúkrahúsi vegna kórónuveikinnar og enginn á gjörgæslu. Svo fáir hafa ekki legið á spítala vegna veirunnar síðan 11. mars síðastliðinn. Þegar mest lét voru 44 innlagðir á spítala vegna veir- unnar en það var annan apríl. Í gær voru tölur birtar fyrir daginn þar á undan, mánudag, eins og vant er en þrátt fyrir að engin ný smit hafi greinst á mánu- dag var talsverður fjöldi sýna tek- inn eða 578 talsins; 447 hjá Ís- lenskri erfðagreiningu og 131 hjá veirufræðideild Landspítala. 697 eru í sóttkví en 19.701 hefur lokið sóttkví og hafa 57% þeirra sem hafa greinst smitaðir af veir- unni verið í sóttkví. Fleiri konur hafa smitast af veir- unni hérlendis en karlar eða 907 á móti 894. Karlar virðast þó vera líklegri til að verða alvarlega veik- ir af veirunni. ragnhildur@mbl.is Öllum yfir nírætt batnað af veikinni  Mikil lægð í innlögnum á spítala Morgunblaðið/Eggert Veirusýni Enn er kraftur í sýnatöku þótt sýnum hafi eitthvað fækkað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.