Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ílok febrúar,eða um svipaðleyti og kórónuveirufarald- urinn fór að blossa upp í Evrópu og Bandaríkjunum, var mikið gert með samkomulag sem Banda- ríkjastjórn og æðsta forysta ta- líbana gerðu með sér í Afganist- an. Því var ætlað að beina mönnum fyrstu skrefin að var- anlegum friði í landinu eftir nærri því óslitin átök um fjöru- tíu ára skeið. Samkomulagið féll fljótt í skuggann af faraldrinum, sem von var, en þó var því hampað á sínum tíma, jafnvel þótt alls- endis óvíst væri að talíbanar hefðu vilja eða getu til þess að standa við sinn hluta þess. Í samkomulaginu fólst meðal annars að Bandaríkjaher og bandamenn þeirra úr Atlants- hafsbandalaginu myndu yfir- gefa Afganistan í áföngum, gegn því að talíbanar létu af árásum sínum á þessa aðila. Ekkert var hins vegar minnst á árásir á afganskar öryggis- sveitir eða jafnvel almenning í landinu, og var blekið vart þorn- að á samkomulaginu þegar tal- íbanar hófu herferð gegn þeim, með þeim afleiðingum að rúm- lega 300 Afganir féllu í hryðju- verkaárásum í mars og apríl, á sama tíma og talíbanar áttu að vera í friðarviðræðum við afg- önsk stjórnvöld. Að minnsta kosti 20 og allt upp í 40 manns létust til við- bótar í gær og rúmlega áttatíu manns særðust eftir tvær fólskulegar árásir, þar sem vígamenn hófu annars vegar skothríð á fæðing- ardeild á sjúkra- húsi í höfuðborg- inni Kabúl, þar sem nýfædd börn voru á meðal þeirra sem féllu, og sjálfsvígssprengju- maður gerði jarðarför í austur- hluta landsins að skotmarki sínu. Æðsta stjórn talíbana neitaði í gær að hún bæri ábyrgð á árásinni á fæðingar- deildina en í yfirlýsingu hennar var ekkert minnst á árásina á jarðarförina. Engum þarf að koma á óvart að mælirinn er nú fullur hjá afg- önskum stjórnvöldum. Ashraf Ghani, forseti landsins, lýsti því yfir í gær að herinn myndi aftur hefja sóknaraðgerðir gegn talí- bönum, sem og öðrum hryðju- verkamönnum sem leitast hafa við að gera landið að vígvelli sínum. Hernum hafði áður verið uppálagt að grípa einungis til vopna til þess að verja sig fyrir árásum, í þeirri von að það myndi friðþægja talíbana. Niðurstaðan af þeirri tilraun virðist nú liggja ljós fyrir, og var þó líklega augljós þegar í upphafi. Stóra spurningin er hins vegar hvort árásirnar í gær hafi einhver áhrif á samkomu- lag Bandaríkjanna og talíbana, þannig að Bandaríkjamenn hætti við að draga herlið sitt til baka frá Afganistan. Það virðist í öllu falli ljóst að til lítils er að ræða frið við talíbana þegar hugur þeirra er fastur við ófrið- inn. Árásir talíbana setja friðarferlið í uppnám} Mælirinn fullur Sigríður Ander-sen alþingis- maður beindi í fyrradag fyrir- spurn til Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra um það hvort ætlunin væri að endurskoða fyrirhugaðar sam- gönguframkvæmdir, ekki síst svokallaða borgarlínu. Fyrir- spurnin stafaði meðal annars af því að fram hefði komið í Bretlandi að almennings- samgöngur myndu „liggja í láginni næstu misserin ef ekki árin“ út af kórónuveirunni. Sigríður ræddi samgöngu- sáttmálann á höfuðborgar- svæðinu, þar sem gert er ráð fyrir tugum milljarða í borg- arlínu, sem liggur ljóst fyrir að verður ekki arðbær fram- kvæmd, eins og þingmaðurinn benti á. „Fleiri aðgerðir væru náttúrlega brýnni, eins og mis- læg gatnamót í Reykjavík sem nánast ekkert virðist fara fyrir í samgönguáætlun sem er til umfjöllunar á þinginu, en væru miklu brýnni í ljósi þess tak- markaða fjár sem væntanlega verður af skornari skammti en sam- göngusáttmálinn kveður á um og áætlað er,“ sagði Sigríður. Svör samgöngu- ráðherra gáfu ekki miklar von- ir um að sú vafasama ráðstöfun fjár sem áformuð er í borgar- línuna verði endurskoðuð. Þetta er miður því að auðvitað er ekki hægt að horfa framhjá því að það efnahagsáfall sem nú ríður yfir þjóðfélagið dreg- ur úr getunni til að fara í óarð- bær gæluverkefni. Sömu krón- unni verður ekki eytt tvisvar og þær krónur sem fara í of- vaxna strætisvagna borgarlín- unnar, sem litlar líkur eru á að greiði fyrir umferð í borginni, nema síður sé, verða ekki nýtt- ar í raunverulegar samgöngu- bætur eða aðra mikilvæga hluti. Þegar þjóðin hefur orðið fyr- ir áfalli upp á tugi eða hundruð milljarða, um stærðina veit enginn enn, hlýtur að verða að endurskoða útgjöldin og hætta við þau stærstu og vitlausustu. Borgarlínan hlýtur að koma til endur- skoðunar eftir efnahagsáfallið} Peningarnir eru ekki óþrjótandi Þ að er langt frá því að vera einfalt að fylgjast með því hvað er í gangi varðandi björgunarpakka stjórn- valda. Í fyrsta lagi koma stjórn- völd með ákveðnar tillögur. Síðan gerir Alþingi breytingar á þeim þar sem þær eru annaðhvort samþykktar eða þeim hafnað. Til þess að gera málin enn flóknari eru björg- unarpakkarnir nú orðnir tveir og von á þeim þriðja. Það veldur ákveðnu samhengisleysi, bæði í tillögum og umræðu. Hvernig passa að- gerðirnar saman og af hverju eru breytingar sem var hafnað í fyrsta pakka allt í einu orðn- ar hluti af öðrum pakkanum? Fyrsti pakkinn innihélt aðgerðir eins og hlutastörf, brúarlán, frestun skattgreiðslna, laun í sóttkví, barnabótaauka, úttekt séreign- arsparnaðar, styrki til ferðaþjónustu, fjárfest- ingarátak og útvíkkun á „allir vinna“. Annar pakkinn bætti við lokunarstyrkjum, stuðningslánum, tekjuskatts- jöfnun, sumarúrræðum fyrir námsmenn, sértækum stuðningi til sveitarfélaga, framlögum til geðheilbrigði, virkni á vinnumarkaði, eflingu matvælaframleiðslu, álags- greiðslum til heilbrigðisstarfsfólks og sókn í nýsköpun. Í fyrsta pakkanum lagði minnihlutinn til viðbætur í ný- sköpun, velferðarmál (þar á meðal álagsgreiðslur til heil- brigðisstarfsfólks) og auknar framkvæmdir. Öllum þeim tillögum var hafnað. Sameiginlega lagði þingið fram breytingar vegna aukins kostnaðar í heilbrigðisþjónustu, eingreiðslu vegna örorku, viðbætur vegna geðheilbrigðis- mála og málefna heimilislausra, aukin framlög í ný- sköpun, framkvæmdir og önnur innviðaverk- efni. Í öðrum pakkanum lagði minnihlutinn til viðbætur vegna nýsköpunarmála, atvinnu- leysistrygginga, auknar álagsgreiðslur og ein- greiðslur. Þar var áhersla á verkefni sóknar- áætlana, kvikmyndasjóðs, framkvæmdasjóðs ferðamanna sem og önnur atvinnuþróunar- mál. Það er til of mikils mælst fyrir fólk að leggja það á sig að reyna að púsla öllu þessu saman í einhverja heild. Hversu djúp verður holan? Hvar verða helstu áhrifin? Hvar þarf helst að koma í veg fyrir skaða? Hvar liggja mestu tækifærin? Þar hafa áherslur Pírata helst verið þrenns konar: Að nýta tækifærin með sérstakri áherslu á nýsköpun þannig að þegar störfin hverfa verða ný til í staðinn. Svo er það vörn fyrir heimilin sem er betra að setja upp fyrr en seinna, áður en skaðinn er skeður. Við höfum lagt fram frumvarp um frestun á nauðungarsölu. Að lokum er það sjálfsögð áhersla á heilbrigðiskerfið en skortur á sveigjan- leika til þess að bregðast við álagi er ein af ástæðunum fyrir umfangsmiklum viðbrögðum. Fyrir nokkru fór allt á hliðina út af einu rútuslysi, sem dæmi. Vandamálin eru mörg og í svona ástandi er betra að gera meira en minna. Þess vegna er undarlegt að ríkis- stjórnin skuli hafna mörgum af tillögum Pírata og ann- arra í stjórnarandstöðunni. Björn Leví Gunnarsson Pistill Pakki eitt, pakki tvö og meira að segja pakki þrjú! Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Við vorum aðeins smeyk umað fólk myndi halda sigheima sökum kórónuveir-unnar. Það virðist þó litlu hafa skipt því ásóknin fyrstu vikurnar er líklega meiri en á sama tíma í fyrra,“ segir Hilmar Egill Svein- björnsson, formaður Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, um ásókn í Kálfatjarnarvöll, golfvöll klúbbsins, síðustu vikur. Talsverður fjöldi fólks hefur mætt á völlinn undanfarnar vik- ur og svo virðist sem kórónuveiran hafi lítil áhrif á golfþyrsta kylfinga. „Vorið byrjar vel og það hefur verið þokkalega hlýtt og sólríkt. Þrátt fyrir takmarkanir virðist það ekki hafa áhrif á kylfinga,“ segir Hilmar og bætir við að allt sé gert til að tryggja að fjarlægðarmörk séu virt. Að auki séu gerðar ráðstafanir nærri holum. „Við tryggjum að farið sé eftir reglum. Nálægt snertiflötum eins og t.d. hjá flaggstöngum eða við holurnar eru gerðar sérstakar ráðstafanir. Svo verða kylfingar auðvitað að passa upp á að halda tveggja metra fjarlægð,“ segir Hilmar. Til viðbótar við framan- greindan viðbúnað eru fjölda- takmarkanir í skála klúbbsins og því getur einungis takmarkaður fjöldi fólks komið þar saman. Strandvellir þola meira álag Á Reykjanesi eru nokkrir golf- vellir sem falla í flokk svokallaðra strandvalla. Kemur það til af stað- setningu þeirra en þá má finna nærri sjó. Að sögn Hilmars gerir það við- komandi klúbbum kleift að opna fyrr en á stöðum sem ekki eru nálægt sjávarsíðu. „Það eru nokkrir vellir hérna úti á Reykjanesi sem eru strandvellir. Þetta eru tún við sjó og virðast af þeim sökum þola meira álag og ágang en þessar uppbyggðu braut- ir hjá stærri klúbbum. Klúbbar við sjávarsíðuna eru því með örlítið sterk- ari völl,“ segir Hilmar, sem útilokar ekki að aukna ásókn nú í vor megi rekja til meira atvinnuleysis á Suður- nesjum. „Þetta getur aukist svona fyrst en veiran er enn ekki farin að bíta. Við gætum fundið meira fyrir þessu í sumar og haust þegar fólk þarf að skera niður. En auðvitað er það líka þannig að kylfingar eru ekki að fara til útlanda og þá sækja þeir í golfið hérna heima. Þannig að þrátt fyrir ákveðnar takmarkanir erum við bara bjartsýn,“ segir Hilmar. Mikil aukning frá því í fyrra Svipað hefur verið upp á ten- ingnum á Þorláksvelli í Þorlákshöfn. Formaður klúbbsins, Guðmundur Baldursson, segir að aukningin milli ára sé umtalsverð. „Það er fullt alla daga hjá okkur þannig að ásóknin hefur verið mjög mikil. Fólk er auð- vitað ekki að fara í utanlandsferðir auk þess sem margir eru atvinnulaus- ir eða í hlutastarfi,“ segir Guðmundur og bætir við að klúbburinn hafi þurft að laga sig að breyttum aðstæðum. „Við gátum ekki haft skálann op- inn fyrstu vikurnar og fólk fór bara beint að spila. Við förum því eftir öll- um reglum en reynum þó að gera fólki auðvelt fyrir,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar er vorið iðu- lega sá tími er flestir sækja strand- velli á borð við Þorláksvöll. Spurður hvort margir nýir kylfingar hafi látið sjá sig í ár kveður Guðmundur já við. Þó sé það sambærilegt við síðustu ár. „Það kemur alltaf eitthvert nýtt fólk en auðvitað eru þetta yfirleitt sömu kylfingarnir,“ segir Guðmundur. Strandvellir vel sóttir undanfarnar vikur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Golf Ekki er ólíklegt að íslenskir golfvellir muni njóta vinsælda í sumar, þar sem golfþyrstir kylfingar komast ekki til útlanda að spila. Gott veðurfar er undirstaða þess að kylfingar mæti snemma að vori á strand- golfvelli. Þetta segir Guð- mundur Baldursson, formaður Golfklúbbs Þorlákshafnar. „Vellirnir eru kannski tilbúnir snemma á vorin en tíðarfarið þarf að vera þokkalegt til að góð mæting sé,“ segir Guð- mundur. Spurður hvort ágætt tíðar- far síðustu mánuði hafi ýtt undir ásókn kylfinga í strand- golfvelli á borð við Þorláksvöll kveður Guðmundur já við. Veðrið hafi ekki verið frábært en þó þannig að kylfingar freistist til að spila. „Tíðar- farið hefur verið alveg þokka- legt fram til þessa. Það gæti kannski alveg verið betra en þetta hefur verið nokkuð gott,“ segir Guðmundur. Ágætt veður hjálpar til TÍÐARFAR SKIPTIR MÁLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.