Morgunblaðið - 13.05.2020, Side 20

Morgunblaðið - 13.05.2020, Side 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is !NÚFÁST BILAVARAHLUTIRFRÁ BOSCH HJÁ KEMI Á TUNGUHÁLSI 10. BREMSUHLUTIR RAFGEYMAR, ALTENATORAR OGMARGT FLEIRA. , 50 ára Snorri er Reyk- víkingur og ólst upp í Háaleitishverfi. Hann er master í félagsfræði frá HÍ. Snorri er sérfræð- ingur hjá Héraðs- saksóknara á skrifstofu fjármálagreininga lög- reglu og er einnig aðjunkt við Félags- og mannvísindadeild HÍ. Maki: Elva Benediktsdóttir, f. 1979, lög- fræðingur hjá Útlendingastofnun. Börn: Ármann Örn Snorrason, f. 2000. Stjúpdóttir er Eva Dís Erlendsdóttir, f. 2000. Foreldrar: Árni Kristinsson, f. 1935, fv. yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við HÍ, bús. í Reykjavík, og Erla Cortes, f. 1939, d. 2006, ritari hjá Vegagerð ríkisins. Snorri Örn Árnason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það hefur ekkert upp á sig að halda í annað fólk ef það er staðráðið í að fara sína leið. Söðlaðu um og sjáðu hvað allt verður auðveldara þegar þú ert jákvæð/ur gagnvart hlutunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu vikum. Dragðu mörk á milli vinnu og einkalífs. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gættu þess að setja annað fólk ekki á of háan stall. Notaðu frítímann til að styrkja fjölskylduböndin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú stendur mikið fyrir dyrum á heimilinu. Þiggðu alla hjálp sem býðst. Þú ættir að fara rólega, ekki ofgera þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert hugrekkið uppmálað og framkvæmir hluti sem aðrir hafa hlegið að og talið óhugsandi. Reyndu hvað þú getur að segja sannleikann. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú gerir góðan samning. Suma daga viltu helst vera ein/n. Þú vinnur best að þínum málum í rólegheitum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að vera viðbúin/n því að þurfa að taka þátt í umræðum til þess að koma skoðunum þínum á framfæri. Ef þú ætlar þér eitthvað tekst það, sama hvað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Notið tækifærið til að rétta vinum hjálparhönd. Leggðu þig fram um að sjá málin í víðara samhengi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú mátt alltaf eiga von á ein- hverju óvæntu þegar þú leitar á ný mið. Er ekki kominn tími til þess að slaka á? Þú þarft að lyfta þér upp endrum og sinnum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Dagurinn í dag verður hálf- mislukkaður, þess vegna skaltu horfa á hann með þeim formerkjum. Sjáðu til þess að allir sinni sínu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft hugsanlega að út- skýra eitthvað sem þú deilir með öðrum. Maki þinn hugsar vel um þig í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur fullt af orku í vinnunni og kemur miklu í verk. Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þó aðrir vinni hægar en þú, það eru ekki allir eins. og var um tíma búsett í Danmörku en hún hefur dálæti á öllu sem danskt er. Hún hefur verið búsett víða um land, kynnst mörgum og eignast stóran vinahóp, alltaf búið sér fallegt heimili en aldrei látið fjötra sig við eitt eða neitt. Jóhanna átti sæti sem varaþingmaður Kvennalistans á Alþingi árið 1989 og hefur alltaf verið kvenréttindakona sem hefur stutt og hvatt dætur sínar og frændfólk óspart til að mennta sig og standa á eigin fótum. Hún t.d. kennaraborðið ávallt í miðju skólastofunnar og hikaði ekki við að taka í hnakkadrambið á óþægum nemendum sem hún lét sér samt af- ar annt um. Hún var skólastjóri Heimilisiðnaðarskólans í Reykjavík frá 1995-1998, forstöðumaður heim- ilissviðs á Sólheimum í Grímsnesi frá 1998-2004 og skólastjóri Finn- bogastaðaskóla í Trékyllisvík frá 2004-2007. Eftir starfslok gerði Jóhanna m.a. upp gamalt timburhús á Siglufirði J óhanna Þuríður Þorsteins- dóttir fæddist í Ásgarði á Þórshöfn 13. maí 1945 á af- mælisdegi móður sinnar. Þá átti einnig afmæli Ás- geir Ásgeirsson, þáverandi forseti landsins, og man Jóhanna eftir því í bernskunni að alltaf var flaggað á af- mælinu hennar og taldi hún það vera sér til heiðurs. Hún er af Læknis- staðaætt sem er dugnaðarfólk, sagnamenn og húmoristar og þrjósk- an þeim í blóð borin. Jóhanna hefur alltaf farið eigin leiðir í lífinu, verið hugrökk að prófa nýja hluti og fátt sem getur stöðvað hana. Jóhanna eða Lilla eins og hún er oft kölluð ólst upp í Ásgarði ásamt systkinum sínum. Faðir þeirra lést aðeins 53 ára, um það leyti sem Lilla fermdist. Ásgarðssystkinin urðu að spjara sig á eigin spýtur, samhentur hópur, og var einstaklega náið og kærleiksríkt samband milli systr- anna þriggja. Lilla fór í Húsmæðra- skóla á Laugalandi í Eyjafirði árið 1962 og eignaðist þar vinkonur sem enn halda hópinn. Þar lærði hún að strauja, steikja pönnukökur, gera sína frægu hrísgrjónarönd með kara- mellusósu og reykja. Hún er þó ekki mikið fyrir að dunda sér í eldhúsinu heldur meira fyrir að búa í haginn til að hægt sé að gera eitthvað skemmti- legra. Ung giftist hún Óttari Einarssyni, kennara og skólastjóra, og eignuðust þau þrjár dætur á fimm árum. Fjöl- skyldan bjó fyrst á Húsabakka í Svarfaðardal þar sem Óttar var skólastjóri, en síðan lengst af á Akur- eyri. Jóhanna hóf þar sjúkraliðanám og lauk því 1972 og vann síðan vakta- vinnu á Fjórðungssjúkrahúsinu. Hún fór í öldungadeild Menntaskólans á Akureyri og lauk þaðan stúdents- prófi með fullri vinnu vorið 1985 og vann eftir það skrifstofustörf hjá KEA, lærði svæðanudd og rak um tíma blómaþjónustu og bókabúð með manni sínum. Árið 1994 tók Jóhanna kennara- próf frá Kennaraháskóla Íslands og kenndi meðal annars í Lundi í Öxar- firði, Svalbarðsskóla í Þistilfirði, á Eiðum og Reykhólum. Hún var skap- andi og nýjungjagjarn kennari, hafði hefur aldrei vílað fyrir sér að keyra um landið þvert og endilangt til að reka sín erindi og lætur hvorki illa hannaða brúarstólpa né vegrið stoppa sig. Jóhanna er nú búsett í Hveragerði með kisu og kærasta og verður að heiman á 75 ára afmælinu sem hún fagnar með dætrum sínum. Fjölskylda Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu var Óttar Einarsson, f. 3.10. 1940, d. Jóhanna Þuríður Þorsteinsdóttir kennari – 75 ára Stórfjölskyldan Jóhanna ásamt öllum tólf afkomendum sínum og Óttars og hundinum Kríu árið 2014. Alltaf farið eigin leiðir í lífinu Mæðgurnar Þuríður, Steinunn Inga, Jóhanna og Guðrún Arnbjörg. Kvenréttindakona Jóhanna. 30 ára Sigríður er fædd á Ísafirði og ólst þar upp en býr í Hnífs- dal. Hún er sjúkraliða- nemi í Mennta- skólanum á Ísafirði. Sigríður er í Kven- félaginu Hvöt í Hnífs- dal. Maki: Kjartan Davíðsson, f. 1984, sund- laugarvörður á Suðureyri. Börn: Sigrún Klara, f. 2016, og Daníel Máni, f. 2019. Foreldrar: Álfhildur Guðbjartsdóttir, f. 1972, d. 2008, húsmóðir á Ísafirði, og Sigurður Böðvar Hansen, f. 1969, blikk- smíðameistari og rekur eigið fyrirtæki, Landsblikk. Hann er búsettur í Mos- fellsbæ. Sigríður Elsa Álfhildardóttir Til hamingju með daginn Hnífsdalur Daníel Máni Kjartansson fæddist 1. júlí 2019 kl. 22.59 á Ísafirði. Hann vó 16 merkur og var 54 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Sigríður Elsa Álfhildardóttir og Kjartan Davíðsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.