Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 ✝ Gunnar JakobHaraldsson fæddist í Reykja- vík 13. maí 1953. Hann lést á heimili sínu 3. maí 2020. Foreldrar Gunn- ars eru Haraldur Ágústsson, f. 24.6. 1930, d. 7.8. 1994, og Guðbjörg Gunn- arsdóttir, f. 27.3. 1930. Systkini Gunnars eru Guð- rún Júlía, f. 13.10. 1949, Rafn, f. 25.7. 1957, og Haraldur, f. 1.1. 1960. Gunnar giftist Soffíu Stef- aníu Egilsdóttur í október 1975 og skildi leiðir þeirra 2010. Börn þeirra eru Hrafnkell, f. ömmu á Hvalsá, enda líkaði honum sveitin vel. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunar- skólanum 1974 og lá þá leiðin beint í viðskiptafræði við Há- skóla Íslands. Árið 1978 fluttu Gunnar og Soffía með Hrafnkel 1 árs til Stykkishólms. Þar tók Gunnar við starfi hjá Trésmiðjunni Ösp. Fluttu þau aftur til Reykjavíkur 1986, einu barni ríkari, Haraldi Óla, með annað á leiðinni, Hildi Björgu. Þegar til Reykjavíkur var komið rak Gunnar meðal annars Mömmusultur og Hreyfigreiningu. Gunnar kom víða við sem ráðgjafi fyrir minni fyrirtæki. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 13. maí 2020, klukkan 13 að við- stöddum nánustu ættingjum. Streymt verður frá útförinni í lokuðum hópi á facebook. Slóð á streymið: https://n9.cl/i8vk. Slóðina má einnig nálgast á www.mbl.is/andlat. 22.9. 1977, d. 21.6. 2001. Börn Hrafn- kels eru Hafdís Björg, f. 24.10. 1996, og Kristín Gyða, f. 24.10. 1996. Haraldur Óli, f. 8.2. 1980. Börn Haralds eru Dilja, f. 14.10. 1993, Kor- mákur Goði, f. 8.10. 2013, og Hrafnhildur Sonja, f. 10.10. 2016. Hildur Björg, f. 10.7. 1986. Börn Hildar eru Kolbrún Lilja, f. 5.5. 2010, og Óliver Hrafn, f. 22.1. 2013. Öllum sumrum sem barn eyddi Gunnar hjá afa sínum og „Góðan daginn og vertu vel- kominn á fætur í dag. Hvað er að frétta?“ „Já sömuleiðis og allt gott held ég bara.“ Svona byrjaði megnið af símtölunum þegar Gunnar bróðir hringdi í mig. Við vorum kannski ekki í daglegu sambandi en aldrei leið langur tími á milli símtala. Þegar öðrum hvorum þótti of margir dagar liðnir var hringt. Gunnar var ljúfur maður og hallmæti aldrei neinum. Að þessu leyti fannst mér hann vera eins og amma Guðrún á Hvalsá, sem aldrei sá neitt annað en gott í öll- um. Fyrir fermingu var hann mörg sumur á Hvalsá í Steingrímsfirði hjá ömmu og afa og oft fékk hann að taka vorprófin fyrr en aðrir til að geta verið með í sauðburðin- um. Það fór aldrei á milli mála að Gunnar hafði verið mjög dugleg- ur í sveitinni og hvers manns hugljúfi, en það orðspor fylgdi honum reyndar út allt lífið. Í gegnum tíðina og allt frá því um tvítugt rak hann nokkur eigin fyrirtæki og einnig sem starfs- maður annarra. Hann var við- skiptafræðingur af endurskoðun- arsviði og vann meira og minna sem slíkur þegar hann var ekki að reka eigin fyrirtæki. Hann þreyttist aldrei á því að hjálpa öðrum með bókhald eða hvað annað í sambandi við fyr- irtækja- og/eða heimilisrekstur. Ég held að dæmi séu um það að hann hafi ekki rukkað fyrir sína vinnu og jafnvel lagt sjálfur út pening til að koma fólki eða fé- lögum í skjól og aldrei innheimt það. Ég mun aldrei gleyma þeirri kennslu og aðstoð sem hann veitti mér með færslur og innsýn í bókhald þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í krefjandi vinnu í landi eftir að hafa verið á sjó mín yngri ár. Hann átti til að koma til mín í vinnuna um helgar til að fara yfir hlutina með mér um vikuna sem liðin var og spá í vikuna sem fram undan var. Það fór aldrei á milli mála að þarna fór mikill sælkeri. Hann hafði mikinn áhuga á mat og mat- seld. Hann var einn af þessum mönnum sem gaman er að gefa að borða og hann var líka einn af þeim mönnum sem hafa gaman af því að gefa öðrum að borða. Þegar lagt var á borð fyrir hann eitthvert góðmeti færðist yfir hann ólýsanlegur svipur, bros og unaðstilfinning. Reyndar átti hann til að setja upp púka- legt glott um leið og segja: „Það er nú alveg óþarfi að hafa svona mikið fyrir mér!“ Og alltaf vildi hann smakka á öllu og gefa kom- ment. Fjölskyldan var lífið, hann elskaði og dáði börnin sín og barnabörn. Árið 2001 varð hörm- ungaratburður í fjölskyldunni þeirra Gunnars og Soffíu þegar elsta barn þeirra lést úr heila- himnubólgu. Hrafnkell var 24 ára gamall og átti tvíbura, tvær tæplega fimm ára dömur. Þetta áfall hafði að sjálfsögðu gríðarleg áhrif á líf fjölskyldunnar og er ómögulegt að setja sig í þeirra spor. Það á enginn að þurfa að jarða börnin sín. Minningin um Gunnar, þennan blíða, góða og fallega mann, mun ylja okkur öllum sem eftir standa. Það munu allir sem þekktu hann muna brosið hans og ljúf- mennsku. Ég vona að börnin og barnabörnin sæki styrk í minn- inguna um frábæran pabba og afa. Góða nótt kæri bróðir. Rafn Haraldsson. Við Gunnar kynntumst þegar við vorum 17 ára gömul. Við vor- um bekkjarfélagar í Verzlunar- skólanum og með okkur mynd- aðist vinátta sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf okkar til fram- tíðar. Ári eftir stúdentsprófið giftum við okkur. Leiðir okkar skildi árið 2010 eftir 35 ára hjóna- band. Gunnar hefur því lengi ver- ið hluti af lífi mínu og það er erfitt að kveðja eftir svo langa samleið. Með Gunnari átti ég margar af mínum bestu stundum eins og þegar við eignuðumst börnin okkar og ólum þau saman upp en við gengum líka í gegnum versta dalinn saman þegar við misstum hann Hrafnkel okkar. Allt eru þetta minningar sem ég geymi í hjarta mínu. Það vakna margar góðar minningar við kveðjustundina. Gunnar var gleðimaður og hafði mikla ánægju af að bjóða fólki heim í mat og var þá ekkert til sparað, hvorki í mat né drykk. Hann lifði fyrir börnin okkar og síðan barnabörnin og nutu þau gjafmildi hans sem var tak- markalaus. Honum fannst ekkert betra en að vera með barnabörnin í kring- um sig. Elstu barnabörnin, sem voru mikið hjá afa og ömmu, muna eftir ævintýraferðum sem hann var óþreytandi að skipu- leggja. Flest okkar samtöl síðustu ár- in hafa snúist um þessa frábæru afkomendur okkar sem við vor- um svo heppin að eiga og fá að njóta þess að vera samvistum við. Börnin okkar og barnabörn hafa misst mikið við fráfall Gunn- ars. Gunnar las mikið um spírit- isma, framhaldslíf og aðra heima. Ég sé hann fyrir mér í nýjum heimi standa í miðri laxveiðiá með pabba sínum og Hrafnkeli. Ég þakka fyrir samveruna. Soffía Stefanía Egilsdóttir. Ein jólin gáfum við systurnar afa okkar myndaalbúm með spengilegum ljóðum og myndum af nýliðnu ári sem við höfum svo fyllt upp í öll jól síðan. Hann sagðist hlakka alltaf jafn mikið til þess að fá albúmið hver jól svo okkur langaði til að gera eitt lítið ljóð að lokum. Elsku afi Gunnar, ég minnist bernskunnar. Þá ferðast var vítt og dreift um landið okkar, óbreytt. Í leit að bestu súpunni, þó afi yrði á kúpunni og færa á því sönnur, að það yrði engin önnur. Þó sú var aldrei fundin þá létt var okkur lundin, og ströndum förum meðfram, því leitin heldur áfram. Svo snöggur varstu’að hverfa, við náðum þig ekki’að kveðja. Viltu veifa handan móðunnar? Vertu sæll, afi Gunnar. Hafdís Björg Hrafnkels Hlynsdóttir, Kristín Gyða Hrafnkels Hlynsdóttir. Elsku hjartans frændi, á þeim degi sem þú áttir að vera að gleðjast yfir því að vera búinn að ná því að vera orðinn löggiltur eldri borgari sitjum við ættingjar með tárvot augu og kveðjum þig. Þú hefur verið kallaður yfir í Sumarlandið til að halda uppi fjörinu meðal ættingja og vina þar í efra. Það munu margir minnast þín fyrir þinn einstaka húmor, glettni og hjartahlýju. Stór og mikill maður með hjarta úr gulli, hlýjan faðm og alltaf stutt í brosið, sama hvað á bját- aði. Alltaf mætti manni fallegt bros sem náði til augnanna og blik í auga með glettni og smá stríðnissvip þegar við hittumst og þú sagðir „hæææææ frænka, gaman að sjá þig“ og tókst þétt- ingsfast utan um mann, þá hlýn- aði manni alltaf um hjartaræt- urnar. Þú minntir mig að mörgu leyti á afa Harald, því þú varst ekki bara líkur honum í útliti heldur varstu einnig með sama hjarta- lag og hann, bangsapabbi með mjúkan faðm, sem passaði vel upp á sína og vildi öllum vel og allt fyrir alla gera. Þegar ég kom heim sumarið 1994 eftir vetrar- dvöl erlendis var kreppa í at- vinnumálum hér heima og ég var án atvinnu, þá bauðst þú mér að koma og vinna hjá þér í Búbót. Skemmtileg vinna með skemmti- legu fólki sem ég mun búa að alla mína ævi, enda ílengdist ég í vinnu hjá þér í rúmt ár þótt þetta hafi bara átt að vera sumarvinna. Ég verð þér alltaf þakklát fyrir að hafa komið mér til bjargar á þeim tíma, kennt mér að vinna og ganga rösklega til verka. Þú varst ekkert að liggja á skoðun- um þínum heldur komst þeim á framfæri þegar við átti. Ákveð- inn og stundum þrjóskur eins og sönnum mönnum í Nautsmerk- inu sæmir. Þú kenndir mér ekki bara að vinna heldur leiddi vinn- an hjá þér til þess að ég kynntist eiginmanni mínum, sem var á þeim tíma einnig að vinna þar, og afkomendur mínir því sprottnir upp úr vinnu í sultugerðinni þinni. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekk- ert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævi- daga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi (23. Davíðssálmur) Ég er viss um að afi Haraldur og Keli þinn hafa tekið á móti þér opnum örmum og að þið stefnið ábyggilega allir saman í góða veiðiferð þarna í Sumarlandinu. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna með brotthvarfi þínu og mikill er missir ömmu sem nú þarf að horfa á eftir syni sínum langt fyrir aldur fram og börn þín og barnabörn eiga um sárt að binda við fráfall elsku pabba síns og afa. Elsku amma, Haraldur Óli, Hildur Björg og fjölskyldur, ég bið góðan Guð að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Og þér, elsku frændi, þakka ég sam- fylgdina í gegnum lífið og fyrir að gefa lífinu lit. Hvíldu í friði. Þín frænka, Guðbjörg María og fjölskylda. Gunnar Jakob Haraldsson Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, BJARNI BALDURSSON, lést á líknardeild Landspítala fimmtu- daginn 7. maí. Í ljósi aðstæðna verður eingöngu nánasta fjölskylda viðstödd útförina sem fer fram mánudaginn 18. maí. Hafsteinn Hafliðason Iðunn Óskarsdóttir Björg Baldursdóttir Ragnheiður Baldursdóttir Salvar Baldursson Hugrún Magnúsdóttir Ingunn Ósk Sturludóttir og fjölskyldur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN EMILSSON, fyrrv. loftskeytamaður og flugumferðarstjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, Grafarvogi, 5. maí. Útför hans fer fram í kyrrþey frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. maí klukkan 13. Aðstandendur þakka starfsfólki á Eir fyrir alúð og umhyggju. Edda Lyberth Kaj Lyberth Sigríður Björnsdóttir Emil Björnsson Kristín A. Yeoman Valentína Björnsdóttir Karl Eiríksson Einar Björnsson Carl Erik Mikaelsen og fjölskyldur Ástkær faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, REYNIR LÚTHERSSON pípulagningameistari, lést á heimili sínu fimmtudaginn 30. apríl. Í ljósi aðstæðna fer útförin fram í kyrrþey miðvikudaginn 20. maí og verður streymt af Facebook-hópnum: Reynir Lúthersson - útför. Ingibjörg Reynisdóttir Linda Hrönn Reynisdóttir Heiðrún Ýr Reynisdóttir Sindri Sæmundsson og barnabörn Aghh, af hverju ertu að gera þetta svona drengur, úff, arg, maður gerir hlutina ekki svona. Þarna er ég að ergja hann afa minn með púkasvip meðan hann hristir höfuðið og dæsir. Ég var fyrsta barnabarnið í fjölskyldunni og ólst að miklu leyti upp hjá ömmu minni og afa. Var ég einnig skírður í höfuðið á hon- um, sem ég hef ávallt verið mjög stoltur af. Þegar ég var unglingur tók ég að mér að slá blettinn í kringum blokkina þar sem við bjuggum. Þá voru sláttuorf, sláttuvél með drifi, Flimo og hríf- ur fengin að láni hjá afa. Maður gat alltaf fengið hluti lánaða hjá afa með því eina skilyrði að skila því hreinu og heilu á sinn stað aft- ur. Allt átti sinn rétta stað í bíl- skúrnum hjá honum og lagði hann mikið upp úr því að hafa snyrtilegt í kringum sig. Afi var af þeirri kynslóð sem fann til stolts í erfiðisvinnu, sem varð til þess að stundum gerði hann hlutina erfiða bara til að gera þá erfiða. Man ég eitt skipti að hann sló túnið í kringum sum- arbústaðinn með orfi og ljá þó að hann ætti sláttutraktor. En hann naut þess alltaf að vera uppi í sum- arbústaðnum ásamt fjölskyldunni. Hann hafði einnig mjög mikla ánægju af því að vesenast eins og við köllum það. Hafa nógu mikið fyrir hlutunum því þá voru þeir Sigurjón Guðjónsson ✝ Sigurjón Guð-jónsson fæddist 6. júlí 1930. Hann lést 17. apríl 2020. Útför Sigurjóns fór fram 6. maí 2020. þess virði og ekki var verra ef langur bíltúr væri tekinn í leiðinni. Hann var mikill íþróttamaður alla tíð og skipti þá ekki máli hvort það var að ganga á höndum eða fara í bóndaglímu. Man ég eftir því að hafa fundið glímu- belti úr leðri og spurt afa hvað þetta væri og var hann þá fljótur að kenna mér hælkrók með því að vippa mér upp eins og ekkert væri. Eitt sinn var hann að mála þak- ið á sumarbústaðnum, sem var A- bústaður með mjög bröttu þaki, þegar það heyrðist allt í einu mikill hávaði á þakinu og kom afi þá stuttu síðar inn eins og ekkert hefði í skorist allur í laufi eftir að hafa runnið niður þakið og endað í eina runnanum sem var við húsið. Hann fékk sér bara einn kaffibolla og hélt síðan áfram að mála þakið eins og ekkert hefði gerst. Þegar ég var síðan sem gutti að sniglast í kringum stífluna í Íra- fossi þar sem afi minn vann í mörg ár að veiða og þegar vaktmennirn- ir komu til að reka mig í burtu var nóg að nefna hverra manna ég væri og þá fékk maður varnaðar- orð um að fara varlega og var bent á bestu veiðistaðina. Það fór ekki mikið fyrir afa, hann var lítillátur en stoltur maður með hjarta úr gulli og vildi öllum vel. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þér, afi minn, og þegar hugurinn leitar aftur í minning- arnar eru þær allar fullar af gleði og umhyggju sem þú sýndir og þá oftar frekar í verki en með orðum. Þín verður sárt saknað. Sigurjón Magnússon. Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.