Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI KOMIN AFTUR Í BÍÓ TIL AÐ KOMA OKKUR Í HLÁTURGÍRINN ! Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta flæði hófst rétt fyrir áramótin 2018-19, þá safnaðist strax í ein tvö ljóðahandrit hjá mér á þremur eða fjórum mánuðum. Ljóðabókin Upp- risa kom svo út í maí í fyrra og þá var ég þegar kominn með lungann í þessa nýju bók, Mar. Það var sem flóðgáttir hefðu opnast,“ segir Stef- án Þór Sæmunds- son, íslensku- kennari við Menntaskólann á Akureyri. Ljóðin hafa því flætt úr huga hans; í þess- ari nýju bók eru um 80 ljóð í fjór- um köflum eða „litum“ og segir hann innihaldið fjölbreytilegan kveðskap, bæði að efni og formi. Stefán hefur lengi fengist við skrif í ýmsu formi. Hann var áður blaðamaður og íþróttafréttaritari á Morgunblaðinu og blaðamaður á Degi. Hann kveðst hafa „þýtt yfir sextíu reyfara“ og fyrir þrjátíu ár- um sendi hann frá sér bókina Hrær- ing með súru slátri, með pistlum, smásögum og ljóðum. Stefán Þór hefur kennt í MA frá 1994. Hann segir þessar tvær ljóðabæk- ur sínar tengdar og vera efnis- miklar, „kannski á skjön við þá tísku að hafa ljóðabækur örstuttar og ein- tóna, þar sem eitt þema er tekið fyr- ir, en við þurfum ekki öll að bindast tískustraumum“. Og ljóðin í Mar segir hann fjalla mörg hver um „hyl- djúpan sársauka og botnlausa fíkn, mölbrotna sjálfsmynd og hreina sturlun. En þarna eru líka ljúfsárar bernskumyndir, ísmeygileg ádeilu- ljóð þar sem glansmyndir samtím- ans koma við sögu, innlit í heim unga fólksins, fannbarðar nátt- úrulýsingar og léttsýrð gaman- kvæði“. Dustað úr sálartetrinu „Konan mín veit sínu viti og segir að þetta hafi verið að gerjast í mér síðustu þrjú, fjögur árin,“ segir Stefán Þór um ljóðin sem tóku að vella fram með þessum krafti. „Og hún er viss um að ég hafi verið bú- inn að hugsa mörg ljóðin og forma og þetta hafi verið eins konar kaþarsis – hreinsun – á því lífi sem ég lifði og umhverfi mínu. Að þetta væri úrvinnsla á mörgu í sambandi við fíkn, meðvirkni og jafnvel of- beldi, þeim þunga pakka sem fylgir gjarnan eigin neyslu og ann- arra …“ Þegar spurt er hvort hann sé meðvitað að horfa til baka, á fortíð í fíkn, svarar hann: „Eiginlega var það ómeðvitað en samt rökrétt að horfa á þessa erfiðu fíkn sem marg- ir ná ekki að spyrna sér upp frá þegar þeir eru komnir á botninn. Ég hef lengi lifað og hrærst í þess- um heimi en verið svo lánsamur að ná einhverjum bata, þótt maður sé aldrei óhultur. Ég hef ekki viljað tengja ljóðin í bókunum beint við mig sjálfan en þeir sem þekkja mig koma auðvitað auga á ákveðnar tengingar. Ég held að konan mín hafi rétt fyrir sér; að ég hafi með skrifunum verið að dusta úr sálar- tetrinu. Það má líka sjá í Mar eins konar dæmisögur um fólk sem býr við fíkn eða meðvirkni.“ Margs konar sársauki Hvað ljóðaskrif varðar kveðst Stefán Þór áður hafa aðallega sinnt tækifæriskveðskap; það að vinna við að skrifa hafi líka tekið orku. „En ég held líka að minn tími hafi ekki verið kominn fyrr en ég hafði gengið gegnum ákveðna reynslu.“ Skáldæðin hafi nú opnast. „Og það er ekki eins og allt fari í bók! Nóg var til af afgöngum og birti ég dálít- ið á facebook í kófinu. En í Mar er líka húmor, bernskuminningar og skot á nútímasamfélag; ég held ég sé að losna frá sársaukanum.“ Þegar spurt er út í það segir Stefán Þór sársauka geta verið margs konar. „Vissulega mótar það einstaklinga að alast upp við alkó- hólisma og upplifa skilnað foreldra. Sjálfur ætlaði ég aldrei að drekka en kolféll fyrir þessari lausn sem unglingur – og mennta- og háskóla- árin voru nokkuð þokukennd. Ég held það hafi hægt á eðlilegum þroska. Ég festist í einhverri flækju sem ég gat hvorki höndlað sé skil- greint þótt ég héldi að ég hefði stjórn á öllu. Ég er gefinn fyrir að hafa alla hluti á hreinu, setja upp reglur og plön og ramma allt inn. Svo verður það högg á egóið að skilja allt í einu að maður hefur ekki haft stjórn á einföldum hlutum eða gangi lífsins fyrir og eftir neyslu og hvað þá meðan á henni stendur. Maður taldi sér bara trú um að það gengi betur næst,“ segir hann og skellir upp úr. Höfundurinn er ólíkindatól Er íslenskukennarinn Stefán Þór búinn að staðsetja skáldskap sinn sjálfur í ljóðheimunum? „Ég viðurkenni að ég er farinn að setja mig aðeins í stellingar ís- lenskukennarans og skoða ljóð mín eftir á og greina! Og ég sé til dæmis í þeim nýrómantísk einkenni, eins og hjá Jóhanni Sigurjónssyni og Davíð Stefánssyni. Hér eru hættu- legar konur, ólgandi tilfinningar, lífsháski og sorg. Ég hélt ég væri meira á raun- sæisnótum en vissulega er inn á milli hráslagalegt raunsæi …“ Þegar spurt er hvort hann viti til þess að nemendur hans hafi verið að glugga í ljóð kennarans segir Stefán að eftir að bókin Upprisa kom út í fyrra hafi nemendur unnið að þematengdum verkefnum og einhverjir hafi valið þemu á borð við þunglyndi og fíkn og verið að leita að textum. Þau rákust á bók- ina og spurðu Stefán hvort þau mættu vinna úr henni. „Það gaf til- efni til umræðu,“ segir hann. „En ég hef alls ekki haldið þessu að nemendum þótt ég hafi líka náð að setja mig í fjarlægð frá skrifunum. En þótt sumir sjái höfundinn í öll- um verkum hans þá er mjög mikil- vægt að geta metið verkin sjálf. Vitaskuld seytla lífshlaup höfundar og tíðarandi gjarnan dálítið inn í verkin … Lesandinn verður þó alltaf að hafa frjálsar hendur við túlkun og má ekki klína öllu á blessaðan höf- undinn. Því höfundurinn er ólík- indatól og hefur ýmsa milliliði; ljóð- mælandinn getur verið ungur strákur eða gömul kona. Galdurinn er að reyna að teygja hugmyndir og reyna á þanþolið í efni sem formi. Ég hef einmitt gam- an af því að leika mér með formið.“ Það fer ekki á milli mála, enda flakkar Stefán frá frjálsu formi í bundið, til dæmis í sonnettu. Hann bendir á óvænta rímfléttu í einu ljóðinu, „Stilleben“, og segir að í „mörg læðist rappkennt innrím“. „Í grunninn er ég hefðbundinn í formi, hitt hefur þróast með mér. Sem ungur maður lék ég mér með hefðbundin form en það háði mér líka framan af að ég gat ekki alltaf komið hugsunum og tilfinningum eðlilega frá mér því ég var alltaf að glíma við rímið. Nú eru formin nán- ast ómeðvituð meðan ég skrifa, þar til ég sé að einhver strúktúr hefur myndast og ég fer að binda hann niður. Eins og ég hef gert allt mitt líf; reynt að koma hlutum í eitthvert form sem ég hef stjórn á.“ Skáldið „Hér eru hættulegar konur, ólgandi tilfinningar, lífsháski og sorg. Ég hélt ég væri meira á raunsæisnótum,“ segir Stefán Þór um ljóðin. „Var sem flóðgáttir hefðu opnast“  Stefán Þór Sæmundsson hefur sent frá sér tvær ljóðabækur á einu ári  Segir mörg ljóða í nýju bókinni fjalla um „hyldjúpan sársauka og botnlausa fíkn, mölbrotna sjálfsmynd og hreina sturlun“ Ljósmynd/Rannveig B. Hrafnkelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.