Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 Leikarinn og leikstjórinn Vignir Rafn Valþórsson mælir með lista- verkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilisins meðan kófið vegna kórónuveirunnar stendur yfir. „Ég hef síðustu mánuði legið yfir „Royal Court Playwright’s Pod- cast“. Þar tekur Simon Stephens viðtöl við önnur leik- skáld og fer yfir málin í léttu spjalli. Svo fer maður og gúglar viðmælendurna og uppgötvar allskonar sem maður hafði ekki hugmynd um. Það er svo mikið af góðum leik- ritum þarna úti sem maður hefur ekki hugmynd um. Og svo er Simon líka bara svo skemmtilegur kall. Mér finnst pínu eins og hann sé vinur minn. Svo hlusta ég líka að sjálfsögðu á skemmtilegasta hlaðvarp sem gert er á Íslandi, Nei hættu nú alveg, sem er viðtals- og grínþáttur dul- búinn sem spurningakeppni. Kem- ur vikulega á allar hlaðvarpsveitur (og á skjám landsmanna fyrr en varir, en nú er ég búinn að segja of mikið!) Bókin Eyland eftir Sigríði Haga- lín á hug minn allan þessa dagana. Fáránlega vel skrifuð og skemmti- leg á sama tíma og hún sprengir á manni hausinn og fyllir mann af alls konar tilfinningum. Það var magn- að að lesa hana fyrir nokkrum ár- um þegar hún kom út og efnið var bara fjarlæg martröð en í dag er það allt í einu orðið hugsanlegur raunveruleiki morgundagsins. Leiksýningin verður geggjuð! Ég er þessa dagana að undirbúa aðra myndlistarsýningu hliðar- sjálfsins VIRAVA (finnið mig á Insta!) og er því mikið að sanka að mér efni og hugmyndum í það. Internetið kemur þar sterkt inn. Ég nota sömu aðferð og þegar mig vantar að uppgötva eitthvað fyrir leikhúsið (það er nefnilega hægt að framleiða hugmyndir!) Ég vafra um netið þar til ég sé eitthvað sem vekur einhverja til- finningu, því næst kemst ég að því hver stendur á bak við efnið, gref upp allt sem viðkomandi hefur gert og læt það leiða mig yfir í helsta samstarfsfólk og hvað það hefur verið að bardúsa. Kanínuhola internetsins er mjög djúp og mun alltaf leiða þig að ein- hverju mögnuðu. Ef þú ert að leita. Maður verður að leita. Annars finnst ekki neitt.“ Mælt með í kófinu Morgunblaðið/Hari Sprengja Skáldsagan Eyland eftir Sigríði Hagalín á hug Vignis Rafns þessa dagana, enda vel skrifuð. „Kanínuhola internetsins er mjög djúp“ Listamannaspjall Simon Stephens (til vinstri) og David Ireland. Vignir Rafn Valþórsson Putti Togaðu í puttann á mér er frægasta verk VIRAVA, sem er hliðarsjálf Vignis Rafns. Morgunblaðið/Ernir Tölvuskjár Vignir Rafn leitar sér iðulega innblásturs á netinu. Brúsi Ólason, MFA-nemi í leik- stjórn við hinn virta Columbia- háskóla í New York, klippti kvik- myndina Materna sem gerði það gott á hinni virtu Tribeca-kvik- myndahátíð þar í borg en verðlaun voru veitt af dómnefndum í lok apríl þó svo hátíðin sjálf hafi verið blásin af vegna COVID-19. Myndin hlaut tvenn verðlaun, fyrir bestu leikkonu í bandarískri kvikmynd, Assol Ab- dullina, og bestu kvikmyndatöku í bandarískri kvikmynd. Brúsi lýkur námi í þessum mán- uði og er lokamyndin hans komin vel á veg, að hans sögn, þó aðeins hafi hægt á eftirvinnslunni vegna Covid-19-farsóttarinnar. Klipping samhliða leikstjórn Brúsi hefur áður leikstýrt stutt- myndunum Sjáumst og Viktoríu sem voru báðar sýndar á virtum kvikmyndahátíðum, þeirra á meðal Aspen Shortsfest í Bandaríkjunum, Clermont-Ferrand International Short Film Festival í Frakklandi og Toronto International Film Festival í Kanada. „Ég ákvað að reyna að sökkva mér aðeins í að klippa fyrir sam- nemendur mína í skólanum sam- hliða leikstjórnarnáminu og hef til að mynda klippt tvær stuttmyndir eftir Erlend Sveinsson sem hafa notið velgengni, Kanarí og Thick skin,“ segir Brúsi. Sú klippivinna leiddi til þess að bent var á hann þegar leikstjóri Materna hafði sam- band við kennara í Columbia í leit að góðum klippara meðal nemenda. Sögur fjögurra kvenna „David Gutnik, leikstjórinn, hafði samband og fékk mig í fyrstu til þess að klippa einn hluta af fjórum sem mynda Materna. Myndin segir frá fjórum konum sem upplifa of- beldisfullt augnablik í neðanjarðar- lestinni í New York og við fáum að sjá bakgrunn þeirra. Hann var svo ánægður með framlag mitt til þeirr- ar sögu að ég varð annar af aðal- klippurum myndarinnar og tók mik- inn þátt í að móta frásögn mynd- arinnar í heild sinni,“ segir Brúsi en frekari upplýsingar um kvikmynd- ina má finna á vefnum IMDb, Inter- net Movie Database. helgisnaer@mbl.is Úr Materna Myndin segir frá fjórum konum sem upplifa ofbeldisfullt augnablik í neðanjarðarlest í New York. Klippti eina af verð- launamyndum Tribeca Verðlaunaður Brúsi Ólason með verðlaunin sem hann hlaut fyrir tveimur árum á Stockfish-kvik- myndahátíðinni í Bíó Paradís fyrir stuttmyndina Viktoríu.  Brúsi Ólason lýkur brátt meistaranámi í leikstjórn við Columbia og hefur þegar gert það gott sem klippari Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Opið mán.-fös. 10-18 | Við sérsmíðum gluggatjöld sem passa fullkomlega fyrir þig og þitt heimili Z-Brautir og gluggatjöld Allt fyrir gluggana á einum stað Íslensk framleiðsla Kvikmyndahátíðin í Cannes hefurnú endanlega verið slegin af vegna COVID-19-faraldursins en stjórn- endur hennar munu mögulega standa fyrir sýningum á kvikmynd- um hennar á öðrum hátíðum. Stjórnandi hátíðarinnar, Thierry Frémaux, segir í viðtali á vefnum Screen að hann sé afar niðurdreg- inn yfir stöðunni en hátíðin hefði hafist í gær ef ekki hefði verið fyrir faraldurinn. Segir hann alla sem að hátíðinni koma hafa skilning á því að ekki sé hægt að halda hana á þessu ári. Í Frakklandi er sam- komubann sem lýkur ekki fyrr en um miðjan júlí í fyrsta lagi. Þótti ekki úti- lokað að hægt yrði að halda há- tíðina seinna á árinu en nú virð- ist endanleg ákvörðun hafa verið tekin um að blása hátíðina af, ef marka má orð Frémaux. Hins vegar verða valdar myndir sýndar utan hátíðarinnar, að hans sögn. Kvikmyndahátíðin í Cannes blásin af Thierry Frémaux

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.