Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 22
ÍBV Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Heimsókn til Vestmannaeyja gerði útslagið að sögn Sigtryggs Daða Rúnarssonar, sem skrifaði undir þriggja ára samning við handknattleikslið ÍBV í gær. Sigtryggur, sem verður 24 ára gamall í júní, kemur til félagsins frá Lübeck-Schwartau í Þýskalandi, en leikmaðurinn, sem er uppalinn hjá Þór á Akureyri, hefur leikið allan meistara- flokksferil sinn í Þýskalandi. Hann hóf meistaraflokksferilinn með Aue en hélt svo til Balingen áður en hann gekk til liðs við Lübeck-Schwartau í þýsku B-deildinni árið 2018. „Það er mjög gott að vera búinn að klára þetta og skrifa undir,“ sagði Sigtryggur Daði í samtali við Morgunblaðið. „Núna getur maður farið að skipuleggja og einbeita sér að komandi verkefni, sem er jákvætt. Ég er að flytja heim frá Þýska- landi þannig að fyrsta mál á dagskrá núna er að flytja búslóðina og koma sér almennilega fyrir í Vestmannaeyjum. Þessi löngun að spila heima á Íslandi hefur alltaf verið til staðar hjá mér. Ég er vanur að horfa á úrvalsdeildina í sjónvarpinu, eins fárán- legt og það hljómar, og ég er þess vegna mjög spenntur að spila loksins í deildinni. Það eru ekki margir heima á Íslandi sem hafa verið áskrif- endur að þýsku B-deildinni undanfarin ár og ég er þess vegna spenntur að sýna mig og sanna á Íslandi.“ Vill berjast um titla Í febrúar tilkynnti Lübeck-Schwartau að samningur Sigtryggs við félagið yrði ekki endur- nýjaður í lok keppnistímabilsins. Eftir að þessar fréttir bárust settu þó nokkur lið sig í samband við leikmanninn, sem ítrekar að hann sé ekki kominn til Íslands til þess að slaka á. „Það voru nokkur lið sem sýndu mér áhuga eftir að það var tilkynnt að ég væri á förum frá Lübeck-Schwartau. Ég var ekkert ákveðinn í að koma heim til Íslands á þeim tímapunkti. Það voru lið erlendis sem og á Íslandi sem sýndu mér áhuga en eftir að kórónuveirufaraldurinn bloss- aði upp í Evrópu fækkaði möguleikum mínum. Að endingu tók ég svo bara ákvörðun um að koma heim og þá fóru liðin heima að setja sig í meira samband við mig, meðal annars ÍBV. Mér finnst verkefnið hjá ÍBV mjög spennandi og ég vildi koma heim til þess að berjast um titla. ÍBV hefur verið í toppbaráttu undanfarin ár og þá líst mér einnig mjög vel á liðið og þjálfara- teymið. Þeir eru með toppþjálfara í Erlingi og Kristni og ég hlakka til að vinna með þeim. Það skemmdi heldur ekki fyrir að ég fékk að kíkja á eyjuna á dögunum og eftir heimsókn mína þang- að var þetta nánast klappað og klárt.“ Ýtir undir bræðraríginn Faðir Sigtryggs er Rúnar Sigtryggsson, fyrr- verandi landsliðsmaður Íslands í handknattleik. Rúnar þjálfaði Sigtrygg bæði hjá Aue og Bal- ingen í Þýskalandi en flutti heim til Íslands árið 2018 og tók við Stjörnunni. Rúnar lét af störfum í Garðabænum eftir tímabilið en bróðir Sigtryggs, Andri Már Rúnarsson, fann sér einnig nýtt lið í vikunni og gekk til liðs við Fram frá Stjörnunni í vikunni. „Ég hef alltaf ráðfært mig við pabba varðandi þau skref sem ég hef tekið á ferlinum. Ég hef samt passað mig á því að þegar kemur að því að taka lokaákvörðun er það ég sem tek hana sjálfur á mínum eigin forsendum. Mér hef- ur alltaf fundist mikilvægt að fá álit frá pabba og um leið og það kom grænt ljós frá honum á skiptin til Eyja var þetta í raun ekki erfið ákvörðun. Ég og bróðir minn grínuðumst svo með það að það hefði verið gaman að spila saman en sú staða kom í raun aldrei upp. Það hefði vissulega verið skemmtilegt ef við hefðum endað á sama stað en í staðinn erum við að fara spila gegn hvor öðrum, sem verður bara ennþá skemmti- legra held ég og það mun klárlega ýta aðeins undir bræðraríginn.“ Háleit markmið Sigtryggur á að baki fjölda landsleikja fyrir yngri landslið Íslands og þá var hann í U18 ára landsliði Íslands sem vann til bronsverðlauna á HM í Rússlandi árið 2015. Hann hefur ekki enn spilað fyrir A-landslið karla og vonast til þess að tækifæri til að leika með landsliðinu muni fylgja komunni til Íslands. „Ég er enn ungur og með háleit markmið. Ein af ástæðum þess að ég ákvað að koma heim var sú að ég taldi mig geta haldið áfram að bæta mig sem handknattleiksmaður á Íslandi. Ég vil koma mér inn í þessa landsliðsumræðu og maður hefur aðeins verið týndur í Þýska- landi á undanförnum árum. Ég held þess vegna að það muni hjálpa mér, upp á landsliðið að gera, að spila hér á landi og vonandi tekst það,“ bætti Sigtryggur Daði við í samtali við Morgun- blaðið. Ákvörðunin auðveld eftir grænt ljós frá pabba  Sigtryggur Daði endanlega sannfærður eftir heimsókn til Vestmannaeyja Ljósmynd/Lübeck-Schwartau Heimkoma Sigtryggur Daði Rúnarsson hefur leikið allan meistaraflokksferil sinn í Þýskalandi. 22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 13. maí 1969 Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leggur Dani að velli, 51:49, í undankeppni Evrópumótsins í Stokkhólmi og vinnur þar með sinn fyrsta sigur í keppninni. Ís- lenska liðið hafði áður tapað fyrir Svíum og Tékkum en þetta var frumraun Íslands á EM. Einar Bollason skorar 23 stig fyrir Ísland í leiknum og tekur 14 fráköst. 13. maí 1978 Guðrún Ingólfsdóttir, tvítug stúlka frá Hornafirði, bætir Íslandsmetið í kringlukasti í þriðja skipti á rúmri viku. Að þessu sinni bætir hún það um tæplega þrjá metra og kastar 42,18 metra á móti á Kapla- krikavelli. Hún átti eftir að bæta það um alls tæpa tólf metra á næstu fjórum árum. 13. maí 1983 Ísland sigrar Bandaríkin, 31:26, í vináttulandsleik karla í handknattleik í Laugardals- höllinni. Hans Guðmundsson, Guðmundur Þ. Guðmundsson og Alfreð Gíslason skora 6 mörk hver fyrir íslenska liðið. 13. maí 1987 Vesturþýska knattspyrnu- félagið Kaiserslautern kaupir landsliðs- framherjann Lárus Guð- mundsson af Bayer Uerd- ingen fyrir 13 milljónir ís- lenskra króna og semur við hann til tveggja ára. Þar með lýkur þriggja ára dvöl Lárusar hjá Uerd- ingen en hann varð bikar- meistari með liðinu og komst í undanúrslit í Evrópukeppni bikarhafa. 13. maí 2002 Enska blaðið Independent birtir niðurstöðu úr einkunna- gjöf tímabilsins í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu 2001-02. Samkvæmt henni er Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, fjórði besti varnar- maður deildarinnar á tíma- bilinu, á eftir Rio Ferdinand hjá Leeds, Sami Hyypiä hjá Liverpool og Gareth South- gate hjá Middlesbrough. 13. maí 2009 Eiður Smári Guðjohnsen er spænskur bikarmeistari í knattspyrnu með Barcelona sem sigrar Athletic Bilbao 4:1 í úrslitaleik í Valencia. Eiður situr á varamannabekknum allan tímann en mörk Barce- lona skora þeir Yaya Touré, Lionel Messi, Bojan Krkic og Xavi. 13. maí 2015 „Ég var ekkert að pæla í hvað ég var að gera. Ég lét bara vaða,“ seg- ir Lovísa Thomp- son, 15 ára göm- ul Gróttustúlka, við Morgun- blaðið eftir að hafa tryggt Gróttu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í handknattleik kvenna. Lovísa skorar sigurmarkið gegn Stjörnunni, 24:23, þegar tvær sekúndur eru eftir af fjórða úrslitaleik liðanna í Garðabæ og Seltirningar vinna þar með einvígi liðanna 3:1. Á ÞESSUM DEGI Serbnesk-íslenska knattspyrnukon- an Vesna Elísa Smiljkovic er gengin til liðs við Fylki fyrir komandi tíma- bil. Vesna hefur leikið á Íslandi frá 2005, með Keflavík, Þór/KA, ÍBV og Val, en var í barneignarfríi árið 2018 og kom inn í Valsliðið á ný undir lok Íslandsmótsins 2019 þar sem hún lék aðeins einn leik. Vesna, sem er 37 ára, hefur verið landsliðs- fyrirliði Serbíu og á 77 landsleiki að baki. Hún er fjórtándi leikjahæsti leikmaður íslensku úrvalsdeild- arinnar frá upphafi með 214 leiki og hefur skorað í þeim 84 mörk. Vesna leikur með Fylki í sumar Morgunblaðið/Ófeigur Þrautreynd Vesna Elísa Smiljkovic á langan feril að baki hérlendis. Körfuknattleiksþjálfarinn Benedikt Guðmundsson mun starfa hjá Fjölni næsta árið en hann er farinn frá KR eftir að hafa stýrt kvennaliði fé- lagsins með góðum árangri í þrjú ár. Hjá Fjölni verður Benedikt, sem er landsliðsþjálfari kvenna, með 9. og 10. flokk drengja ásamt minni- bolta hjá drengjum og stúlkum. Hann þjálfaði áður hjá Fjölni á ár- unum 2003 til 2006 en þá náði karlalið félagsins sínum besta árangri í sögunni undir hans stjórn, komst í undanúrslit Íslandsmótsins og í bikarúrslit. Benedikt aftur í Grafarvoginn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjölnir Benedikt Guðmundsson þjálfar yngri flokka félagsins. Bræðurnir Sigtryggur Daði og Andri Már Rúnarssynir verða andstæðingar í úrvalsdeildinni í handbolta næsta vetur. Þeir skiptu báðir um félag í gær því þegar Sigtryggur Daði gekk til liðs við ÍBV samdi Andri Már við Framara um að leika með þeim á næsta tímabili. Andri, sem er að- eins 17 ára gamall, kemur frá Stjörnunni þar sem hann skoraði 60 mörk í 40 leikjum í úrvals- deildinni síðustu tvö árin undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtryggssonar. Bræðurnir eiga ekki langt að sækja hæfileikana. Rúnar faðir þeirra var landsliðsmaður Íslands um árabil, lék 118 landsleiki og spilaði með Göppingen, Wallau/Massenheim og Eisenach í Þýskalandi og Ciudad Real á Spáni, ásamt því að þjálfa Eisenach, Aue og Balingen í Þýskalandi og lið Akureyrar í fimm ár. Heiða Erlingsdóttir móðir þeirra lék lengi með Víkingi þar sem hún vann þrjá Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla og spilaði auk þess 50 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún lék líka með Haukum þar sem hún varð tvívegis Íslandsmeistari. Þá lék hálfbróðir þeirra og sonur Rúnars, Aron Rúnarsson Heiðdal, fótbolta með Stjörnunni. Þar var hann í Íslandsmeistarahópnum árið 2014 og spilaði auk þess sem lánsmaður með Keflavík í úr- valsdeildinni. vs@mbl.is Andri Már Rúnarsson Bræður í hand- boltafjölskyldu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.