Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 Bókhald & ráðgjöf - Eignaskiptayfirlýsingar & skráningartöflur Numerus – bókhald og ráðgjöf / Suðurlandsbraut 22 / S. 896 4040 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Dómsmálaráð- herra hefur ákveðið að leggja til við forseta Ís- lands að Sig- urður Tómas Magnússon, dóm- ari við Landsrétt, verði skipaður dómari við Hæstarétt Ís- lands frá 18. maí næstkomandi. Aðrir umsækjendur um embættið voru Aðalsteinn E. Jónasson, dóm- ari við Landsrétt, og Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Við skipun Sigurðar Tómasar í Hæsta- rétt losnar embætti eins dómara við Landsrétt sem auglýst verður laust til umsóknar innan tíðar. Davíð Þór Björgvinsson, vara- forseti Landsréttar, dró umsókn sína um stöðuna til baka í lok apríl. Heimildir Morgunblaðsins þá hermdu að Davíð Þór hefði gefið þá skýringu að hann hefði gilda ástæðu til að ætla að hann fengi hvorki sanngjarna né óhlutdræga meðferð fyrir hæfisnefnd. Síðast þegar skipað var í embætti dómara við Hæstarétt, 1. janúar sl., var Davíð Þór metinn hæfastur ásamt Sigurði og Ingveldi Einars- dóttur, sem hlaut embættið. ragnhildur@mbl.is Sigurður dæmi við Hæstarétt Sigurður Tómas Magnússon  Embætti dómara við Landsrétt losnar þetta eini lögreglubíllinn á landinu sem ESB-fánar prýða, að sögn Jó- hanns Karls Þórissonar, aðstoðar- yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við fáum 75% af kostnaði bílsins frá ESB og það þýðir að við þurfum að merkja hann með fánum Evrópu- sambandsins,“ segir Jóhann. Merkingarnar eru tilkomnar að beiðni dómsmálaráðuneytisins og tel- ur Jóhann að fánarnir stangist ekki á við reglur um merkingar lögreglubif- reiða. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu á laugardag er bílnum ætlað að efla landamæraeftirlit á höfnum höfuðborgarsvæðisins og Reykjavík- urflugvelli en hann er kominn hingað til lands vegna athugasemda Evrópu- sambandsins um að lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu uppfyllti ekki skil- yrði Schengen-samstarfsins. Jóhann segir að bíllinn muni auð- velda öflugt landamæraeftirlit á fyrr- nefndum stöðum. „Auk þess sem við munum geta notað bílinn í vinnustaðaeftirlit,“ segir Jóhann en í bílnum er sérstakur bún- aður sem auðveldar lögreglumönnum að sjá hvort skilríki séu fölsuð. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tveir fánar Evrópusambandsins prýða nýja landamærabifreið lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu sem dómsmálaráðherra afhenti embætt- inu í lok síðustu viku. Er ástæðan sú að Evrópusamband- ið stendur straum af 75% kostnaðar- ins við bílinn í gegnum innri örygg- issjóði sem eru hluti af fjárhags- ramma Evrópusambandsins. Dóms- málaráðuneytið greiðir 25%. Tveir fánar eru á bílnum og er Bíllinn merktur ESB  Eini íslenski lögreglubíllinn sem hefur á sér fána sam- bandsins  Lögregluþjónn telur merkingarnar löglegar Bíll Fánarnir eru tveir en annan þeirra má sjá hér ofarlega á hurð bílsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg vinnunni í flakinu. Fram til þessa hefur verið unnið að undirbúningi eins og að skera rör og lagnir í burtu og hreinsa set af dekki skipsins, en það er orðið um fet á þykkt. El Grillo hefur hefur legið á botni Seyðis- fjarðar í 76 ár, en því var sökkt 1944. Geta unnið í um 20 mínútur Að hreinsun og öðrum undirbún- ingi loknum er fyrirhugað að setja steypumótið utan um leka tankinn og gæti það gerst í dag. Í framhald- inu hefst steypuvinna, hugsanlega á morgun, fimmtudag. Sigurður segir að lítið þurfi að koma upp á til að verkið tefjist. Kafað er frá vinnu- pramma og geta kafarar unnið í flak- inu í um 20 mínútur í senn og á upp- leið þurfa þeir að fara tvívegis í af- þrýstingu á sex og þriggja metra dýpi, í fimm til tíu mínútur í senn. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa síðan á föstudag unnið við undir- búning að steypuvinnu á flaki El Grillo á 32 metra dýpi á botni Seyð- isfjarðar. Við skoðun í fyrrahaust kom í ljós töluverður svartolíuleki úr mannopi, sem liggur ofan í einn af ol- íutönkum skipsins. Fyrirhugað er að steypa fyrir opið og veitti ríkis- stjórnin 38 milljónir til þess að koma í veg fyrir þessa mengun. Að sögn Sigurðar Ásgrímssonar, yfirmanns séraðgerða hjá Land- helgisgæslunni, gengur verkið ágæt- lega, þótt það geti verið tafsamt. Varðskipið Þór fór frá Reykjavík á miðvikudag í síðustu viku með mann- skap og búnað. Vinna hófst á föstu- dag og taka sjö kafarar þátt í Ljósmynd/Landhelgisgæslan Í Seyðisfirði Einn kafaranna sjö kemur upp eftir að hafa kafað að El Grillo. Tafsamt verk en gengur vel  Stefnt að því að steypa yfir einn tanka El Grillo í Seyðisfirði í vikunni Ljósmynd/Gavia/Landhelgisgæslan El Grillo á hafsbotni Samsett mynd sem starfsmenn Gavia Teledyne tóku af flakinu neðansjávar með hátíðnisónar úr fjarstýrðum kafbáti. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Alþjóðlega auglýsingastofan M&C Saatchi, sem hlaut hæstu einkunn valnefndar af innsendum tilboðum fyrir markaðsverkefnið „Ísland – saman í sókn“, viðurkenndi bók- haldsmisferli í lok síðasta árs og hef- ur breska fjármálaeftirlitið hafið rannsókn á fyrirtækinu. Um er að ræða 11,6 milljóna punda skekkju í bókhaldi fyrirtækis- ins, eða sem nemur um tveimur milljörðum króna. Í bókhaldi fyrirtækisins hefur kostnaður við verkefni verið vanmet- inn, eignir ranglega skráðar og verð- mæti annarra eigna ofmetið. Stjórn- endur fyrirtækisins hafa viðurkennt að rangfærslur í bókhaldinu gætu náð um fimm ár aftur í tímann. Maurice Saatchi, einn stofnenda M&C Saatchi, og þrír aðrir stjórn- endur innan fyrirtækisins sögðu störfum sínum lausum eftir að upp komst um málið á síðasta ári. Í kjöl- farið féll gengi hlutabréfa í stofunni um 45%. „Tillaga M&C Saatchi og Peel hlaut hæstu heildareinkunnina og var með hæstu einkunn í níu af ellefu hæfnisþáttum. Nú stendur yfir bið- tími samkvæmt lögum um opinber innkaup. Að honum loknum kemst á bindandi samningur,“ segir í tilkynn- ingu frá Íslandsstofu sem send var út í gærdag um tillögu M&C Saatchi, sem unnin var í samstarfi við ís- lensku auglýsingastofuna Peel. Sam- kvæmt tilkynningunni verður 1,5 milljörðum króna varið í markaðs- verkefnið, sem á meðal annars að styrkja ímynd Íslands erlendis. Stjórnendur M&C Saatchi höfðu átt í erfiðleikum með krísustjórnun og höfðu gefið út nokkrar misvísandi tilkynningar um umfang misferlis- ins, sem og tvær afkomuviðvaranir, þegar breska dagblaðið Guardian fjallaði um málið í byrjun þessa árs. Auglýsingastofan rann- sökuð af fjármálaeftirliti  Viðurkenndi bókhaldsmisferli  1,5 milljarða verkefni hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.