Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020
VINNINGASKRÁ
104 11228 22710 31658 40877 50424 58295 68436
362 11418 22763 31715 41521 50886 58325 68517
561 11652 23261 31912 41591 51108 58493 68657
820 11938 23412 32072 41629 51535 58587 68848
1353 12268 23447 32796 41828 51899 59195 69034
1548 12388 24050 33025 42153 51926 59723 69434
1711 12480 24648 33456 42695 52126 59982 69446
1813 13159 24651 33583 42862 52194 60140 69560
1866 13931 24672 33946 42881 52434 60185 70601
2264 13935 25284 34182 43061 52780 60772 71627
2389 13991 25712 34375 43215 52956 61167 72520
2997 14444 25917 34399 43277 53374 61337 72679
3349 15162 25967 34598 43573 53461 61718 72800
3833 15760 25984 34667 44107 53553 61726 73238
4288 16216 26207 34755 44169 53625 61777 73952
4570 16422 26258 34979 44385 53693 62430 74112
4717 16817 26387 35379 44691 53826 62621 74811
4813 16888 26432 35880 44775 53859 62872 75006
5152 16895 26494 35965 44782 54386 63267 75429
5238 17092 26625 35972 45139 54497 63340 75500
5241 17217 26796 36063 45669 54623 63426 76104
5700 17404 27060 36685 45687 54846 63514 76269
6310 17782 27505 36786 45803 55505 64217 77820
6445 18152 27577 36866 46045 55566 64374 78015
7171 18898 28125 37621 46161 55979 64733 78319
7270 18992 28595 37934 46288 56108 64960 78374
7303 19952 28614 38166 47430 56184 65004 78435
8531 20136 28710 38182 48006 56873 65108 78485
8583 20147 29354 38863 48337 57098 65501 79275
8887 20654 29396 38941 48600 57219 65786 79380
9667 21011 29514 39058 48638 57317 66184 79927
9732 21514 29930 39605 48942 57368 66246
10193 21820 30000 39843 49061 57388 67056
10397 21890 30153 40080 49231 57495 67288
10688 22109 30350 40088 49350 57821 67721
10795 22140 30856 40542 49466 58120 68176
11086 22205 30900 40572 49989 58289 68420
183 12895 23909 33951 46895 55665 67019 76550
1019 14934 26047 34557 47091 56231 67043 76965
1378 15084 26405 35366 47212 57640 67793 77491
1716 15139 26818 35644 47480 58882 69260 77650
2184 15377 26923 36281 48265 60860 70222 77848
4585 16646 28133 36819 48604 61001 70631 78051
6416 17334 28135 37663 48629 61766 71253 78380
7323 18901 29568 38053 50851 61907 71649 79249
9445 19655 29912 39386 51061 62335 71679 79990
9618 19890 31616 39596 51201 62364 73774
9789 22897 31928 39712 51746 63852 74571
9931 23360 32597 42435 51809 65025 75232
11978 23460 33656 45670 54895 66557 76394
Næstu útdrættir fara fram 14., 20. & 28. maí 2020
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
2633 13986 18588 41110 52034
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
5552 23149 32049 48482 57307 67329
11307 26215 42104 54944 61493 67549
18135 26242 42623 55005 63618 72558
21288 29954 43817 57102 63904 79131
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
5 9 1 5 3
1. útdráttur 12. maí 2020
Covid-19-vírusinn er
ekki búinn að syngja
sitt síðasta, reyndar
sér ekki fyrir endann á
faraldrinum, hvorki
lýðheilsulega og því
síður efnahagslega.
Þetta tvennt helst
auðvitað í hendur.
Efnahagsleg útkoma
Evrópu þegar þessu
lýkur fer mikið eftir því hverjar af-
leiðingar veirukreppunnar verða
fyrir efnahag BNA. Þetta efnahags-
lega öfluga ríki, sem teygir anga
sína næstum um allan heim, kemur
til með að ráða miklu um efnahags-
lega framvindu annarra ríkja og þá
sérstaklega Evrópu þegar afleið-
ingar veirukreppunnar á BNA verða
ljósar. Ef BNA fara illa út úr ástand-
inu geta afleiðingarnar í Evrópu
orðið ennþá verri.
Við Íslendingar erum aðeins lítið
strá á heykvíslinni með okkar ónýta
gjaldmiðil, íslensku krónuna, sem er
aðeins gjaldgeng á Íslandi. Íslensk
fyrirtæki gera sín viðskipti í evrum
og fyrir þjóðina er krónan dýrasti og
aumasti gjaldmiðill í heimi. Maður
veit að Íslendingar eru seinir til
breytinga, íhaldssamir og þrætu-
gjarnastir af öllum mönnum. Þver-
móðskan og síðan ánægjan af að
beita henni veitir Íslendingnum
ómælda gleði í amstri dagsins.
Landlægur erfðagalli sem engin
lækning finnst við.
Við skulum samt ekki kenna þessu
þrennu um íhaldssemina varðandi
krónuna, þar eru ákveðnir hags-
munir einir á bak við, ekki velferð ís-
lensks almennings, sem hefur
reyndar alltaf setið á hakanum. Á
erfiðum tímum sem þessum, með
krónuna skoppandi, aðallega niður, í
hinu alvarlega ástandi sem nú ríkir,
eru stjórnvöld ráðvillt í lausnum á
efnahagsvandanum sem er stað-
reynd og fer versnandi. Það hefði átt
að binda krónuna við dollara eða
svissneska markið fyr-
ir löngu. Hvernig í
ósköpunum dettur
stjórnvöldum fyrr og
nú í hug að bjóða þjóð-
inni upp á þetta ástand,
með þennan annars
handónýta gjaldmiðil?
Þetta litla ríki, Ísland,
með sinn matador-
gjaldmiðil sem aðeins
er til heimabrúks,
hvergi tekinn gildur og
hefur í gegnum tíðina
valdið Íslendingum
óskaplegum efnahagshörmungum í
formi verðbólgu upp úr öllu valdi,
með háum vöxtum plús verðtrygg-
ingu sem er ónauðsynlegt og óskilj-
anlegt fyrirbæri.
Hvað býr að baki? Jú, fámenn
klíka peningamanna hagnast vel á
þessum óstöðuga og ósýnilega gjald-
miðli, íslensku krónunni. Stöðugleiki
er eitur í þeirra beinum. Og hverjir
skyldu þetta nú vera? Það segir sig
sjálft. Hverjir hafa drottnað í fjár-
málaráðaneytinu síðustu áratugina?
Meira að segja Steingrímur J. steig
villtan dans með klíkunni sem þar
ríkir þegar hann var ráðherra fjár-
mála.
Að binda krónuna erlendum
gjaldmiðli getur aldrei orðið nema
blessun fyrir þessa þjóð, sama í
hvaða átt er litið. Jafnvel innganga í
Evrópusambandið gæti ekki orðið
nema jákvætt stórt skref í átt að
stöðugleika. Og þá hyrfi verðtrygg-
ingin. Aðeins vextirnir yrðu eftir og
myndu lækka vegna innkomu er-
lendra banka í kjölfarið. En það má
auðvitað ekki.
Nú er krónan að veikjast eina
ferðina enn, evran komin í 156
krónur. Við vitum hvað það þýðir;
verðbólgan upp úr öllu valdi og þá
dansar púkinn á kirkjubitanum. Enn
og aftur er það krónan sem á eftir að
valda þjóðinni stórum skaða vegna
kreppunnar sem er komin. Hvað er
þá til ráða til að reyna að verjast al-
geru hruni krónunnar og halda stöð-
ugleikanum eins og hægt er?
Það þarf að sækja peninga og efla
ríkissjóð. Í dagsins ástandi þarf að
kalla til lífeyrissjóðina, þar finnast
peningarnir og gætu bjargað miklu
meðan ástandið varir. Lífeyrissjóð-
irnir eiga að mér skilst yfir 4.000
miljarða í peningum og eru sí og æ
að leita að leiðum til fjárfestingar.
Þar sem afkoma ríkissjóðs er nú á
hættusvæði verður að sækja pen-
inga til lífeyrissjóðanna. Nú verða
þeir, hvort sem þeim líkar betur eða
verr, að kaupa íslensk ríkisskulda-
bréf, fyrir hugsanlega 1.000-1.500
milljarða króna í byrjun. Myndi það
létta mikið undir ríkissjóði á þessum
erfiðu tímum, þó ekki væri nema til
að halda verðbólgunni niðri og
vaxtaokrinu í skefjum fyrir heimilin
í landinu, fyrst og fremst. Þetta er
ekki góður kokteill sem nú ræður
ríkjum í íslenskri pólitík:
Fjármálaráðherra ræður litlu
vegna afskipta baklandsins, sem
réttir að honum svona annað slagið
línurit sem segja hvorki ríki né þjóð
nokkurn skapaðan hlut en hafa þann
tilgang einan að hressa upp á hina
döpru ásýnd ríkisstjórnarinnar út á
við. Forsætisráðherra veit ósköp lít-
ið um pólitík yfirhöfuð, reynir að
breiða yfir vankunnáttu sína með
kjánalegum orðaflaumi og yfirgengi-
legu handapati um umhverfismál og
hlýnun jarðar. Það fyrirbæri á sér
mjög eðlilegar skýringar í því hlý-
indaskeiði sem við stöndum í núna
og byrjaði þegar möndull jarðar
mjakaðist til hér áður fyrr um
nokkra metra en á svo eftir að rétta
sig við aftur. Samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherrann lætur fara vel
um sig og tekur ærlega í nefið undir
heygaltanum.
Þetta er afleitur kokkteill.
Vondur kokkteill
Eftir Jóhann L.
Helgason
»Hvað svona lítið
ósýnilegt kvikindi
getur valdið miklum
usla á heimsvísu er al-
veg með ólíkindum.
Jóhann L. Helgason
Höfundur er húsasmíðameistari.
Allt um sjávarútveg
Margumtalað mál,
endurgerð Braggans í
Reykjavík, þar sem
sagt er að áætlun fyrir
verkið hafi hljóðað upp
á 150 milljónir en farið í
450 milljónir (mis-
munur 300 milllj.), og
það meira að segja farið
í án útboðs og samn-
inga. Þetta er hið versta
mál og sérstaklega ef
öll kurl eru ekki komin til grafar eins
og sagt er því þá á heildarupphæðin
væntanlega eftir að hækka. Tekið
skal fram að borgarfulltrúi Mið-
flokksins, Vigdís Hauksdóttir, m.a.
hefur ekki tekið þátt í sukkinu og for-
dæmt harðlega. Mér datt því í hug að
gera óformlegan samanburð á
Braggamálinu annars vegar og sukk-
inu um Listasafnið á Akureyri hins
vegar.
Listasafnið
Það hefur því miður lítið heyrst af
óráðsíu þeirri sem varðar endurgerð
Listasafnsins (gamla Mjólkur-
samlagsins) á Akureyri. Þar varð til
áætlun upp á 380 milljónir en fór í 780
milljónir og ekki allt búið enn. Þarna
sýndist bæjarstjórnin og þeir sem
þar stjórnuðu hafa verið að verki og
staðið að framúrkeyrslu upp á a.m.k.
litlar 400 milljónir. Eftir því sem Dan
Brynjarsson, fjármálastjóri Akur-
eyrarbæjar, tjáði mér vissi hann ekki
til að framúrkeyrslan öll hefði farið í
útboð. Verst er að enginn gefur sig
fram, eða tekur ábyrgð, sem er ekki
lítil þar sem frá 50 þús. til 300 þús.
hefur lagst á hverja fjölskyldu eftir
stærð því einhver verður auðvitað að
borga. Þá berast einnig
fréttir af því að árið
2019 hafi orðið um 20
milljóna kr. tap á
rekstri safnsins.
Þetta bætist auðvitað
við framúrkeyrslusukk-
ið og ekki var ein báran
stök. Farið var út í að
byggja tengibyggingu á
milli svokallaðs Ketil-
húss og Listasafnsins
og þar í var stofnað til
kaffihús- og veitinga-
reksturs, sem frá upp-
hafi hefur verið rekið með tapi. Þá er
þriðja málið sem farið var út í en það
er brú, kölluð brúin yfir ekki neitt,
annars óvitlaus framkvæmd en allt of
dýr eins og annað sem bærinn kemur
nálægt og fór tugi milljóna fram úr
áætlun. Eftir snjóþungan vetur með
kostnaðarsaman mokstur er svo
komið að Akureyrarbær hefur óskað
eftir framlagi úr Jöfnunarsjóði, enda
lélegasta bæjarstjórn hér sem um
langt árabil hefur setið. Eitt mál enn,
maður nokkur, sem á byggingarlóð á
góðum stað á Akureyri þar sem má
reisa tveggja hæða hús, hefur lengi
staðið í strögli um að fá að hafa fjórar
litlar íbúðir, sem alls staðar vantar í
væntanlegu húsi, en alltaf fengið neit-
un af óskiljanlegum ástæðum. Á
bæjarstjórnarfundi fyrir rúmlega ári
þar sem málið var tekið fyrir og
gengið til atkvæða voru tveir fulltrú-
ar með fjórum íbúðum, þ.e. Mið-
flokksfulltrúinn og frá VG, og bæði
fluttu rök fyrir máli sínu, en af-
gangurinn níu fulltrúar sögðu NEI
og steinhéldu kjafti því þau fóru bara
eftir því sem þeim var sagt án þess að
hafa hundsvit á hlutunum.
Áfram er sukkað
Nýlegt mál þar sem framkvæmda-
stjóri Eyþings, Pétur Þór, var rekinn
úr starfi er þannig vaxið að fyrir um
ári barst honum uppsagnarbréfið
undirritað af Hildu Jönu Gísladóttir,
formanni Eyþings, þar sem honum
var sagt upp störfum og tilgreindar
voru ýmsar ástæður fyrir uppsögn-
inni. Því var ekki unað og töldu Pétur
Þór og lögmaður hans ástæðu til að
láta á reyna fyrir dómi. Dómur féll í
málinu og lendir trúlega Akureyrar-
bær í að greiða sinn hlut eða um 9
milljónir. Þá rifjaðist upp eldra mál
þegar Snorri Óskarsson, barnakenn-
ari við Brekkuskóla á Akureyri, var
rekinn og tekinn úr tíma með vald-
beitingu m.a. lögmanns bæjarins fyr-
ir það eitt að túlka orð guðs á netinu,
ekki í skólastofu, og þar fór fremstur í
flokki núverandi formaður Samfylk-
ingarinnar, þá í bæjarstjórn. Bærinn
var auðvitað dæmdur og Snorra
dæmdar 3,5 milljónir og kostnaður í
allt talinn 7-8 milljónir. Akureyrar-
bær virðist ekki ósínkur á fjármun-
ina. Að lokum verð ég að segja eitt.
Hilda Jana var þó mannleg að taka á
sig ein uppsagnarbréfið, sem formað-
ur Eyþings, öfugt við það sem gerðist
með Listasafnsævintýrið en þar
steinþegja allir, þó helst sé talað um
eina manneskju.
Hefur Akureyri vinninginn?
Eftir Hjörleif
Hallgríms
»Mér datt í hug að
gera óformlegan
samanburð á Bragga-
málinu annars vegar og
sukkinu um Listasafnið
á Akureyri hins vegar.
Hjörleifur Hallgríms
Höfundur er eldri borgari á Akureyri.
hallgrims@simnet.is