Morgunblaðið - 13.05.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 13.05.2020, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  112. tölublað  108. árgangur  GETI TRYGGT SAMGÖNGUR TIL LANDSINS RÆKTA SINNEPSPLÖNTUR DUSTAÐ ÚR SÁLARTETRINU MEÐ SKRIFUM BÝFLUGNABÆNDUR 6 STEFÁN ÞÓR 25VIÐSKIPTAMOGGINN Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Kjörvextir viðskiptabankanna, sem flest lítil og meðalstór fyrirtæki greiða af lánum sem tekin eru hjá bönkunum, hafa farið lækkandi á síð- ustu misserum. Þegar lækkunarferill þeirra er hins vegar borinn saman við stýrivaxtalækkanir Seðlabanka Ís- lands kemur í ljós að bankarnir hafa dregið lappirnar við lækkun vaxta. Frá því um mitt síðasta ár hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ítrekað lækkað vexti og nemur upp- söfnuð lækkun nú 2,75 prósentum. Á sama tíma hafa óverðtryggðir kjör- vextir Arion banka lækkað um 1,65 prósentur en hjá Íslandsbanka nemur lækkunin aðeins 1,2 prósentum. Landsbankinn hefur hins vegar lækk- að um 1,55 prósentur á þessum tíma. Áhrif vaxtalækkana Seðlabankans koma betur fram í vaxtakjörum stærri fyrirtækja en í flestum tilvik- um eru kjör þeirra tengd þróun svo- kallaðra REIBOR-vaxta sem ákvarð- ast á markaði. Hafa þeir þróast í eðlilegum takti við ákvarðanir pen- ingastefnunefndarinnar. Vaxtaálag hefur einnig áhrif Kjörvextirnir sem slíkir segja þó ekki alla söguna því þeir mynda vaxtagólfið hjá bönkunum. Ofan á þá leggst svo álag sem bankarnir ákvarða og er misjafnt milli fyrir- tækja og atvinnugreina. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að þetta álag hafi í mörgum tilvikum farið hækkandi á undanförnum vikum og mánuðum. Sérfræðingur á fjármála- markaði sem blaðið hefur rætt við segir að um 2.000 milljarðar af útlána- safni bankanna séu veittir á kjörvöxt- um og öðrum þeim vöxtum sem bank- arnir ákvarða handvirkt. Myndu bankarnir lækka þessa vexti um eitt prósentustig myndi það lækka vaxta- kostnað íslenskra heimila og fyrir- tækja um 20 milljarða á ársgrundvelli. Sú lækkun yrði meiri ef bankarnir hefðu fylgt fast á hæla Seðlabankans í þeim ákvörðunum sem hann hefur kynnt á síðustu 12 mánuðum. Bankarnir fylgja ekki leiðsögn Seðlabankans  Kjörvextir lækka ekki í takt við breytingar stýrivaxta MSkila ekki ... »ViðskiptaMogginn Þyrla var til malarflutninga við endurbætur á göngustígum hátt uppi í hlíðum Esjunnar við Mógilsá í gær. Leiðin þar á fjallið er mjög fjölfarin af göngufólki og því þurfti endur- bætur á svæðinu, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með. Bæði er leiðin að Steini og þaðan áfram á Þverfells- horn lagfærð með ofaníburði á leirkenndum stíg en einnig verður útbúinn nýr stígur austur og inn með fjallinu í Kollafjarðarbotn, þar sem hafa verið lagðar fjallahjólabrautir og göngustígur í fallegri náttúru. »8 Þyrlan reyndist vel við malarflutninga í Esjuhlíðum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA) hefur minnkað verulega hlut sinn í Ice- landair frá árinu 2017. Nam eign- arhlutur sjóðsins þá um 0,53% sam- kvæmt ársreikningi. Nú nemur eignarhlutur sjóðsins í flugfélaginu um 0,19%, sem er rétt ríflega þriðj- ungur eignarhlutarins árið 2017. Sjóðurinn hefur því selt um 64% bréfa sinna í félaginu síðustu tvö ár. Ekki er vitað um hreyfingar sjóðsins það sem af er ári eða hvort einhver viðskipti hafi verið með hlutabréf Icelandair. »ViðskiptaMogginn Flugmenn minnkað hlut sinn í Icelandair Morgunblaðið/Eggert Icelandair Sjóðurinn hefur selt um 64% bréfa sinna í félaginu síðustu tvö ár.  Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní gætu þeir sem koma til lands- ins farið í skimun fyrir kórónuveir- unni á Keflavíkurflugvelli. Reynist sýnataka neikvæð þarf viðkomandi ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Einnig er gert ráð fyrir að nýleg vottorð um sýnatöku erlendis verði tekin til greina, meti sóttvarna- læknir þau áreiðanleg. Enn er óljóst hvort stjórnvöld eða ferðamenn munu standa straum af kostnaði við skimanir en stjórnvöld vinna nú að nánari útfærslu á þess- um breyttu ráðstöfunum. »4 Morgunblaðið/Kristinn Fundur Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra kynnti breyttar ráðstafanir í gær. Ferðamenn fá að sleppa við sóttkví

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.