Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 13
Vikan byrjaði vel á Alþingi, að minnsta kosti fyrir framtíðina. Á mánudag var sam- þykkt frumvarp fjár- málaráðherra um ýms- ar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrif- um í kjölfar heimsfar- aldurs kórónuveiru. Þar með (sem er hluti af svokölluðum að- gerðapakka 2) var stigið stórt skref í að leggja grunn að nýjum og fjöl- breyttari stoðum undir íslenskt efnahagslíf á komandi árum og ára- tugum. Við glímum við alvarlegan efna- hagslegan vanda vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Þó sá vandi sé tímabundinn mun reyna á íslensk heimili, fyrirtæki, ríkissjóð og sveitarfélög. En um leið og tekist er á við erfiðleika hefur verið tekin ákvörðun um að hefja nýja sókn. Hafi sagan kennt okkur eitthvað þá er það að nýsköpun og ný hugsun eru aflvakar framfara og bættra lífs- kjara. Án nýsköpunar og frum- kvöðulsins sem ryður nýjar brautir staðna þjóðfélög. Þess vegna skiptir það miklu að stjórnvöld styðji á hverjum tíma dyggilega við nýsköp- un og sprotafyrirtæki, tryggi hag- stætt skattalegt umhverfi, einfalt og skilvirkt regluverk. Þrjú skref og fleiri Með samþykkt áðurnefnds frum- varps voru tekin nokkur mikilvæg skref í að efla nýsköpunarstarfsemi og sprotafyrirtæki: 1. Endurgreiðsla á rannsóknar- og þróun- arkostnaði var hækkuð í 1.100 milljónir króna og hlutfall endur- greiðslu úr 20% í 35% hjá meðalstórum og minni fyrirtækjum, en í 25% hjá stærstu fyrir- tækjunum. 2. Skattaafsláttur til einstaklinga vegna fjár- festinga í litlum fé- lögum – ekki síst sprotafyrirtækjum í þróunarstarfsemi – var hækkaður úr 50% í 75%. Um leið voru fjárhæð- armörk hækkuð úr 10 milljónum króna í 15 milljónir. 3. Fjárfestingarheimildir lífeyris- sjóðanna voru auknar. Þeim er nú heimilt að eiga allt að 35% í stað 20% af hlutdeildarskírteinum eða hlutum í sjóðum um sameiginlega fjárfest- ingu sem eingöngu fjárfesta í litlum eða meðalstórum fyrirtækjum. Alþingi gerði meira á mánudaginn. Með samþykkt fjáraukalaga var ákveðið að auka framlög til nýsköp- unar og rannsókna um 1.750 millj- ónir króna eða 11%. Þar af eiga 500 milljónir að renna til nýs Matvæla- sjóðs, sem verður til með sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS-rannsóknasjóðs í sjávarútvegi. Sjóðnum er ætlað að styðja við ný- sköpun, sjálfbærni, verðmæta- sköpun og aðgerðir til að bæta sam- keppnishæfni íslenskrar matvæla- framleiðslu. Um 1.150 milljónir fara til Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóðs sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra hef- ur beitt sér fyrir að komið verði á fót. Frumvarp þessa efnis er til með- ferðar í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins. Hlutverk Kríu verður að fjárfesta í öðrum sérhæfðum sjóðum sem fjárfesta í sprota- og nýsköp- unarfyrirtækjum, svokölluðum vísi- sjóðum. Þannig á að stuðla að upp- byggingu, vexti og aukinni sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífsins og tryggja heilbrigt umhverfi fyrir áhættufjármagn til fjárfestingar í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Áður var búið að tryggja aukin fram- lög til Tækniþróunarsjóðs. Gæfuspor „Hér hefur verið stigið mikið gæfu- spor til lengri tíma sem vonandi og væntanlega skilar þjóðarbúinu arð- sömum alþjóðlegum fyrirtækjum til framtíðar,“ skrifaði Ívar Krist- jánsson, forstjóri 1938 Games, í um- sögn um frumvarp fjármálaráðherra. Fyrirtækið gaf út sinn fyrsta leik 15. apríl síðastliðinn. Á fyrstu tveimur vikunum námu tekjurnar hátt í 40 milljónum króna. Gert er ráð fyrir því að tekjur þessa árs nemi rúmum milljarði króna. Ekki slæmt á fyrsta ári og undirstrikar þau gríðarlegu tækifæri sem liggja í tölvuleikjaiðn- aði. Í hugverkaiðnaði virðast tæki- færi okkar Íslendinga vera óend- anleg. Í umsögn Samtaka leikjaframleið- enda var fullyrt að stuðningur ríkis- ins, í gegnum Tækniþróunarsjóð og með endurgreiðslu á rannsókna- og þróunarkostnaði, skipti sköpum fyr- ir iðnaðinn. Með þeim breytingum sem Alþingi hefur samþykkt aukast líkurnar á að hér verði til fleiri fyrir- tæki sem líkt og CCP geta orðið leiðandi á alþjóðavísu. Mainframe, Directive Games, Solid Clouds, Mussila, Myrkur Games og Parity eru ásamt 1938 dæmi um sprota sem eru tilbúnir að grípa tækifærin á sí- stækkandi alþjóðlegum markaði. Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins, benti á í umsögn að þjóðir heims séu í kapphlaupi um að grípa næstu „há- framleiðslueiningarnar og tryggja að ný hugverk verði til í hag- kerfum“. Og það sé til mikils að vinna: „Tölvuleikurinn og hugverkið EVE Online hjá CCP hefur sem dæmi fært íslenska hagkerfinu yfir 100 milljarða króna eða 776 milljón dollara í gjaldeyristekjur á 17 árum. Gera má sér í hugarlund hversu miklar tekjur hafa komið af hug- verkum fyrirtækja eins og Össurar, Marels og Íslenskrar erfðagrein- ingar eða hverjar framtíðartekjur af hugverkum fyrirtækja eins og Ker- ecis eða Nox Medical kunna að verða.“ Drifkraftur framfara Við Íslendingar stöndum frammi fyrir harðri alþjóðlegri samkeppni um hugvit. Þeirri samkeppni getum við mætt með öflugu og lifandi menntakerfi en ekki síður hagstæðu og hvetjandi skattaumhverfi fyrir atvinnulífið í heild sinni og fyrir sprota- og nýsköpunarstarfsemi sér- staklega. Nýsköpun er ekki eitthvert tísku- orð nokkurra sérvitringa í tæknifyr- irtækjum eða stjórnmálamanna sem grípa á lofti eitthvað sem þeim finnst jákvætt. Nýsköpun á sér stað um allt samfélagið, í flestum greinum at- vinnulífsins. Íslenskur sjávarútvegur er líkt og risastórt nýsköpunarfyrirtæki. Í landbúnaði á sér stað ör vöruþróun og í fáum greinum atvinnulífsins hef- ur framleiðni aukist meira á síðustu áratugum. Aukin framleiðni byggist á nýsköpun. Framfarir í læknavís- indum verða ekki án rannsókna og þróunar. Nýsköpun hefur gert kleift að bjóða upp á fjarheilbrigðisþjón- ustu. Nýjar kennsluaðferðir í skól- um eru nýsköpun. Rafræn þjónusta hins opinbera er óhugsandi án ný- sköpunar. Hagkvæmari rekstur rík- isins – aukin framleiðni – næst ekki án nýsköpunar. Ekkert frjálst þjóðfélag sem vill sækja fram og bæta lífskjör fær þrif- ist án hugvitsmannsins, – frum- kvöðulsins sem kemur auga á tæki- færin að framleiða nýja vöru eða bjóða nýja þjónustu. Hann er drif- kraftur framfara sem skapa jarðveg fyrir ný störf og aukin lífsgæði. Þjóðir sem hlúa að einstaklingum með nýjar hugmyndir njóta velmeg- unar umfram aðrar þjóðir. Þess vegna er það ekki aðeins skynsam- legt heldur nauðsynlegt að ýta undir og styðja við nýsköpun á öllum sviðum. Í einfaldleika sínum er nýsköpun fjárfesting í framtíðinni. Eftir Óla Björn Kárason » Þjóðir sem hlúa að einstaklingum með nýjar hugmyndir njóta velmegunar. Þess vegna er það bæði skynsam- legt og nauðsynlegt að ýta undir nýsköpun. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Fjárfest í framtíðinni 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 Aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna Co- vid-19-heimsfarald- ursins hafa miðað að því að verja líf og heilsu landsmanna. Frumskylda stjórn- valda er að standa vörð um öryggi þjóð- arinnar gagnvart sér- hverri ógn sem að henni steðjar. Allt annað hefur vikið til hliðar undan- farna mánuði á meðan almenningur hefur með samhentu átaki brugðist gegn veirunni. En viðbrögðin verða að vera markviss og þau mega ekki vara lengur en ástæða er til: Þau mega ekki vera háskalegri en ógnin sem við blasir. Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir 6. mars sl. en verulegar takmark- anir voru þá settar á margvíslega starfsemi og atvinnurekstur í land- inu. Þrengt var að hvers kyns sam- komuhaldi, reglur settar um fjarlægð milli fólks, hvatt til handþvottar og aukins hreinlætis. Óhætt er að full- yrða að vel hafi til tekist. Að undan- förnu hafa ný smit verið afar fá og jafnvel engin suma dagana. Virk smit eru nú innan við 20 en voru yfir 1.000 þegar mest var í byrjun apríl. Veru- lega var slakað á sóttvarnaráðstöf- unum 4. maí sl. og frekari tilslakanir eru í undirbúningi hér innanlands. Við erum því komin að þeim tímamót- um þegar taka þarf pólitíska ákvörð- un um næsta skref: Hvað tekur við þegar þjóðlífið hefur færst í eðlilegt eða því sem næst eðlilegt horf? Lífróður til að forðast þrot Íslensk stjórnvöld tóku þátt í sam- eiginlegum og samræmdum aðgerð- um Schengen-ríkjanna um lokun ytri landamæra skömmu eftir að Banda- ríkjastjórn hafði lagt bann á allt far- þegaflug frá Evrópu. Féll Ísland und- ir það bann. Fjölmörg ríki innan Schengen höfðu þá einnig lokað innri landamærum sínum. Frá þvíað ak- markanir þessar tóku gildi hefur nán- ast allt farþegaflug fallið niður til landsins og frá. Öllum sem hingað koma er skylt að fara í sóttkví í 14 daga við komuna til landsins. Ekki þarf að fjölyrða um ástand ferðaþjónustu undir þessum kring- umstæðum. Starfsemi liggur niðri hjá atvinnugrein sem hefur skapað 35-40% af gjaldeyristekjum þjóð- arinnar á síðustu árum. Flest ferða- þjónustufyrirtæki eru í rekstrar- erfiðleikum vegna ástandsins og róa lífróður til að forðast þrot. Ríkis- valdið hefur gripið til margháttaðra ráðstafana til bjargar fyrirtækjum og heimilum. Nær allir starfsmenn í ferðaþjónustu eru nú annaðhvort á uppsagnarfresti eða í hlutastarfi. Óvissa er um framtíð alls efnahags- lífsins en hún veltur ekki síst á því hvenær unnt verður að opna landið fyrir ferðamönnum. Grípa verður til aðgerða fyrr en seinna Sú pólitíska áskorun sem stjórn- völd standa nú frammi fyrir felur annars vegar í sér að tryggja verður þann árangur sem náðst hefur í sótt- vörnum en hins vegar að koma efna- hagslífinu í gang á nýjan leik. Standa ber þannig að málum að heilsufari landsmanna stafi sem minnst hætta af aðgerðum t.d. hvað varðar rýmkun reglna um ferðamenn. Unnt er að draga verulega úr þeirri áhættu með mælingum, smitrakningu, sóttkví og einangrun. Ljóst er að ekki er unnt að lifa til langframa við það ástand í efnahags- málum sem skapast hefur vegna heimsfaraldursins. Ríkissjóður getur ekki staðið undir hundraða milljarða króna útgjöldum til að halda þjóð- arskútunni á floti nema um til- tölulega skamman tíma. Grípa verður til aðgerða fyrr en seinna til að koma í veg fyrir þau margháttuðu og erfiðu vandamál sem viðvarandi atvinnu- leysi skapar; ekki aðeins í efnahags- lífinu heldur er þar einnig um mögu- leg félagsleg og heilsufarsleg vandamál að ræða. Veruleg rýmkun á ferðatakmörkunum Ríkisstjórnin ákvað í gær að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næst- komandi geti þeir sem koma til lands- ins farið í Covid-19-próf á Keflavíkur- flugvelli. Reynist það neikvætt þurfi þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, en einnig verður gert ráð fyr- ir að nýleg vottorð um sýnatöku er- lendis verði tekin til greina meti sótt- varnalæknir þau áreiðanleg. Við munum áfram taka fullan þátt í sam- starfi Schengen-ríkjanna en opna um leið möguleika fyrir þá ferðamenn sem velja Ísland sem áfangastað. Stefnt er að því að þessi möguleiki verði í boði fyrir alla þá sem koma til landsins – bæði Íslendinga sem og er- lenda ferðamenn – í síðasta lagi hinn 15. júní nk. og hugsanlega fyrr ef að- stæður leyfa. Nánar tilgreint yrði framkvæmdin með eftirgreindum hætti: Við komu verður ferðamönnum boðið að undirgangast skimun fyrir Covid-19-veirunni fremur en að fara í 14 daga sóttkví og að nota smitrakn- ingar- og samskiptaforrit meðan á dvöl þeirra stendur í landinu. Niður- staða skimunar á að geta legið fyrir innan nokkurra klukkustunda og er gert ráð fyrir að farþegar geti farið til síns heima eða á gististað á meðan beðið er. Komi í ljós smit verður við- komandi gert að sæta einangrun í 14 daga. Þeir ferðamenn sem fá að ferðast um landið verða að sjálfsögðu að virða þær almennu takmarkanir sem í gildi eru um sóttvarnir. Fyrst í stað verður skimun aðeins fram- kvæmd á Keflavíkurflugvelli. Kostir þessarar aðferðar eru að hún er á okkar eigin forsendum og býður upp á víðtækari opnun. Ef vel tekst til getur framkvæmdin orðið til þess að ferðaþjónustan nái sér á strik fyrr en ella. Íslendingar fá aukið frelsi til ferðalaga án þess að þurfa að fara í sóttkví við heimkomu. Efnahagur landsins fær tækifæri til að vaxa og dafna á ný. Í sókn að frelsi Á sama tíma og landið verður opn- að fyrir ferðamönnum hafa almanna- varnir og sóttvarnayfirvöld boðað rýmkun heimilda til samkomuhalds og að dregið verði úr öðrum takmörk- unum á samskiptum fólks. Skimun og smitrakning er forsenda þess að vel takist til sem og áframhaldandi hand- þvottur og hreinlæti. Ef til vill felst mesta áhættan í því að grípa til að- gerða alltof seint. Aðferðin mun draga úr hættunni á því að ferða- menn komi með smit til landsins. Sú áhætta verður raunar ávallt fyrir hendi á meðan bóluefni hefur ekki verið fundið gegn veirunni. Tímasetningin tekur mið af þeim mikla árangri sem náðst hefur og sá árangur gerir okkur nú kleift að sækja fram. Lífið verður aldrei án allrar áhættu og það verður að fá að halda áfram. Enn um sinn verðum við að lifa með ógn sem glitrar eins og draugsauga við dyrnar. Með skynsemi og mark- vissum aðgerðum er hægt að fara gullinn meðalveg þar sem áfram er unnið að því að verja allan þann ár- angur sem náðst hefur en um leið hefja sókn í átt að frelsi og því lífi sem við viljum lifa. Eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörns- dóttur og Þórdísi Kolbrúnu Reyk- fjörð Gylfadóttur »Ríkisstjórnin ákvað í gær að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í Covid-19-próf á Keflavíkurflugvelli. Áslaug Arna er dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún er ferðamála-, iðn- aðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Lífið heldur áfram Morgunblaðið/Eggert Rýmkun „Óvissa er um framtíð alls efnahagslífsins en hún veltur ekki síst á því hvenær unnt verður að opna landið fyrir ferðamönnum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.