Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 Efling-stéttarfélag • Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík • Sími 510 7500 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf • Skýrsla stjórnar • Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu • Lýst kjöri stjórnar, stjórna sjóða og skoðunarmanna reikninga Önnur mál Léttar veitingar Vegna samkomubanns mega eingöngu vera 50 manns í sama rými. Því fer fundurinn fram í tveimur samliggandi sölum og þess gætt að fara eftir reglum um fjölda manns og tveggja metra fjarlægð. Til að halda skipulagi biðjum við félagsmenn að boða komu sína á www.efling.is Endurskoðaða reikninga félagsins má nálgast á www.efling.is Félagar mætum vel og stundvíslega. Aðalfundur Eflingar 2020 verður haldinn miðvikudaginn 20. maí kl. 20.00 á Hótel Sögu í Kötlu I og Kötlu II. Aðalfundur Eflingar 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hyggst á næstunni setja upp nýja tegund af almenn- ingsalernum á völdum stöðum í borginni. Fyrstu salernin verða sett upp á Mógilsá við Esjurætur á næst- unni, en þar lauk nýlega jarðvegs- og lagnavinnu. Um síðustu áramót féll úr gildi samningur við rekstraraðila á al- menningssalernum í miðborg Reykjavíkur og var ekki heimilt samkvæmt innkaupareglum að framlengja hann, samkvæmt upp- lýsingum Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkur- borg. Eftir áramót varð úr að Reykja- víkurborg keypti búnað og salernis- turna af rekstraraðila til að geta boðið þjónustuna áfram. Í dag rekur borgin sjálfvirk al- menningssalerni (salernisturna) á nokkrum stöðum í miðborginni og eru þau opin almenningi að kostn- aðarlausu allan sólarhringinn. Núverandi útfærsla á þessum al- menningssalernum er ekki fullnægj- andi, meðal annars gagnvart að- gengi fatlaðra, og er vilji til að bæta úr því, að sögn Jóns Halldórs. Slíkt kallar í einhverjum tilvikum á lag- færingar í umhverfinu og til að vinna allt saman með réttum hætti hafa verið gerðir uppdrættir af útfærslu á eftirtöldum stöðum: Hljómskála- garði, Ingólfstorgi, Bernhöftstorfu, Vegamótastíg hjá Hegningarhúsinu, horni Lokastígs og Njarðargötu og Mæðragarði við Lækjargötu. Á fimm stöðum þarf að gera breytingar á deiliskipulagi sem felur í sér að settur er inn nýr byggingar- reitur eingöngu ætlaður fyrir al- menningssalerni, sem Yrki arkitekt- ar hafa hannað. Turnsalernin sem áður eru nefnd voru í rekstrarleigu frá AFA JC- Decaux sem sá um eftirlit og þrif a.m.k. einu sinni á dag. Salernin og salernisgólfið hreinsast auk þess sjálfvirkt eftir hverja notkun. Í skýrslu starfshóps um almenn- ingssalerni í Reykjavík frá 2016 er bent á að við endurnýjun salerna í borginni eigi fyrsta val að vera sal- erni með aðgengi fyrir alla, þ.e. jafnt fatlaða sem ófatlaða. Ljósmynd/Jón Halldór Jónasson Nýju salernin Það fyrsta verður bráðlega sett upp á Mógilsá við Esjurætur. Salerni af nýrri tegund sett upp víða í borginni  Núverandi salernisturnar standast ekki kröfur um aðgengi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Flestir kornbændur eru að ljúka við eða hafa lokið við sáningu í vor. Ræktunarstörfin hafa gengið vel. Björgvin Þór Harðarson er með stórfellda ræktun í Gunnarsholti fyr- ir svínabú fjölskyldunnar en einnig til manneldis. Hann gerir í ár til- raunir með rækun á sinnepsplöntum og bóndabaunum. Sinnepsræktunin er samstarfs- verkefni Björgvins og hjóna í Fljóts- hlíð. Þau eru með býflugnabú og hafa gert tilraunir með ræktun á sinnepi. Mikill safi í blóminu „Frá því að við hófum smábúskap með býflugur á árinu 2013 höfum við verið að velta fyrir okkur heppileg- um plöntum til að rækta fyrir þær. Áttuðum okkur á því að sinnep væri planta sem blómstraði vel og mikið og gæfi mikinn blómasafa. Við fórum að leika okkur með þetta og gerðum litlar tilraunir sem komu ágætlega út og býflugurnar sóttu í blómin,“ segir Þórður Freyr Sigurðsson við- skiptafræðingur sem býr ásamt konu sinni, Margréti Jónu Ísólfs- dóttur, á Uppsölum 2 í Fljótshlíð. Þau eru bæði í annarri vinnu og bú- skapurinn því aðeins áhugamál. Þau ákváðu að taka þetta skrefinu lengra í ár og fá atvinnumann í korn- rækt til að sjá um ræktunina. Mark- miðið er að fá fullan þroska í sinn- epsfræið og nota það til að framleiða sinnep, hunangssinnep þegar afurð- um býflugnanna hefur verið bætt við. Björgvin Þór sáir sinnepi í tvo til þrjá hektara í Gunnarsholti og Þórð- ur og Margrét munu koma fyrir bý- flugnabúi í nágrenni við akurinn til að frjóvga plönturnar. Þar ræktar Björgvin jafnframt nepju sem, eins og sinnepsplantan, blómstrar vel og gefur góðan safa fyrir býflugurnar. Þórður segir að erfitt sé að fá góð yrki af sinnepsfræi. Í sumar verði notast við þau fræ sem tekist hafi að afla en hann vonast til að fá betri fræ fyrir næsta sumar. Tilraun með bóndabaunir Björgvin Þór sáir aðallega byggi, hveiti og nepju í alls um 240 hektara í Gunnarsholti. Aðaltilgangurinn er að afla innlends fóðurs fyrir svínin á búi fjölskyldunnar í Laxárdal en einnig er hluti notaður í eigin mat- vælavinnslu og seldur til matvæla- fyrirtækja. Önnur nýjung þetta árið er rækt- un á bóndabaunum. Segir Björgvin að ekki hafi áður gengið að rækta þessa plöntu hér en hann prófar nú nýtt afbrigði frá Finnlandi. „Til- gangurinn er fyrst og fremst að framleiða íslenskt próteinfóður fyrir svínin og nota í staðinn fyrir innflutt sojamjöl,“ segir Björgvin Þór. Samstarf um ræktun sinneps í Gunnarsholti  Býflugnabændur stefna að framleiðslu hunangssinneps Ljósmynd/aðsend Býflugnabændur Þórður Freyr Sigurðsson og Margrét Jóna Ísleifsdóttir huga að blómgun á sinnepsakri sínum á Uppsölum 2 í Fljótshlíð. Nú síðla nætur áttu að hefjast mikl- ar framkvæmdir í Hrísey, þar sem lögð verða út alls 800 tonn af mal- biki sem ná munu yfir 6.000 fer- metra á götum víða um þorpið. Akureyrarbær, sem Hrísey er hluti af, stendur að þessu verki. „Þetta verður góður sprettur og við gefum okkur sólarhring í þetta verkefni,“ sagði Kristinn Svanbergsson, fram- kvæmdastjóri Malbikunar Norður- lands ehf. Hitt fyrirtækið sem kem- ur að málum er Finnur ehf. og er samstarf þeirra í millum. Á síðasta ári voru nýjar lagnir settar í nokkrar götur í Hrísey og þær endurbættar, sem í raun var undirbúningur fyrir malbikunina. Þegar er búið að flytja allar vélar og tæki sem þarf til verksins út í ey. Þar má nefna stóra beltagröfu, malbikunarvél, tvo valtara, hjóla- skóflu og veghefil svo eitthvað sé nefnt. Flutt með pramma Malbik til framkvæmdanna er framleitt á Akureyri og ekið þaðan til Dalvíkur um borð í prammann Pétur mikla sem siglir svo með farminn á verkstað. Þar er malbikið sett á vagna og svo í vélina sem leggur það út á göturnar. Áætlað er að verkinu, sem 20 karlar sinna, ljúki síðla næstu nótt. „Verkefnastaðan er góð og bjart fram undan. Nú höfum við til dæm- is verið að malbika plön við ýmsar bensínstöðvar Olís hér á Norður- landi og svo eru sveitarfélög í fram- kvæmdagírnum,“ segir Kristinn. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hrísey Miklar framkvæmdir á vegum Akureyrarbæjar, sem eyin tilheyrir. Göturnar í Hrísey verða malbikaðar  Framkvæmdir í heilan sólarhring

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.