Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 Verið velkomin Við póstsendum um allt land Sími 568 5170 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Snyrtivörumerkin okkar eru: Mad e i n I c e l a n d Nýjar glæsilegar VORVÖRUR Jakkar • Vesti • Túnikur • Kjólar • Bolir Peysur • Buxur • Töskur • Silkislæður Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Dr. Anthony Fauci, sem leitt hefur sóttvarnateymi Bandaríkjaforseta í kórónuveirufaraldrinum, varaði í gær öldungadeild Bandaríkjaþings við afleiðingum þess að horfið yrði of snemma frá þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til til þess að stemma stigu við útbreiðslu veirunn- ar. Fauci bar vitni á fjarfundi í heil- brigðis-, efnahags-, atvinnumála- og lífeyrisnefnd öldungadeildarinnar í gær og sagði þar að ef þeim skrefum sem Hvíta húsið hefði þegar sett fram um að „opna Bandaríkin á ný“ yrði ekki fylgt vandlega byði það heim hættunni á fjölda nýrra hóp- smita. „Það mun ekki bara þýða óþarfa hörmungar og dauðsföll heldur mun það einnig setja bakslag í tilraunir okkar til þess að komast aftur til eðli- legs ástands,“ sagði Fauci í upphafs- orðum sínum til nefndarinnar. Robert Redfield, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinn- ar, CDC, og Stephen Hahn, yfir- maður bandaríska matvælaeftirlits- ins, báru einnig vitni fyrir nefndinni, en þeir tveir auk Faucis voru allir í einangrun eftir að tvö tilfelli kórónu- veirunnar komu upp í Hvíta húsinu í síðustu viku. Fundi þingnefndarinnar var ætlað að skoða nánar þau áform sem uppi eru um að létta af sóttvarnaaðgerð- um Bandaríkjanna, en afstaða til þess virðist skiptast nokkuð eftir flokkslínum. Þannig hafa ríkisstjórar í nokkrum ríkjum þar sem repúblik- anar eru í meirihluta þegar hafið að létta á aðgerðum ríkjanna, með þeim rökum að efnahagur Bandaríkjanna þoli ekki núverandi ástand til lengdar. Musk opnar verksmiðjuna á ný Í öðrum ríkjum, svo sem Kaliforn- íu, hefur verið farið hægar í sakirnar, en mismunandi áherslur eftir stjórn- sýslustigum hafa einnig orðið til þess að flækja mál. Þannig tilkynnti Elon Musk, eigandi Teslu, í fyrradag að sér væri nóg boðið og lét bifreiða- verksmiðju sína í Alameda hefja framleiðslu á ný, þrátt fyrir að sveitarstjórnin þar hefði neitað fyrir- tækinu um leyfi tímabundið þar til það hefði lagt fram sóttvarnaáætlun sína og fengið hana samþykkta. Þangað til yrði Tesla boðið að viðhafa einungis „lágmarksstarfsemi“. Musk sagðist hins vegar hafa sam- þykki Kaliforníuríkis fyrir þeim að- búnaði sem væri í verksmiðjunni. Hélt hann því fram að ákvörðun heil- brigðiseftirlits sveitarstjórnarinnar væri í trássi við lög, á sama tíma og hún gerði það að verkum að Tesla væri eini bandaríski bílframleiðand- inn sem ekki hefði fengið að hefja fulla starfsemi á ný. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Steve Mnuchin fjármálaráðherra hafa báðir lýst yfir stuðningi við Musk. Rúmlega 1,3 milljónir tilfella kór- ónuveirunnar hafa verið skrásettar í Bandaríkjunum til þessa, sem er hið mesta í heimi. Þá hafa rúmlega 80.000 manns látist af völdum hennar vestanhafs. Faraldurinn virðist vera í rénun í þeim ríkjum sem verst hafa orðið úti til þessa, til dæmis Wash- ington og New York, en óttast er að í ríkjum innar í landinu eigi faraldur- inn enn eftir að ná hápunkti. Næstflest tilfelli hjá Rússum Tilfellum hefur fjölgað mjög í Rússlandi síðustu daga og voru 232.243 skrásett tilfelli þar í landi í gær, um 5.000 fleiri en á Spáni. Er Rússland þar með orðið það land sem glímir við næstflest tilfelli í heimin- um á eftir Bandaríkjunum. Dímítrí Peskov, talsmaður Vla- dimírs Pútíns Rússlandsforseta, til- kynnti í gær að hann væri á meðal þeirra sem greinst hefðu jákvæðir fyrir kórónuveirunni og hann væri nú undir eftirliti lækna. Rússneskir embættismenn segja hinn stóraukna fjölda tilfella vera af- leiðingu víðtækra skimana fyrir veir- unni, en rúmlega 5,8 milljónir prófa hafa verið framkvæmdar í Rússlandi. Þá hefur dánartíðni af völdum veir- unnar haldist lág, en einungis 2.116 dauðsföll hafa verið skráð í Rúss- landi til þessa. Rússar hafa verið sak- aðir um að fela hina raunverulegu dánartíðni, en stjórnvöld þar segjast einfaldlega hafa lært af framgangi veirunnar í Vestur-Evrópu og náð þannig að koma í veg fyrir að alvar- legustu tilfellin drægju fólk til dauða. Pútín ávarpaði rússnesku þjóðina í fyrradag og kynnti þar áætlanir sín- ar um að létta á sóttvarnaaðgerðum Rússlands frá og með gærdeginum. Sagði Pútín það vera í þágu allra ef hagkerfið gæti náð fyrri styrk sínum sem fyrst, en fyrirtækjum í bygging- ariðnaði, landbúnaði og orkufram- leiðslu verður fyrstum leyft að opna á ný í aðgerðum rússneskra stjórn- valda. Útgöngubann verður þó áfram í gildi í höfuðborginni Moskvu fram til loka maímánaðar, en borgin hefur orðið langverst úti í faraldrinum í Rússlandi. Fá íbúar einungis leyfi til að yfirgefa heimili sín til að sækja sér matvæli eða til að fara til vinnu sinn- ar, og þá hefur öllum verið gert að ganga um með grímu og hanska í búðum og í almenningssamgöngum. Varar við að opna of snemma  Fauci segir öldungadeildinni að það muni kosta „óþarfa hörmungar og dauðsföll“ ef áætluninni er ekki fylgt  Talsmaður Pútíns greinist með kórónuveiruna AFP Fjarfundur Demókratinn Tim Kaine frá Virginíu og repúblíkaninn Richard Burr frá Norður-Karólínu heilsuðust með olnbogunum í gær, en þeir sátu fjarfund heilbrigðisnefndar öldungadeildarinnar með dr. Anthony Fauci. Lögreglan í Bretlandi tilkynnti í gær að hún hefði tekið til rannsóknar mál lestarstarfsmannsins Belly Muj- inga, sem lést af völdum kórónuveir- unnar eftir að maður hrækti á hana og hóstaði, en hann sagðist vera smitaður af kórónuveirunni. Atvikið átti sér stað 22. mars á Viktoríu-lestarstöðinni í Lundúnum, þar sem Mujinga seldi lestarmiða, en hún var með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóm. Þegar Muj- inga veiktist í byrjun apríl var hún flutt á sjúkrahús og sett á öndunar- vél. Þar lést hún 5. apríl síðastliðinn. Málið hefur vakið mikla reiði í Bret- landi og sagði talsmaður breska for- sætisráðuneytisins Mujinga hafa orðið fyrir „viðurstyggilegri“ árás. Lést eftir „viður- styggilega“ árás AFP Viktoríu-lestarstöðin í Lundúnum. BRETLAND Búlgarskir forn- leifafræðingar lýstu því yfir í gær að þeir hefðu aldurs- greint bein sem fundust árið 2015 í helli í norðurhluta landsins, og er talið að þau séu um það bil 45.000 ára gömul. Um er að ræða tönn og nokkur brot úr beinum. Nikolay Sirakov, prófessor í fornleifafræði, sagði að fundurinn sýndi að Homo sapiens hefði haslað sér völl í Evrópu mun fyrr en áður var talið, en þar lifði hann samhliða Neanderdalsmanninum í um fimm til tíu þúsund ár. Talið er að upp- götvunin geti varpað ljósi á þann tíma sem tegundirnar tvær lifðu hlið við hlið. Elstu mannaleifar í Evrópu fundnar? BÚLGARÍA Svona eiga Nean- derdalsmenn að hafa litið út. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, skipaði í gær hersveitum landsins, að hefja á nýjan leik aðgerðir gegn talíbönum og öðrum hryðjuverka- hópum í landinu eftir að fjörutíu manns hið minnsta féllu og um 80 særðust í tveimur árásum í landinu. Að minnsta kosti fjórtán manns féllu þegar vígamenn hófu skothríð á fæðingardeild við sjúkrahús í höfuð- borginni Kabúl, og voru nýfædd börn og ljósmæður á meðal þeirra sem létust. Þá féllu að minnsta kosti þrjátíu manns þegar sjálfsvígssprengju- maður réðist á jarðarför í þorpi í Nangahar-héraði í austurhluta landsins, en hinn látni var fyrrver- andi lögreglustjóri í þorpinu. Sýndu „sanna illsku“ Í sjónvarpsávarpi sínu til afg- önsku þjóðarinnar sagði Ghani að aftur þyrfti að grípa til vopna gegn óvininum, en herir landsins hafa undanfarna mánuði einungis verið í varnarstöðu. Átti sú ákvörðun að liðka fyrir friðarviðræðum milli afg- anskra stjórnvalda og talíbana, en þær hafa strandað á deilum um lausn á talíbönum sem afgönsk stjórnvöld hafa í haldi. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, var á meðal þeirra sem fordæmdu árásirnar í gær. Sagði hann það sýna „sanna illsku“ að beina spjótum sínum að mæðrum og nýfæddum börnum annars vegar og hins vegar að fjöl- skyldum sem nýlega hefðu misst ná- inn aðstandanda. Krafðist Borrell þess að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar en hvatti einnig til þess að stríðandi fylkingar gerðu með sér varanlegt vopnahlé. Hefja aðgerðir gegn talíbönum á ný  Vígamenn réð- ust á fæðingar- deild í Kabúl AFP Árás Afganskur hermaður ber ný- fætt barn frá sjúkrahúsinu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.