Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 Tilhugalíf hafarna hefst með mikilli fluglistasýningu snemma á vorin. Ernir sem Guðlaugur Albertsson ljósmyndari sá í Vatnsfirði á dögunum voru eitthvað að fljúgast á og reka klærnar saman, eða „klóast“ eins og atferlið hefur verið kallað. Annar örninn sneri sér í hring í loftinu þannig að þeir ráku klærnar saman. Væntanlega er tilhugalífið löngu búið en ljósmyndarinn var það langt í burtu að hann áttaði sig ekki á því hvort tveir karlfuglar væru þarna á ferð eða par. Haförn er sjaldgæfasti og langstærsti ránfuglinn í íslensku fugla- fánunni. Vænghaf hans getur orðið rúmir tveir metrar og er tignarlegt að sjá haförn svífa yfir. Um 70 hafarnapör eru nú í landinu. Tegundin er alfriðuð. Konungur fuglanna svífur þöndum vængjum í Vatnsfirði Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Hafernir „klóast“ við tilkomumikla fluglistasýningu 590666 SsangYong Korando ‘17, ekinn 63 þ. km. Verð: 2.690.000 kr. 445995 SsangYong Rexton ‘16. ekinn 76 þús. km. Verð: 4.390.000 kr. 446186 Ísland vill sjá þig í sumar Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 12-17 Meira úrval á notadir.benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 * Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. oyota CHR ‘18, ekinn 60 þús. km. erð: 3.690.000 kr. Nissan X-trail Tekna ‘19, ekinn 49 þús. km. Verð: 5.190.000 kr. Opel Mokka X ‘18, ekinn 32 þús. km. Verð: 3.990.000 kr. Opel Astra Enjoy ‘17, ekinn 60 þús.km. Verð: 2.990.000 kr. 150501 590713 446135 340546 T V Kaupauki Eldsneytiskort að verðmæti 50.000kr. frá Orkunni. Sjönætur með morgunverði. Verðmæti 210.000 kr. Ævintýrapottur Skráðu þig til leiks á notadir.benni.is Vinnangar dregnir út á Bylgjunni með völdum bílum! Opel Grandland X ‘19, ekinn 62 þús. km. Verð: 2.990.000 kr. Vilja frekari sýnatökur  Foreldrafélag Fossvogsskóla ósátt við borgina Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Við berum ábyrgð á þessum börn- um og heilsu þeirra til framtíðar og langtímaáhrif af því að vera í raka- skemmdu umhverfi eru ekki þekkt. Við viljum að börnin njóti þess vafa þannig að menn fari ekki út úr fram- kvæmdunum án þess að vera full- vissir um að verkefninu sé lokið,“ segir Karl Óskar Þráinsson, for- maður foreldrafélags Fossvogs- skóla. Foreldrafélagið er ósátt vegna þess að ekki á að taka sýni úr hús- næði skólans eins og gert var síðast- liðið vor þegar í ljós komu viða- miklar skemmdir og ráðist var í víðtækar framkvæmdir í kjölfarið. litið. Skemmdirnar komu ekki fram í úttekt Heilbrigðiseftirlitsins, ekki í loftsýnaúttekt sem gerð var nokkr- um vikum síðar, heldur þegar Verkís fór í umfangsmiklar sýnatökur af efni. Heilbrigðiseftirlitið hafði gefið út heilbrigðisvottorð örfáum vikum áður en þetta kemur allt í ljós og húsnæðið er rýmt,“ segir Karl. Hann segir að gott samráð og upp- lýsingaflæði hafi verið milli fram- kvæmdaaðila, borgarinnar og full- trúa skólans, framan af en klippt hafi verið á samráð þegar fyrstu kvart- anir bárust um að börn væru enn að veikjast síðastliðið haust. „Síðan þá hafa foreldrar verið hunsaðir í þessu máli.“ Karl segir að svar hafi loks borist frá borginni 30. apríl. Það hafi verið óskiljanlegt. Því hafi bréfinu verið svarað í gær og þar aftur farið fram á með skýrum rökum að frekari sýni verði tekin. Það verði gert af fag- aðila, öðrum en Heilbrigðiseftirlit- inu. Þá hefur félagið ráðið til sín lögfræð- ing til að krefja borgina svara. „Þegar málið kemur upp síðastlið- ið vor, fyrir rúmu ári, gerist það eftir mjög viðamiklar sýnatökur og þá kemur í ljós að það er eitthvað virki- lega mikið að húsnæðinu. Svo fara þeir í alls konar framkvæmdir og þegar við köllum eftir því að það verði tekin sams konar sýni úr hús- næðinu, vegna þess að börn og starfsfólk eru enn að veikjast, er því hafnað og vísað á Heilbrigðiseftir- Morgunblaðið/Eggert Fossvogsskóli Foreldrar fara fram á sýnatökur vegna veikinda fólks. Pétur Magnússon hefur verið ráðinn forstjóri Reykjalundar frá og með 1. júní nk. Hann lætur þá af störfum sem forstjóri Hrafnistuheimilanna. Við starfi hans þar taka tímabundið þau Sigurður Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannadagsráðs og Naustavarar, og María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu. Munu þau leiða áframhaldandi starfsemi, þróun og uppbyggingu Hrafnistu- heimilanna, sem eru alls átta að tölu á suðvesturhorni landsins. Pétur hefur verið forstjóri Hrafn- istu undanfarin 12 ár. „Stjórn Sjó- mannadagsráðs er afar þakklát Pétri fyrir framlag hans í þágu fé- lagsins og fyrir þann árangur sem hann hefur náð í starfi sem bætt hafa gæði öldrunarþjónustu í land- inu og óskar ráðið honum alls vel- farnaðar á nýjum vettvangi,“ segir m.a. í tilkynningu frá Sjómanna- dagsráði. Pétur er lyfja- fræðingur að mennt og með MBA-gráðu frá HR, með áherslu á mannauðs- stjórnun. Reykja- lundur er í eigu SÍBS og rekinn með þjónustusamningi við ríkið. Eftir að Birgir Gunnarsson lét af störfum forstjóra sl. október hefur styr stað- ið um starfsemi Reykjalundar. Stefán Yngvason hefur verið for- maður starfsstjórnar og starfandi framkvæmdastjóri lækninga. Anna Stefánsdóttir hefur verið starfandi forstjóri og setið í starfsstjórn. Pétur tekur við stjórn- inni á Reykjalundi Pétur Magnússon  Hættir sem forstjóri Hrafnistu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.