Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Mercedes Benz G350 9/2014. Diesel. Ekinn 100 þús km. Hlaðinn búnaði og stórglæsilegur. Brún Designio leður innrétting. 2 gangar af felgum sumar og vetrar. Verð 14.900 þús. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Atvinnuhúsnæði Verslunarhúsnæði í austurbænum óskast Óska eftir að taka á leigu verslunarhúsnæði í austurhluta Reykjavíkur, 150-250 fermetra. Leigt til þriggja mánaða með möguleika á framlengingu. Áhugasamir sendi inn tilboð á netfangið verslunarhusnaedi150@gmail.com Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Skinneyjar - Þinganess hf. Aðalfundur Skinneyjar - Þinganess hf. fyrir árið 2020 verður haldinní fundarsal félagsins að Krossey, Hornafirði, föstudaginn 5. júní 2020 og hefst hann stundvíslega kl. 13.30. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein í samþykktum félagsins. 2. Önnur mál, löglega fram borin. Framboðum til stjórnar skal skila til félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfundinn með þeim upplýsingum sem fram koma í 2. mgr. 63. gr. a í lögum um hlutafélög. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar eru hvattir til að mæta tímanlega til að taka við fundargögnum. Hornafirði, 8. maí 2020. Stjórn Skinneyjar - Þinganess hf. Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi, framleiðsla á 10.000 tonnum á ári Arnarlax ehf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummats- skýrslu um sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi, framleiðslu á 10.000 tonnum á ári. Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 13. maí.—26. júní á eftirtöldum stöðum: Á Safnahúsinu á Ísafirði, Þjóðarbókhlöðunni og Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er að- gengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. júní 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Við höfum opið alla daga frá kl.9:00-15:00, með tak- mörkunum þó. Þar sem enn eru hópatakmarkanir þarf að skrá sig í alla viðburði hjá okkur. Lögð er rík áhersla á handþvott og sprittun og biðjum við alla að huga að því bæði við komu og brottför. Skráning og allar upplýsingar í síma 411-2701 og 411-2702. Hlökkum til að sjá ykkur. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Höfum opnað smá rifu á félags- miðstöðina. Ákveðnar takmarkanir eru í gildi. Misjafnt eftir svæðum hve margir komast inn í einu. Áfram þarf að huga vel að handþvotti og sprittun bæði þegar komið er inn og þegar gengið er út. Í suma viðburði þarf að skrá sig í síma 411-2790. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Hlökkum til að sjá ykkur. Korpúlfar/Borgir Grafarvogi. Opið í Borgum með ákveðnum tak- mörkunum en förum rólega af stað, skref fyrir skref, sjáumst fagn- andi. Hámark 20 manna hópar og virðum 2 metra regluna. Lögð áhersla á handþvott sprittun bæði við komu og brottför í Borgir, þar sem gleðin býr. Gönguhópur Korpúlfa með göngur alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10 gengið frá Borgum mánudögum einnig frá Grafarvogskirkju. Kaffi á könnunni. Seltjarnarnes Gler og leir kl. 9.00 í samráði við leiðbeinendur. Þar sem okkur er ennþá uppálagt að halda sóttvarnarhópum aðskildum eins og mögulegt er þá er kaffikrókurinn og handavinnan er eingöngu opin fyrir íbúa á Skólabraut. Minnum alla á að halda 2ja metra regl- una, handþvottinn og sprittunina. Vantar þig pípara? FINNA.is Smá- og raðauglýsingar Elskulega frænka mín. Það hefur verið erfitt að horfa upp á veikindi þín og sjá hvernig þér hrakaði með hverju árinu. Þú tókst samt við þessari áskorun af æðruleysi og barðist vel fram á síðasta dag, með glaðværð og húmor að vopni. Ég var lítil skotta 5-8 ára og bjó í Árbænum og átti foreldra sem unnu mikið og voru lítið heima. Þið mamma voruð syst- ur og var mér uppálagt að leita til þín í næsta hverfi þar sem þú áttir her af börnum og tókst enn einu barninu fagnandi. Ég var fljót að átta mig á bestu hjóla- og strætóleiðinni til þín og mætti daglega í heimsókn í Skriðustekkinn. Heimili þitt var fallegt, hreint og afskaplega mikil hlýja einkenndi það enda hafðir þú einstaklega hlýja nærveru og fannst mér frænkuknúsið þitt það allra besta. Ekki var verra að þú áttir líka hund, hann Bósa, og vorum við bestu vinir enda vissi hann að þegar ég mætti væri von á mjög löngum göngutúrum Eftir að ég eltist gerði ég mér meira grein fyrir öllum þeim áföllum sem þú hefur far- ið í gegnum þar sem ég áttaði mig ekki á öllu þessu sem barn. Oft hef ég velt fyrir mér hvernig þú hreinlega gast hald- ið áfram eftir missi 2ja barna, hjónaband með skini og skúr- um og veikindi þar á ofan. En seiglan í þér var ótrúleg og þú hélst áfram þó vindar blésu og útlitið væri svart, með eins og áður sagði glaðværð og húmor að vopni og stundum Guðbjörg Pálína Einarsdóttir ✝ Guðbjörg Pál-ína Einarsdótt- ir var fædd 4. ágúst 1942. Hún lést 15. apríl 2020. Útför Guðbjarg- ar Pálínu fór fram 5. maí 2020. svartan húmor sem var mjög skemmti- legur. Besta setningin þín þegar eitthvað hafði komið upp og mér fannst það mjög skondið var „þú hlærð“ og þá hló ég enn meira og þú líka. Hláturstundirn- ar okkar voru margar og í seinni tíð hlógum við mikið að mömmu minni (systur þinni) sem er alveg óborganleg og lendir oft í brasi sem er bara hreinlega ekki hægt annað en að brosa að. En eins og áður sagði, þú hefðir ekki komist í gegnum þessi áföll nema vera glaðvær og þú vissir að ljósið væri handan við hornið þó útlitið væri svart akkúrat þessa stundina. Að lokum er ég óskaplega þakklát seinustu mánuði að hafa fengið tækifæri til að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig sem barn og átti ég mjög erfitt með mig þegar ég var að þakka þér fyrir og vildi að þú myndir finna og vita hve dýrmætt það var mér – ég fór að gráta og þú huggaðir mig og sagðir að þú værir líka svo þakklát að hafa fengið tækifæri til að koma að uppeld- inu á mér og það hefði gefið þér mikið – væri minnsta skott- an þín á þessum tíma þar til barnabörnin komu í hrönnum. Þú horfðir í augun á mér og meðtókst þakklætið – því gleymi ég aldrei – þú vissir hve mikilvægt það var fyrir mig að þú myndir vita þetta – einstök stund. Enn og aftur TAKK, elsku frænka, fyrir að vera þú sem þú varst – skjólið mitt og vin- kona, er ævinlega þakklát þér og elska þig af öllu mínu hjarta. Er innst inni þakklát að þú fékkst loks hvíldina eftir þín erfiðu veikindi og erfiða lífsbar- áttu þar sem hlutskipti þitt var oft ekki sanngjarnt en þú kenndir manni að fylgja ljósinu, brosa og hlæja og best ef hægt er að gera það með öðrum því þá fer manni strax að líða bet- ur. Íslenska konan Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’ hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’ er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’ og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, og sólin, hún rís, og sjá: Þér við hlið er þín ham- ingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Þín einlæg, Olga Birgitta Bjarnadóttir. Nú þegar yndis- leg systir hefur kvatt þennan heim rifjast upp gamlar minningar henni tengdar. Það mun hafa verið árið 1943, ég þá 5 ára, sem faðir okkar, Jóhann- es J. Albertsson, fór vestur á Snæfellsnes til að vera viðstadd- ur fermingu elstu dóttur sinnar, Grétu. Var ég með í för og var það í fyrsta skipti sem ég hafði farið frá Eyjum upp á „fasta- landið“, sem var mikið ævintýri. Á Hamraendum í Breiðuvík hitti ég í fyrsta skipti systur mínar Grétu, sem var alin þar upp hjá afa sínum og ömmu Sig- mundi og Margréti, og Distu sem var þar í sumarvist. Næst þegar leiðir okkar Distu lágu saman var þegar Ragnar bróðir okkar var fermd- ur vorið 1945, en þá voru öll systkinin saman komin í um vikutíma. Var þar mikli gleði við endurfundi eldri systkinanna, sem mörg höfðu verið aðskilin um árabil. Jóhanna Maggý Jóhannesdóttir ✝ JóhannaMaggý Jóhann- esdóttir (Dista) fæddist 28. maí 1931. Hún lést 14. apríl 2020. Dista var jarð- sungin 5. maí 2020. Árið 1950 flutti hún tímabundið til Eyja og bjó þá hjá okkur í London við Miðstræti, sem er annað hús austan við fæðingarheimili hennar, Vegg. Í London ól hún frumburð sinn Kristínu. Nú urðu samskiptin nánari, því nú fékk ég að- stoð við heimalærdóminn, sér- staklega reikninginn, en í hon- um botnaði ég ekkert. Dista kippti því í lag og svo mörgu öðru sem vafðist fyrir okkur yngri systkinunum, Lillý og mér. Og það er óhætt að segja að árin hennar Distu í Eyjum reyndust okkur góð. Um tíma afgreiddi hún á Ís- bar við Miðstræti, og þar þurfti maður aðeins að reka inn nefið til að fá ókeypis ís. Þar var hún sérstaklega vinsæl fyrir alúð- lega og vingjarnlega framkomu við viðskiptavini. Var það ætíð hennar aðalsmerki gagnvart öllum sem hún hafði samskipti við í lífi og starfi. Nokkru árum síðar flytur hún til Ólafsvíkur, þar sem hún átti eftir að kynnast lífsföru- naut sínum, Arnþóri Ingólfs- syni lögreglumanni. Þau giftast 1956 og flytja þaðan til Reykja- víkur og hefja þar búskap í lít- illi leiguíbúð við Holtsgötu, þaðan flytja þau í stærri íbúð við Sólvallagötu. Það er um það bil sem ferð- um mínum fer að fjölga til Reykjavíkur og var ég tíður næturgestur hjá þeim hjónum og alltaf velkominn þótt þröngt væri og börnunum fjölgaði. Alltaf var manni tekið með brosi á vör og þeirri einstöku alúð sem einkenndi þau bæði. Eftir að við hjónin fluttum til Reykjavíkur 1960 varð sam- band okkar og þeirra enn nán- ara. Þegar þau fluttu í eigið hús- næði að Birkihvammi 4, Kópa- vogi, jókst rýmið og bjuggu þau vel að sínu og sínum. Gesta- gangur var þar mikill og veit- ingar höfðinglegar eins og allt- af áður. Þegar börnin á heimilinu fóru að stofna eigið heimili og hurfu úr föðurhúsum fóru þau Dista og Arnþór að huga að flutningi í minni íbúð. Íbúð í Rjúpnasölum varð fyrir valinu. Síðar flytja þau í DAS-íbúð í Boðaþingi 24 og þaðan á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Þar leið þeim vel enda er starfsfólk þar ljúft og þægilegt á alla lund. Hafi það þökk fyrir umhyggjuna. Það er með trega í hjarta sem við hjónin kveðjum elsku- lega systur og mágkonu, um leið og við vottum Arnþóri og öllum afkomendum þeirra inni- lega samúð. Guð blessi ykkur öll. Sævar Þorbjörn og Emma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.