Morgunblaðið - 13.05.2020, Blaðsíða 28
Strengjahópar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika í
Hörpuhorni nú í vikunni kl. 12.15 og fóru fyrstu tón-
leikar fram í fyrradag og þeir næstu verða haldnir í dag.
Nicola Lolli, konsertmeistari SÍ, kemur fram með víólu-
leikaranum Łucja Koczot og sellóleikaranum Bryndísi
Höllu Gylfadóttur. Á morgun fær konsertmeistarinn
Sigrún Eðvaldsdóttir til liðs við sig 15 manna strengja-
sveit úr hljómsveitinni sem leikur fyrir gesti og á föstu-
dag leikur Dúó Edda sem er skipað Veru Panitch á fiðlu
og Steineyju Sigurðardóttur á selló.
Strengjahópar leika fyrir gesti
í Hörpuhorni í hádeginu
ég fékk aftur réttinn á bókinni
samdi ég við kanadískan handrits-
höfund sem skrifaði fyrsta handrit
sem ég varð því miður að segja
skilið við vegna þess að útkoman
var týpísk ísknattleiksmynd en ekki
um persónur og leikendur, sem allt-
af er áhugaverðast í kvikmyndum.“
Hann segist því hafa leitað annað
en allt farið á sama veg. Í kjölfarið
hafi hann ásamt Nínu Petersen
skrifað grunn að handriti og fengið
handritshöfundinn Shawn Linden í
Winnipeg til að fullkomna verkið.
„Talsmenn Buffalo Gal Pictures í
Winnipeg eru mjög ánægðir með
útkomuna,“ segir hann.
Óskar Þór Axelsson hefur verið
fenginn til að leikstýra kvikmynd-
inni. Frank Frederickson (Sigurður
Franklín Jónsson), fyrirliði Fálk-
anna, er aðalpersónan og Snorri
segir að Frank og fjölskylda hans
verði þungamiðja kvikmyndarinnar.
Gert sé ráð fyrir að Jóhannes
Haukur Jóhannesson og Sara Dögg
Ásgeirsdóttir leiki foreldra hans og
Elín Sif Halldórsdóttir systur hans.
Áætlaður framleiðslukostnaður
er liðlega milljarður íslenskra
króna, sem er mjög mikið miðað við
íslenska kvikmynd. „Að koma þessu
á koppinn hefur verið langt og dýrt
ferli og ekki margir fjárfestar sem
setja peninga í menningu og kvik-
myndir, en Róbert Wessman hefur
stutt okkur vel.“ Spurður hvort öll
sund lokist án stuðnings KMÍ segir
Snorri: „Ég hef alltaf verið frekar
bjartsýnn og trúi að KMÍ veiti
þessu verki brautargengi en ef ein-
ar dyr lokast þá opnast aðrar.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Snorri Þórisson hjá kvikmynda-
fyrirtækinu Pegasus undirbýr
ásamt forsvarsmönnum kanadíska
fyrirtækisins Buffalo Gal Pictures í
Winnipeg gerð kvikmyndar um ís-
hokkílið Fálkanna en beðið er eftir
grænu ljósi frá Kvikmyndasjóði Ís-
lands. Rætt hefur verið við Wayne
Gretzky, einn besta hokkíleikmann
sögunnar, til að vera verndari
verksins. „Gangi fjármögnun eftir
hér geta tökur hafist á næsta ári og
frumsýning yrði
þá um ári síðar,“
segir Snorri.
Ísknattleikur
var fyrst keppn-
isgrein á Ólymp-
íuleikum í Ant-
werpen í Belgíu
1920. Fálkarnir
frá Winnipeg
kepptu fyrir
hönd Kanada og
liðið, sem var skipað fyrstu kynslóð
Kanadamanna af íslenskum ættum
að einum manni undanskildum,
kom, sá og sigraði.
David Square sendi frá sér bók-
ina When Falcons Fly 2007 og
skömmu síðar gerði Snorri samning
við hann um að styðjast við bókina
við gerð kvikmyndar. Ekki tókst að
gera kvikmynd í fyrstu tilraun.
Snorri segir að verkefnið hafi verið
geymt en ekki gleymt. „Mér fannst
það svo spennandi og tók því þráð-
inn upp aftur nokkrum árum síð-
ar,“ segir hann. „Þótt kvikmyndin
sé um stráka sem hafa brennandi
áhuga á að leika ísknattleik er
þetta ekki mynd um ísknattleik,
heldur að þurfa að sigrast á fé-
lagslegu óréttlæti í nýju heima-
landi.“
Kostar liðlega milljarð
Vinnuheiti myndarinnar er Falc-
ons Forever eða Fálkar að eilífu.
„Þetta er kvikmynd um „strákana
okkar“ sem unnu gullverðlaun á Ól-
ympíuleikunum fyrir einni öld,“
segir Snorri. „Það var um kráku-
stíg að fara vegna þess að lengi vel
fengu þeir ekki aðgang að liðum í
Winnipeg því þar var litið niður á
Íslendinga á þessum tíma. Eftir að
Kvikmynd um Fálkana
Samstarfsverkefni Pegasus og Buffalo Gal Pictures
Snorri Þórisson: „Þroskasaga íslenskra innflytjenda“
Fyrirliðinn Frank Frederickson og fjölskylda verða á ný í sviðsljósinu.
Snorri
Þórisson
FÆST Í NÆSTU
BÓKAVERSLUN
OG Á EDDA.IS
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 134. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér og
það er mikilvægt að hoppa út í djúpu laugina öðru
hvoru og reyna sig á sviðum sem maður hefur ekki
prófað áður,“ segir Arnór Atlason, fyrrverandi lands-
liðsmaður Íslands í handknattleik, sem hefur verið ráð-
inn unglingalandsliðsþjálfari hjá Dönum. »22
Mikilvægt að reyna sig á sviðum
sem maður hefur ekki prófað áður
ÍÞRÓTTIR MENNING