Morgunblaðið - 24.05.2020, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 4. M A Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 113. tölublað 108. árgangur
GOTT Á GRILLIÐ UM HELGINA!
Bökunarkartöflur
135KR/KG
ÁÐUR: 269 KR/KG
Grísakótilettur
Kjötsel
1.139KR/KG
ÁÐUR: 1.899 KR/KG
Lambalærissneiðar
Kryddaðar
1.739KR/KG
ÁÐUR: 2.899 KR/KG
-40%-50%
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 14. - 17. maí
-40%
NÝJAR TEGUNDIR
AF SALATI
Í MOSFELLSDAL AFLAKÓNGAR SLÓGU MET
GÆTU REYNT
AÐ VERPA
Á ÍSLANDI
KEPPNIR FYRRI ÁRA 36 MANDARÍNENDUR 24HAFBERG Í LAMBHAGA 16
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Vinstri græn lögðust gegn því að
ráðist yrði í stórfelldar framkvæmd-
ir á vegum Atlantshafsbandalagsins
á Suðurnesjum. Var umfang fram-
kvæmdanna talið myndu hlaupa á
12-18 milljörðum króna, en lítils mót-
framlags var krafist frá íslenska rík-
inu. Þetta herma heimildir Morgun-
blaðsins innan ríkisstjórnarflokk-
anna. Samkvæmt þeim hafnaði
flokkurinn þessum áformum þvert á
vilja samstarfsflokka sinna í ríkis-
stjórn, Framsóknar- og Sjálfstæðis-
flokks.
Málið var ekki rætt formlega inn-
an ríkisstjórnarinnar, en í óformleg-
um samtölum milli flokkanna hafn-
aði VG hugmyndinni alfarið. Að því
er heimildir Morgunblaðsins herma
fólu áformin meðal annars í sér upp-
byggingu stórskipahafnar, nýrra
gistirýma og vöruhúsa. Ef af fram-
kvæmdunum hefði orðið má gera ráð
fyrir að hundruð starfa hefðu skap-
ast samhliða þeim. Þar af fjöldi tíma-
bundinna starfa en auk þess tugir ef
ekki hundruð varanlegra starfa.
Tillögu Guðlaugs Þórs hafnað
Eins og mbl.is hefur áður greint
frá lagði Guðlaugur Þór Þórðarson
utanríkisráðherra það til, á ráð-
herrafundi um ríkisfjármál í apríl-
mánuði, að uppbygging fyrir Atl-
antshafsbandalagið í Helguvíkur-
höfn yrði liður í auknum fram-
kvæmdum hins opinbera á Suður-
nesjum vegna áhrifa heimsfaraldurs
kórónuveiru. Þannig myndi höfnin
stækka og gæti til langs tíma tekið á
móti olíuskipum og öðrum stórum
skipum. Tillaga Guðlaugs náði ekki
fram að ganga og var þess í stað ráð-
ist í önnur verkefni, þar á meðal
aukningu hlutafjár Isavia.
Höfnuðu framkvæmdum
VG lagðist gegn 12-18 milljarða framkvæmdum Hefði skapað hundruð starfa
„Óneitanlega er alltaf meira gaman að ná út lifandi lömbum
þegar ég framkvæmi keisaraskurð,“ sagði Guðríður Eva Þór-
arinsdóttir dýralæknir þegar hún dró tvær sprelllifandi
gimbrar út um skurð á kvið hennar Pálu, kindar sem ekki gat
borið, því leghálsinn var alveg lokaður. Eigendur Pálu og
bændur í Hruna í Hrunamannahreppi, Óskar og Una, hlúðu
að lömbunum á meðan Guðríður saumaði skurðina saman.
Guðríður opnaði sína eigin dýralæknastofu á Flúðum um síð-
ustu páska og það er nóg að gera í sauðburðinum. »28-29
Morgunblaðið/Eggert
Buðfríður og
Beva skornar
úr móðurkviði
Fyrirhuguð uppbygging húsnæðis
fyrir heimilislausa í Gufunesi er ut-
an deiliskipulags, að sögn Ólafs Kr.
Guðmundssonar, varaborgar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Með
framkvæmdunum sé þrengt að veg-
stæði Sundabrautar, en það hafi
þegar verið gert með samkomulagi
um nýtt hverfi, Þorpið, í Gufunesi.
Borgarstjóri mætir á fund umhverf-
is- og samgöngunefndar Alþingis í
dag en tilefnið er samkomulag um
mögulegt flugvallarstæði í Hvassa-
hrauni. Bergþór Ólason, formaður
nefndarinnar, segist þó eiga von á að
Sundabraut verði einnig til umræðu.
»4
Þrengt að veglínu
Sundabrautar