Morgunblaðið - 24.05.2020, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
MINNA HÁRLOS
GLANSANDI
FELDUR
Útsölustaðir:
Dýralæknastofa Reykjavíkur
Dýralæknaþjónusta Suðurlands
Dýraspítalinn Víðidal
Verslanir Dýrabæjar
Náttúruleg bætiefni fyrir hunda
Áhafnir varðskipanna Þórs og Týs
hafa að undanförnu æft fallbyssu-
skotfimi á miðunum við Ísland. Sem
betur fer er það nær óþekkt, að
minnsta kosti í seinni tíð, að áhafnir
varðskipa Landhelgisgæslunnar
þurfi að grípa til vopna og þar af
leiðandi eru fallbyssur skipanna ekki
mikið notaðar. Nú til dags gerist það
einkum við hátíðleg tilefni en þá er
skotum gjarnan hleypt af fallbyss-
unni í heiðursskyni.
Áhöfnin á varðskipinu Tý hélt fall-
byssuæfingu við ísröndina NV af
Vestfjörðum á föstudag. Alls var 64
skotum skotið í átt að ísjaka sem
notaður var sem skotmark og gekk
æfingin vel.
Um miðjan apríl dustaði áhöfnin á
varðskipinu Þór rykið af fallbyssu
skipsins undan Straumnesi. Tilgang-
urinn var ekki sá að aðvara land-
helgisbrjóta í lögsögunni heldur að
viðhalda kunnáttu áhafnarinnar.
Æfingin fór þannig fram að tíu
skyttur skutu alls 70 skotum á tvö
fiskikör sem bundin voru saman.
Áhöfninni tókst allvel að hitta í mark
en fiskikörin voru í 200-300 metra
fjarlægð frá skipinu.
Á árum áður voru fallbyssur með-
al annars notaðar til að skjóta púð-
urskotum að skipum sem svöruðu
ekki kalli. Ef menn létu sér ekki
segjast gátu þeir átt von á að fá fall-
byssukúlu í skipið. sisi@mbl.is
Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson
Æfingin Áhöfn Týs lét skotum rigna í áttina að ísjaka undan Vestfjörðum.
Skutu af fallbyssum
Áhafnir varðskipanna Þórs og Týs
reyndu að hitta ísjaka og fiskikör
Lilja Hrund Lúðvíksdóttir
liljahrund@mbl.is
„Íslenskir námsmenn eru stór og
fjölbreyttur hópur en það er mennt-
un þeirra og árangur sem leggur
grunninn að framtíðarhagsæld okk-
ar samfélags. Aðgerðir okkar nú
miða að því að fjölga valkostum fyrir
námsmenn og atvinnuleitendur sem
vilja nýta komandi sumar – til náms
eða fjölbreyttra starfa,“ segir Lilja
Alfreðsdóttir mennta- og menn-
ingarmálaráðherra.
Tilkynnt var í gær að stjórnvöld
muni verja 2,2 milljörðum króna í að
fjölga tímabundnum störfum fyrir
námsmenn. Komi í ljós að sá fjöldi
sumarstarfa sem skapaður verður
nái ekki til nægilega margra náms-
manna verður leitað leiða til að
skapa fleiri störf eða tryggja aðrar
leiðir til framfærslu. Átakið er unnið
í samvinnu við stofnanir ríkisins og
sveitarfélög og miðað verður við
ráðningartímabilið 1. júní til 31.
ágúst.
Kröfur stúdenta til atvinnuleysis-
bóta í sumar hafa verið háværar að
undanförnu, en Lilja og Ásmundur
Einar Daðason, félags- og barna-
málaráðherra, hafa bæði sagt að
áherslan verði lögð á að skapa störf
og aðrar leiðir sem feli í sér virkni
áður en aðrar leiðir til að tryggja
framfærslu verði kynntar.
Á kynningarfundi í gær kom fram
að 300 milljónir króna yrðu settar í
sumarnám í framhaldsskólum og 500
milljónir í sumarnám í háskólum, þar
af 250 til Háskóla Íslands. Boðið
verður upp á greiðsludreifingu á
skrásetningargjöldum í opinberum
háskólum. Þá verður mikil innspýt-
ing í vísinda-, nýsköpunar- og rann-
sóknarverkefni, meðal annars 400
milljóna viðbótarframlag í Nýsköp-
unarsjóð námsmanna.
Lilja hrósaði LÍN á fundinum í
gær og sagði sjóðinn hafa brugðist
hratt og greiðlega við breyttum að-
stæðum. Einingar drægjust nú ekki
frá einingarétti né þyrftu að tilheyra
fastri námsbraut námsmannsins, en
Lilja segir þetta skipta sköpum fyrir
næsta haust.
Í máli Ásmundar Einars kom fram
að skynsamlegt væri að verja fjár-
munum í að skapa störf fyrir náms-
menn. Þau skiluðu sér í reynslu og
virkni, auk þess að skila verðmætum
til hagkerfisins.
Markmiðið er að til verði 3.400
störf í fyrstu lotu fyrir námsmenn 18
ára og eldri. Ef í ljós komi að þessi
fjöldi starfa sé ekki nægilegur verði
skoðað að auka fjármagn í annað-
hvort fleiri sumarstörf eða aðrar
leiðir til að tryggja framfærslu
námsmanna. Þegar hefur fé verið út-
hlutað til sveitarfélaga vegna 1.700
starfa. Flest eru á höfuðborgarsvæð-
inu, alls 809. Um mánaðamót liggur
fjöldi umsókna fyrir og þá verður
framhaldið metið.
Setja 2,2 milljarða í
sumarstörf fyrir nema
Áhersla lögð á sumarnám og ýmis rannsóknarverkefni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kynning Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ás-
mundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, á fundinum í gær.
Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, og Sigrún
Jónsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, sögðu í samtali við
mbl.is gær að margt væri ánægjulegt við þessar aðgerðir. Eftir stæði þó
að tryggja stúdentum fjárhagslegt öryggisnet.
„Það er alla vega gott að aðgerðirnar séu komnar út en við teljum samt
sem áður að það hafi ekki verið komið til móts við okkar aðalkröfu, sem
er réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta, og við höfum í rauninni fengið
talsverða mótstöðu við henni,“ segir Sigrún.
„Okkar helstu rök eru þau að það þurfi að veita stúdentum fjárhags-
legt öryggi strax. Ráðningartímabilið í þessum sumarstörfum á að hefj-
ast 1. júní, en við viljum vekja athygli á því að sumarið er í rauninni hafið
hjá stúdentum. Það þarf einfaldlega að grípa þessa stúdenta sem fyrst.“
Þarf að grípa þessa stúdenta
FARA FRAM Á FJÁRHAGSLEGT ÖRYGGISNET
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þeir sem vilja nýta sér stafrænt
gjafabréf ríkisins til að greiða kostn-
að við ferðalög innanlands í sumar
þurfa að ná sér í smáforrit í símann.
Með appinu verður hægt að greiða
fyrir þjónustuna. Hugsanlegt er að
hægt verði að byrja að nota ávís-
anirnar fyrir mánaðamót, heldur
fyrr en áætlað var.
Ríkisstjórnin ákvað sem lið í að-
gerðum til að styðja við atvinnulífið
vegna efnahagslegra áhrifa kórónu-
veirufaraldursins að úthluta öllum
landsmönnum, 18 ára og eldri, 5.000
króna stafrænu gjafabréfi sem hægt
verður að nota til að greiða fyrir
gistingu, mat og afþreyingu á ferða-
lögum innanlands í sumar. Starfs-
hópur á vegum ráðuneyta og stofn-
ana hefur unnið að útfærslunni.
Strikamerki í appinu
Guðný Hrafnkelsdóttir, verkefna-
stjóri hjá Samgöngustofu, segir að
fólk þurfi að ná sér í smáforrit í sím-
ann og geti notað til þess rafræn
skilríki. Með því fær fólk strika-
merki sem skannað verður inn þeg-
ar greitt er fyrir þjónustuna. Fyrir-
tæki sem uppfylla kröfur um
starfsemi þurfa að vera búin að skrá
sig áður.
„Við stefnum að því að kerfið
verði tilbúið til kynningar fyrir
fyrirtækin í lok næstu viku eða byrj-
un þar næstu. Fljótlega eftir það
verði farið að nota lausnina,“ segir
Guðný. Áður hafði verið stefnt að
því að hægt yrði að byrja fyrir 15.
júní. Allt er þetta þó háð grænu ljósi
heilbrigðisyfirvalda.
Kynningarátak samhliða
Samhliða ferðaávísanakerfinu
verður kynningarherferð stjórn-
valda sem gengur út á það að hvetja
Íslendinga til að ferðast um eigið
land í sumar. Fólk á að geta séð
hvar það getur notað ávísanirnar á
vefnum ferdalag.is.
„Það skiptir ferðaþjónustuna
mestu máli að kerfið sé aðgengilegt
og skýrt og auðvelt verði fyrir fólk
að nota það. Einnig að fyrirtækin
geti komið inn á þægilegan máta. Þá
þarf fyrirkomulagið að vera þannig
að sem mest af fjármagninu nýtist
og sem minnst falli dautt niður,“
segir Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar.
Hægt að gefa ávísanir
Til þess að stuðla að nýtingu sem
flestra ferðaávísana er gert ráð fyrir
þeim möguleika í smáforritinu að
fólk geti gefið öðrum ávísun sína –
en ekki selt. Guðný segir ljóst að
ekki eigi allir heimangengt en við-
komandi geti þá gefið einhverjum úr
fjölskyldunni eða öðrum ávísunina.
Greiða þjón-
ustu með appi
Stafrænt gjafabréf kynnt fljótlega
Morgunblaðið/Ómar
Svartifoss Margir munu sjálfsagt
leggja leið sína í Skaftafell í sumar.
Stafrænt gjafabréf
» Ríkið gefur á næstunni út
stafrænt gjafabréf til allra Ís-
lendinga, 18 ára og eldri, til
ferðalaga innanlands.
» Ríkissjóður ver um
1,5 milljörðum í verkefnið.
» Mörg ferðaþjónustufyrirtæki
undirbúa tilboð á þjónustu fyrir
Íslendinga í sumar.