Morgunblaðið - 24.05.2020, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
Allt til
kerrusmíða
2012
2019
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Já, það er rétt. Síðustu frímerkin
koma í október og síðan stendur ekki
til að gefa út fleiri að svo komnu
máli,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri
Íslandspósts, við Morgunblaðið þeg-
ar spurt er hvort áform fyrirtækisins
um að hætta útgáfu frímerkja standi
enn. Ákvörðunin, sem tekin var í
fyrrahaust vegna
erfiðrar fjárhags-
stöðu fyrirtækis-
ins, hefur vakið
mikla óánægju
meðal frímerkja-
safnara hér á
landi og talsverða
athygli og undrun
erlendis; var ný-
verið t.d. fjallað
um hana á hinum
víðlesna vef Linn’s Stamp News.
Óhætt er að komast svo að orði að
brotið sé í blað í póstsögunni ef það
gengur eftir að Ísland, eitt örfárra
landa í heiminum, hættir að gefa út
frímerki. Þá er lokið sögu sem hófst
hér á landi árið 1873, fyrir nærri
hálfri annarri öld, með skildinga-
frímerkjunum svokölluðu. Erlendis
komu póstfrímerki fyrst til sögu rétt
fyrir miðja 19. öld. Einu þjóðirnar
sem gefist hafa upp á útgáfu póstfrí-
merkja á síðustu árum eru fátækar
„þriðja heims“ þjóðir, en í nær öllum
löndum heims er litið svo á að frí-
merki hafi bæði hagnýtt gildi fyrir
póstþjónustu og ekki síður menn-
ingarlega þýðingu, séu til landkynn-
ingar og skipti máli fyrir sjálfsmynd
og metnað þjóða.
Hægt að halda áfram
Birgir Jónsson tekur fram að eftir
gildistöku nýrra póstlaga um síðustu
áramót sé útgáfa frímerkja eitt þeira
atriða sem séu óljós. Í lögunum segir
að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS)
veiti póstrekendum heimild til út-
gáfu frímerkja og annarra gjald-
merkja. Stofnuninni sé heimilt að
kveða á um að alþjónustuveitandi
(sem Íslandspóstur er nú) skuli gefa
út frímerki, en hafi það í för með sér
hreinan kostnað geti hann sótt um
fjárframlög frá ríkinu til að tryggja
sanngjarnt endurgjald fyrir starf-
semina.
Með því að setja þetta ákvæði inn í
nýju lögin má segja að stjórnmála-
menn, Alþingi og ríkisstjórn, hafi fal-
ið embættismönnum að taka afstöðu
til álitaefnis sem í eðli sínu er pólit-
ískt en ekki endilega „faglegt“ í
þröngum skilningi. Velta má fyrir
sér hvort ekki sé snúið stjórn-
sýslulega fyrir PFS, stofnun sem
byggir á tæknilegri og rekstrarlegri
nálgun, að rökstyðja kröfu um
áframhaldandi frímerkjaútgáfu,
hvað þá ef hún kallar á sérstök út-
gjöld úr ríkissjóði.
Frá PFS fengust þau svör í gær
að stofnunin ynni nú að gerð sam-
ráðsskjals við markaðinn og hags-
munaaðila þar sem fjallað verður um
mögulegar alþjónustuskyldur sem
nauðsynlegt kann að vera að leggja á
íslenska markaðinn. „Eitt af þeim at-
riðum sem þar koma til umfjöllunar
er útgáfa frímerkja,“ segir í svarinu.
Má e.t.v. álykta af þessu að krafist
verði áframhaldandi útgáfu frí-
merkja, en það er þó ekki alveg ljóst.
„Samráðsskjalið mun væntanlega
verða birt fyrir lok mánaðarins og
munu þá allir hagsmunaaðilar fá
tækifæri til að koma að sínum sjón-
armiðum um framtíðarfyrirkomulag
alþjónustuskyldna hér á landi,“ segir
PFS enn fremur.
Ráðherra vísar á lögin og PFS
Morgunblaðið leitaði eftir afstöðu
Sigurðar Inga Jóhannssonar sam-
gönguráðherra til áframhaldandi út-
gáfu frímerkja. Ekki var orð að finna
um afstöðu hans í svari sem ráðu-
neytið sendi blaðinu heldur var bent
á að með nýju póstlögunum hefði
PFS verið falin ákvörðun um þetta.
Var ennfremur vísað til hins sama og
segir í svari PFS hér að framan.
„Það er ljóst að Íslandspóstur get-
ur ekki staðið að þessari útgáfu með
sama hætti og áður og því erum við
að vinna að því að leggja þessa starf-
semi niður hjá okkur og erum í raun
að klára þau verkefni sem voru í far-
vatninu með þeim útgáfum sem
koma út á þessu ári,“ segir Birgir
Jónsson. Hann segir að mögulegt sé
að taka svona atriði inn í þjónustu-
samning við ríkið sem unnið er að
um þessar mundir, en hann tekur á
póstþjónustu á svæðum sem ekki
bera sig í samkeppnisumhverfi.
„Ríkið myndi þá greiða fyrir skil-
greinda póstþjónustu samkvæmt
þjónustusamningi og maður gæti séð
fyrir sér að útgáfa frímerkja gæti
fallið undir slíkan samning. Þetta at-
riði hefur hingað til ekki verið á
borðinu í þeim viðræðum og ég á
ekki von á því að það breytist. En
auðvitað er mögulegt að útgáfan
verði á hendi annarra aðila en okkar,
það má vel vera að það séu plön um
það án þess að ég viti,“ segir Birgir.
„Í raun menningarstarfsemi“
Forstjóri Íslandspósts segir að
langflest þeirra nýju frímerkja sem
gefin hafi verið út fari til erlendra
safnara en séu ekki notuð til póst-
lagningar eins og áður enda fari
hefðbundnum bréfum mjög fækk-
andi og flest bréf sem fara í gegnum
kerfi Íslandspósts í dag séu vél-
merkt. Frímerkjasöfnurum fari að
sama skapi mjög fækkandi í heim-
inum og því séu tekjurnar fallandi.
„Við eigum mikið magn frímerkja
á lager og ef svo ólíklega vildi til að
hann skyldi klárast þá væri mögu-
legt að grípa til endurprentunar. Það
er því alls ekki þannig að það verði
neinn skortur á frímerkjum,“ segir
hann. Birgir segir að frímerkjaút-
gáfa sé því í raun og veru menning-
arstarfsemi og frímerki listaverk og
hafi þannig mikið menningarlegt
gildi. Pósturinn sé mjög hæfur aðili
til þess að halda utan um þessa út-
gáfu og dreifingu en það sé ljóst að
tekjurnar sem verða til af þessari
sölu séu langt undir kostnaði. Það
þyrfti því alltaf að koma til ein-
hverrar greiðslu frá ríkinu ef það
vildi halda slíkri útgáfu áfram.
Birgir segir að ástæðan fyrir
miklu tapi af frímerkjaútgáfunni sé
að tekjur hafi lækkað og á sama tíma
hafi ekki tekist að lækka kostnað í
sama mæli. Söfnurum sé að fækka
um 10% ár frá ári að jafnaði. „Metn-
aðarfull frímerkjaútgáfa er kostn-
aðarsöm og þegar upplögin minnka
vegna minnkandi eftirspurnar
hækkar kostnaður á hvert frímerki.
Lengi vel var þetta arðbært en síð-
ustu ár hefur hallað undan fæti.
Eftirspurnin hefur verið að dvína
langt aftur í tímann en það má segja
að fyrir svona 4-5 árum þá fór þetta
að sýna afgerandi neikvæða af-
komu,“ segir hann.
Ört minnkandi eftirspurn
Birgir segir að uppsafnað tap á frí-
merkjasölu til safnara frá 2014 til
2018 sé tæplega 90 milljónir króna.
Afkoma ársins 2019 hafi verið slæm
og er ekki inni í þessum tölum. Á
þessu sama tímabili hafi tekjur
lækkað um tæplega 30% þrátt fyrir
hækkun á verðgildi frímerkja. Hann
segir að árið 2019 hafi verið seld 1,2
milljónir frímerkja til 57 þúsund
safnara, árið 2018 hafi þau verið 2,7
milljónir til 119 þúsund safnara og
árið 2017 3,5 milljónir til 144 þúsund
safnara. Samdrátturinn hefur því
verið mjög ör.
Frímerkjaheimur fylgist með
Martin J. Frankevicz, ritstjóri hjá
alþjóðlega frímerkjafyrirtækinu
Scott, segist sannfærður um að Ís-
lendingar muni hefja á ný frímerkja-
útgáfu, þrátt fyrir að hún stöðvist í
haust. Hann telur að enn sé hægt að
hafa fjárhagslegan ágóða af sölu ís-
lenskra frímerkja til safnara, en var-
ar jafnframt við því að sú leið verði
farin að semja um útgáfuna við sjálf-
stætt fyrirtæki sem eingöngu hafi
hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi. Sú
leið hafi verið farin í nokkrum fátæk-
ari ríkjum heims, en útkoman hafi
verið mjög slæm jafnt myndrænt
hvað útlit frímerkjanna snertir sem
og hvernig verðgildi þeirra hafi verið
ákvarðað. Þessi fyrirtæki raki sam-
an gróða með því að afhenda heima-
ríkinu lítið upplag til notkunar í póst-
þjónustu en selji söfnurum afgang-
inn á háu verði.
„Ef þetta gerist á Íslandi mun það
skaða mjög virðingu landsins meðal
frímerkjasafnara um allan heim,“
segir Frankevicz.
Örlög frímerkjaútgáfu í óvissu
Íslandspóstur hættir útgáfu frímerkja í haust PFS getur gert kröfu um að framhald verði á
Nær öll ríki heims gefa enn út frímerki Erlendir sérfræðingar undrandi og hneykslaðir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verðmæti Íslensk frímerki og frímerkt bréf frá fyrri tíð eru eftirsótt af söfnurum um allan heim. Hér gluggar
Unnar Ingvarsson, skjalavörður í Þjóðskjalasafni, í afar verðmætt frímerkjaafn Hans Hals sem safnið varðveitir.
Birgir Jónsson
Frímerki hafa tvíþætt hlutverk. Annars vegar að sýna burðargjald póst-
sendinga og uppruna. Hins vegar að kynna sögu, menningu, náttúru, at-
vinnuhætti og merkismenn einstakra þjóða. Þó að það sé óvíða sagt ber-
um orðum er tilgangurinn að efla samheldni í heimalandinu, styrkja
sjálfsmynd þjóða og festa í sessi sögulegar minningar og tilfinningar
sem frá sjónarhóli ríkisvaldsins eru forsenda þjóðrækni og ættjarðar-
ástar. Frímerkin hafa að þessu leyti sama hlutverk og minnisvarðar sem
stjórnvöld láta reisa á almannafæri, myndir á seðlum og mynt, opinber
söfn og hvað annað sem gert er til að halda á lofti og rækta sameiginlega
arfleifð og sjálfsvitund. Lengst af á öldinni sem leið voru frímerki daglega
fyrir augum alls þorra landsmanna á bréfum og bögglum. Söfnun frí-
merkja og viðskipti með þau, notuð sem ný, var blómleg iðja og algengt
tómstundagaman hér á landi eins og í nágrannalöndunum. Lengi voru
fastir frímerkjaþættir í öllum íslenskum dagblöðum og frímerkjaklúbbar
starfræktir um land allt. Ný frímerki sættu ávallt tíðindum og mynduðust
biðraðir á pósthúsum og hjá frímerkjasölum þegar þau komu út. Nú eru
flestar póstsendingar vélmerktar og frímerki einkum keypt af söfnurum.
Frímerkin styrkja sjálfsmynd
TVÍÞÆTT HLUTVERK PÓSTFRÍMERKJA