Morgunblaðið - 24.05.2020, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888
OPIÐ ALLA DAGA. Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16
RAFLAGNAEFNI
Í MIKLUÚRVALI
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég hef áhuga á sögunni, sérstaklega
sögu Vestmannaeyja og öllu sem að
henni snýr. Ég tel að þarna vanti eitt-
hvað inn í söguna og þarf að finna út
úr því,“ segir Hörður Baldvinsson,
safnstjóri Sagnheima – Byggðasafns
Vestmannaeyja. Frá því í janúar að
hann fann fallbyssukúlu í geymslum
safnsins hefur hann leitað heimilda
um uppruna hennar og ferðir her-
skipa við Eyjar. Í Safnahúsinu hefur
nú fundist tæplega 20 ára gömul ljós-
mynd Sigurgeirs Jónassonar þar sem
kúlnagöt í Þrídröngum sjást.
Tvær fallbyssukúlur sem fundust í
Þrídröngum við Eyjar á árinu 1938
hafa lengi verið varðveittar í Vest-
mannaeyjum, önnur inni á heimili.
Landhelgisgæslan tók kúlurnar til
rannsóknar og hefur komist að því að
þær eru á annað hundrað ára gömul
frönsk æfingaskot og er talið að þær
séu hættulausar. Landhelgisgæslan
hefur ekki lokið rannsóknum en þeim
verður skilað til eigendanna. Kúlan
sem fannst í Sagnheimum verður
sýnd þar, þegar þar að kemur, og
safnstjórinn vill gera sýningar-
gripnum sem best skil.
Ótrúverðug orrustusaga
Starfsmaður Landhelgisgæslunnar
og Hörður safnstjóri hafa verið að
leita að upplýsingum um hvaða skip
kunni að hafa skotið á Þrídranga og
hvenær. Kúlurnar voru framleiddar
fyrir 1910 en Sigurður Ásgrímsson,
yfirmaður aðgerðasviðs Landhelg-
isgæslunnar, hefur hallast að því að
þeim hafi verið skotið fyrir fyrri
heimsstyrjöldina. Hann hefur hug á
því að leita í dagbókum franskra
skipa frá þessum tíma.
Hörður hefur leitað í blöðum,
fundargerðum og öðrum gögnum og
sent fyrirspurnir til Frakklands og
Bretlands en ekki fundið áreiðanlegar
upplýsingar um ferðir franskra her-
skipa við Vestmannaeyjar og hvaða
erindi þau hafi átt þangað. Hann hef-
ur fundið nokkrar fréttir í blöðunum í
mars 1916 um að breskt beitiskip hafi
sést á sveimi við Vestmannaeyjar og
sögusögn í tveimur blöðum um að
bresk og þýsk herskip hafi háð sjó-
orrustu við Eyjarnar og hafi tvö skip
sokkið. Sagan er talin ótrúverðug.
Göt eftir 18 kúlur
Staðreyndin er allavega sú að fjöldi
kúlnagata er í Þrídröngum og fall-
byssukúlurnar tvær sem varðveist
hafa í Eyjum fundust þar. Stærsti
drangurinn heitir Stóridrangur og
þótt náttúrufyrirbrigðið sé nefnt Þrí-
drangar eru drangarnir fjórir. Hinir
heita Klofadrangur og Þúfudrangur
en sá fjórði var lengi nafnlaus. Guðjón
Ármann Eyjólfsson skrifaði um Vest-
mannaeyjar í Árbók Ferðafélags Ís-
lands 2009. Þar kemur fram að fjórði
drangurinn sé oft kallaður Kúlu-
drangur eftir að fallbyssukúlur fund-
ust þar.
Safnahúsið í Vestmannaeyjum
varðveitir ljósmyndasafn Sigurgeirs
Jónassonar sem lengi var ljósmynd-
ari Morgunblaðsins í Vestmanna-
eyjum, og er verið að koma mynd-
unum á stafrænt form. Þegar
Sigurgeir og starfsmenn safnsins
voru að fara í gegnum myndir og film-
ur úr kössum sem Árni Johnsen, fyrr-
verandi blaðamaður við Morgun-
blaðið, hafði afhent fundust myndir
Sigurgeirs af Klofadrangi þar sem
átján kúlnagöt sjást greinilega. Hvert
gat passar sem hreiðurstæði eins fýls
og höfðu fuglar komið sér fyrir í
nokkrum þeirra.
Sigurgeir segist hafa tekið mynd-
irnar á árinu 2003. Hann minnist þess
ekki að hafa tekið þær vegna umfjöll-
unar um kúlnagötin, heldur hafi hann
væntanlega verið í skoðunarferð með
félögum sínum á tuðru eða trillu og
tekið myndirnar í leiðinni. Ekki hafa
fundist greinar um Þrídranga í
Morgunblaðinu frá þessum tíma og
eru myndirnar því væntanlega áður
óbirtar.
Hörður Baldvinsson stefnir að því
að fara út í Þrídranga í sumar til þess
að mæla vídd kúlnagatanna og stefnu,
í þeim tilgangi að reikna út hvar skip-
in hafi verið og til undirbúnings frek-
ari rannsóknum á málinu.
Vantar inn í sögu Eyjanna
Átján göt eftir frönsku fallbyssukúlurnar sjást á ljósmynd af Þrídröngum við Vestmannaeyjar
Safnstjóri Sagnheima vinnur að rannsókn á ferðum herskipa við Eyjar og uppruna kúlnanna
Morgunblaðið/Sigurgeir
Klofadrangur Hægt er að greina um 18 kúlnagöt á dranginum. Fýllinn notfærir sér aðstöðuna til hreiðurgerðar.
Bæjarstjórn Seltjarnarness sam-
þykkti nýlega tillögu umhverfis-
nefndar þess efnis að óheimilt verði
að stunda sjóíþróttir á Seltjörn til
að skapa nauðsynlegt næði á varp-
og uppeldistíma fugla. Bannið gild-
ir frá 1. maí til 1. ágúst ár hvert.
Svæðið nær frá Ljóskastarahúsi í
Suðurnesi að Gróttu. Það hefur not-
ið sívaxandi vinsælda meðal bretta-
fólks og annarra sjóíþróttamanna.
Fjaran við Seltjörn (Kotagrandi) er
opin almenningi til útivistar eins og
ávallt hefur verið. Sem fyrr er
bannað að fara út í Gróttu á varp-
tíma fugla.
„Seltjörn er afar mikilvæg fugla-
lífi á og við Seltjarnarnes og því full
ástæða til að gæta að áhrifum um-
gengni þar á varp- og uppeldistíma
unga. Áhrif af sjóíþróttagreinum
eru veruleg en breytileg eftir teg-
undum fugla eins og rannsóknir
hafa sýnt á hliðstæðum svæðum,“
segir í frétt á heimasíðu bæjarins.
Fólk er hvatt til að ganga vel um
friðlandið og gefa fuglunum næði á
varptímanum. sisi@mbl.is
Sjóíþróttir óheimilar