Morgunblaðið - 24.05.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.05.2020, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA. Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16 RAFLAGNAEFNI Í MIKLUÚRVALI Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég hef áhuga á sögunni, sérstaklega sögu Vestmannaeyja og öllu sem að henni snýr. Ég tel að þarna vanti eitt- hvað inn í söguna og þarf að finna út úr því,“ segir Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima – Byggðasafns Vestmannaeyja. Frá því í janúar að hann fann fallbyssukúlu í geymslum safnsins hefur hann leitað heimilda um uppruna hennar og ferðir her- skipa við Eyjar. Í Safnahúsinu hefur nú fundist tæplega 20 ára gömul ljós- mynd Sigurgeirs Jónassonar þar sem kúlnagöt í Þrídröngum sjást. Tvær fallbyssukúlur sem fundust í Þrídröngum við Eyjar á árinu 1938 hafa lengi verið varðveittar í Vest- mannaeyjum, önnur inni á heimili. Landhelgisgæslan tók kúlurnar til rannsóknar og hefur komist að því að þær eru á annað hundrað ára gömul frönsk æfingaskot og er talið að þær séu hættulausar. Landhelgisgæslan hefur ekki lokið rannsóknum en þeim verður skilað til eigendanna. Kúlan sem fannst í Sagnheimum verður sýnd þar, þegar þar að kemur, og safnstjórinn vill gera sýningar- gripnum sem best skil. Ótrúverðug orrustusaga Starfsmaður Landhelgisgæslunnar og Hörður safnstjóri hafa verið að leita að upplýsingum um hvaða skip kunni að hafa skotið á Þrídranga og hvenær. Kúlurnar voru framleiddar fyrir 1910 en Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður aðgerðasviðs Landhelg- isgæslunnar, hefur hallast að því að þeim hafi verið skotið fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Hann hefur hug á því að leita í dagbókum franskra skipa frá þessum tíma. Hörður hefur leitað í blöðum, fundargerðum og öðrum gögnum og sent fyrirspurnir til Frakklands og Bretlands en ekki fundið áreiðanlegar upplýsingar um ferðir franskra her- skipa við Vestmannaeyjar og hvaða erindi þau hafi átt þangað. Hann hef- ur fundið nokkrar fréttir í blöðunum í mars 1916 um að breskt beitiskip hafi sést á sveimi við Vestmannaeyjar og sögusögn í tveimur blöðum um að bresk og þýsk herskip hafi háð sjó- orrustu við Eyjarnar og hafi tvö skip sokkið. Sagan er talin ótrúverðug. Göt eftir 18 kúlur Staðreyndin er allavega sú að fjöldi kúlnagata er í Þrídröngum og fall- byssukúlurnar tvær sem varðveist hafa í Eyjum fundust þar. Stærsti drangurinn heitir Stóridrangur og þótt náttúrufyrirbrigðið sé nefnt Þrí- drangar eru drangarnir fjórir. Hinir heita Klofadrangur og Þúfudrangur en sá fjórði var lengi nafnlaus. Guðjón Ármann Eyjólfsson skrifaði um Vest- mannaeyjar í Árbók Ferðafélags Ís- lands 2009. Þar kemur fram að fjórði drangurinn sé oft kallaður Kúlu- drangur eftir að fallbyssukúlur fund- ust þar. Safnahúsið í Vestmannaeyjum varðveitir ljósmyndasafn Sigurgeirs Jónassonar sem lengi var ljósmynd- ari Morgunblaðsins í Vestmanna- eyjum, og er verið að koma mynd- unum á stafrænt form. Þegar Sigurgeir og starfsmenn safnsins voru að fara í gegnum myndir og film- ur úr kössum sem Árni Johnsen, fyrr- verandi blaðamaður við Morgun- blaðið, hafði afhent fundust myndir Sigurgeirs af Klofadrangi þar sem átján kúlnagöt sjást greinilega. Hvert gat passar sem hreiðurstæði eins fýls og höfðu fuglar komið sér fyrir í nokkrum þeirra. Sigurgeir segist hafa tekið mynd- irnar á árinu 2003. Hann minnist þess ekki að hafa tekið þær vegna umfjöll- unar um kúlnagötin, heldur hafi hann væntanlega verið í skoðunarferð með félögum sínum á tuðru eða trillu og tekið myndirnar í leiðinni. Ekki hafa fundist greinar um Þrídranga í Morgunblaðinu frá þessum tíma og eru myndirnar því væntanlega áður óbirtar. Hörður Baldvinsson stefnir að því að fara út í Þrídranga í sumar til þess að mæla vídd kúlnagatanna og stefnu, í þeim tilgangi að reikna út hvar skip- in hafi verið og til undirbúnings frek- ari rannsóknum á málinu. Vantar inn í sögu Eyjanna  Átján göt eftir frönsku fallbyssukúlurnar sjást á ljósmynd af Þrídröngum við Vestmannaeyjar  Safnstjóri Sagnheima vinnur að rannsókn á ferðum herskipa við Eyjar og uppruna kúlnanna Morgunblaðið/Sigurgeir Klofadrangur Hægt er að greina um 18 kúlnagöt á dranginum. Fýllinn notfærir sér aðstöðuna til hreiðurgerðar. Bæjarstjórn Seltjarnarness sam- þykkti nýlega tillögu umhverfis- nefndar þess efnis að óheimilt verði að stunda sjóíþróttir á Seltjörn til að skapa nauðsynlegt næði á varp- og uppeldistíma fugla. Bannið gild- ir frá 1. maí til 1. ágúst ár hvert. Svæðið nær frá Ljóskastarahúsi í Suðurnesi að Gróttu. Það hefur not- ið sívaxandi vinsælda meðal bretta- fólks og annarra sjóíþróttamanna. Fjaran við Seltjörn (Kotagrandi) er opin almenningi til útivistar eins og ávallt hefur verið. Sem fyrr er bannað að fara út í Gróttu á varp- tíma fugla. „Seltjörn er afar mikilvæg fugla- lífi á og við Seltjarnarnes og því full ástæða til að gæta að áhrifum um- gengni þar á varp- og uppeldistíma unga. Áhrif af sjóíþróttagreinum eru veruleg en breytileg eftir teg- undum fugla eins og rannsóknir hafa sýnt á hliðstæðum svæðum,“ segir í frétt á heimasíðu bæjarins. Fólk er hvatt til að ganga vel um friðlandið og gefa fuglunum næði á varptímanum. sisi@mbl.is Sjóíþróttir óheimilar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.