Morgunblaðið - 24.05.2020, Side 29

Morgunblaðið - 24.05.2020, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Veitingamenn athugið! Við sérhæfum okkur í þjónustu fyrir veitingahús Þáttur á Bráðavaktinni? Nú þegar sauðburður stendur sem hæst er nóg að gera hjá Guð- ríði. „Auðvitað kemur alltaf eitthvað upp á á slíkum annatíma, en bænd- ur eru duglegir að hjálpa hverjir öðrum í burði. Þeir hóa í mig til flóknari verka, til dæmis ef þarf að gera keisaraskurð. Ég gerði eftir- minnilegan keisaraskurð um daginn á kind, en þá kom út risastórt lamb sem var fimm og hálft kíló. Það er með allra stærstu nýbornu lömbum sem ég hef séð,“ segir Guðríður, sem stödd var í fjárhúsinu í Hruna þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði, en þangað var hún komin til að framkvæma keisara- skurð á kindinni Pálu sem er í eigu ábúenda, þeirra séra Óskars Haf- steins Óskarssonar og Elínar Unu Jónsdóttur. Pála gat ekki borið, þar sem leghálsinn var alveg lok- aður, og því var ekki um annað að ræða en að skera. Þó nokkur spenna var í loftinu og haft var á orði að þetta væri eins og atriði í sjónvarpsþáttunum Bráðavaktinni. Fumlaust tók Guðríður að undirbúa verkið, raka svæðið þar sem stóð til að skera í kvið Pálu, sótthreinsa, staðdeyfa, slæva kindina og loks skera. Skorið gegnum mörg lög „Þetta tekur ekki nema 45 mín- útur ef allt gengur vel,“ sagði Guð- ríður, sem fór létt með að beita hnífnum, sækja lömbin, sauma fyrir og svara á sama tíma spurningum blaðamanns, sem sat á garðabandi og fylgdist með skurðaðgerðinni. Hún þurfti að skera gegnum mörg lög, fyrst húðina, svo þrjú vöðvalög og síðan legið, en hún segist oftast taka lömbin út um sitt hvorn skurðinn á leginu. Í sónarskoðun hafði Pála verið skráð með eitt lamb, en annað kom í ljós, tvær stæðilegar gimbrar voru togaðar út um skurðarop og Una sá um að hjálpa þeim við að taka fyrsta andann. „Óneitanlega er alltaf meira gaman að ná út lifandi lömbum þegar ég framkvæmi keisara- skurð,“ sagði Guðríður ánægð, en oft er gripið það seint til keisara- skurðar að lömbin eru dauð þegar þeim er náð út. Buðfríður og Beva settar á Pála var hálfvakandi meðan á að- gerðinni stóð, en fljót að standa upp eftir að öllu var lokið og búið að sauma, og fór að huga að lömb- unum sínum. „Sauðkindur er mjög harðgerðar, þær eru fáránlega fljótar að verða sprækar eftir keisaraskurð,“ sagði Guðríður, sem var ekki lengi að koma með hugmynd þegar við- staddir fóru að velta fyrir sér hvaða nöfn gimbrarnar ættu að fá sem hún hafði nýlega dregið út í heiminn. „Þær hljóta að heita Guðríður og Eva,“ sagði hún og hló. Hugmyndin féll í góðan jarðveg, en einn hæng- ur var þó á, öll lömbin sem koma í heiminn þetta vorið í Hruna verða að fá nöfn sem byrja á bókstafnum B. Stakk þá Eggert ljósmyndari upp á nöfnunum Buðfríður og Beva og var það samþykkt einróma. Var ákveðið í hita leiksins að gimbrar þessar yrðu settar á í haust, í ljósi sögunnar sem þær höfðu þegar skapað sér á fyrsta degi sínum. Vandasamt Guðríður þurfti að leita að lambinu og finna hvernig það lá áður en hún skar í legið til að ná því út í heimsins ljós. Bændur Séra Óskar og Una voru afar ánægð með að báðar gimbrarnar náðust lifandi úr Pálu, og að Pálu heilsaðist vel. Vaknaðu litla líf Una er vön sauðburðarkona, enda alin upp á sveitabæ, henni gekk vel að fá Buðfríði til að nota litlu lungun. Notalegt Að vel heppnuðu verki loknu var kærkomið að fá kaffisopa og sætabrauð inni í bæ. Una, Óskar og Guðríður spjalla og gantast. Systur tvær Þær Buð- fríður og Beva kynntust hvor annarri í fyrsta sinn utan móðurkviðar á með- an Pála var saumuð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.