Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Þingvellir, flugvél Icelandair af gerðinni 757–300, sem máluð var í ís- lensku fánalitunum árið 2018 í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands og flaug með íslenska karlalandsliðið á heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi sama ár, er nú byrjuð að flytja lækn- ingavörur frá Kína til Evrópu. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmda- stjóri Icelandair Cargo, segir í samtali við Morgunblaðið að vélin, sem er með einkennisstafina TF-ISX, sé ein af sex flugvélum fé- lagsins sem nú sinni þessum flutn- ingum. „Hún flutti landsliðið á sínum tíma en nú flytur hún nauðsynjavörur fyr- ir heiminn,“ segir Gunnar. Hann segir að sex flugmenn séu í hverri áhöfn sem fljúgi til Kína hverju sinni. Þar fyrir utan séu fjórir hlaðmenn og tveir flugvirkjar í hverju flugi. „Það eru 4-5 áhafnir, sem telja 12 starfsmenn hver, um hverja flugvél.“ Búið að semja um 60 ferðir Þrjár vélanna eru í verkefnum fyr- ir flutningsmiðlunina DB Schenker en hinar þrjár eru í verkefnum fyrir ólíka aðila. Um er að ræða fjórar breiðþotur af gerðinni Boeing 767– 300 og tvær af gerðinni 757–300, en þar er búið að taka burt sæti til að koma vörum betur fyrir í vélunum. Samið hefur verið um að farnar verði minnst 60 ferðir og má búast við að verkefnið standi eitthvað fram á sumarið. Það vekur athygli að þó að flutn- ingarnir séu á milli Sjanghæ í Kína og München í Þýskalandi eru vélarn- ar ferjaðar til Íslands í millitíðinni. Gunnar segir að það snúi að því að áhafnaskipti fari fram á Íslandi. „Flugtíminn er ekkert mikið lengri út af því hvernig er flogið. Þetta er ekki eins mikið úr leið og það hljómar. Það kemur jafnvel betur út að hafa þetta svona.“ Spurður af hverju Icelandair hafi fengið þetta verkefni en ekki eitt- hvert af stóru flugfélögunum í Evr- ópu sem öll vantar verkefni í því ástandi sem nú ríkir segir Gunnar að sveigjanleiki Icelandair hafi þar átt stóran þátt, en félagið er þekkt á markaðnum fyrir stuttar boðleiðir. Þegar allir leggist á eitt gangi hlut- irnir hratt fyrir sig. „Þetta byrjaði með því að við flug- um þrjú flug milli Íslands og Sjanghæ fyrir DB Schenker á Ís- landi með vörur fyrir Landspítalann. Þar notuðum við farþegavélar og settum kassa beint í sætin. Þessar ferðir heppnuðust mjög vel. Þeir spurðu í kjölfarið hvort við værum til í meira samstarf. Í millitíðinni vorum við búin að sjá að farþegaflugið var að leggjast af, og við fórum að skoða möguleikann á að taka burtu sætin í farþegavélunum til að hlaða frakt- inni beint um borð. Þegar DB Schen- ker í Evrópu hafði svo samband við okkur í annað sinn vorum við tilbúin með okkar lausn. Því gátum við farið beint í að útfæra hana með hraði með hjálp yfirvalda í öllum þremur lönd- unum, Íslandi, Kína og Þýskalandi,“ útskýrir Gunnar. Hann segir að leyfi til flutning- anna hafi fengist á „ógnarhraða“. „Við vorum því fremst á öldunni, og náðum að vera á undan öðrum. Við vorum eitt af fyrstu fyrirtækjunum til að búa farþegavélar til svona flutninga milli landanna.“ Nýtingin gæti aukist í vikunni Fljótlega gæti nýting flugsins aukist til muna, því unnið er hörðum höndum að því að fá leyfi til að flytja ferskan fisk þráðbeint til Kína frá Ís- landi. „Þetta er þungt ferli, og það er mikið álag á öllu kerfinu í Kína. En það eru allir af vilja gerðir að hjálpa til. Ég er að vona að fiskflutningar geti hafist í þessari viku.“ Gunnar bendir á að það muni auka verðmæti fisksins að koma honum beint til Kína í stað þess að flytja hann fyrst til Evrópu eins og nú er gert. „Það hlýtur að skipta máli að koma fiskinum þangað á 13 klukku- stundum í stað nokkurra daga.“ HM-vél í lækningavörur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Frakt Íslensku fánalitirnir prýða núna flugleiðina milli Evrópu og Kína.  Sex flugvélar frá Icelandair Cargo flytja nú lækningavörur milli Sjanghæ og München  60 ferðir  Vonast til að bæta við ferskum fiski til Kína í þessari viku Gunnar Már Sigurfinnsson yfir sama tímabil. Heildareignir Regins jukust lítillega milli ára. Þær námu 146 milljörðum króna í lok tímabilsins, en á sama tíma í fyrra voru eignirnar 145 milljarðar. Eigið fé félagsins var 45 milljarðar í lok tímabilsins og eiginfjárhlut- fallið var 31% í lok mars 2020. Í afkomutilkynningu félagsins til kauphallar kemur fram að rekstrartekjur hafi numið 2,4 millj- örðum á tímabilinu, en einnig segir að leigutekjur hafi nánast staðið í stað frá fyrra ári, en þær voru rúm- ir 2,2 milljarðar. Í tilkynningunni segir einnig að rekstur félagsins sé traustur en áhrifa af COVID-faraldrinum gæti í rekstrinum. Þá eru forsendur fyrir áður birtri rekstraráætlun nú breyttar. Enn fremur segir félagið að fyrstu mánuðir ársins hafi farið vel af stað hjá Regin og leigutökum þess en í mars hafi áhrifa COVID farið að verða vart á starfsemi og leigutaka félagsins. Hagnaður fasteignafélagsins Reg- ins dróst saman um rúm 70% á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður fé- lagsins nam 304 milljónum króna á fjórðungnum en á sama tíma á síð- asta ári hagnaðist fyrirtækið um rúman milljarð króna. Matsbreyt- ing fjárfestingareigna var lækkuð um 51 milljón á fjórðungnum en í fyrra hækkaði hún um 874 milljónir Reginn hagnast um 304 milljónir  Forsendur fyrir áður birtri rekstrar- áætlun breyttar vegna faraldursins Morgunblaðið/Eggert Fé Farið hefur verið í aðgerðir til að tryggja lausafjárstöðu Regins. 14. maí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 146.61 Sterlingspund 180.95 Kanadadalur 104.79 Dönsk króna 21.282 Norsk króna 14.32 Sænsk króna 14.945 Svissn. franki 150.92 Japanskt jen 1.3645 SDR 199.61 Evra 158.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 191.9841 Hrávöruverð Gull 1703.45 ($/únsa) Ál 1443.0 ($/tonn) LME Hráolía 30.07 ($/fatið) Brent Tap fjarskipta- og fjölmiðlafyrir- tækisins Sýnar nam 350 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi. Hagnaður félagsins á sama tímabili í fyrra nam 670 milljónum króna. Þá var hins vegar bókfærður einskiptis- hagnaður vegna sölu á færeyska dótturfélaginu Hey og nam hann 817 milljónum króna. EBITDA á nýliðnum fjórðungi nam 1.355 milljónum króna, saman- borið við 1.260 milljónir í fyrra. EBITDA-hlutfallið hækkaði úr 25,3% og var 27,1%. Tekjur á fjórðungnum námu 4.995 milljónum króna og voru á pari við sama tímabil í fyrra. Handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1.053 milljónum króna samanborið við 819 milljónir yfir sama fjórðung í fyrra. Nemur aukningin 29%. Heildarfjárfestingar félagsins námu á fyrstu þremur mánuðum ársins 738 milljónum. Þar af voru fjárfestingar í varanlegum rekstrar- fjármunum og óefnislegum eignum 263 milljónir og fjárfestingar í sýn- ingarréttum 475 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins var 26,8% í lok fjórðungsins en stóð í 27,5% um síðustu áramót. Heiðar Guðjónsson forstjóri segir að tekist hafi að gera félagið sveigjanlegra en áður og það komi m.a. fram í hærri EBITDA þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. „Störfum hefur fækkað frá síðasta ári um rúmlega 100 og deildir fyrir- tækisins vinna hagkvæmar.“ Tap af rekstri Sýnar  Tap nam 350 millj- ónum á fjórðungnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.