Morgunblaðið - 24.05.2020, Page 34

Morgunblaðið - 24.05.2020, Page 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Bandarísk stjórnvöld vöruðu í gær vísindamenn og aðra heilbrigðis- starfsmenn við því að tölvuþrjótar sem nytu stuðnings Kínverja væru að reyna að stela upplýsingum um rannsóknir og önnur hugverk sem tengjast þróun bóluefnis og ann- arra ráða gegn kórónuveirunni. Bandaríska alríkislögreglan FBI sagði í yfirlýsingu sinni að tilraunir Kínverja til þess að komast yfir þessar upplýsingar tefldu við- bragðsgetu Bandaríkjanna gegn kórónuveirunni í hættu. Kínversk stjórnvöld höfnuðu ásökuninni í gær og sögðust vera alfarið á móti öllum tölvuglæpum. Þá væri landið leiðandi í rann- sóknum á bóluefni gegn kórónu- veirunni. Segja Kínverja ásælast lyfjarannsóknir Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins lagði til í gær að ríki sam- bandsins reyndu að opna landamæri sín í nokkrum skrefum í sumar í þeirri von að hægt yrði að bjarga milljónum starfa í ferðaþjónustu. Framkvæmdastjórnin lagði einnig til að ríki sambandsins gripu til að- gerða til að draga úr smithættu. Þannig gæti öllum sem eru á ferða- lagi verið skipað að hylja vit sín, jafnt þegar þeir notuðu almennings- eða lestarsamgöngur og þegar þeir væru á flugvöllum eða um borð í far- þegaþotum. Þá gætu hótel þurft að takmarka gestafjölda sinn, eða jafn- vel láta gesti sína taka frá sérstaka tíma við sundlaugarbakka. Margrethe Vestager, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði að tillögurnar sem lagðar voru fram í gær gætu fært mönnum vonir um betri tíð í sumar, bæði þeim sem störfuðu við ferðaþjónustu og svo þeim sem vildu gjarnan geta ferðast í sumar. „Þetta verður ekki eðlilegt sumar,“ sagði Vestager, „en þegar við gerum öll skyldu okkar þurfum við ekki að horfa fram á að vera föst heima yfir sumarið eða að það fari al- veg til spillis fyrir ferðaþjónustuna.“ Tillögur framkvæmdastjórnarinn- ar eru ekki bindandi, en hún mælist til þess að aðildarríkin verði sam- stiga þegar landamærin verði opnuð. Þýsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau myndu opna landamæri Þýska- lands og Lúxemborgar á morgun, föstudag, auk þess sem minna eftirlit yrði á öðrum landamærum ríkisins. Viðskiptaferðir og heimsóknir til fjölskyldumeðlima sem búa í Frakk- landi, Sviss og Austurríki verða þá heimilar, en stefnt er að því að landa- mærin verði opin að fullu frá og með 15. júní næstkomandi. Geti opnað ormagryfju Tillögur framkvæmdastjórnarinn- ar eru settar fram í þeirri von að ferðaþjónustan geti rétt eitthvað úr kútnum í sumar, en hún nemur um 10% af þjóðarframleiðslu aðildar- ríkja sambandsins og er áætlað að um 23 milljónir manna starfi í ferða- þjónustu innan þess. Þá skiptir hún veigamiklu máli í efnahag ríkja í suðurhluta álfunnar á borð við Spán, Ítalíu og Grikkland, sem öll hafa orðið illa úti í kórónu- veirufaraldrinum og munu jafnframt bera hvað þyngstar byrðar af þeim efnahagslega skaða sem aðgerðir vegna veirunnar hafa valdið. Tilraunir Seðlabanka Evrópu til þess að mæta þeim skaða voru settar í nokkurt uppnám í síðustu viku með úrskurði þýska stjórnlagadómstóls- ins. Þar gerði hann alvarlegar at- hugasemdir við stórfelld kaup bank- ans á ríkisskuldabréfum vegna kórónuveirukreppunnar, en þau kaup nema um 2.200 milljörðum evra. Úrskurðaði dómstóllinn einnig að seðlabanka Þýskalands yrði mein- að að taka frekari þátt í slíkum kaup- um nema evrópski bankinn gæti sannað innan þriggja mánaða að meðalhófs hefði verið gætt við kaup- in. Evrópudómstóllinn í Lúxemborg svaraði þýska stjórnlagadómstóln- um í síðustu viku og sagði úrskurð hans marklausan, þar sem Evrópu- dómstóllinn einn gæti haft lögsögu yfir gjörðum stofnana Evrópusam- bandsins. Þá hótaði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, um helgina að fram- kvæmdastjórnin gæti hafið mál á hendur Þjóðverjum fyrir brot á sátt- málum ESB. „Lokaorðið í Evrópu- rétti er alltaf í Lúxemborg, hvergi annars staðar,“ sagði meðal annars í tilkynningu von der Leyen. Peter Huber, dómarinn við stjórn- lagadómstólinn sem ritaði úrskurð- inn, sagði við þýska fjölmiðla í gær að slíkt samningsbrotamál myndi steypa Evrópusambandinu í alvar- lega stjórnlagakreppu sem erfitt yrði að leysa úr. Varaði Huber við því að til lengri tíma litið myndi það veikja Evrópu- sambandið eða jafnvel tefla grunni þess í tvísýnu. Sagði Huber jafn- framt að svo lengi sem ekkert evr- ópskt sambandsríki væri til staðar yrðu aðildarríkin að treysta á sínar eigin stjórnarskrár. Stefna að opnun landa- mæra í nokkrum skrefum  Þýski stjórn- lagadómstóllinn svarar fyrir sig AFP Á ströndinni Franskar baðstrendur fengu að taka á mótum gestum í gær í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins. Gestunum var einungis heimilt að stunda íþróttir, synda eða renna fyrir fisk, og voru engin sólböð leyfð. Talíbanar vör- uðu við því í gær að þeir væru undirbúnir fyrir frekari átök eftir að Ashraf Ghani, forseti Afganist- ans, fyrirskipaði hersveitum landsins að hefja árásir á þá. Skipun Ghanis kom í kjölfar tveggja skæðra hryðjuverka í fyrradag, þar sem annars vegar var ráðist á jarðarför og hins vegar á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl. Afgönsk stjórnvöld greindu frá því í gær að fjöldi látinna eftir árás- ina á fæðingardeildina væri kominn upp í 24. Meðal fórnarlambanna voru að minnsta kosti tvö nýfædd börn og um fimmtán til viðbótar misstu móður sína í árásinni. Talíbanar segjast ekki hafa kom- ið að árásunum í fyrradag og sagði í yfirlýsingu þeirra að stjórnvöld í Afganistan myndu bera alla ábyrgð á afleiðingum frekara ofbeldis. AFGANISTAN Talíbanar varpa af sér allri ábyrgð Ashraf Ghani Angela Merkel Þýskalands- kanslari sagðist í gær í umræðum á þýska þinginu hafa beinar sann- anir fyrir því að rússneskir tölvu- þrjótar, sem tengdust GRU, leyniþjónustu rússneska hers- ins, hefðu stolið tölvupóstum henn- ar árið 2015, en tímaritið Spiegel greindi frá árásinni í vikunni. Sagði Merkel það hryggja sig, þar sem hún reyndi á hverjum ein- asta degi að bæta samskipti Þjóð- verja og Rússa, og tölvuárásir af þessu tagi gerðu það verkefni mun erfiðara. Gaf Merkel til kynna að mögulega yrði gripið til viðskipta- þvingana ef þessari hegðun linnti ekki. ÞÝSKALAND Merkel harmar tölvuárásir Rússa Angela Merkel N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Raðaðu saman þínum skáp Framleitt í eik nat, hvítaðri eik og svertuð eik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.