Morgunblaðið - 24.05.2020, Side 37

Morgunblaðið - 24.05.2020, Side 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Í skjali nr. LBE-221 frá 2015 úr gæða- og ör- yggishandbók Embætt- is landlæknis segir m.a.: „Fjölónæmar GNB [innskot: bakt- eríur] og GNB sem mynda BBL geta valdið sýkingum, oftast í þvag- færum, lungum, sárum eða í kviðarholi, og get- ur þurft að grípa til dýr- ari og breiðvirkari sýklalyfja til meðhöndlunar. Í sumum tilvikum eru fá eða jafnvel engin virk sýklalyf til. Alvarlegar afleiðingar þessa ónæmis eru hækkað dánarhlut- fall við ífarandi sýkingar af völdum þessara baktería.“ Á vef RÚV frá 6. nóvember 2018 má lesa frétt með fyrirsögninni: „Fjölónæmar bakteríur drepa 33.000 manns á ári“. Í þeirri frétt er aðeins rætt um framangreint í samhengi við Evrópu. Bændablaðið hefur ítrekað fjallað um þetta efni og hefur Karl G. Krist- insson, yfirlæknir á sýkla- og veiru- fræðideild Landspítalans og prófess- or í sýklafræði, ítrekað hættuna af völdum fjölónæmra baktería fyrir al- menning og fólk um heim allan. Í um- fjöllun blaðsins frá 4. október 2018 segir frá bakteríum í grænmeti. Var fjallað um rannsókn Guðrúnar Klöru Bjarnadóttur líf- efnafræðings. Í 14 sýn- um greindust fjölónæm- ar bakteríur og þá aðeins í erlenda græn- metinu. Engar slíkar fundust í íslenska græn- metinu. Fyrir um ári, þ.e. í apríl 2019, gaf starfs- hópur undirstofnunar Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar (WHO) um fjölónæmar örverur út skýrslu (e. Interagnecy Coordination Group on Antimicrobial Resistance – IACG). Fjallaði er um fjölónæmar bakteríur í henni. Fullyrt er að haldi fram sem horfir muni fjölónæmar bakteríur valda dauða allt að 10 milljóna manna ár hvert fyrir 2050. Segir í skýrslunni að nú þegar láti um 700 þúsund manns lífið á ári sökum þessa. Einnig er fullyrt í þessari skýrslu, sem birtist fyrir um ári, að afleiðingin gæti skap- að fjármálakrísu á við þá er fór illa með almenning á árunum 2008-2009. Smitsjúkdómavarnardeild Heil- brigðisstofnunar Bandaríkjanna (e. Centers for Disease Control and Pre- vention) birti skýrslu í desember 2019 um þetta efni og þar segir að í dag smitast í Bandaríkjunum einum um 2,9 milljónir manna og um 36 þúsund láta lífið vegna fjölónæmra baktería. Í baráttunni gegn COVID-19- veirunni hafa komið fram trúverð- ugar ábendingar sérfræðinga um að fólk deyr úr sjúkdómum sem ekki er endilega hægt að rekja beint til kór- ónuveirunnar þó svo að ónæmiskerfið sé veikara þá stundina vegna hennar. Fólk er sagt deyja m.a. vegna fjöl- ónæmra baktería er „sæta færi“ gagnvart veikum og engar bjargir eru sökum ónæmis. Sýklalyfin virka ekki og meðhöndlun gífurlega erfið. Bandaríski sérfræðilæknirinn Julie L. Gerberding, sem stýrði framan- greindri smitsjúkdómadeild Heil- brigðisstofnunar Bandaríkjanna í for- setatíð George W. Bush, ritaði grein nýlega sem birtist 23. mars sl. Þar segir m.a.: „Ógnin vegna aukins sýklaónæmis gæti valdið gífurlegum áhrifum er leitt gætu til meiri veik- inda og dauða innan heilbrigðiskerfis okkar [innskot: Bandaríkjanna] þeg- ar kórónuvírusinn teygir anga sína og veldur álagi langt umfram afkasta- getu þess.“ Í lok greinar sinnar áréttar hún mikilvægi þess að eftir COVID-19 verði ekki aðeins lært af reynslunni heldur ekki síður mörkuð stefna til framtíðar gagnvart sýklaónæmi. Samhliða má lesa úr umræðum virtra sérfræðinga í framlínu víða um heim að fólk hafi í allt að 50% tilfella látist vegna annarra sýkinga eftir að við- komandi hafi veikst af COVID-19- veirunni. Á Alþingi, 1. febrúar 2018, var þingskjali nr. 237, dreift. Um var að ræða fyrirspurn frá áhyggjufullum þingmanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs (VG) til þáverandi og núverandi utanríkisráðherra. Fyrirspurnin var skrifleg og í þremur liðum. Líklegt er að ráðherra hafði ekki samið svarið heldur einhver í framvarðarsveit hans. Skoðun hans kom hins vegar í ljós við lesturinn. Það á alltaf að fara að ákvörðun ESA og EFTA-dómstólsins! Íslendingar eiga möglunarlaust að staðfesta ákvarðanir sameiginlegu EES- nefndarinnar um innflutninginn á ófrosnu kjöti sem þekkt er að er upp- fullt af sýklaónæmum bakteríum. Sama með grænmetið. Alþingi setti skömmu síðar lög nr. 93/2019 um dýrasjúkdóma er heim- iluðu, eftir óvilhallan dóm EFTA- dómstólsins, að ESB-ríki mættu senda illa sýkta framleiðslu sína til Ís- lands. Hvað með mannkynið í þessu samhengi þegar dauð dýr og græn- meti eru tekin fram fyrir hagsmuni þess? Lögin tóku gildi 1. janúar 2020 og greiddu götu áhættunnar inn á heilbrigðisstofnanir landsins rétt fyr- ir COVID-19. Um 87% þingmanna greiddu lög- um þessum atkvæði sitt. Þetta voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Pír- ata, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Samfylkingar. Meirihluti þings kallar ekki alltaf á gott. Það þekkja Þjóðverjar manna best. Hér er gott dæmi um hjarðónæmi gegn skynsem- inni. Evrópska smitsjúkdómavarn- arstofnun ESB styrkti útgáfu á skýrslu er birtist 2018. Hún fjallar um rannsókn frá 2015 sem gerð var innan EES-svæðisins. Þar kemur í ljós hve sterkt íslenskt heilbrigðis- kerfi stendur og hve mörg önnur EES-ríki eru illa stödd gagnvart fjölónæmum bakteríum á bráðaspít- ölum landanna. Þar standa Ítalir og Grikkir o.fl. afar höllum fæti með bráðadeildir sínar. Hvert ætlar þessi ríkisstjórn að koma okkur? Eftir Svein Óskar Sigurðsson » Lögin tóku gildi 1. janúar 2020 og greiddu götu áhætt- unnar inn á heilbrigðis- stofnanir landsins rétt fyrir COVID-19. Sveinn Óskar Sigurðsson Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokks- ins í Mosfellsbæ, BA í hagfræði og heimspeki, MBA og MSc í fjármálum fyrirtækja. Innflutningur hættulegra matvara, varasamar bráðadeildir, sýklaónæmi og COVID-19 Sigurður Már Jónsson hefur skrifað áhugaverða bók um afnám hafta, sem ástæða er til að hvetja sem flesta til að lesa. Bókin er af- rakstur umfangsmikillar heimildarvinnu sem varpar ljósi á ýmsa þætti sem hafa hugsanlega ekki fengið þá umfjöllun sem þeir eiga skilið. Vinstristjórnin Það eru engin sérstök tíðindi að vinstri- stjórnin 2009-2013 var komin að fótum fram og rúin trausti í lok kjörtímabilsins. Flosnað hafði upp úr stjórnarsamstarfinu þegar á leið og erfiðara að smala kött- unum saman svo vísað sé beint til orða þá- verandi forsætisráðherra. Sitt sýnist hverjum um gerðir og árangur ríkis- stjórnarinnar á þessum tíma en lítið hefur farið fyrir umræðu um nálgun hennar við kröfuhafa föllnu bankanna. Eins og kunn- ugt er voru þessar kröfur að mestu leyti komnar í eigu vogunarsjóða, sem höfðu gífurlega hagsmuni af því að löggjöf svo sem varðandi skattlagningu og gjaldeyr- ishöft yrði þeim hagstæð. Þessir kröfuhaf- ar réðu sér eðlilega ráðgjafa úr hópi lög- manna og fjölmiðlamanna, auk þess sem slitastjórnir á háum launum önnuðust hagsmuni þeirra. Við því er ekkert að segja. Það er ekkert óeðlilegt að vogunar- sjóðir gæti sinna hagsmuna og ráði sér innlenda ráðgjafa í því skyni. Það er hins vegar mikilvægt að þeir sem fara með hagsmuni þjóðarinnar horfi til annarra sjónarmiða og eins að sjálfstæðir fjöl- miðlar láti ekki misnota sig í þessu skyni. Sökudólgar Þegar þjóðir verða fyrir áfalli er nauð- synlegt að finna sökudólga og banka- mennirnir sem hafði verið lyft upp á stall og margverðlaunaðir lágu vel við höggi. Þessi aðferð hentar sérstaklega vel stjórnmálaflokkum þar sem málefna- staðan er fátækleg. Umræðan var á þann veg að alþjóðleg bankakreppa væri í raun eingöngu hér á landi og stafaði af óheið- arlegum bankamönnum sem bæru alfarið sök á ástandinu. Einn ráðherra vinstri- stjórnarinnar orðaði það svo að íslenskir bankamenn væru þeir verstu í heimi. Þessi aðferð að leita söku- dólga hér á landi við alþjóð- legum kreppum er ekki ein- ungis röng, heldur beinlínis heimskuleg. Þetta hljómaði að sjálfsögðu vel í eyrum er- lendra kröfuhafa, sem komu skipulega á framfæri upp- lýsingum til fjölmiðla. Þeir væru fórnarlömb óprúttinna bankamanna og eðlilegt að löggjöfin tæki mið af því. Hér gegndu fjölmiðlamenn eins og Þórður Snær hjá Kjarnanum og Sigrún Davíðsdóttir hjá Ríkisútvarpinu lykilhlut- verki. Þessi vænisýki náði hámarki í Ice- save-málinu, en þar komst trommuleikar- inn Vilhjálmur Þorsteinsson, eigandi Kjarnans og þáverandi gjaldkeri Samfylk- ingarinnar, að þeirri niðurstöðu að okkur bæri siðferðisleg skylda til að greiða er- lendum kröfuhöfum bankainnistæðurnar óháð því hver niðurstaða innlendra sem al- þjóðlegra dómstóla yrði. Samningamenn Íslands Umræða um sökudólga hafði augljós áhrif á nálgun vinstristjórnarinnar enda stuðluðu ráðherrar þeirrar ríkisstjórnar sjálfir að henni. Sendur var fyrrverandi stjórnmálamaður og embættismaður á eftirlaunum til að semja við þrautreynda viðskiptamenn í Icesave-málinu. Niður- staðan, sem þeir nenntu ekki að hanga of lengi yfir, skipti ekki öllu máli, enda í raun við bankamennina að sakast og Sjálf- stæðisflokkinn. Þegar greiðslurnar kæmu til útborgunar eftir valdatíma vinstri- stjórnarinnar var auðvelt að benda á pólit- íska andstæðinga sem bæru í raun ábyrgðina. Sama mátti í raun segja um er- lendu kröfuhafana – þeir væru fórnarlömb þessara óheiðarlegu bankamanna og stjórnmálastefnu Sjálfstæðisflokksins. Gerbreytt stefna Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem tók við 2013 nálgaðist þessi mál á gerólíkan hátt. Oft var reitt hátt til höggs og ekki endilega víst að allar þær hugmyndir sem fram komu hefðu staðist ef á þær hefði reynt fyrir dómstólum. Þetta var hins vegar ger- breytt staða fyrir vogunarsjóðina og nokk- uð sem þeir voru vanir að glíma við í öðr- um löndum. Fengnir voru samningamenn úr fjármála- og viðskiptaumhverfi til að leiða viðræður við erlenda kröfuhafa. Í þeim viðræðum var reynt að spila á ólíka hagsmuni bankanna varðandi stöðugleika- framlög og löggjafarvaldinu óspart hótað ef ekki næðist ásættanleg niðurstaða. Blessað hrunið sem gerði syni mína ríka Niðurstaðan var sú að erlendir kröfu- hafar voru þvingaðir til þess að greiða um- talsverðar greiðslur í ríkissjóð, sem nefnt hefur verið stöðugleikaframlag, og skýrir ásamt aukningu ferðamanna að stórum hluta öflugan gjaldeyrisforða og lágt skuldahlutfall þjóðarinnar. Í bók Sigurðar Más er þessi tala sögð vera 657 milljarðar sem svarar til ábata af ferðamannaiðnaði í 30 ár. Að auki hefur ríkissjóður notið góðs af arðgreiðslum bankanna og vonandi söluandvirði þeirra þegar þeir verða seldir að nýju. Þrátt fyrir stöðugleikaframlagið högnuðust vogunarsjóðirnir gríðarlega enda keypt kröfurnar á hrakvirði. Lánveitingar Þótt ótrúlegt megi virðast má ætla að efnahagsáföll vegna kórónuveirunnar verði umfangsmeiri en í þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem reið yfir haustið 2008. Við þessar aðstæður er krafa til þess að ríkisvaldið rétti atvinnulífinu hjálparhönd og fjármálafyrirtæki aðstoði sína við- skiptavini á meðan þessar hörmungar ganga yfir. Auðvitað erum við öll sammála um að bankarnir standi við bakið á við- skiptavinum sínum þegar í harðbakkann slær, eða er það ekki annars? Forsenda þessa er auðvitað að atvinnulífið verði fljótt á fæturna aftur þegar kreppunni lýkur, okkur öllum, þ.m.t. ríkissjóði og fjármálafyrirtækjum, til hagsbóta. Getur verið að íslensku bankamennirnir hafi haft þetta í huga á árinu 2008? Eftir Brynjar Níelsson » Bókin er afrakstur um- fangsmikillar heimild- arvinnu sem varpar ljósi á ýmsa þætti sem hafa hugs- anlega ekki fengið þá um- fjöllun sem þeir eiga skilið. Brynjar Níelsson Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Afnám hafta – samningar aldarinnar? Við förum var- lega af stað í opnun landsins eftir að hafa náð ótrúlegum tök- um á útbreiðslu veirunnar og treystum á vís- indin. Það er mikilvægt að við förum varlega og það er mikil- vægt að við nýtum þekkingu okkar á veirunni til að koma hjólunum betur af stað. Það verður ekki litið fram hjá því að fjölmargar fjölskyldur um allt land eiga mikið undir því að gestir sæki landið heim að nýju þótt ekki sé hægt að búast við því að krafturinn verði jafnmikill og síðustu ár. Ferðaþjónustan hefur á nokkrum árum orðið ein af undirstöðum íslenska efna- hagskerfisins, skapað miklar útflutningstekjur og veitt miklum fjölda fólks atvinnu og þar með lífsviðurværi. Ferðaþjónustan hefur styrkt byggðir landsins og komið til viðbótar öðrum grunn- stoðum: landbúnaði, sjávar- útvegi og iðnaði. Hún hefur opnað augu okkar fyrir þeim fjársjóði sem náttúran er og þannig breytt gildismati margra. Ég hef orðið var við að Ís- lendingar hlakka til að ferðast um landið sitt í sum- ar. Sólarvörnin verður kannski ekki alltaf höfð uppi við eins og á sólarströndum en eins og við vitum búa töfrar í samspili landslags og veðurs hvort heldur það blæs, skín eða úðar. Eft- irminnilegustu augnablikin eru ekki endilega þau sól- ríku. Þótt Íslendingar verði duglegir að ferðast innan- lands í sumar er ljóst að það kemur ekki til með að duga til að verja þau störf sem orðið hafa til í ferðaþjónustunni síðustu árin. Því er það jákvætt skref og mikil- vægt að opna landið fyrir komu erlendra gesta um miðjan júní. Áður en það gerist hefur verið tekin ákvörðun um að sóttkví B verði útvíkkuð þannig að kvikmynda- gerðarmenn og aðrir afmark- aðir hópar geti komið til starfa á Íslandi. Kvikmyndagerð hefur lengi staðið Framsókn nærri og skemmst að minnast þess að flokkurinn stóð fyrir því að tekið var upp það endurgreiðslukerfi sem enn er við lýði hér á landi. Það kerfi hefur lagt grunninn að öflugri kvikmyndagerð á Ís- landi sem hefur mikið menn- ingarlegt gildi. Þar að auki hefur kvikmyndagerðin skapað atvinnu og tekjur og fært íslenskt landslag inn í aðra menningarheima, hvort sem þeir heita Hollywood eða Bollywood. Ég finn að fólk tekur því fagnandi að það losni um þau höft sem verið hafa á lífinu á Íslandi síðustu vikur og mán- uði. Það er vor í lofti, jafnvel sumar sunnan undir vegg, og við fetum okkur varlega af stað undir leiðsögn sótt- varnayfirvalda. Áfram veg- inn. Varlega af stað Eftir Sigurð Inga Jóhannsson Sigurður Ingi Jóhannsson »Ég finn að fólk tekur því fagn- andi að það losni um þau höft sem verið hafa á lífinu á Ís- landi síðustu vikur og mánuði. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.