Morgunblaðið - 24.05.2020, Qupperneq 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020
Árið 1959 seldi
glímukappinn Jóhann-
es Jósefsson hótelið
sem hann hafði byggt
1930 til félags í eigu
Pjéturs Daníelssonar
veitingamanns, Jóns
Hvannberg hjá S.K.F.
umboðinu, Ragnars
Guðbrandssonar í
Hressingarskálanum,
Ragnars Jónssonar í
Þórscafé og Arons
Guðbrandssonar í
Kauphöllinni. Kaup-
verðið var 18,5 millj.
Þessa tíma vorum við
Ari Jósefsson skáld
næturverðir á hót-
elinu. Það var mjög
gefandi að vinna hjá
Pjétri, sem var sjarmerandi mann-
eskja, réttsýnn og elskulegur.
Þessi ár var Hótel Borg eina al-
vöru hótelið í Reykjavík. Fyrir
voru Hótel Vík og Hótel Skjald-
breið sem Pjétur átti. Gestir Hót-
els Borgar þessi árin voru m.a.
Gerard Susay, söngvarinn heims-
frægi, og eiginmaður hans píanó-
leikarinn Stanley Baldwin. Nú-nú.
Svo komu Íslendingarnir: Alli ríki
á Eskifirði sem gat verið dáldið
erfiður, Hermann Jónasson, fv.
forsætisráðherra, kom oft með frú
Fjeldsted frá Ferjukoti, átti eitt-
hvað vingott við hana. Davíð skáld
frá Fagraskógi kom
stundum með leikkon-
unni frægu Gerd
Grieg, ekkju Nor-
dahls Grieg skálds.
Þau virtust vera mjög
ástfangin. Hótel Borg
var þessi árin mið-
punktur gistimenn-
ingar á Íslandi.
Grikkinn Constantin
Lyperupolor fiski-
kaupmaður, tengda-
sonur Agnars Kofoed
Hansen flug-
málastjóra, var þar
oft og vinir hans, þeir
Mamais og Adamis,
voru líka tíðir gestir.
Af erlendum stór-
stjörnum var t.d.
Nana Mouskouri,
söngdísin fræga, þar
nokkrar nætur og var
hún mjög elskuleg í framkomu.
Stöku nótt kom hinn stórbrotni
listmálari Jóhannes Kjarval og sat
hann oft hjá næturvörðunum og
þáði kaffisopa og kleinur. Ýmsir
þekktir góðborgarar í Reykjavík
gistu þar líka, ef eitthvað var bog-
ið við hjónabandið. Við látum nú
ógert að nafngreina þá hér.
Um vorið 1960 bættist okkur
næturvörðunum góður liðsauki
sem var hinn stórbrotni rithöf-
undur Guðbergur Bergsson.
Margar nætur komu tveir rann-
sóknarlögreglumenn í heimsókn –
þeir Njörður Snæhólm og Jón
Halldórsson. Þeir voru á „veiðum“
á Willys Wagoneer og við gáfum
þeim kaffi og volgar kleinur.
Njörður gaf okkur í nefið. Þeir
voru miklir sómamenn. Jón var
tengdasonur Einars Erlendssonar
húsameistara. Skáld og aðrir næt-
urhrafnar voru tíðir gestir og
þáðu veitingar næturvarðanna.
Stefán Hörður, Jónas Svafár, lög-
fræðingurinn frú Ásdís Þ. Kvaran.
Oft var þetta fjölbreytta lið nokk-
uð þaulsætið.
En hver er minnisverðastur
gestanna frá þessum árum? Ætli
það sé ekki hinn stórbrotni söngv-
ari Eggert Stefánsson sem bjó
frítt á hótelinu með Leu konu
sinni, en þau bjuggu í Sciu á Ítal-
íu. Hann var töfrandi maður. Um
hann hefur Laxness skrifað fjölda
lofgreina. Eða kaupmaðurinn Ein-
ar Eiríksson frá Höfn í Horna-
firði, lágmæltasti maður landsins,
risi að vexti og tók hressilega í
nefið og var konjakskeimur af
hans ágæta tóbaki. Fleira var það
ekki að sinni.
Hótel Borg og
viðskiptamennirnir
Eftir Braga
Kristjónsson
»Hótel Borg
var þessi ár-
in miðpunktur
gistimenningar
á Íslandi.
Bragi
Kristjónsson
Höfundur var fornbókakaupmaður
í Reykjavík.
Ljósmynd/Listasafn Reykjavíkur
Eggert Stefánsson söngvari.
Gifsmynd: Ásmundur Sveinsson.
Á tímum heims-
faraldurs er óhjá-
kvæmilegt fyrir þá
jarðarbúa sem
sleppa með líf og
heilsu að staldra við
og huga að nýrri
framtíð. Líklega
verður fátt með
sama hætti og áður
eftir leifturárás
kórónuveirunnar sem veldur CO-
VID-19-sjúkdómnum.
En á Íslandi geisar lífseig og
langvinn pólitísk veira, fullkomin
andstæða kórónuveirunnar. Eyðing-
armáttur hennar er engu minni og
hún sækir í sig veðrið. Slæmar af-
leiðingar hrannast upp en fæstir
veita þeim athygli. Flestir virðast
telja að vígvöllur þessarar veiru sé
harla gott samfélag, líklega það
besta í heimi.
Pólitíska veiran er misvægi at-
kvæða. Hannes Hafstein ráðherra
lagði til úrbætur, sem Alþingi hafn-
aði bæði 1905 og 1907. Síðan þá
liggur 115 ára tímalína vörðuð
slæmum opinberum ákvörðunum,
sem tengjast misvæginu beint og
óbeint. Störf Alþingis, ríkisstjórnar
og pólitískra landsmálaflokka mót-
ast af misbeitingu misvægisins.
Alvarlegasta tilvik þessarar mis-
beitingar misvægisins er flugvöllur í
Vatnsmýri. 1946 tóku Alþingi og
ríkisvald sér lungann af skipulags-
valdi Reykvíkinga og gerðu herflug-
völl Breta að flugvelli fyrir Flug-
félag Akureyrar.
Ógæfa Reykvíkinga er að borg-
arstjórn er nær undantekningar-
laust mönnuð fulltrúum flokka með
sterk landsbyggðartengsl, ofur-
seldir refsivendi misvægisins (nema
Besti flokkurinn 2010).
Ný áform ríkisins og Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðin
(SSH) um borgarlínu (góður strætó)
eru enn ein atlagan að Reykvík-
ingum með misvægið að vopni.
Þessi áform miða við áður óþekktar
forsendur borgarskipulags og eru í
mótsögn við almenna skynsemi og
skilning á almannahag.
Áformin fela í sér mjög miklar
breytingar á landnotkun og byggð-
armynstri, sem munu valda stýrðri
útþenslu byggðar og verulegu sam-
félagstjóni. M.a. veikist staða gamla
miðbæjarins enn frekar og vonir um
nýja miðborg og mannvænt borgar-
samfélag verða að engu.
Forsendur borgarlínu eru áfram-
haldandi flugrekstur í Vatnsmýri í
allt að 20 ár og „þvinguð“ búseta
um 20 árganga borgarbúa í byggð
meðfram strætóleiðunum frá gamla
miðbænum að syðri mörkum
Hafnarfjarðar og ysta jaðri Garða-
bæjar, Kópavogs og Mosfellsbæjar,
sem eiga tilurð sína, vöxt og við-
gang flugvellinum að þakka.
Í gamla miðbænum er ekkert að
sækja fyrir borgarbúa nema um
20.000 skólapláss og 40.000 um-
framstörf. Þar er ekki raunveruleg
miðborg, aðeins flugvöllur og hverfi
fyrir gleðskap og erlenda ferða-
menn.
Þessi aðferðafræði við borgarlínu
er nýstárleg á sviði skipulagsvísind-
anna. Að flytja borgina að sam-
göngukerfinu svo kerfið verði starf-
hæft og þétta þar með byggð mest á
strjálbyggðustu svæðunum er auð-
vitað fráleit hugmynd í besta falli og
minnir helst á leikhús fáránleikans.
Hefðbundið er að þétta byggð
mest þar sem byggð er þétt fyrir.
Þannig skapast skilyrði fyrir skil-
virka og mannvæna borg, nýsköpun
og ótal samlegðaráhrif og þar með
einnig skilyrði fyrir sjálfbærara al-
menningssamgöngukerfi (AS).
Alþingi og ríkisvald verja af öllu
afli syðri brúarsporðinn í loftbrú
Akureyringa suður. Reykvíkingar
einir færa gríðarlegar fórnir og tapa
miklu.
Höfuðborgarsvæðið (HBS) er ein
mesta bílaborg jarðar. Hefðbundin
miðborgarstarfsemi splundraðist
fyrir löngu og dreifðist um 16.000
hektara víðáttu HBS og grunnur
strætó brast. Íbúar eru utan göngu-
fjarlægðar og ná ekki að sinna dag-
legum og margþættum erindum
nema í bíl. Strætó kemst ekki þang-
að sem þeir þurfa að fara.
Útþensla byggðar vegna borgar-
línu mun splundra dæmigerðri mið-
borgarstarfsemi enn frekar en nú
er. Fullyrðingar höfunda borgarlínu
um róttæka breytingu ferðavenja
(fjölgun í strætó úr 4% í 12% og
fækkun bílferða um 20%) er pólitísk
óskhyggja, ekki fagleg niðurstaða.
Raungerist óbreytt áform um
borgarlínu mun hlutfall aksturs
varla minnka á meðan ekki er byggt
í Vatnsmýri. Reykjavík mun þá að
óbreyttu ekki ná alþjóðlegu mark-
miði um losun CO2 fyrir árslok 2030
og Reykvíkingar eignast ekki nýja
miðborg.
Að baki borgarlínu virðist hvorki
liggja fagleg samfélagsgreining né
skipulagsúttekt með almannahag og
heildstæða framtíðarþróun að leið-
arljósi. Því er vert er að nefna ann-
ars vegar viðvarandi landflótta 600
Íslendinga að meðaltali árlega, ára-
tugum saman og hins vegar mann-
fjöldaspá Hagstofu Íslands um að
Íslendingar hætti að fjölga sér fyrir
miðja 21. öld.
Án kúvendingar í skipulagi
Reykjavíkur og HBS geta hvorki
borgarlína (BL) né Strætó nokkurn
tíma þjónað fjölbreyttum daglegum
erindum borgarbúa. Flestir búa
áfram utan ásættanlegrar göngu-
fjarlægðar og fjarri dreifðri þjón-
ustu.
Róttæk þétting byggðar í nýrri
miðborg í Vatnsmýri er eina leiðin
til sjálfbærni og mannvæns sam-
félags. Þannig dregur úr akstri og
losun CO2 og hagur borgarbúa
vænkast mjög.
Þann 1. maí 2020 eru 974 dagar
til stefnu þar til loka skal flugvell-
inum í Vatnsmýri í síðasta lagi skv.
samkomulagi frá 2013 og dómi
Hæstaréttar 2015, þ.e. þann 31. des-
ember 2022.
Tilræði við Reyk-
víkinga – borgar-
lína í stað nýrrar
miðborgar
Eftir Gunnar H.
Gunnarsson og
Örn Sigurðsson
» Ógæfa Reykvíkinga
er að borgarstjórn
er mönnuð fulltrúum
flokka með sterk
landsbyggðartengsl,
ofurseldir refsivendi
misvægisins.
Gunnar er verkfræðingur, Örn er
arkitekt, báðir í framkvæmdastjórn
Samtaka um betri byggð (BB)
gunnarhjortur@hotmail.com
arkorn@simnet.is
Örn SigurðssonGunnar H. Gunnarsson
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
LEVANTE sófi 3187
L 204 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,-
L 224 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,-
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is