Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Hafnargata 66 Keflavík. Já skrítið að keyra núna framhjá án þess að kíkja við. Heimili sem tók á móti manni með svo góðum anda að oft gat maður ekki haldið augum opnum vegna syfju, veit að fleiri kann- ast við það. Þar bjó hún Silla frænka ein eftir að amma dó 2006. Ekki kom maður að tómum kofunum þar, ótal minningar skoppa upp í kollinn. Spáboll- inn á ofninum sem oftar en ekki var kíkt í, upprúllaðar pönnukökur í skúffunni og allt bakkelsið úr ísskápnum sem fyllti eldhúsborðið á svip- stundu. Í seinni tíð bauð hún strákunum Katli og Halla í signa grásleppu ef hún átti og svo skötuna á Þorlák. Um mið- nætti á gamlárskvöld var hefð fyrir því að hittast á Hafnar- götunni í súkkulaði og rjóma- tertu, þetta voru fastir liðir sem ljúft er að minnast. Hún var svo dugleg að baka og elda þessi elska og oft var glatt á hjalla í eldhúsinu og gat maður gengið að því vísu að hitta frændfólk og aðra góða gesti þar í kaffi, þar voru sagð- ar skemmtilegar sögur enda hafði Silla nóg frá að segja og hló svo skemmtilega. Silla var hrein og bein og þótti manni það stundum óþægilegt á ung- lingsárum. Með aldri og þroska kunni maður að meta það betur. Hún fylgdist vel með okkur öllum og þótti svo vænt um að sjá mynd- Sylvía Sveinsdóttir ✝ Sylvía Sveins-dóttir fæddist 28. mars 1932. Hún lést 20. apríl 2020. Útför Sillu fór fram 8. maí 2020. ir af börnum okkar og barnabörnum. Margar hosur og vettlinga hefur hún töfrað fram þrátt fyrir háan aldur. Elsku Silla frænka, þú söngst og blístraðir eins og fallegur fugl, sem enginn getur leikið eftir. Nú er- uð þið saman á ný samrýndu mæðgur og gott að ylja sér við það. Guð geymi þig, kæra frænka. Kærleikskveðja, Kolbrún og Halldór. Jæja Silla mín. Nú er víst komið að kveðjustund. Það er eitthvað svo óraunverulegt að þú sért ekki lengur hjá okkur. Eða svona í hefðbundnum skilningi. Ég veit að þú ert ennþá með okkur í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Nærvera þín hefur verið næst- um áþreifanleg síðustu daga. Ég veit að þú hefur hlegið mik- ið að öllu umstanginu varðandi útförina og að þú varst ánægð með hana, enda var hún alveg í þínum anda. Tignarleg, töfrandi og falleg, alveg eins og þú! Til Sylvíu frá Sylvíu Englar himins inn í ljósið þig leiða Þar þér á móti tekur fögur blóma- breiða Amma og allir þeir sem áður höfðu kvatt Fagna komu þinni og á hjalla verður glatt. Þú fórst í gegnum lífið með höfuðið hátt Og þegar þú kvaddir við guð og menn sátt. Minningarnar ylja þeim sem hér eftir sitja Þú munt okkar eflaust í draumunum vitja. Farðu í friði mín ástkæra nafna Við dýrmætum minningum náðum að safna. Þú stór áhrif hafðir á lífið mitt allt Og fyrir það þakka ég margþús- undfalt! Ég ætla að syngja, prjóna og baka Ég efast þó um að ég læri að flaka. Pönnsur, vísur og hlýir ullarsokkar Þú lifir áfram í nafninu okkar. Vertu sæl mín kæra og takk fyrir allt! Þín nafna, Sylvía. Silla frænka eins og hún var gjarnan kölluð bjó lengst af á Hafnargötu 66 í Keflavík. Hún vann alla þá verkamannavinnu sem henni bauðst eftir að hún flutti suður til Keflavíkur að vestan. Hún vann m.a. á Röðli, Ál- verinu í Straumsvík, Stóru Milljón (frystihús), Kjötvinnslu Kaupfélags Suðurnesja og hin- um ýmsu fiskverkunarstöðvum í Keflavík og Njarðvík. Silla hætti að vinna utan heimilis eftir að 67 ára aldri var náð og eftir það var hún heimavinn- andi. Hún var einhleyp og barnlaus en í raun og veru átti hún mikið í systkinabörnum sínum og þeirra börnum. Við hjón áttum því láni að fagna að eignast okkar fyrsta íbúðarhúsnæði vorið 1980 í kjallaranum á Hafnargötu 66 og bjuggum þar með eitt barn til ársins 1986. Silla og Magga amma bjuggu á hæðinni fyrir ofan og voru alltaf til taks ef á þurfti að halda. Magndís amma féll frá árið 2006 og þá var það Silla sem var kletturinn okkar. Silla var létt í lund og söng- elsk. Hún átti létt með að herma eftir öðrum og stæla á ýmsan hátt hvort sem var með látbragði eða söng. Oft á meðan hún sýslaði við heimilisstörfin söng hún kunnar dægurperlur sem ómuðu á milli hæða. Oftar en ekki söng hún lög með þekktum söngkonum eins og Elly Vilhjálms og Erlu Stef- ánsdóttur. Hún ferðaðist um ókunn lönd og kom víða við innan lands en fór kannski mest norður í Strandasýslu á heimaslóðir við Steingrímsfjörð. Hún var félagslynd og átti marga vini og kunningja sem oft komu í heimsókn og því mikið líf og fjör í kringum hana. Það má með sanni segja að eldhúskrókurinn hjá henni hafi verið upptekinn á hverjum degi árið um kring með kaffi og pönnukökur á borðum. Þar voru tíðindi dagsins til umfjöll- unar og oft slegið á létta strengi og stundum meira að segja spáð í bolla. Silla fylgdist vel með allri þjóðfélagsumræðu og gat auðveldlega rekið mann á gat sem ekki fylgdist eins grannt með gangi mála. Eftir að við fluttum í annað húsnæði og eignuðumst fleiri börn má segja að samgangur- inn hafi frekar aukist þar sem Silla var okkar helsta barnapía og börnin fjögur hændust mjög að henni. Þau áttu í henni hvert bein og þótti afar vænt um frænku sem var alltaf til staðar fyrir þau. Við eigum oft eftir að sakna hennar, sérstaklega á ákveðn- um tímum og þá koma líflegar og litríkar minningar til góða. Við erum þakklát fyrir að Silla, þessi skýra og skemmtilega kona, náði að halda heimili fram á síðasta dag. Minning hennar mun lifa með okkur öllum. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þ.S.) Karen og Ketill. Silla frænka bjó ein á Hafn- argötu 66 stóran hluta ævi sinnar. Hún var ógift og barn- laus en hún var alltaf eins og mamma og amma okkar margra í fjölskyldunni og á Hafnargötunni átti fjölskyldan alltaf öruggt skjól. Silla var verkakona allt sitt líf og mikið hörkutól. Hún var þrátt fyrir ákveðna íhaldssemi mikil jafnréttiskona og sjálf- stæð með eindæmum. Hún lét fólk ekki segja sér fyrir verk- um og var óhrædd við að gagn- rýna ef henni var misboðið. Hún fór helst ekki til læknis og lyfjunum var ekki fyrir að fara í skúffunum hennar Sillu. Hún hafði þó gaman af því að prófa ýmis náttúrulyf, sem hún aflaði sér upplýsinga um í dagblöðunum, og gaukaði oft að manni úrklippum um nýjasta nýtt í þeim geiranum. Silla var mjög andlega þenkjandi og það var nú ekki svo sjaldan sem hún sá eitthvað í lífi okkar og bollinn var vinsæll, þó að ég haldi reyndar að hún hafi ekki þurft bolla til. Hún var svo órjúfanlegur hluti af lífi okkar margra í fjöl- skyldunni að það verður okkur sárt og erfitt að venjast því að hún skuli vera farin. Þau voru ófá skiptin sem maður kom við hjá henni, þar sem hún stóð við eldhúsglugg- ann, sem fyrir henni var sem heimurinn sjálfur. Hún þurfti ekkert meira. Hún hafði þetta allt þarna. Þó að hún hafi ekki ferðast víðar á erlendri grundu en til Glasgow í tvígang hér á árum áður var eins og hún þekkti heiminn í hnotskurn. Minningar um krókódíla- skóna, skotapilsið og golluna sem hún færði okkur litlu frænkunum úr Glasgowferðinni verða ljóslifandi. Í okkar aug- um var Silla frænka eins konar drottning fjölskyldunnar. Þegar ég var krakki man ég hvað ég hafði gaman af því að hlusta á Sillu frænku syngja í eldhúsinu við lög Hauks Mort- hens, Ragga Bjarna og Ellýjar Vilhjálms. Hún hafði svo fal- lega söngrödd og ég er viss um að ef hún hefði farið í söngnám hefði hún komist langt. Hún söng alltaf mikið, alveg fram í andlátið. Ég heyrði hana ein- mitt söngla um það leyti sem ég kvaddi hana síðasta kvöldið hennar. Hún kvaddi með reisn með kaffið tilbúið til uppáhell- ingar og rjómatertu í ísskápn- um. Síðustu vikurnar kvartaði hún helst yfir því að þurfa að fleygja pönnukökunum í þessu kórónuástandi, því svo fáir kæmu orðið í heimsókn. Síð- ustu dagana hafði hún fundið fyrir slappleika og veikindum en hún mátti ekki heyra á það minnst að leita sér læknisað- stoðar og ekki vildi hún að við værum hjá henni síðustu nótt- ina hennar. Við vorum þó í símasambandi og þá bar hún sig vel og bauð góða nótt. Ég mátti þó koma og opna húsið eins og hún opnaði það venju- lega, fyrir klukkan átta á morgnana. Silla var gædd ein- hverjum einstökum hæfileikum og þessa nótt undirbjó hún mig fyrir andlát sitt. Mig dreymdi að ég væri í ókunnu húsi að vesenast eitthvað. Þegar ég opna eitt herbergið kemur á móti mér fallegur fugl, sem flögraði í smátíma í kringum mig og flaug síðan frjáls sína leið út í guðsgræna náttúruna. Elsku frænka mín, fljúgðu vel og lengi, nú er kominn tími til að kanna ókunnar lendur. Takk fyrir allt. Hvíl í friði elsku kæra Silla mín. Sveindís. ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir (Rúna) fæddist í Reykjavík 4. des- ember 1944. Hún lést á heimili sínu 24. apríl 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðmund- ur Þórðarson sjó- maður, f. 11. mars 1897, d. 1. ágúst 1952, og Arnheiður Inga Elíasdóttir, f. 28. júní 1924, d. 5. nóvember 1999. Alsystkin Elías Guðmunds- son, f. 15. júní 1949. Samfeðra systkin Hulda Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 21. maí 1929, d. dóttur, Rúnu Rut Ragnars- dóttur, viðskiptafræðing, f. 16. september 1976, maki Tómas Ingason, f. 5. júlí 1978. Börn þeirra eru: a) Sandra Tómas- dóttir, f. 30. júní 2003, og Snorri Tómasson, f. 7. september 2008. Guðrún átti einn son áður, Guð- mund Arnarson, húsasmið, f. 18. apríl 1965, maki Sigurrós Hreið- arsdóttir, f. 1. júlí 1965. Börn þeirra eru a) Elías Guðmunds- son, f. 20. mars 1986, maki Elín Vigdís Andrésdóttir. Börn þeirra eru: Emilía Rós, Elma Andrés og Eiríkur Benedikt. b) Guðrún Sara Guðmundsdóttir f. 31. mars 1992, maki Bjarki Ósk- arsson. Sonur þeirra er Mikael Logi. Guðrún átti áður Marínó Elí. c) Rósanna Guðmundsson f. 5. okt 1994, maki Bjarki Karls- son. Eiga þau eina dóttur, Söru Rós. Útförin fer fram í dag, 14. maí 2020. 25. okt. 2014, Þóra Guðmundsdóttir, f. 16.febrúar 1932. Sammæðra systkin Sveinbjörg Steingrímsdóttir, f. 8. des 1955, Guðrún Steingrímsdóttir, f. 23. febrúar 1957, Guðmunda Stein- grímsdóttir, f. 27. apríl 1958, Þórlaug Steingrímsdóttir, f. 6. maí 1962. Þann 14. maí árið 1978 giftist Guðrún Ragnari Aðalsteinssyni kaupmanni en þau skildu að borði og sæng í ágúst 2008. Guð- rún og Ragnar eignuðust eina Elsku Rúna mín. Mikið var erfitt að sætta sig við að þú værir farin frá okkur. Við áttum öll þá von að þú fengir viðunandi aðstoð við veik- indi þín. Ástarþakkir frá mér til þín fyrir hvernig þú stóðst með mér í blíðu og stríðu, varst alltaf til staðar í okkar hjónabandi sem varði í 30 ár auk sambúðar í fjögur ár. Allt þitt líf frá okkar fyrstu kynnum snerist um að gera allt sem þú gast til að allir í kring- um þig hefðui það sem best. Í ferðalögum okkar erlendis, sem voru allmörg í gegnum tíðina, var það þitt fyrsta verk að kaupa föt og annað til að gleðja börnin okkar og barnabörnin, varst alltaf með allt á hreinu með stærð og númer fyrir hvern og einn. Þú leist alltaf á börnin mín frá fyrra hjónabandi sem þín. Þú áttir fyrir okkar kynni einn son, Guðmund Arnarson, sem þú elskaðir mjög mikið, enda ein- stakur drengur; mjög duglegur og síðar mikill fjölskyldumaður og til fyrirmyndar á allan hátt. Okkur auðnaðist að eignast sam- an einstaklega vel gerða stúlku, Rúnu Rut, sem hefur verið til fyrirmyndar á öllum sviðum, líka mikil fjölskyldukona, mikil gæfa fyrir okkur börnin okkar. Þú sást um heimilið okkar sem var alltaf til fyrirmyndar, allt hreint og fínt, allt var í full- komnu lagi fyrir okkur öll. Ég sakna þín afskaplega, elsku Rúna mín, og vona að þú fáir hvíld hjá Guði. Ástarþakkir fyrir lífið og væntumþykjuna í minn garð. Sofðu rótt, elsku Rúna mín, og guð blessi þig og verndi alltaf. Þinn Ragnar Aðalsteinsson. Elsku mamma. Þetta er erfitt. Þótt ég hafi undirbúið mig fyrir augnablikið sem blasti við mér á föstudaginn í hádeginu 24. apríl, þá er þetta erfitt. Töluvert erfiðara en ég átti von á. Ég var búin að teikna upp myndina á leiðinni til þín, raunveruleikinn blasti við þegar ég opnaði dyrnar og heyrði að kveikt væri á sjónvarpinu inni í svefnherbergi. Ég gekk að dyra- gættinni eins og ég geri svo oft, kannaði hvort ég sæi þig anda. Alltaf hefur þú andað en nú var komið að þessu. Eins undarlegt og það hljómar, þá var eins og undirmeðvitundin vissi að þetta væri dagurinn. Vanalega var ég búin að teikna upp þessa mynd þegar inn kæmi eftir að hafa reynt að ná í þig nokkrum sinn- um í síma án árangurs en aldrei verið tilbúin með símann opinn til að hringja í 112. Ég var að undirbúa mig fyrir það versta og fór í gegnum ferlið hvernig ég myndi gera þetta ef stundin væri runnin upp. Ég sá strax þegar ég kom nær þér að þetta var stundin, raunveruleikinn sem ég var búin að búa mig und- ir, án þess að fara í panikk hringdi ég strax í 112 og svo strax í Gumma bróður. Ég vildi hafa hann hjá okkur á þessari stundu. Lögreglan kom strax til þín og Gummi nokkrum andar- tökum síðar. Við föðmuðumst og grétum. Ég er ekki ósátt við að þú sért farin, ég veit þú hvílir í friði og þér líður vel. Það voru engin ummerki um þú hefðir verið kvalin. Eins og þú hefðir bara farið að sofa og ekki vaknað. Líklega eins og þú hafðir óskað þér þótt það væri samt ekki komið að þessu. Þú varst búin að vera frekar hress upp á síðkast- ið, þrátt fyrir skrítna tíma en við hlógum nokkrum sinnum í sím- anum, þú værir algjör snillingur að vera í sjálfskipaðri sóttkví. Þér þótti best að vera bara heima síðustu ár. Ég er þakklát fyrir okkar síðasta samtal þegar ég hringdi í þig til að segja þér að snúðarnir sem þú pantaðir hjá honum Snorra krúsídúllunni þinni kæmu á morgun, sunnu- dag, en Snorri hafði bakað snúða nokkrum dögum áður sem við færðum þér og þér fannst þeir svo hrikalega góðir og hringdir og pantaðir fleiri hjá Snorra bakara eins og þú sagðir. Elsku mamma, ég elska þig svo mikið. Síðustu árin hafa ver- ið þér erfið og okkur systkinun- um en þrátt fyrir þunglyndið þá náðir þú alltaf góðum köflum inn á milli. Það var góður kafli núna. Þú varst svo lukkuleg með sjón- varpsefnið og eins og þú segir á Facebook-færslunni þinni: „Ynd- islegt kvöld með frábærum söng í blómahafi. Helgi, Salka og Friðrik Dór, ógleymanlegt.“ Þú elskaðir vorið, lóan er komin og það er komið að kveðjustund. Guð blessi þig, elsku mamma, ég mun sakna þín og minnast allra góðu stund- anna. Sofðu rótt. Þín RRR. Rúna Rut Ragnarsdóttir. Nokkur orð um Rúnu systur mína. Rúna „stórasta“ systir mín, eins og hún sagði oft, er farin í einhverja aðra vídd, eða himna eða eða? Rúna var sérstaklega gjaf- mild og elskaði að gefa og naut ég oft góðs af því. Man sér- staklega eftir því þegar hún kom frá London, ég hef verið um 12 ára og fötin sem ég fékk þá voru hæst móðins, eins og Adda móðir okkar sagði oft, enda var hún líka smekkmann- eskja og litaglöð eins og Rúna systir. Rautt rúskinnspils, græn skyrta og gult vesti. Þetta dress bar af og litagleðin mikil. Rúna átti fallegt heimili sem gaman var að heimsækja, sem var reyndar allt of sjaldan, en þegar það var tók hún vel á móti öllum og nóg til af kræsingum (líka til frammi). Alltaf allt mjög snyrtilegt og smekklegt. Það var gaman að sjá hvað Rúna skemmti sér vel í brúð- kaupi okkar Grétars síðasta sumar. Í hvert skipti sem við töluðust við í síma eftir það, þá hafði hún á orði „mikið var gam- an hjá ykkur í brúðkaupinu“. Rúna spurði ávallt um börn og barnabörnin mín í okkar samtölum, enda fylgdist hún vel með öllum á veraldarvefnum Fa- cebook. Ég kveð „stórustu“ systur mína með bæninni sem mamma fór með okkur fyrir svefninn þegar við vorum börn. Votta Guðmundi, Rúnu Rut og öllum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þórlaug Steingrímsdóttir. Hún Rúna systir er dáin. Mér finnst það alveg ótrúlegt en svona er lífið. Hún var mjög gjafmild og var alltaf að hugsa um aðra, hvað væri hægt að gefa, hún til dæmis gaf öllum barnabörnunum mínum sængur- gjafir og þá ekki bara einar bux- ur, nei, alklæðnað og allt í stíl. Ég man hvað það var alltaf gaman að koma á Sundlauga- veginn, alltaf hlaðborð, hún var svo myndarleg, svo stjanaði hún við alla. Svo var hún alltaf svo fín, hún átti föt í nokkrum stærðum. Það var ósjaldan sem ég fór til hennar til að fá lánuð föt ef ég var að fara eitthvert. Ég man að þegar hún var að undirbúa brúðkaupið hennar Rúnu Rutar sagði ég henni að ég gæti lánað henni föt undir matinn. Svo þegar líður að stóra deginum þá hringi ég í hana, Ragnar kom í símann og Rúna var ekki heima svo að ég bað hann að skila til hennar að hún mætti sækja fötin. Það var lengi þögn í símanum, svo sagði ég, það eru fötin fyrir matinn. Ragnar skildi ekki að hún væri að fá lánuð föt (fatnað) hjá mér. Hann sagði að allir skápar væri fullir af fötum. Ég kveð Rúnu systur með söknuði og vona að hún sé kom- in á betri stað. Innilegar samúðarkveðjur til Guðmundar, Rúnu Rutar og fjölskyldna þeirra. Guðrún Steingríms- dóttir (Gunna). Guðrún Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.