Morgunblaðið - 24.05.2020, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna
Hreinsandi • Vatnslosandi • Gott fyrir meltinguna • Getur lækkað blóðsykur
Getur dregið úr slímmyndun • Gott fyrir þvagblöðru, lifur og nýru
Aðeins ein tafla á dag og ekkert bragð!
Eplaedik
– lífsins elexír
„Í ágúst í fyrra greindist ég með of háan blóðsykur og var sagt að skera niður í mat og drykk til að reyna að
laga þetta. Ég skar niður sætindi, sem getur verið erfitt, en með því að taka inn eina töflu af Apple Cider
daglega tókst mér að halda mér við efnið. Ég fór aftur í mælingu ummiðjan janúar og þá hafði blóðsykurinn
lækkað niður í eðlileg viðmið, þrátt fyrir að vera komin niður í eðlilegt viðmið ætla ég að halda áfram að taka
þessar töflur því þær gera svo ótalmargt annað gott fyrir mig. Mæli 100%með Apple Cider frá New Nordic.“
Bjarni Ómar Zach Elíasson
Ferðalög á
Páll Guðmundsson
palli@fi.is
Gera má ráð fyrir mikilli umferð
landsmanna um Ísland í sumar. Í
kjölfar Covid-19 verða ferðalög á
milli landa takmörkuð um tíma og
fleiri landsmenn munu ferðast inn-
anlands. Mikil umferð ferðamanna
veldur miklu álagi á náttúru lands-
ins og vinsæla ferðamannastaði.
Þegar lagt er í ferðalag um landið
er að mörgu að hyggja. Ferðafélag
Íslands hvetur alla ferðamenn til að
ganga vel um náttúru landsins. Sér-
stök ástæða er til að forðast gá-
leysislega umgengni hér á landi.
Gróðursvæði eru víða viðkvæm og
íslenskur jarðvegur er grófur, laus í
sér og auðrofinn. Sár eru lengi að
gróa vegna stutts vaxtartíma gróð-
urs auk þess sem vatn og vindar
geta aukið á rof í sárum.
Með því að leggjast á eitt getum
við verndað náttúru og ásýnd lands-
ins og tryggt að fólk fái notið feg-
urðar landsins til framtíðar.
Göngum frá áningarstað eins og við
viljum koma að honum. Tökum rusl
með til byggða. Virðum eignarrétt
og göngum vel um girðingar og hlið.
Truflum ekki dýralíf með óþarfa
ágangi. Sýnum tillitssemi við ólíkar
tegundir ferðamennsku. Engin teg-
und ferðamennsku er öðrum æðri
og enginn hefur rétt til yfirgangs.
Höfum hugfast að skemmdir á jarð-
myndunum verða ekki bættar.
Í lögum um náttúruvernd eru
ákvæði sem fjalla um almannarétt,
umgengni og útivist. Þar segir að
öllum sé heimilt að fara um landið
og njóta náttúru þess svo fremi að
gengið sé vel um og þess gætt að
spilla engu. Heimilt er að fara um
óræktuð eignarlönd án sérstaks
leyfis. Rétthöfum lands er heimilt
að takmarka með merkingum ferðir
manna um eignarlönd. Lönd í eigu
ríkisins, svo sem náttúruverndar-
og skógræktarsvæði, eru öllum opin
með fáum undantekningum. Hægt
er að takmarka umferð tímabundið,
svo sem yfir varptíma eða vegna
gróðurverndar.
Náttúruverndarsvæði eru friðlýst
af mismunandi ástæðum. Reglur,
t.d. um veiðar og umferð, eru
breytilegar milli einstakra svæða og
því mikilvægt að ferðamenn afli sér
nauðsynlegra upplýsinga. Virðum
friðlýsingarreglur og tilmæli land-
varða. Sumir ferðamenn leita á
Gera má ráð fyrir mikilli
umferð landsmanna um
Ísland í sumar. Í kjölfar
Covid-19 verða ferðalög
á milli landa takmörkuð
um tíma og fleiri lands-
menn munu ferðast
innanlands.
unsplash
FÍ myndabanki
Komdu í gott form Gönguferðir og fjallgöngur njóta vaxandi vinsælda.
Umgengni í náttúru Íslands