Morgunblaðið - 24.05.2020, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020
Anna Lena Halldórsdóttir hafði
heppnina með sér í pallapartíleik
K100 síðasta föstudag. Hún vann
allt fyrir pallapartíið en vinning-
urinn var að andvirði 100.000
krónur.
Var Anna Lena ánægð með vinn-
inginn en hún ætlar að sögn að
halda heljarinnar fjölskyldu- og
grillveislu á pallinum.
Fjölmargir tóku þátt í leiknum
sem fór fram á facebooksíðu K100
en dregnir verða út nýir vinnings-
hafar alla föstudaga út maí og júní.
Hægt er að taka þátt í palla-
partíleiknum á facebooksíðu K100
til að eiga möguleika á að vinna
allt fyrir pallapartíið á morgun
með því að deila uppáhalds-
sumarlaginu í athugasemd og
merkja einhvern sem elskar sama
lag.
Vann allt fyrir
pallapartíið
Heppin Anna Lena
Halldórsdóttir vann
allt fyrir pallapartíið
í facebookleik K100.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
„Fyrir mér var þetta bara að taka út
sætindin og skerpa svolítið á þessu.
Það eru greinilega margir í sömu
pælingum því það eru 1.500 manns
komnir á vagninn,“ sagði tónlist-
arkonan Greta Salóme spurð út í
átta vikna sykurbindindið sem hún
byrjaði fyrir nokkrum dögum í Ís-
land vaknar á K100 í gær.
Pepsi Max fær að vera inni
Sagði hún að það erfiðasta við
bindindið væri að þurfa að sleppa
súkkulaði.
„Ég elska súkkulaði. Súkkulaði
finnst mér bara vera ástæða þess að
við erum á þessari jörð,“ sagði Gréta
sem kveðst þó ekki ætla að sleppa
Pepsi max úr mataræðinu enda sé
drykkurinn sykurlaus og hún sjálf-
greindur Pepsi max-fíkill.
„Það þyrfti að leggja mig inn á
Vog ef það ætti að taka það út líka,“
sagði Gréta. „Ég hafði hugsað mér
að lifa þetta covid-ástand af þannig
að ég ætla ekki að taka Pepsi Max
út,“ sagði hún.
Gréta sagðist halda að margir, þar
á meðal hún sjálf, hefðu sleppt fram
af sér beislinu í samkomubanninu og
haft það „svolítið kósí“ á meðan
ræktin var lokuð.
„Stemmari“ fyrir sykurbanni
„Það eru greinilega rosa margir
sem langar að taka svona „skurk“
þegar hlutirnir fara aðeins meira af
stað en þeir hafa verið að gera. Fólk
er búið að hafa tíma til að staldra við
og horfa inn á við. Ég held það alla-
vega og það er greinilega „stemm-
ari“ fyrir þessu akkúrat núna,“ sagði
Gréta. „En ég spái því að það verði
talsvert minni stemning eftir svona
tíu daga,“ bætti hún við og uppskar
hlátur í stúdíóinu.
Morgunblaðið/Hanna
Sykurbindindi Greta Salóme ætlar að sleppa sætindum í átta vikur og hefur
fengið með sér fjöldann allan af fólki sem ætlar að taka þátt í átakinu.
Langerfiðast að
sleppa súkkulaðinu
Tónlistarkonan Greta Salóme hefur nú verið í fjóra daga í sykurbindindi en
hún stefnir á að sleppa sykri í átta vikur í sumar. Hún stofnaði facebookhópinn
„Sykurlaust sumar“ til að veita sér aðhald í bindindinu en þegar hafa yfir
1.500 meðlimir bæst í hópinn. Gréta ræddi um sykurbindindið á K100 í gær.
Jákvæð Dj Dóra Júlía
finnur jákvæða
punktinn á tilver-
unni alla virka
daga í útvarpinu
og á vefnum.
Dóra Júlía
dorajulia@k100.is
Ástin er alls staðar og þolir ótrú-
legustu hluti. Á erfiðum tímum
getur ástin orðið sterkari en
nokkru sinni fyrr og eflaust hafa
einverjir fundið fyrir sterkari til-
finningum til ástvina og maka
undanfarið. Stundum er eins og
tilfinningar manns séu loksins
settar í rétt samhengi og maður
áttar sig á því að það er ekkert
skemmtilegt við það að vera
hræddur og hika. Lífið er til þess
að lifa og upplifa og það er
skemmtilegra að taka sénsinn á
ástinni! Ég rakst á svo fallegt
myndband af hjónum í Bandaríkj-
unum. Þau höfðu ætlað sér að
endurnýja heiti sín áður en vírus-
inn skall á en svo greind-
ist eiginkonan með covid
og var lögð inn á spítala.
Gátu loks faðmast
Þegar hún hafði jafn-
að sig og var að útskrif-
ast af spítalanum beið
eiginmaður hennar eftir
henni í anddyri spít-
alans með trúlof-
unarhring og bað
hennar aftur, mörgum árum
seinna. Hún sagði að sjálfsögðu já
og gátu þau loksins faðmast
aftur eftir nokkurra vikna
aðskilnað, kannski ást-
fangnari en nokkru sinni
fyrr! Lifi ástin!
Ljósi punkturinn með Dj Dóru Júlíu
Bað konu sinnar aftur
eftir covid-greiningu
Ást Eiginmaður ákvað að biðja
konu sinnar á ný eftir að hún
sigraðist á kórónuveirunni.