Morgunblaðið - 24.05.2020, Qupperneq 59
MENNING 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI
KOMIN AFTUR Í BÍÓ
TIL AÐ KOMA OKKUR Í HLÁTURGÍRINN !
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Upphaflega átti sýningin að heita
Teikningar en svo bættist við ann-
arskonar verk, einn skúlptúr, þess
vegna kalla ég hana nú Mestanpart
teikningar,“ segir Kristján Guð-
mundsson myndlistarmaður um
sýningu sína sem var opnuð með
engri viðhöfn, vegna veirufaraldurs-
ins, í i8 galleríinu við Tryggvagötu í
gær. Í eðlilegu ástandi hefði verið
fagnað, enda listamaðurinn einn af
stórmeisturum íslenskrar samtíma-
myndlistar, allt síðan hann kom
fram á sjónarsviðið með félögum
sínum í SÚM-hópnum á sjöunda
áratugnum.
Við göngum inn í sýningarsalinn
og Kristján bendir á verkið sem er
ekki teikning, skúlptúr úr tvöföldu
gleri í nokkrum stærðum; rúðurnar
hafa verið lagðar saman og hallast
að vegg.
„Þetta er „Ósótt útsýni“,“ segir
hann. „Þetta gler hefur verið pantað
en var aldrei sótt. Það er raunveru-
lega ósótt. Við fengum þetta í verk-
smiðjunni, það átti að henda glerj-
unum – það varð aldrei að útsýni.
Þetta er í fjórða skipti sem ég set
þetta verk upp, alltaf með mismun-
andi glerjum. Það er því alltaf nýtt.
Þessar geómetrísku teikningar
hér eru nýjar,“ segir hann svo og
bendir á stóra fleka úr frauðplasti
sem sitja á andstæðum veggjum. Í
annan eru felldir með formrænum
hætti hringir úr gráu grafíti, í hitt
lárétt stykki úr sama efni sem notað
er í ritblý.
„Þetta er gert með gegnheilu
grafíti og ég kalla þetta „Innramm-
aðar teikningar“. Ég hef oft gert
teikningar með grafíti sem fer beint
á vegg en þessar eru innrammaðar.“
– Og hvers vegna rammarðu inn í
einangrunarplast?
„Mér fannst þetta svo skemmti-
lega ógeðslegt efni að ég ákvað að
nota það, þetta byggingaplast. Það
er ólistrænt og fínt.“
Í texta sem fylgir sýningunni úr
hlaði skrifar Gavin Morrison um
pakkaflóðið sem berst út um allt og
vörurnar festar í slíku plasti. „Hann
vísar í Amaazon-verslunina, sem ég
hugsaði ekki út í. En þegar maður
kaupir útvarpstæki og slíkt þá er
öllu pakkað í þetta efni.
Það eru standardstærðir á plast-
inu en plöturnar eru mismunandi
þykkar. Ég gerði austur í sveit verk
úr þynnri plötum, sem voru tveir og
hálfur cm, þetta er fimm,“ segir
Kristján og sýnir með hendinni
þykktina frá veggnum.
Hann bendir á teikninguna með
hringlaga grafítinu og segir: „Mér
finnst þessi svolítið kórónuveiruleg.
Það er einhver vírustilfinning í
henni – finnst þér það ekki?“
– Ég tek undir það. Er þetta verk
komment þitt á ástandið?
„Ég gerði nú skissuna að þessu
áður en veiran fór á kreik. Þetta var
því ekki gert út af henni, en ég hef
fundið hana á mér,“ segir hann og
brosir. Snýr sér svo að stórum
skúlptúr í horninu. „Þetta er teikn-
ing af myllumerkinu. Ég gerði það í
tilefni af fimmtíu ára afmæli Helve-
tica-letursins, sem var 2007. Þá
gerði ég eina teikningu í Helvetica
Bold, þessi er „Helvetica Medium“.
Verkin hafa aldrei verið sýnd á Ís-
landi. Þetta var í Osló, hitt í Berlín.
Þetta verk getur ekki staðið
sjálft, myndi falla á hliðina úti á
gólfi. Það þarf að styðjast við eitt-
hvað, eins og myllumerkið gerir í
raun. Þetta er allt úr grafíti –
blýanti.“
– Hvað er þetta með grafítið?
„Annaðhvort eru það blekteikn-
ingar eða blýantsteikningar. Ég
nota hvoru tveggja en þetta hér er
allt blýantsteikningar. Ég hef gert
meira af blýantsteikningum en úr
bleki. Þarna á vegginn er Börkur að
setja upp sviga sem er líka úr grafíti
og í Helvetica-fontinum“ – og hann
bendir á gallerista sinn, Börk
Arnarson, sem mundar borvélina og
kemur festingu fyrir í veggnum.
– Hvers vegna velurðu Helvetica-
fontinn?
„Mér finnst það svo gott og mikill
standard; það er svo venjulegt
letur,“ svarar Kristján að bragði.
„Hér er svo ein af svokölluðum
„Ólympísku teikningum“ sem ég
kaus að hafa hér með. Þetta er
„Hundrað metra hlaup karla“.“ Það
samanstendur af rásblokk fyrir
spretthlaupara sem er á gólfinu og
snýr frá veggnum þar sem láréttar
línur úr grafíti hafa verið settar upp.
„Hlauparinn kemur sér fyrir hér,“
segir Kristján til skýringar og setur
sig í stellingar á rásblokkinni.
Þetta er verk úr seríu sem ég
kallaði „Ólympískar teikningar“. Ég
gerði þetta 2014. Og þessar teikn-
ingar eru allar kynbundnar, það eru
til útgáfur fyrir bæði kynin.“
Þess má geta að í tengslum við
sýninguna gefur i8 úr fjölfeldisverk
eftir Kristján, „Ein og hálf inrömm-
uð teikning“ nefnist það og er í 20
tölusettum eintökum. En hefur
hann setið yfir nýjum verkum í kóf-
inu?
„Nei nei,“ svarar hann. „Þetta er
allt gert í verksmiðjum og af öðru
fólki, ég bara plana þetta.
Það stóð nú til að ég væri núna
með sýningu í Berlín en henni er
seinkað um ár. Þessa átti að opna í
byrjun apríl, veiran stoppaði það.
En ég hef bara verið að tefla við
Pétur Arason …“
– Nú er engin formleg opnun
vegna ástandsins. Saknarðu þess?
„Nei, ég er voða feginn,“ svarar
Kristján og glottir. „Mér finnast
opnanir svo leiðinlegar, sérstaklega
þegar ég er sjálfur að sýna.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Myllumerki „Svo gott og mikill standard,“ segir Kristján Guðmundsson um Helvetica-letrið sem hann vinnur með.
„Skemmtilega ógeðslegt efni“
Sýning á verkum eftir Kristján Guðmundsson hefur verið opnuð í i8 „Mestanpart teikningar“
kallar hann sýninguna og eitt verkið, af hringlaga grafíti í einangrunarplasti, minnir á kórónuveirur