Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 5. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  122. tölublað  108. árgangur  GESTUM BOÐIÐ Á OPIÐ HÚS UNDARLEGAR FERÐIR KUNNA AÐ KJÓSA UM NAFNIÐ Í JÚNÍ JÖKLAMÝS 10 NÝTT SVEITARFÉLAG 11NÍUTÍU ÁRA 6 Heilbrigðisyfirvöld hafa nú veitt rýmri heimildir til hópa- myndana og geta allt að tvö hundruð manns komið saman í stað fimmtíu áður. Meðal annars geta líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opnað dyr sínar. Sigurbjörn Birgisson, rekstrarstjóri Priksins, var í óðaönn að leggja lokahönd á endurbætur staðarins í gær, með pensilinn að vopni. »4 Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson Andans staðir opnaðir eftir níu vikna hlé  Gríðarleg spenna var á fyrsta mótinu á mótaröð Golf- sambands Ís- lands 2020 sem lauk á Akranesi í gærkvöld. Ólafía Þórunn Kristins- dóttir náði sigr- inum úr höndum Valdísar Þóru Jónsdóttur á síðustu holunni í kvennaflokki og það sama gerðist hjá körlunum. Þar tryggði Axel Bóasson sér sigur á síðustu holu eftir að Haraldur Franklín Magnús hafði verið efstur allan tímann. »27 Tryggðu sér sigur á síðustu holunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir  Samtök innan garðyrkjunnar vilja losa garðyrkjuskólann á Reykjum undan Landbúnaðar- háskóla Íslands en þeir hafa verið í einni sæng í fimmtán ár. Óánægja er innan græna geirans með þá um- gjörð sem garðyrkjunámið fær við skipulagsbreytingar í skólanum. Nefnd sem menntamálaráðherra skipaði til að gera tillögur til lausn- ar hefur ekki skilað af sér. »4 Vilja sjálfstæðan garðyrkjuskóla Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Enn er óvissa um hvernig flugi til landsins og frá verður háttað eftir að landamæri Íslands verða opnuð 15. júní næstkomandi. Framkvæmda- stjóri hjá Icelandair segir að draum- urinn sé að koma á daglegu flugi til nokkurra lykilstaða í Evrópu en ástandið sé viðkvæmt og enn ekki ljóst hversu hratt það geti gerst. Birna Ósk Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, segir að félagið hafi áhuga á að fljúga sem mest en eftir- spurnin verði að ráða. Selt sé í flug í leiðakerfi félagsins og unnið með dreififyrirtækjum í öllum löndunum en það ráðist af þróun mála hvert hægt verði að fljúga. Hún segir að nokkrir hópar ferða- langa séu tilbúnir að ferðast um leið og löndin opnast en búast megi við að aðrir hafi ekki efni á því vegna efnahagslegra afleiðinga kórónu- veirufaraldursins. „Erfitt er að gera áætlanir í þessu ástandi. Við getum hreyft okkur hratt og munum gera það þegar við finnum að ferðavilji og áhugi er kominn úr báðum áttum á því að fljúga,“ segir Birna Ósk. Vonast eftir jákvæðum fréttum Áhugi er á því hjá Icelandair að hefja daglegt flug til lykilstaða sem fyrst eftir 15. júní. Birna nefnir Kaupmannahöfn, Osló, Frankfurt og Berlín og síðan Amsterdam fljótlega eftir það. Meiri óvissa er með Stokk- hólm og Lundúnir. Löndin hafa ekki opnað dyr sínar enn sem komið er en reiknað er með jákvæðum fréttum á næstunni. Til dæmis er vonast eftir frjálsri för milli Norðurlandanna. Þeir sem keypt hafa miða í flug sem fellt er niður geta bókað nýtt flug, fengið inneign eða endur- greiðslu. Birna segir að það muni gilda áfram, á meðan fólk er að fá aftur traust á ferðalögum. »11 & 12 Stefnt að daglegu flugi til lykilstaða  Enn óvissa um flug eftir að landamærin opnast 15. júní Morgunblaðið/Ómar Nýhöfn Búast má við að flug til Kaupmannahafnar hefjist fyrst. Samhliða bættri þekkingu á kórónu- veirunni hafa fleiri lyf bæst í hóp þeirra sem notuð eru til meðhöndl- unar á sýkingum. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins segir frá því að líf- tæknilyfið Tocilizumab hafi skipt sköpum í meðhöndlun á sjúklingi á fimmtugsaldri sem var hætt kominn með öndunarbilun. „Ég hugsa að ef sá maður hefði ekki fengið þessa meðferð hefði honum vegnað verr en raun ber vitni,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, sem stýrði göngudeild fyrir veikina. »2 & 4 Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson Rannsókn Notast er við líftæknilyf. Líftæknilyf til bjargar  Lá þungt haldinn með öndunarbilun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.