Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020
gleði. Ragnheiður var mentor
og deildi reynslu sinni og kunn-
áttu í lífsins fræðum og engum
dylst að barnabörnin hafa verið
virkir nemar í skóla hennar.
Ég þakka fyrir að hafa feng-
ið að kynnast Ragnheiði Þórð-
ardóttur. Þótt síðustu árin hafi
fundum okkar borið sjaldnar
saman hittumst við reglulega í
afmælum barnabarnabarna
hennar, þar sem þau Magnús
voru með 10 í mætingu. Alltaf
glöð í bragði, alltaf hlý. Hennar
verður sárt saknað í afmælun-
um.
Við Magga vottum Magnúsi
innilegustu samúð okkar, dætr-
um Ragnheiðar, þeim Halldóru
og Láru, Guðrúnu systur henn-
ar og öðrum aðstandendum.
Karl Roth.
Mér er ljúft að minnast móð-
ursystur minnar Ragnheiðar og
kveð hana með söknuði en líka
þakklæti. Ragnheiður var skírð
í höfuðið á móðurömmu sinni
Ragnheiði Guðmundsdóttur og
ólst upp á Sólvallagötu 53
ásamt foreldrum og tveimur
systkinum, Magnúsi og Guð-
rúnu. Sem barn þurfti hún að
vera langtímum á spítala vegna
astma og fór meðal annars til
Stokkhólms með afa Þórði til
lækninga. Það hefur eflaust átt
sinn þátt í því að afar kært var
með þeim feðginum og þreyttist
Ragnheiður aldrei á því að
dásama föður sinn.
Ragnheiður og móðir mín,
Guðrún, voru alla tíð bestu vin-
konur. Árum saman hittust þær
á sunnudagskvöldum og áttu
góðar stundir með fjölskyldum
sínum. Einnig voru þær saman
í saumaklúbbi sem hittist reglu-
lega í áratugi. Á milli heimila
systkinanna þriggja hefur ekki
aðeins verið rækt frændsemi
heldur líka vinátta.
Í barnæsku minni norður í
Þingeyjarsýslu var aðaltilhlökk-
unarefni sumarsins að fá Ragn-
heiði, Magga og börn í heim-
sókn og dvöldu þau iðulega hjá
okkur í einhverja daga. Við
ferðuðumst saman og áttum
góðar samverustundir.
Ég leit afskaplega mikið upp
til þeirra hjóna, Magga og
Ragnheiðar frænku minnar.
Sérstaklega fannst mér merki-
legt að þau unnu hjá Ríkisút-
varpinu og þekktu raddirnar í
útvarpinu. Maður fékk líka oft
kveðjur í Lögum unga fólksins
sem þótti ekki amalegt í sveit-
inni.
Eftir að við móðir mín og
systkin fluttum suður kom
Ragnheiður ósjaldan við sögu.
Hún passaði Þórð bróður minn
þegar hann var lítill og var ætíð
reiðubúin að koma og redda
hlutunum, hvort sem það var
nesti í ferðalagið eða skíða-
peysa sem vantaði í skólaferð-
ina. Heimili Magga og Ragn-
heiðar á Kaplaskjólsvegi stóð
okkur alltaf opið og þar var
skemmtilegt að vera.
Börn Ragnheiðar, Halldóra,
Solveig, Lára og Þórður, og við
systkinin urðum miklir vinir en
Ragnheiður og Magnús urðu
fyrir því áfalli að missa tvö
barnanna á ungum aldri. Sol-
veig dóttir þeirra lést af slys-
förum 1982 og Þórður vegna
veikinda 1985, rétt rúmlega tví-
tugur. Eins og nærri má geta
var mikill harmur kveðinn að
þeim hjónum og okkur öllum í
fjölskyldunni. Ragnheiður og
Magnús voru æðrulaus og
hvernig þau tókust á við sorg-
ina er aðdáunarvert.
Ragnheiður var sérlega
frændrækin og þótti vænt um
allt sitt fólk og vildi allt fyrir
það gera. Þau voru ófá sem
byrjuðu búskap sinn í kjallaran-
um hjá Ragnheiði og Magga á
Sólvallagötu. Dóttir mín og
tengdasonur voru meðal þeirra
og áttu þau yndislegan tíma þar
og Ragnheiður var sem móðir á
efri hæðinni.
Ragnheiður var falleg og
glæsileg kona, alltaf smekklega
klædd og mikill fagurkeri hvort
sem það var heimilið eða annað.
Enginn gaf rausnarlegri gjafir.
Ragnheiður var skemmtileg og
var oft í essinu sínu á manna-
mótum. Hún kunni að segja frá,
gerði það vel og var oft mið-
punkturinn. Hún átti líka gott
með að hlusta og var gott að
leita til hennar. Hún var ráða-
góð og hughreysti mann með
skynsemi sinni, hreinskilni og
staðfestu. Guð blessi minningu
Ragnheiðar frænku minnar.
Guðný Þórarinsdóttir.
Fallin er frá kæra móður-
systir mín Ragnheiður Þórðar-
dóttir. Ragnheiður var sann-
kölluð mater familias eða
ættmóðir sem hugsaði ekki bara
um uppvöxt og viðgang eigin af-
komenda heldur stórfjölskyld-
unnar allrar. Þetta hafa öll
systkinabörn hennar og fleiri
fengið að reyna, hjálpsemi
hennar, hjartahlýju og velvilja.
Ragnheiður var tveimur árum
eldri en Guðrún móðir mín og
voru þær systur miklar sam-
lokur tvær, bestu vinkonur til
hinsta dags. Sömuleiðis þróaðist
margskonar vinskapur meðal
afkomenda þeirra og urðum t.d.
við Grímur dóttursonur hennar
miklir vinir og ég því mikill
heimagangur hjá henni. Þegar
amma mín, Halldóra Magnús-
dóttir, tók að eldast og átti erf-
itt með að halda heimili ein
fluttust Ragnheiður og Magnús
með fjölskyldu sína á Sólvalla-
götu 53 og deildu heimili með
ömmu.
Ragnheiður og Magnús
misstu tvö barna sinna í blóma
lífsins, þau Solveigu og Þórð.
Slíka sorg skilur eflaust enginn
sem ekki hefur sjálfur reynt og
myndu eflaust margir bugast.
Það gerði Ragnheiður aldrei
þótt minningin lifði ætíð um þau
sem farin voru. Eiginmaður
Ragnheiðar, Magnús Hjálmars-
son, lifir konu sína. Hann er
mörgum sömu eiginleikum
gæddur og Ragnheiður, hjálp-
samur og raungóður öllum þeim
sem til hans leita. Fylgdust þau
hjón að í raun og blíðu á sjö-
unda áratug í góðu og traustu
hjónabandi. Margt á ég frænku
minni að þakka sem ekki verður
allt rakið hér. Ég vil gjarnan
tileinka mér kærleika hennar,
greiðvikni og frændrækni og tel
mig þá hafa fundið lykilinn að
góðu lífi.
Þorlákur Einarsson.
Ragnheiður Þórðardóttir var
glæsileg kona í alla staði. Hún
giftist Strandamanninum Magn-
úsi Hjálmarssyni, bróður konu
minnar Sólveigar. Ragnheiður
var innfæddur Reykvíkingur og
sannur Vesturbæingur í húð og
hár. Seinna fluttu þau hjónin í
Austurbæinn þar sem þau undu
sér með útsýni yfir sundin blá.
Vesturbærinn var Ragnheiði þó
alltaf kær og það var oft gaman
að hlusta á hana rifja upp sögur
úr Reykjavíkurlífinu áður fyrr.
Maggi og Ragnheiður voru
samrýnd hjón og dugleg að
rækta samband við vini og ætt-
ingja. Matarboð voru oft haldin
við mikinn glæsibrag þeirra
hjóna í Vesturbænum og var
iðulega spjallað um allt milli
himins og jarðar. Ragnheiður
var vel að sér um sögu, menn-
ingu, menn og málefni. Hún var
líka ótrúlega minnug um ým-
islegt sem liðið var. Það gat
leiftrað af henni, hún fór eftir
sannfæringu sinni og var
óhrædd við að segja skoðanir
sínar. Ragnheiður hélt ekki
bara vegleg matarboð á árum
áður. Hún var snillingur í
bakstri og bakaði sælkerakök-
ur. Eitt sinn átti Sólveig kona
mín von á konum frá Norð-
urlöndunum í kaffiboð en var í
vandræðum með kökubakstur-
inn. En auðvitað bauðst Ragn-
heiður til að bjarga málunum
þegar allt var komið í óefni og
laumaði tertu til Sólveigar á
síðustu stundu. Tertan þótti svo
góð að allar vildu konurnar fá
uppskriftina. Roðnaði þá Sól-
veig því hún hafði enga upp-
skrift að kökunni sem hún hafði
borið fram úr eldhúsinu.
Ragnheiður hafði þann eig-
inleika að geta náð til barna og
ungmenna. Hún sýndi þeim
áhuga og fylgdist með því sem
þau voru að gera hverju sinni.
Hjálmar sonur minn hafði eitt
sinn orð á því að þegar hann
talaði við Ragnheiði hefði það
alltaf verið eins og að eiga sam-
tal við jafnaldra. Ragnheiður
var ávallt ung í anda, þó svo að
líkaminn væri farinn að gefa
eftir hin síðari ár. Það stoppaði
hana ekki í því að rækta fjöl-
skylduböndin því hún mætti
ávallt í öll þorrablót og önnur
árleg fjölskyldumót, þótt keyra
þyrfti landshlutanna á milli.
Þau hjónin sýndu líka ótrúlegan
styrk þegar þau misstu börn sín
tvö, Þórð og Solveigu, í blóma
lífsins og þrátt fyrir langvar-
andi veikindi Ragnheiðar sjálfr-
ar síðar meir kveinkaði hún sér
aldrei.
Nýtt sumar er nú runnið upp
fyrir Ragnheiði, bjartara en hér
á jörðinni og allir sjúkdómar að
baki. Megi Guð blessa hana á
hinni nýju vegferð sem nú er
hafin.
Að lokum votta ég og fjöl-
skylda mín Magnúsi, Dóru,
Láru og afkomendum okkar
dýpstu samúð.
Einar Hákonarson.
Sterkar minningar en jafn-
framt hlýjar streymdu fram í
hugann þegar mér bárust
fregnir af andláti góðs vinar og
dyggs samstarfsmanns fyrr á
tíð. Ragnheiður Þórðardóttir
gekk til liðs við okkur sem falið
var að koma á laggirnar nýrri
hljóðvarpsrás Ríkisútvarpsins –
Rás 2 – fyrir 37 árum.
Ég vissi strax að Ragnheiður
væri rétta manneskjan til að
taka reksturinn föstum tökum.
Rás 2 átti að vera vettvangur
fyrir unga fólkið og þegar ég
bað hana að ganga til liðs við
okkur spurði hún: „Af hverju
býður þú mér þetta starf? Ég
er of gömul.“ Ég svaraði að svo
væri alls ekki og spurði á móti:
„En segðu mér, af hverju þigg-
ur þú starfið?“ Svar hennar
var: „Æ, það er svo spennandi!“
Hún átti góðar stundir í þeim
glaðværa hópi sem hélt út á
öldur ljósvakans af mikilli til-
hlökkun. Hún vann sitt starf af
vandvirkni og röggsemi en
einnig alltaf af sannri ljúf-
mennsku. Hún hafði einstaka
skipulagshæfileika og sinnti
öllu af alúð. Án hennar hefði
þetta spennandi en gríðarlega
vandasama verk eflaust farið
öðruvísi. Hún var lítillát, lét
ekki mikið fyrir sér fara og
hafði hag heildarinnar ætíð að
leiðarljósi.
Vissulega átti hún líka sínar
sorgarstundir á þessum árum
sem við unnum saman þegar
hún missti tvö af börnum sínum
langt fyrir aldur fram með
fárra ára millibili. Hún bar
harm sinn í hljóði en kom alltaf
fram af reisn.
Síðan skildi leiðir og við tóku
önnur störf en minningin um
vináttu og samstarf okkar
Ragnheiðar hefur alltaf lifað
með mér.
Ég votta Magnúsi eiginmanni
hennar og fjölskyldu mína
dýpstu samúð. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Þorgeir Ástvaldsson.
Ragnheiður
Þórðardóttir
✝ Gréta Garðars-dóttir fæddist í
Reykjavík 26. júlí
1961. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 13. maí 2020.
Foreldrar henn-
ar voru þau Garðar
Hólm Pálsson, f.
2.1. 1916, d. 31.7.
1984, og Guðríður
Pálmadóttir, f.
12.6. 1925, d. 29.12. 1998. Gréta
var yngst fimm systkina, en þau
eru: 1) Sólrún Garðarsdóttir, f.
7.6. 1943, maki Reynir Sigurðs-
son, f. 20.1. 1939. 2) Erlingur
Garðarsson, f. 4.4. 1949, maki
Anna Valdís Jónsdóttir, f. 8.4.
1956. 3) Gerður Garðarsdóttir, f.
1.6. 1952, maki Helgi Sig-
urgeirsson, f. 17.3. 1949. 4)
Ragna Rut Garðarsdóttir, f.
8.11. 1953, maki Friðgeir Har-
aldsson, f. 17.12. 1952.
Eftirlifandi eiginmaður Grétu
er Torfi Sigurjóns-
son flugstjóri, f. 13.
júní 1969. For-
eldrar hans eru
Sigurjón Torfason,
f. 1.6. 1940, d. 5.11.
2015, og Vilborg
Þórðardóttir, f.
17.1. 1943. Sonur
Grétu og Torfa er
Sigurjón Torfason,
f. 9.7. 2003. Fyrir
átti Gréta dótturina
Nínu Dröfn Eggertsdóttur, f.
1.11. 1987.
Gréta bjó og starfaði í
Reykjavík, fyrir utan þrjú ár
sem þau Torfi bjuggu á Eng-
landi. Gréta lærði prentsmíði og
vann við það í nokkur ár, en hóf
síðan störf hjá Icelandair sem
flugfreyja, þar sem hún vann
samtals í um 28 ár, allt þar til
hún veiktist fyrir um ári.
Útför Grétu fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 25. maí
2020, og hefst athöfnin kl. 13.
Nú er komið að kveðjustund.
Okkur langar að minnast frænku
okkar Grétu. Stundirnar með
Grétu voru okkur ómetanlegar.
Hún var alltaf svo brosmild, já-
kvæð og með góða nærveru. Hún
gladdi okkur með umhyggju sinni
og áhuga á hverju því sem við tók-
um okkur fyrir hendur. Á meðal
okkar var mikill samgangur og
gleymum við ekki hve mikil eft-
irvæntingin var þegar hún átti
von á Nínu enda fengum við mikið
að passa hana og umgangast
hana. Þegar börnin okkar Gerður
og Sigurjón komu svo síðar í
heiminn var alltaf gaman í sveit-
inni okkar en þar léku börnin
okkar mikið saman.
Guð geymi Grétu frænku.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Guðríður Hrund Helgadóttir
og Helga Dröfn Helgadóttir.
Grétu kynntumst við fyrir
meira en þremur áratugum. Leið-
ir okkar allra lágu saman er við
hófum störf fyrir Flugleiðir, síðar
Icelandair, þarna í fornöld eins og
við göntumst oft með. Við vorum
allar kornungar flugfreyjur með
lífið og heiminn fram undan. Þó
svo að hver og ein okkar væri
upptekin við hreiðurgerð og í
framhaldi barnauppeldi héldum
við ávallt sambandi okkar á milli.
Og eins og gerist þegar hægist
um hefur hin síðari ár gefist
rýmri tími til að hittast og rækta
vináttuna. Minnisstæð eru hatta-
kvöldin, samkomur fyrir árshá-
tíðir vinnustaðarins með tilheyr-
andi pilsaþyt, hárgreiðslu og
andlitsmálun, hádegisverðir og
kaffiboð. Alltaf mikið talað og
hlegið. Gréta var okkur góð vin-
kona og vinnufélagi. Hún var yf-
irveguð í framkomu, glettin og
góð heim að sækja. Gestrisni og
fallegt viðmót var Grétu í blóð
borið enda þar á heimavelli því
segja má að aðaláhugamál hennar
hafi verið matargerð. Upphafsorð
símtala til Grétu í veikindunum
voru oft: „Datt í hug að heyra í
þér af því að ég var að elda …“
sem hún svaraði jafnan með
„gott“. Í framhaldi hófst þá oftar
en ekki umræða um hvað væri á
boðstólum og hvernig maturinn
væri borinn fram. Hún drakk í sig
fróðleik um matargerð úr bókum,
blöðum, sjónvarpi eða af verald-
arvefnum. Ástríðan við matar-
gerðina og sú næmni að geta sett
saman hráefni á bæði öðruvísi og
óvenjulegan hátt en alltaf þannig
að bragðið var ljúffengt hreinlega
lék í höndum hennar líkt og fyrir
galdra. Það var þó ekki bara mat-
argerðin sem átti hug Grétu. Hún
naut þess að hverfa á vit náttúr-
unnar í lítið afdrep sem þau Torfi
áttu í sveitinni. Einnig verður að
minnast þeirrar gleði er hún fékk
af því að stússa í kringum hann
Bassa, margverðlaunaða fjöl-
skylduhundinn.
Gréta var mikil fjölskyldukona
og voru þau Sigurjón, Nína og
Torfi henni allt. Hún var góð móð-
ir og eiginkona og bar velgengni
og hag fjölskyldunnar ávallt fyrir
brjósti. Glæsilegt heimili þeirra
Torfa ber því einnig vitni þar sem
listfengi hennar og natni nutu sín.
Barátta Grétu við krabbamein-
ið einkenndist af æðruleysi og
hugrekki. Hún tók örlögum sín-
um með jafnaðargeði og yfirveg-
un. Hún var alltaf glöð að hitta
okkur eða heyra í okkur símleiðis
og spjallaði af nærgætni og hlýju
um daginn og veginn, veikindin
eða hvað drifi á okkar daga.
Í huga okkar situr eftir þakk-
læti fyrir góða vináttu og alla þá
umhyggju og kærleik sem Gréta
skilur eftir. Við eigum því láni að
fagna að njóta minninganna. Haf
þökk fyrir elsku vinkona. Okkar
einlæga samúð Torfi, Sigurjón og
Nína.
Guðný Jóna, Ingileif,
Ingibjörg Þóra, Huld,
Anna Dís, Ásta Kristín,
Salóme, Margrét og
Hólmfríður.
Í dag kveðjum við Grétu vin-
konu okkar og samstarfskonu
sem lést 13. maí síðastliðinn.
Við höfum unnið saman til
fjölda ára hjá Icelandair og vor-
um svo heppnar að lenda saman á
yfirflugfreyjunámskeiði árið
2012. Hópurinn okkar, Tólfurnar,
hefur haldið góðu sambandi allar
götur síðan með því að hittast
reglulega á kaffihúsum, fara í
sumarbústaðaferðir og fleira.
Ekki má gleyma yndislegu brúð-
kaupi á síðasta ári hjá Ingu og
Villa þar sem við fögnuðum sam-
an ásamt mökum fram á nótt.
Okkur þótti vænt um Grétu, hún
var hlý og góð með fallegt bros.
Hún hafði yfirvegaða og rólega
nærveru, bæði í daglegu lífi og
ekki síður í vinnunni sinni um
borð.
Við eigum eftir að sakna þess
að hafa Grétu með okkur þegar
við hittumst.
En minningin um góða vin-
konu og samstarfsfélaga lifir og
mun ylja okkur um alla framtíð.
Við sendum elsku Torfa, Nínu
og Sigurjóni okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fanney, Hugborg, Irina,
Inga, Halldóra, Ragnhildur,
Vigdís, Margrét, Valdís,
Heiða, Silja, Ásta, Matthildur,
Anna María, Björg og Sonja.
Við sitjum úti á palli í sveitinni
og horfum yfir sumarbústaðinn
hennar Grétu en það er alltaf það
fyrsta sem við gerum þegar við
komum í sveitina okkar eins og
við Gréta nefndum löndin okkar í
Borgarfirði. Það er ótrúlega sárt
og tómlegt að sjá ekki Grétu
bogra og nostra við gróðurinn
eins og hún var vön. Skógrækt og
útivera var henni í blóð borin. Það
rifjast upp fyrir okkur Helga þeg-
ar við ásamt Torfa og Grétu
hoppuðum yfir þúfur og skurði til
þess að velja okkur lönd undir
sumarbústaði, með Grétu komna
nokkra mánuði á leið, það aftraði
henni ekki enda var áhuginn mik-
ill. Sveitin var Grétu og fjölskyldu
afar kær, en þar eyddu þau flest-
um sínum frístundum með börn-
unum Nínu og Sigurjóni. Sam-
skipti okkar og Grétu fjölskyldu
voru alla tíð mikil, þó svo að það
væri talsverður aldursmunur á
okkur, enda man ég eftir því að
hafa passað og svæft Grétu litlu
systur á Sogaveginum þar sem
við ólumst upp.
Gréta var mjög félagslynd og
var t.d. virk í skátahreyfingunni
allt frá barnsaldri fram á fullorð-
insár. Gréta og Torfi voru mjög
gestrisin sem sýndi sig best þeg-
ar við Helgi heimsóttum þau til
Bretlands þar sem þau bjuggu
um tíma. Það voru ógleymanlegar
stundir. Þau byrjuðu á því að
sýna okkur dásamlega umhverfið
og sveitina en þá var kominn nýr
heimilisvinur til sögunnar, hund-
urinn Bassi, sem hefur fylgt þeim
alla tíð síðan. Undanfarin ár hafa
verið erilsöm hjá Grétu og Torfa
við það að byggja sér fallegt
framtíðarheimili í Kópavogi. Það
hefur verið gaman að fylgjast
með framkvæmdagleði og dugn-
aði þeirra. Það er eins þau hafi
skipulagt hverja mínútu enda
hefur tíminn verið þeim dýrmæt-
ur vegna starfa þeirra í fluginu.
Við þökkum fyrir allar góðu sam-
verustundirnar.
Þótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót,
(St. G. St.)
Elsku Torfi, Nína, Sigurjón og
fjölskylda, við vottum ykkur okk-
ar dýpstu samúð. Megi minningin
um elsku Grétu vera ljós sem lifir
í hjörtum okkar.
Gerður og Helgi.
Gréta
Garðarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.
(Matt. Joch.)
Guðlaug Líney
Jóhannsdóttir,
formaður Flugfreyju-
félags Íslands.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar