Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020 Hlíðasmári 6. Sími: 510 7900. www.fastlind.is · www.nyjaribudir.is Hannes Steindórsson Lögg. fasteignasali 699 5008 hannes@fastlind.is Nánari upplýsingar: OPIÐ HÚS www.102hlidarendi.is Eitt vandaðasta hús höfuðborgarsvæðisins Opið hús að Valshlíð 16, Arnarhlíð 2 og Smyrilshlíð 13-15 Hlíðarenda, mánudaginn 25.maí frá kl. 17:30-18:00. Aðkoma hjá Valsheimilinu. Einstakar íbúðir með þakgörðum bílskúr og stórum geymslum. 140-240m2 þriggja og fjögurra herbergja íbúðir Verð frá 89.900.000 – 119.900.000 kr. Bílskúr fylgir öllum íbúðum, Aukin lofthæð, 280 cm, gólfsíðir gluggar. Rafmagnstæki frá frá Miele. Quartzborðplötur í eldhúsi og á baði. Einstakur garður. Free@home rafkerfi. Þrjár gerðir innréttinga. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Verkefnahópur frá Vegagerðinni og Reykja- víkurborg er að hefja vinnu við greiningar og útfærslur á gatnamótum Reykjanesbrautar/ Bústaðavegar sem miða að því að leysa flæði bíla og almenningssamgangna. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar. Fram kom í fréttum árið 2017 að Vegagerð- in hefði látið vinna útfærslur á mislægum gatnamótum á þessum fjölfarna stað. Síðan hefur sú breyting orðið, að samkvæmt sam- göngusáttmála ríkis og borgar er gert ráð fyr- ir að hin nýja borgarlína aki frá Mjódd inn í Vogabyggð. Því blasir það verkefni við að finna leið fyrir borgarlínu almennings- samgangna um gatnamótin. Þetta getur orðið talsvert snúið úrlausnarefni vegna nálægð- arinnar við Elliðaár. „Þegar niðurstaða vinnu verkefnahópsins liggur fyrir verður farið í for- og verkhönnun. Tímasetning framkvæmda mun síðan taka mið af hönnunarferlinu sem er fram undan og því skipulagferli sem það kallar á,“ segir G. Pétur. Kallað eftir úrbótum í áratugi Um margra áratuga skeið hefur verið kallað eftir úrbótum á gatnamótum Reykjanes- brautar/Bústaðavegar. Opinber umræða varð um gatnamótin í mars 2017. Í frétt sem Vegagerðin birti á heimasíðu sinni þá var því hafnað að stofnunin hefði ekki fylgt málinu eftir eins og fulltrúi Reykjavíkurborgar hefði haldið fram. Vegagerðin tekur fram í fréttinni, að hún hafi af og til á undanförnum árum farið fram á umræðu við samgöngudeild borgarinnar um gerð mislægra gatnamóta á Bústaðavegi og Reykjanesbraut, en fengið þau svör að slíkt væri ekki á dagskrá. Fram kemur að undirbúningur að gerð mis- lægra gatnamóta á þessum stað var vel á veg kominn árið 2006 í samvinnu embættis borg- arverkfræðings og Vegagerðarinnar. Tvær megintillögur voru lagðar fyrir borgarráð þar sem önnur tillagan gerði ráð fyrir undir- göngum undir Reykjanesbraut en hin tillagan gerði ráð fyrir brú yfir Reykjanesbraut. Borg- arráð hafnaði báðum tillögunum og óskaði eft- ir lagfæringum á gatnamótunum í plani. Undirgangatillagan gerði ráð fyrir örlitlum breytingum á vestasta farvegi Elliðaánna, en brúartillagan gerði ekki ráð fyrir neinu raski á farveginum. „Það er mikið stílbrot í kerfinu í dag að gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar skuli ekki vera mislæg. Tafir síðdegis eru mjög miklar og hætta á óhöppum og slysum því mun meiri en ella,“ sagði Vegagerðin. Nú síðast kom málið til umræðu á Alþingi í síðustu viku. Í fyrirspurn til fjármálaráðherra frá Bergþóri Ólasyni Miðflokki nefndi hann að á fundi umhverfis- og samgöngunefndar hefði komið fram að ekki væri vilji fyrir því hjá Reykjavíkurborg að heimila fleiri mislæg gatnamót og að út frá því yrði að vinna. „Er búið að skrifa undir 120 milljarða sam- komulag þar sem engin ný mislæg gatnamót verða á teikniborðinu innan Reykjavíkur þar sem umferðarhnútarnir og tafirnar eru mest- ar?“ spurði þingmaðurinn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svar- aði því til að í samgöngusáttmálanum væru mjög sterkir fyrirvarar um aðkomu Alþingis. Það væri Alþingis að samþykkja samgöngu- áætlun og ráðstafa fjármagni til samgöngu- verkefna. Finna þarf leið fyrir borgarlínu  Verkefnahópur frá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg er að hefja vinnu að útfærslum á gatnamót- um Reykjanesbrautar/Bústaðavegar  Vegagerðin hefur látið vinna útfærslur mislægra gatnamóta Tölvuteikning/Vegagerðin Möguleiki Þannig hugsa verkfræðingar Vegagerðarinnar sér að gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar gætu litið út. Hér er lausn með brú yfir Reykjanesbraut. Fleiri lausnir hafa verið útfærðar, meðal annars með göngum undir Reykjanesbraut.Nú þarf að koma borgarlínunni fyrir. Liðin eru 90 frá því Hótel Borg var opnað. Af því tilefni verður opið hús í dag, á milli klukkan 16.30 og 19. Stefán Pálsson sagnfræðingur mun segja sögu Hótels Borgar og leiða gesti um húsið og tónlistarmenn- irnir Sigríður Thorlacius, Guð- mundur Óskar og Ómar Guðjónsson syngja og leika lögin sem ómað hafa á Hótel Borg í gegnum tíðina. Hótelið var opnað rétt fyrir 1.000 ára afmæli Alþingis. Von var á fjölda fólks vegna Alþingishátíð- arinnar, þar á meðal erlendu kónga- fólki, og var því mikið kappsmál að bjóða upp á gistingu sem myndi hæfa slíkum gestum. Jóhannes Jósefsson glímukappi, sem ætíð var kenndur við Borg, lagði allt sitt fé í að reisa Hótel Borg og rak það fyrstu þrjátíu árin. Lengi vel var Hótel Borg eina lög- lega vínveitingahús landsins og lykilstaður í skemmtanalífi og tón- listarsögu. Hótel Borg er nú eitt af hótelum Keahótela. Ljósmynd/aðsend Við Austurvöll Guðjón Samúelsson húsameistari teiknaði Hótel Borg. Gestum er boðið á Hótel Borg í dag  90 ár frá því hótelið var tekið í notkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.