Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 26
VALUR
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Það er mikil tilhlökkun að fara að
byrja þetta eftir ansi langt undir-
búningstímabil,“ sagði Kristinn
Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, í
samtali við Morgunblaðið. Íslands-
mót karla í knattspyrnu hefst með
stórleik Vals og KR á Hlíðarenda að
kvöldi 13. júní. Kristinn sjálfur er í
góðu standi og klár í slaginn.
„Síðustu mánuðir hafa verið mjög
fínir fyrir mig persónulega. Ég fékk
hvíld til áramóta til að jafna mig í
hnénu eftir seinasta ár. Ég byrjaði
svo á fullu í janúar og það hefur
gengið mjög vel. Ég mæti í mun
betra standi fyrir þetta tímabil en
það seinasta. Ég var að komast í
ansi gott form rétt áður en kór-
ónuveiran kom. Eftir það hélt mað-
ur sér við og svo fer þetta að byrja
aftur venjulega núna, það verður
gott að fá eðlilegar æfingar aftur og
þá verð ég tilbúinn í fyrsta leik. Það
er ekki flóknara en það,“ sagði
Kristinn sem er 28 ára gamall
miðjumaður.
Betri en við sýndum í fyrra
Valsmenn ollu miklum von-
brigðum síðasta sumar en flestir
spáðu þeim öruggum sigri á Ís-
landsmótinu, enda liðið gríðarlega
vel mannað. Valsliðið náði sér hins
vegar ekki á strik og endaði að lok-
um í sjötta sæti með 29 stig, 23 stig-
um á eftir Íslandsmeisturum KR.
Kristinn segir leikmenn staðráðna í
að bæta upp fyrir síðasta sumar,
sem hann lýsir sem stórslysi.
„Maður fann það á mannskapnum
að menn voru tvíefldir á undirbún-
ingstímabilinu og staðráðnir í að
láta svona stórslys ekki koma fyrir
aftur. Við erum klárlega mun betri
en við sýndum í fyrra en það er okk-
ar að sýna það og við erum stað-
ráðnir í að gera það.“
Erfitt að geta ekki beitt sér
Kristinn átti sjálfur erfitt upp-
dráttar í fyrra þar sem hann var að
glíma við eftirmál sýkingar sem
hann fékk í kjölfar aðgerðar vegna
hnémeiðsla í desember 2018. Ekki
var um stóra aðgerð að ræða en
vegna sýkingarinnar var hann lengi
að jafna sig og þurfti að lokum að
fara í aðra aðgerð í janúar 2019. Ef
allt hefði farið á versta veg hefði
Kristinn þurft að leggja skóna á
hilluna en hann slapp með skrekk-
inn. Lék hann 18 leiki síðasta sumar
og skoraði í þeim þrjú mörk en hann
hefur mest skorað 13 mörk á einu
tímabili, 2016, þegar hann var kjör-
inn besti leikmaður deildarinnar.
„Þetta hafði gríðarleg áhrif á mig.
Ég var mjög þjáður og alltaf með
verki í hnénu og svo gekk liðinu illa
og maður vildi koma inn á og hjálpa
en það er erfitt þegar maður getur
ekki beitt sér 100 prósent. Maður
bætir upp fyrir það núna og kemur
sterkari inn í næsta tímabil.“
Nóg að skoða ferilskrá Heimis
Valsmenn skiptu um þjálfara eftir
síðustu leiktíð. Ólafur Jóhannesson,
sem gerði Val að tvöföldum bikar-
meistara og tvöföldum Íslands-
meistara, er horfinn á braut og fyrr-
verandi lærisveinn hans og
aðstoðarmaður í FH, Heimir Guð-
jónsson, er tekinn við. Líkt og Ólaf-
ur er Heimir gríðarlega sigursæll
og gerði hann FH sex sinnum að Ís-
landsmeistara og tvisvar að bik-
armeistara.
„Það eru einhverjar breytingar
hér og þar. Heimir og Óli þekkjast
mjög vel og voru að vinna saman.
Það er ekki himinn og haf á milli
þeirra en það eru einhverjar breyt-
ingar, sem er gott mál. Heimir er
geggjaður þjálfari. Það þarf ekki
nema skoða ferilskrána hjá mann-
inum, hann elskar titla og maður
kann að meta það að vinna með
svona mönnum sem hafa gert þetta
margoft áður. Maður treystir því að
þeir viti hvað þeir eru að gera. Mað-
ur finnur fyrir trausti með Heimi,
en maður gerði það líka hjá Óla,
þótt síðasta tímabil hafi farið eins
og það fór,“ sagði Kristinn um nýja
og gamla þjálfarann.
Krafa um titil á Hlíðarenda
Valsmenn mæta með sterkari hóp
til leiks en síðasta sumar. Danski
framherjinn Patrick Pedersen leik-
ur með frá byrjun og leikmenn á
borð við Aron Bjarnason, Magnus
Egilsson og Birki Heimisson hafa
bæst við. Kristinn segir að mark-
miðin fyrir sumarið séu ekki flókin:
Valur ætlar að verða Íslandsmeist-
ari í þriðja skipti á fjórum árum.
„Þetta er mjög sterkur hópur.
Það eru engar svakalegar breyt-
ingar en nýju strákarnir hafa komið
vel inn og vonandi geta þeir hjálpað
okkur að vinna titilinn með því að
spila vel og verið flottir í hópnum.
Það er ekkert launungarmál að við
ætlum okkur titilinn og það væru
vonbrigði að ná því ekki. Það er
krafa um titil á Hlíðarenda.“
Engan áhuga á að fara aftur út
Kristinn lék með Sundsvall í Sví-
þjóð árið 2017, en dvölin í Svíþjóð
gekk ekki að óskum. Lék hann alls
27 úrvalsdeildarleiki og skoraði eitt
mark en liðið var í fallbaráttu allt
tímabilið. Hann stefnir ekki á að
fara aftur út í atvinnumennsku.
„Ég er ekkert að pæla í því. Ég
vildi koma heim því mér líður mjög
vel í Val. Það er frábært að vera í
Val og á Íslandi. Ég saknaði þess að
vera í Val á meðan ég var úti. Ef
eitthvað svipað kæmi upp og ég var
í myndi ég hafna því klárlega. Það
þyrfti að vera eitthvað svakalegt svo
ég myndi vilja fara út aftur,“ sagði
Kristinn Freyr.
Svona stór-
slys endur-
tekur sig ekki
Kristinn Freyr segir að Valsmenn
komi tvíefldir í titilbaráttuna í ár
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Valsmaður Kristinn Freyr Sigurðsson kom til Vals frá Fjölni árið 2012 og
hefur leikið með liðinu síðan að undanskildu einu tímabili í Svíþjóð.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020
Þýskaland
Schalke – Augsburg ................................ 0:3
Alfreð Finnbogason lék ekki með Augs-
burg vegna meiðsla.
Paderborn – Hoffenheim........................ 1:1
Samúel Kári Friðjónsson lék ekki með
Paderborn vegna meiðsla.
Mönchengladbach – Leverkusen............ 1:3
Freiburg – Werder Bremen.................... 0:1
Wolfsburg – Dortmund............................ 0:2
Bayern M. – Eintracht Frankfurt .......... 5:2
Mainz – RB Leipzig.................................. 0:5
Köln – Düsseldorf..................................... 2:2
Staðan:
Bayern M. 27 19 4 4 80:28 61
Dortmund 27 17 6 4 74:33 57
RB Leipzig 27 15 9 3 68:27 54
Leverkusen 27 16 5 6 52:32 53
Mönchengladb. 27 16 4 7 53:34 52
Wolfsburg 27 10 9 8 36:33 39
Freiburg 27 10 7 10 35:37 37
Schalke 27 9 10 8 33:43 37
Hoffenheim 27 10 6 11 36:47 36
Köln 27 10 4 13 43:49 34
Hertha Berlín 27 9 7 11 39:48 34
Augsburg 27 8 6 13 40:54 30
Union Berlin 27 9 3 15 32:47 30
Eintracht Fr. 26 8 4 14 41:49 28
Mainz 27 8 3 16 36:60 27
Düsseldorf 27 5 9 13 29:52 24
Werder Bremen 26 5 6 15 29:59 21
Paderborn 27 4 6 17 31:55 18
B-deild:
Sandhausen – Regensburg..................... 0:0
Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi
Sandhausen.
Darmstadt – St. Pauli.............................. 4:0
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með Darmstadt og skoraði eitt mark-
anna.
Hvíta-Rússland
Úrslitaleikur bikarkeppninnar:
BATE Borisov – Dinamo Brest.............. 1:0
Willum Þór Willumsson kom inn á hjá
BATE í framlengingu, á 101. mínútu
Færeyjar
B36 Þórshöfn – Skála............................... 6:2
ÍF Fuglafjörður – KÍ Klaksvík ............... 1:4
EB/Streymur – TB Tvöroyri .................. 2:0
AB Argir – HB Þórshöfn ......................... 0:5
Efstu lið: B36 9, HB 9, Víkingur 7, NSÍ
Runavík 6, KÍ Klaksvík 6, EB/Streymur 3,
ÍF Fuglafjörður 3, AB Argir 1, TB Tvör-
oyri 0, Skála 0.
KNATTSPYRNA
Guðlaugur Victor Pálsson innsigl-
aði 4:0-sigur Darmstadt á St. Pauli,
4:0, í þýsku B-deildinni í knatt-
spyrnu á laugardaginn með glæsi-
legum tilþrifum. Hann tók þá bolt-
ann viðstöðulaust á lofti rétt innan
vítateigs og skoraði með föstu skoti
í þverslána og inn. Darmstadt eygir
nú möguleika á að vinna sér sæti í
efstu deild en þegar sjö umferðum
er ólokið er liðið í fimmta sæti, sex
stigum á eftir Stuttgart sem er í
þriðja sætinu, umspilssætinu, og sjö
stigum á eftir Hamburger SV sem
er í öðru sæti.
Glæsimark og
toppbarátta
Morgunblaðið/Eggert
Mark Victor Pálsson skoraði sitt
þriðja mark á tímabilinu.
Emil Alengård, einn besti íshokkí-
maður Íslands frá upphafi, er kom-
inn til landsins frá Svíþjóð og hefur
verið ráðinn aðalþjálfari Fjölnis/
Bjarnarins fyrir næsta tímabil. Em-
il, sem er 32 ára, var atvinnumaður
í Svíþjóð en hætti að spila árið 2016
þegar hann sneri sér að þjálfun og
hefur verið aðstoðarþjálfari AIK í
Svíþjóð ásamt því að þjálfa U18 ára
landslið Íslands og vera aðstoðar-
þjálfari U20 ára landsliðsins. Hann
lék 61 landsleik fyrir Ísland og
skoraði í þeim 29 mörk, ásamt því
að gefa 59 stoðsendingar.
Emil kominn í
Grafarvoginn
Morgunblaðið/Ómar
Lykilmaður Emil Alengård með eitt
af 29 mörkum sínum fyrir Ísland.
25. maí 1975
Ísland gerir óvænt jafntefli,
0:0, við Frakka í undankeppni
Evrópumótsins í
knattspyrnu á
Laugardalsvell-
inum. Íslenska
liðið, undir
stjórn Tonys
Knapps, er nær
sigri í leiknum
með hinn tvítuga Ásgeir Sig-
urvinsson í aðalhlutverki.
„Mikið má vera ef hann hefur
ekki verið bezti maður vall-
arins,“ skrifaði Steinar J. Lúð-
víksson í Morgunblaðið. Ís-
lenska liðið fylgir þarna eftir
óvæntu jafntefli á útivelli
gegn Austur-Þjóðverjum
haustið áður og er með tvö
stig eftir þrjá leiki.
25. maí 1991
Sigrún Huld Hrafnsdóttir og
Ólafur Eiríksson eru í far-
arbroddi í sund-
landsliði fatlaðra
sem kemur heim
með 13 gull, 17
silfur og 12
brons frá Norð-
urlandamótinu í
Stavanger. Sig-
rún Huld og Ólafur fá fimm
gullverðlaun hvort á mótinu
en Sigrún fær síðan staðfest
heimsmet í sínum flokki í öll-
um fimm greinum sínum.
25. maí 2008
Bergur Ingi Pétursson setur
nýtt Íslandsmet í sleggjukasti
karla þegar hann kastar 74,48
metra á móti í Hafnarfirði.
Þetta var áttunda met Bergs í
greininni á þremur árum og
það stóð í tæp ellefu ár, eða
þar til Hilmar Örn Jónsson
kastaði 75,26 metra í apríl
2019.
Á ÞESSUM DEGI
Miklar líkur virðast nú vera á því að keppni í Euro-
League, sterkustu keppni félagsliða í evrópskum körfu-
knattleik, verði blásin af í dag og tímabilinu 2019-20 því
aflýst. Þar leika átján lið, þar á meðal Alba Berlín, lið
Martins Hermannssonar, en leiknar hafa verið 28 um-
ferðir af 34, auk þess sem þar ætti að taka við átta liða
úrslitakeppni um Evrópumeistaratitilinn. Keppni var
stöðvuð í mars vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en lið-
in í deildinni eru frá Spáni, Tyrklandi, Rússlandi, Ísrael,
Grikklandi, Litháen, Ítalíu, Serbíu, Frakklandi og
Þýskalandi. Netmiðillinn Sportando sagði í gær að leik-
menn liðanna hefðu komið stjórn deildarinnar í opna
skjöldu með því að lýsa því yfir einróma á fundi um helgina að þeir væru
andvígir því að halda áfram keppni. vs@mbl.is
Leikmenn vilja ekki spila
Martin
Hermannsson
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, tilkynnti á
fréttamannafundi í gærkvöld að atvinnuíþróttalið í ríkinu
mættu þegar í stað hefja æfingar á sínum svæðum eftir
meira en tveggja mánaða lokun vegna útbreiðslu kórónu-
veirunnar. New York hefur orðið verst úti allra ríkja
Bandaríkjanna í faraldrinum þar sem meira en 360 þús-
und hafa greinst með smit og tæplega 29 þúsund látist.
Faraldurinn er hinsvegar í rénun.
„Ég tel að íþróttirnar geti snúið aftur án fólks á leik-
vöngunum og í höllunum. Drífið í því!“ sagði Cuomo í
ávarpi sínu. Mörg af þekktustu íþróttaliðum Bandaríkj-
anna hafa aðsetur í New York, svo sem körfuboltaliðin
New York Knicks og Brooklyn Nets og fótboltaliðin Red Bulls og New York
City, en með síðastnefnda liðinu leikur Guðmundur Þórarinsson. vs@mbl.is
Allir mega byrja í New York
Andrew
Cuomo